Morgunblaðið - 07.05.2004, Qupperneq 38

Morgunblaðið - 07.05.2004, Qupperneq 38
MINNINGAR 38 FÖSTUDAGUR 7. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ Ó hugsandi verður að telja að fjölmiðla- frumvarpið verði óbreytt að lögum frá Alþingi. Hins vegar er full þörf á slíkum lögum til að tryggja fjölræði á þessu sviði. Gallar eru á frumvarpinu og ótækt er að engin áform séu uppi um breytingar á vettvangi rík- isfjölmiðla aðrar en nýtt form skattheimtu til að tryggja yf- irburði og afkomu. Margir hafa orðið til að lýsa yf- ir því að fjölbreytni einkenni fjöl- miðlamarkaðinn á Íslandi og því sé með öllu ástæðulaust að setja heftandi lög á þessum vettvangi. Um þessa lýsingu má deila en trúlega er framboðið, í magni talið hið minnsta, viðunandi þegar horft er til smæðar ís- lensku þjóðarinnar. Í þessu viðfangi er á hinn bóg- inn áberandi að menn gera ekki nógu skýran greinarmun á „fjöl- breytni“ og „fjölræði“. Þegar upplýst fólk úti í heimi, og þá ekki síst á vettvangi Evr- ópustofnana, ræðir um fjölmiðla er sú hugsun mótandi að tryggja beri að fjölræði (e. „plurality“) ríki á þessu sviði þjóðlífsins. Þessi afstaða felur ekki nauðsynlega í sér að aðilar sem gerast fyrirferð- armiklir á sviði fjölmiðlunar í til- teknu landi séu ráðnir í að mis- nota þá aðstöðu sína. Vissulega er horft til svonefnds „aðhalds- hlutverks“ fjölmiðla en hugsunin er ekki síst sú að fjölræði þurfi að ríkja á fjölmiðlasviði í lýðræðis- ríki til að heimssýn og afstaða fárra manna, þ.e. eigenda og stjórnenda sem þeir velja, verði ekki ráðandi í samfélaginu. Tengd þessu er síðan hug- myndin um „dagskrárvald“ fjöl- miðla og þá einstöku aðstöðu sem þeir, eðli málsins samkvæmt, hafa til að móta þjóðfélagsumræðu og þar með hafa áhrif á framþróun samfélagsins. Sýn eigenda og stjórnenda til samfélags og veru- leika hafi eðlilega og óhjákvæmi- lega áhrif á dagskrárvald fjöl- miðla þeirra. Af þessu leiði ekki að ástæða sé til að gruna eig- endur og stjórnendur viðkomandi fjölmiðla um græsku en á hinn bóginn sé lýðræðinu nauðsynlegt að fjölræði ríki á þessum vett- vangi. Greinarmunurinn er mikil- vægur. Þannig er vel hugsanlegt í tilteknu samfélagi að þar ríki fjöl- breytni þegar horft er til fjöl- miðlamarkaðarins í heild sinni en fjölræði ríki ekki sökum þess að ráðandi miðlar séu í eigu fárra og birti því fremur einsleita sýn til samfélags og veruleika. Þessi nálgun er öðrum þræði heimspekileg og Íslendingum heldur framandi enda í litlu sam- ræmi við þær hefðir og undarlegu form „rökræðu“ sem fram hafa þróast hér á landi. Umræða um fjölmiðla sem „fjórða valdið“ verður oft heldur sjálfhverf og vandræðaleg þar eð hún fer fram í fjölmiðlunum sjálf- um. Handhafar „fjórða valdsins“ eru ekki kjörnir fulltrúar fólksins og einkareknir fjölmiðlar sæta í raun aðeins aðhaldi frá markaði. Það aðhald er misjafnlega skil- virkt og mótast m.a. af því hvort almenningur greiðir sérstaklega fyrir afnot af viðkomandi miðlum. Hugmyndin um fjölræði á fjöl- miðlasviði