Morgunblaðið - 07.05.2004, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 07.05.2004, Blaðsíða 54
DAGBÓK 54 FÖSTUDAGUR 7. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.400 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 220 kr. ein- takið mánudaga til laugardaga. Sunnudaga 350 kr. Skipin Reykjavíkurhöfn: Vil- helm Þorsteinsson og Ocean Caroline koma í dag. Hafnarfjarðarhöfn: Stella Pollux kemur í dag. Árni Friðriksson, Helgafell og Gullberg fara í dag. Mannamót Aflagrandi 40. Kl. 9 vinnustofa, bað og jóga, kl. 14 bingó. Hársnyrt- ing, fótaaðgerð. Árskógar 4. Kl. 9–12 handavinna, kl. 13– 16.30 smíðar. Bingó spilað 2. og 4. föstudag í mánuði. Bólstaðarhlíð 43. Kl. 8– 16 hárgreiðsla, kl. 8.30– 12.30 bað, kl. 9–12 vefn- aður, kl. 9–16 handa- vinna, kl. 13–16 vefn- aður og frjálst að spilað í sal. Félagsstarfið, Dal- braut 18–20. Kl. 9 bað og hárgreiðslustofan opin, kl. 14 söngstund. Handavinnusýning og basar kl. 13-17. Félagsstarfið Dalbraut 27. Kl. 8–16 handa- vinnustofan opin, kl. 10–13 verslunin opin. Félagsstarfið Hæð- argarði 31. Opin vinnu- stofa, kl. 9–16.30, gönguhópur, kl. 9.30. Félagsstarfið, Löngu- hlíð 3. Kl. 8 bað, kl. 10 hárgreiðsla, kl. 10–12 verslunin opin, kl. 11 leikfimi, kl. 13 opið hús, spilað á spil. Hand- verkssýning verður laugardaginn 8. og sunnudaginn 9. maí kl. 13–17, kaffisala. Félagsstarf aldraðra Garðabæ. Auglýstri fræðslu í Garðabergi aflýst. Opið kl. 13–17. Fótaaðgerðarstofa Hrafnhildar, tímapant- anir í síma 899 4223. Félag eldri borgara í Kópavogi. Félagsvist spiluð í Fannborg 8 (Gjábakka) kl. 20.30. Almennur félagsfundur verður laugardaginn 8. maí kl. 14 í félagsheim- ilinu Gjábakka. Dag- skrá: Starfsemi félags- ins, Helgi Hjálmsson, varaformaður lands- sambandsins, mætir og segir frá sam- bandsstjórnarfund- inum. Önnur mál er fram kunna að koma. Félag eldri borgara, Hafnarfirði, Hraunseli, Flatahrauni 3. Kl. 13 útskurður og brids. Gerðuberg, félagsstarf. Kl. 9–18 handa- vinnusýning, kl. 10 gönguferð og skoð- unarferð á vegum Garðyrkjufélags Ís- lands, frá hádegi spila- salur opinn, kl. 13 legg- ur Gerðubergskór af stað í sögnferð á Hrafn- istu í Hafnarfirði. Gjábakki, Fannborg 8. Kl. 9.05 myndvefnaður, kl. 9.30 málm- og silf- ursmíði, kl. 13 bókband. Gullsmári, Gullsmára 13. Kl. 9 glerlist, kl. 10 ganga. Kl. 14 Gleðigjaf- arnir syngja. Vorsýn- ing á handverki eldri borgara í verður laug- ardaginn 8. og sunnu- daginn 9. maí, kl. 14–17. Hraunbær 105. Kl. 9 handavinna, útskurður, baðþjónusta, fótaað- gerð og hárgreiðsla, kl. 11 spurt og spjallað. Bingó fellur niður í dag vegna undirbúnings handavinnusýning- arinnar, sem verður sunnudaginn 9. maí og mánudaginn 10. maí. Hvassaleiti 58–60. Fótaaðgerðir virka daga, hársnyrting þriðju- til föstudags. Norðurbrún 1. Kl. 9–17 hárgreiðsla, kl. 10–11 boccia, kl. 14 leikfimi. Vesturgata 7. Kl. 9–16 fótaaðgerð og hár- greiðsla, kl. 9.15–14.30 handavinna, kl.10–11 kántrýdans, kl.13.30 sungið við flygilinn við undirleik Sigurbjargar, kl. 14.30 dansað