sýnist falla ágætlega að málflutningi þeirra sem boðað hafa svonefnd „samræðustjórn- mál“ í stað valdhyggju og fá- mennisstjórnar. Því vekur nokkra furðu að talsmenn þeirrar hug- myndafræði skuli telja það ákjós- anlegt ástand að „fjórða valdið“ sé í höndum fárra á Íslandi. Fjölmiðlafrumvarpið þarfnast endurskoðunar. Ráðlegt hefði verið að horfa m.a. til þeirra breytinga sem nú eru í undirbún- ingi í Noregi. Þar ræða menn nú um lög um eignarhald á fjöl- miðlum með tilliti til ástandsins á fjölmiðlamarkaði í heild sinni og um leið á einstökum sviðum hefð- bundinnar fjölmiðlunar. Með því að tengja saman eignarhald og markaðshlutdeild á öllum sviðum hefðbundinnar fjölmiðlunar vill norska ríkisstjórnin tryggja að fjölræði ríki. Fábreytni er ekki vandinn. „Norska leiðin“ hentar ekki í einu og öllu á Íslandi. Norsku til- lögurnar miða að því að koma í veg fyrir frekari samþjöppun á fjölmiðlasviði og ekki er í ráði að brjóta upp núverandi samsteypur á markaði. Nálgun í þessa veru, löguð að íslenskum aðstæðum, sýnist á hinn bóginn skynsamlegri en sú sem birtist í fjölmiðlafrumvarpi ríkisstjórnarinnar. Norska leiðin er fallin til að taka á málinu í heild sinni og við blasir að tengja ber saman eignarhald og mark- aðsstöðu á öllum sviðum fjölmiðl- unar. Íslenska frumvarpið er undarlegt m.a. fyrir þá sök að dagblöð standa með öllu utan þess en afar ströng skilyrði eru sett á vettvangi ljósvakamiðlunar. Með því að taka með svo ólíkum hætti á prent- og ljósvakamiðlum horfa smiðir frumvarpsins framhjá fjölræðishugsuninni sem er svo ráðandi í þessum efnum víða erlendis. Að þessu leyti er fólgin mótsögn í efnisatriðum frumvarpsins og þeirri hugsun sem ætla verður að búi því að baki. Gallarnir eru fleiri. Undrun vekur að leggja eigi bann við því að sami aðili reki ljósvakamiðil og prentmiðil og vandséð er að ákvæði þess efnis að ráðandi fyr- irtæki í óskyldum rekstri megi ekki eiga hlut í ljósvakamiðlum gangi upp. Frumvarpið mun, verði það að lögum, treysta þá ósanngjörnu samkeppnisstöðu sem ríkisreknir ljósvakamiðlar njóta á markaði. Verði ljósvakamarkaðurinn brot- inn upp er fráleitt og óþolandi að hvergi verði hreyft við ríkis- miðlum. Eðlileg skilyrði fyrir rekstri ljósvakamiðla verða ekki sköpuð á meðan ríkisvaldið rekur fyrirtæki í samkeppni við einka- rekna afþreyingarmiðla og trygg- ir því sama fyrirtæki yfirburði og öruggar tekjur með því að skatt- leggja almenning. Fjölmiðlar og fjölræði Norska leiðin tekur á málinu í heild sinni og við blasir að tengja ber saman eignarhald og markaðshlutdeild á öll- um sviðum fjölmiðlunar til að bregðast við samþjöppun hér á landi. VIÐHORF Eftir Ásgeir Sverrisson asv@mbl.is ✝ Ingibjörg Guð-mundsdóttir fæddist í Reykjavík 12. október 1913. Hún lést á Landspít- ala, Landakoti, 28. apríl síðastliðinn. Ingibjörg var dóttir Sigurlaugar Páls- dóttur frá Sauðár- króki og Guðmundar Benediktssonar frá Akureyri. Ingibjörg giftist 17. október 1936 Vil- berg Guðmundssyni rafvirkjameistara, f. 