við lagaval Halldóru, gott með kaffinu. Vitatorg. Kl. 8.45 smíði, kl. 9 hárgreiðsla og myndlist, kl. 9.30 bókband og morg- unstund, kl. 10 fótaað- gerðir og leikfimi, kl. 12.30 leir, kl. 13.30 bingó. Þjónustumiðstöðin, Sléttuvegi 11. Opið frá kl. 10–14. Félag eldri borgara í Gjábakka. Spilað brids kl. 19 þriðjud. og kl. 13.15 föstud. Hana-nú, Kópavogi. Laugardagsgangan á morgun. Lagt af stað frá Gjábakka, kl. 10. Aðalfundur Félags kennara á eftirlaunum verður haldinn laug- ardaginn 8. mars kl. 13.30 í Húnabúð, Skeif- unni 11, Reykjavík. Fé- lagsvist, veislukaffi, að- alfundarstörf. Kirkjukórasamband Íslands heldur aðalfund fyrir árin 2002 og 2003 í safnaðarheimili Ak- ureyrarkirkju í kvöld kl. 20.30.Venju- leg aðalfundarstörf – tillögur til lagabreyt- inga. Í dag er föstudagur 7. maí, 128. dagur ársins 2004, kóngsbæna- dagur. Orð dagsins: Þá hugsaði ég: Viska er betri en afl, en viska fátæks manns er fyrirlitin, og orð- um hans er eigi gaumur gefinn. (Pd. 9, 16.)     Hafsteinn Þór Hauks-son, formaður Sam- bands ungra sjálfstæð- ismanna, getur ekki fallist á að gripið sé til þeirra aðgerða sem frumvarp um eignarhald á fjölmiðlum felur í sér. „Í þessu máli, sem svo mörgum öðrum, hafa andstæðingar ríkisstjórn- arinnar farið fram með kappi í stað forsjár. Sér- staklega áhugavert er að sjá hvernig þingmenn Samfylkingarinnar hringsnúast í afstöðu sinni til þessa máls,“ seg- ir hann á vefsíðu SUS, sus.is.     Þá segir: „Auðvitaðdylst engum sú her- ferð sem fjölmiðlar í eigu Baugs hafa haldið uppi gegn Sjálfstæð- isflokknum. Sú herferð hefur reyndar ekki síst beinst að persónum for- sætis- og dómsmálaráð- herra. Þá liggur fyrir að hér á landi hefur orðið veruleg samþjöppun í eignarhaldi fjölmiðlanna. Við það bætist svo að stærsti eignaraðilinn að frjálsu fjölmiðlunum er með mjög mikla mark- aðshlutdeild í smá- söluverslun.     En vinnubrögð stjórn-arandstöðunnar og hin sérstaka staða á ís- lenskum fjölmiðlamark- aði breyta þó ekki grundvallarhugmyndum mínum um að ríkisvaldið eigi að skipta sér sem allra minnst af atvinnu- lífinu. Ólafur Teitur Guðnason, blaðamaður, kom góðum orðum að slíkum sjónarmiðum þeg- ar hann var gestur í Kastljósi Ríkisútvarpsins á föstudaginn sl. Þar sagðist Ólafur að mörgu leyti getað tekið undir „sjúkdómsgreiningu“ stuðningsmanna frum- varpsins. Hann benti hins vegar á að frjáls- hyggjumenn teldu heppi- legra að láta markaðinn leysa úr þeirri stöðu sem uppi væri á fjölmiðla- markaði, jafnvel þótt það tæki ef til vill nokkur ár, í stað þess að grípa til aðgerða stjórnvalda.“     Hafsteinn minnir á aðHeimdallur, félag ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, hafi einnig ályktað gegn frumvarp- inu af svipuðum ástæð- um. Hann segir að um- ræður um fjölmiðla- markaðinn verði ekki skildar frá umræðu um stöðu Ríkisútvarpsins. „Með skylduáskrift (en jafnframt miklum tap- rekstri) og samkeppni við einkaaðila á auglýs- ingamarkaði, skekkir Ríkisútvarpið samkeppn- isstöðuna og gerir einka- aðilum mjög erfitt