23. mars 1911, d. 2. júlí 1987. For- eldrar hans voru Kristín Hansdótt- ir úr Reykjavík og Guðmundur Jónsson frá Tungu í Skutulsfirði. Synir þeirra Ingibjargar og Vil- bergs eru: 1) Jóhannes rafvirkja- meistari, f. 9. febrúar 1937, kvænt- ur Guðrúnu Andrésdóttur, f. 29. júní 1939, þeirra börn eru: a) Hulda Guðjónsson, f. 19. apríl 1970, þau eiga einn son, b) Kristinn, f. 30. október 1972, hann á eina dóttur og c) Ari Rafn, f. 4. maí 1979. 4) Sig- urður rafiðnfræðingur, f. 9. nóvem- ber 1949, maki Lilja Benediktsdótt- ir, f. 23. febrúar 1950, börn þeirra eru: a) Benedikt, f. 15. október 1972, maki Eva Sigvaldadóttir, f. 14. júní 1972, þau eiga tvær dætur, b) Arnar, f. 8. maí 1975, sambýlis- kona Guðbjörg Þórðardóttir, f. 26. desember 1977, þau eiga eina dótt- ur og c) Hildur, f. 22. mars 1981. Ingibjörg ólst upp á Sauðárkróki með móður sinni, en flutti ung til Reykjavíkur og vann þar við ýmis störf. Ingibjörg og Vilberg hófu bú- skap í Reykjavík árið 1936 og bjuggu fyrstu árin á Vesturgötu 52b hjá tengdaforeldrum Ingi- bjargar. Árið 1941 fluttu þau á Ný- lendugötu 26 þar sem nýstofnað fyrirtæki þeirra rafmagnsverk- stæðið Segull var til húsa. Árið 1946 byggðu þau sér hús í Sörla- skjóli 22 og bjuggju þar, þar til Vil- berg lést árið 1987. Síðustu árin bjó Ingibjörg á Aflagranda 40. Útför Ingibjargar verður gerð frá Neskirkju í dag og hefst athöfn- in klukkan 13.30. Arndís, f. 29. desem- ber 1959, maki Gísli Stefánsson, f. 10. jan- úar 1952, þau eiga tvær dætur, b) Ingi- björg, f. 29. ágúst 1961, maki Hörður Sigurðsson, f. 6. júní 1958, þau eiga þrjú börn og c) Vilberg, f. 30. október 1969, maki Anna María Pálsdótt- ir, f. 13. janúar 1968, þau eiga tvö börn. 2) Guðmundur Kristinn rafvélavirkjameistari, f. 26. maí 1942, d. 18. ágúst 1994, maki Helga Guðmunds- dóttir, f. 23. febrúar 1942, sonur Guðmundar er Hans Vilberg, f. 15. maí 1962, hann á þrjú börn. 3) Vil- berg framkvæmdastjóri, f. 15. mars 1947, maki Anna Kristín Kristinsdóttir, f. 30. desember 1949, börn þeirra eru: a) Sigurlaug, f. 27. apríl 1971, maki Páll Sævar Elsku amma, Ingibjörg Guð- mundsdóttir, sem við kölluðum alltaf ömmu Dúddu er látin eftir strangan vetur. Amma Dúdda var engin venjuleg amma og hún var heldur ekki hefð- bundin amma en hún var svo sann- arlega merkileg amma. Amma Dúdda var skemmtilegur og sérstak- ur karakter og hennar helstu ein- kenni voru góður húmor og létt lund- arfar. Amma Dúdda var félagslynd og laðaði að sér fólk með sterkri nærveru og hnittnum tilsvörum og allir þekktu hana Dúddu. Amma sat með okkur barnabörn- unum löngum stundum í eldhúsinu í Skjólunum sem var hennar svæði og spjallaði um heima og geima. Hún hafði frá miklu að segja enda hafði hún upplifað tímana tvenna og sagði frá af mikilli frásagnargáfu og á stundum leikrænum tilburðum, við höfðum hana líka grunaða um að bæta í eyðurnar til að gera frásögn- ina enn áhugaverðari. Það var líka gaman að koma til ömmu og afa að Fossi á Skaga og alltaf mætti