fyrir. Það er að mínu mati löngu orðið tímabært að gera breytingar á rekstr- arfyrirkomulagi RÚV og draga ríkisvaldið úr rekstri fjölmiðla. Það er því von mín að breyt- ingar á rekstrarformi RÚV verði samþykktar,“ segir formaður SUS. STAKSTEINAR Formaður SUS og fjölmiðlafrumvarp Víkverji skrifar... Mállýzkan sem kennd er við stofn-anir og kölluð stofnanamál verður æ útbreiddari, bæði hjá starfsmönnum stjórnsýslunnar og í viðskiptalífinu. Hún einkennist meðal annars af stirðlegum þýðingum á út- lendum orðum og hugtökum, mikilli nafnorðafjöld en sagnorðafæð og þeirri tilhneigingu að nota lítt skilj- anlegt „fínt“ orð eða nýyrðaklambur þar sem gömul og auðskilin íslenzk orð duga ágætlega. Víkverji fær stundum alveg nóg af öllum sam- keppnisaðilunum, sem eru að verða búnir að útrýma keppinautum, af fréttum um að fjöldi rekstraraðila hafi aukizt þegar fyrirtækjum fjölg- aði bara o.s.frv. x x x Dæmi um óskiljanlegt stofnanamálbirtist í grein eftir fram- kvæmdastjóra Jafnréttisstofu hér í blaðinu fyrr í vikunni. Þar segir: „Þessa vinnu má a.m.k. rekja aftur til ársins 1984, þegar Jafnréttisráð gaf út bæklinginn Faðir, móðir, barn, sem lagði ríka áherslu á að feður væru ekki síðri umhyggjuaðilar en mæður, og að sú skipting sem hafi verið á umhyggju sé félagslega mót- uð en ekki líffræðilega.“ Víkverji gizkar á að hér sé verið að reyna að segja okkur að feður séu ekki síður til þess fallnir frá náttúr- unnar hendi að sinna börnunum sín- um en mæður. Það sé ekki hinn líf- fræðilegi munur á kynjunum, sem valdi því að konur annist frekar börn- in en karlar, heldur hafi þetta þróazt svona í samfélagi manna í aldanna rás. En hefði þá ekki bara mátt segja það, í staðinn fyrir að slá um sig með einhverjum stórfurðulegum orða- leppum á borð við „umhyggjuaðili“? Stundum er kvartað undan því að hinir og þessir skilji ekki jafnréttis- umræðuna. Ef hún fer fram á þessari undarlegu mállýzku er nú barasta engin furða að sumir botni hvorki upp né niður í henni. x x x Víkverji er aðdáandi (nema hann sékannski aðdáunaraðili?) þýzku tölvupoppsveitarinnar Kraftwerk og dreif sig þess vegna á tónleika henn- ar í Kaplakrika í Hafnarfirði í fyrra- kvöld. Ekki sviku Kraftwerk-menn; bæði tónlistarflutningurinn og sí- kvikar sviðsmyndir hinna þýzku ná- kvæmnismanna voru frábær upp- lifun. Tónleikarnir fóru vel fram; það var hvorki troðningur né læti og tón- leikagestir skemmtu sér hið bezta. Tvennt leyfir Víkverji sér þó að setja út á. Honum hefði fundizt það hæfi- lega háttvíst og vestrænt af tónleika- höldurum að bjóða þeim gestum, sem vildu, upp á fatahengi. Ekki varð þó neitt slíkt fundið og Víkverji þurfti að halda á yfirhöfninni, sem hann vill yf- irleitt vera laus við á listviðburðum. Þá fór í taugarnar á Víkverja að það skyldi vera liðið að fólk reykti í tón- leikasalnum. Íþróttasalir eins og sá, sem hýsti tónleikana, eru auðvitað reyklausir lögum samkvæmt. Engu að síður stóð Víkverji í reykjarmekki mestalla tónleikana, sem spillti held- ur fyrir. Morgunblaðið/Sverrir