amma okkur með andlitið á eldhúsgluggan- um þegar við renndum í hlað. Amma var óspör á hrósið og sá aldrei neitt sem setti skugga á öll þessi yndislegur barnabörn sín. Það var ótrúlega gott fyrir ómót- aðar ungar sálir að fá svo mikið hrós og fá þá tilfinningu að vera best í heimi. Ekki minnkaði þörfin fyrir hrósin með árunum og alltaf var jafngott að koma til hennar og finna INGIBJÖRG GUÐMUNDSDÓTTIR ✝ Steinþóra Jó-hannsdóttir var fædd í Hafnarfirði 10. mars árið 1939. Hún lést á heimili sínu Húsatóftum í Grindavík hinn 27. apríl síðastliðinn, dóttir Einhildar Jó- hannesdóttur og Jó- hanns Hjartarsonar úr Hafnarfirði. Systkini Steinþóru eru Hjördís, Þor- steinn, Hafþór, Jón- ína og Hrafnhildur. Steinþóra giftist Runólfi Guðjónssyni 1956. Leiðir þeirra skildu. Börn þeirra eru Jón Hlíðar Runólfsson og Guðný Hild- ur Runólfsdóttir. Steinþóra bjó í Suður-Afríku í um 30 ár, þar eignaðist hún yngri dóttur sína, Ingibjörgu Amilíu Þórarinsdótt- ur, með öðrum manni sínum, Þór- arni Guðmundssyni. Þau slitu samvistum. Steinþóra giftist eft- irlifandi eiginmanni sínum, Barða Guð- mundssyni, 1990. Þau bjuggu síðustu tíu árin í Húsatóftum í Grindavík þar sem þau ráku saman golfskálann við Golfklúbb Grinda- víkur. Útför Steinþóru var gerð frá Fossvogskirkju 6. maí. Mér hefur verið sagt að ég yrði að kveðja mömmu mína, en það er mjög erfitt. Hún var alltaf til staðar þegar ég þurfti á henni að halda. Það var alveg sama hvað ég sagði eða hugsaði, hún hjálpaði mér alltaf í gegnum erfiðu stundirnar. Hún var alltaf svo lifandi, svo nálæg. Ég veit ekki hvort að þið skiljið hvað ég á við en hún var!! Hún var alltaf svo umhyggjusöm og sagði við mig hitt og þetta, hvað sem var til þess að ég yrði hamingjusöm og hún meinti það af öllu hjarta. Svo lengi sem ég var glöð var hún ánægð. Mamma lifði lífinu eins og hún vildi, og gott hjá henni. Við erum öll ánægð með að hún valdi sínar eigin leiðir, en við munum sakna hennar. Hún nálgað- ist hlutina á sinn eigin hátt og gerði hlutina eins og hún vildi, sama hverjar afleiðingarnar yrðu. Hún elskaði mig, bróður minn og systur, en hún vildi lifa lífinu á sinn á hátt. Við þurfum öll að lifa fyrir okkur sjálf og ég er glöð að hún gerði ein- mitt það. Ef þú getur yfirgefið þennan heim vitandi að þú gerðir eins mikið og þú gast, fyrir sjálfan þig og aðra, og hefur góða samvisku þá hefur þú gert mikið! Ég elska móður mína af öllu hjarta. Ég öskraði á hana og blótaði henni meðan hún var hérna og gerði líf hennar erfiðara með því að kvarta yfir reykingum hennar og drykkjunni. En hver var ég að segja henni hvernig hún ætti að lifa lífi sínu, ég var dóttirin og hún vissi hvað hún vildi. Ég vildi bara fá að hafa hana hjá mér aðeins lengur. Ég var ekki tilbúin að leyfa henni að deyja! Ég hélt að hún gæti staldrað við lengur, í einn mánuð eða tvö ár, bara ekki núna, ekki í dag!!! Við erum víst aldrei tilbúin og sama hvað við höldum að við getum höndlað það þá getum við það ekki. Fyrirgefðu allt það slæma sem ég sagði við þig. Fyrirgefðu allt sem ég ætlaðist til af þér. Fyrirgefðu allar slæmu stundirnar og fyrirgefðu að ég skyldi ekki vera með þér þegar þú fórst. Ég veit að þú vildir ekki að við myndum sjá þegar þú dæir, en ég vildi óska að ég hefði verið þar til þess að hjálpa þér og halda í hönd þína. Þú hefur alltaf verið hvatning fyrir mig. Þú varst besti vinur minn og eina örugga höfnin. Án þín líður mér eins og ég fljóti áfram stefnu- laust. Því ég þarfnast mömmu minn- ar, vinar míns, veikleika míns og styrks, því ég elska þig. Það eru svo margar minningar sem koma upp í hugann en það er alveg sama hvað ég segi, þú ert farin og ég get ekki breytt því, svo að það eina sem ég vil fá að segja er að ég elska þig og ég mun sakna þín. Skilyrðislaus ást. Þín dóttir Hildur. Elsku amma. Ég hef aldrei átt auðvelt með kveðjustundir. Sér- staklega þegar þeir sem ég elska eru að leggja upp í langferð. Það er erfitt að sætta sig við að þú þyrftir að fara svona fljótt frá okkur. Samt get ég ekki annað en brosað þegar ég minnist þess að þótt þú hafir ekki getað staldrað lengur við þá upplifðirðu og sást fleira í þessu lífi en flestir sem ég þekki. Þú varst nefnilega vön að fara þínar eigin leiðir og þú reyndir alltaf að gera lífið aðeins meira spennandi og áhugaverðara. Þótt sumum þætti stundum nóg um þær leiðir sem þú valdir þér þá leiddist allavega eng- um í kringum þig og þú kenndir okkur margt um lífsþorsta og stóra drauma. Frá því að ég var pínulítil varstu vön að segja mér ótrúlegar sögur af ,,hinu landinu þínu“, Suður-Afríku þar sem þú dvaldir sex mánuði á ári hjá Ingibjörgu, systur pabba. Mig dreymdi um að sjá alla staðina sem þú talaðir um og loksins sló ég til, og í páskafríinu mínu. Eins og þú, gerði ég lífið aðeins meira spenn- andi og fór og heimsótti landið. Þú varst alltaf söm við þig og hringdir í okkur annan hvern dag til þess að athuga hvort Ingibjörg væri nú örugglega að sýna barnabarninu þínu allt sem hægt væri að sjá. Þú lánaðir mér meira að segja bílinn þinn svo að ég gæti nú séð sem flest, gert sem mest, upplifað allt ... því ég ,,hefði nú bara mánuð“ eins og þú bentir okkur á. Það var mikið áfall þegar ég vaknaði á mánudagsnóttina og mér var sagt að þú værir dáin. Í flugvél- inni á leiðinni heim reyndi ég að skilja hvernig einhver sem var svona lifandi í öllu sem hún gerði gæti allt í einu verið farin. En kannski var það einmitt málið. Kannski lá þér á að byrja næsta líf, dreyma nýja drauma og skoða nýja staði, prófa eitthvað nýtt og spenn- andi. Því meira sem ég hugsa um það því vissari verð ég í minni sök um að þú sért þegar farin að plana eitthvað stórt og mikið í nýju til- verunni. Því lífsgleðin mun fylgja þér hvert sem þú ferð. Ég hlakka til að hitta þig í næsta lífi svo að við getum sagt hvor ann- arri allt það nýja og stórkostlega sem við höfum séð og upplifað. Bless á meðan. Ég elska þig. Eyrún Ósk Jónsdóttir. STEINÞÓRA JÓHANNSDÓTTIR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.