Reyklausir Kraftwerk-menn. Þakkir ÉG fór í hraðbanka í Kringl- unni 13. apríl milli kl. 14.30– 15 – og gleymdi að taka pen- inginn. Sá sem á eftir mér kom í hraðbankann fann peninginn og kom honum til gjaldkera bankans. Vil ég þakka viðkomandi skilvísina og heiðarleikann, finnst þetta einstakt. Ingibjörg Pálmadóttir. Fyrirspurn MEGA bílstjórar sem keyra ráðherra vinna við það leng- ur en til sjötugs? Ég veit dæmi um einn sem er mjög góður og ráðherra vill ekki sleppa en hann er orðinn sjötugur. Er þetta ekki mis- munun þegar aðrir ríkis- starfsmenn verða að hætta um sjötugt? Hildur Ágústsdóttir. Kvennó-„reunion“ ALLIR sem útskrifuðust úr Kvennaskólanum í Reykja- vík 1999 ættu að hafa sam- band á kvenno_99@hot- mail.com sem fyrst. Áætlað stúdentsafmæli verður 29. maí. Frekari upplýsingar á fyrrgreindu póstfangi. Nefndin. Tapað/fundið Armband týndist GULLARMBAND týndist fyrir páska á leiðinni frá Breiðholti niður að Hallan- um (sjoppa) við Bókhlöðu- stíg. Skilvís finnandi hafi samband í síma 849 0580. Svart Prostyle-hjól týndist í Goðheimum NÝTT 5 gíra Prostyle-hjól, svart á lit með svörtum plastbrettum, týndist í Goð- heimum. Eigandinn er 7 ára drengur sem fékk hjólið í af- mælisgjöf frá foreldrum sín- um. Saknar hann hjólsins mikið en hann hafði aðeins notað það tvisvar sinnum. Þeir sem hafa orðið varir við hjólið eru beðnir að hafa samband í síma 568 6968 eða 694 6939 eða skili hjól- inu að Goðheimum 12. Gleraugu í óskilum GLERAUGU fundust í Öskjuhlíðinni. Upplýsingar í síma 568 7870. Gleraugu í óskilum GLERAUGU í hulstri fund- ist á Álfhólsvegi sl. þriðju- dag, 4. maí. Upplýsingar í síma 867 7472 eða 554 1957. Gleraugu týndust DÖKK málmspangagler- augu töpuðust 1. maí, senni- lega í Hveragerði. Finnandi vinsamlegast hafi samband í síma 898 0959. Kvenúr í óskilum KVENÚR fannst í síðustu viku í Vesturbænum. Upp- lýsingar í síma 892 1731. Dýrahald Kettlingar fást gefins KITLANDI, kátir og sprækir kettlingar fást gef- ins. Upplýsingar í síma 551 9761. Páfagaukur í óskilum PÁFAGUKUR fannst í Kópavogi 5. maí síðastlið- inn. Uppl. í síma 848 5846. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15  Netfang velvakandi@mbl.is LÁRÉTT 1 birgðir, 4 búkur, 7 dáni, 8 vegurinn, 9 spil, 11 hægfara, 13 skjóla, 14 kirtil, 15 fum, 17 döpur, 20 poka, 22 venja, 23 húðpoki, 24 vagn, 25 fleina. LÓÐRÉTT 1 loðskinns, 2 afhenti, 3 líkamshlutinn, 4 vísa, 5 skrá, 6 vitlausa, 10 bumba, 12 læri, 13 skor- dýr, 15 snauð, 16 ber, 18 tunna, 19 geta neytt, 20 klína, 21 ófögur. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU Lárétt: 1 gasalegur, 8 járni, 9 sunna, 10 nía, 11 mýrin, 13 nárar, 15 svans, 18 sauðs, 21 tak, 22 fálka, 23 agnar, 24 ótuktinni. Lóðrétt: 2 akrar, 3 arinn, 4 eisan, 5 unnur, 6 hjóm, 7 barr, 12 inn, 14 ása, 15 sefa, 16 atlot, 17 stakk, 18 skari, 19 unnin, 20 séra. Krossgáta  Hægt er að kaupa 10 krossgátur á 600 kr. á mbl.is. Slóðin er: http://www.mbl.is/mm/folk/krossgata/index.html 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.