Morgunblaðið - 07.05.2004, Side 27

Morgunblaðið - 07.05.2004, Side 27
LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. MAÍ 2004 27 Stjórnandi: Árný Helgadóttir, hjúkrunarfræðingur og íþróttaþjálfari. Upplýsingar í síma 899 8199 - Netfang: kraft@isl.is. • Bjóðum upp á rólega byrjendatíma í sumar og stuttar gönguferðir. KRAFTGANGA Í ÖSKJUHLÍÐ Holl hreyfing stuðlar að vellíðan og betri heilsu KRAFTGANGA Í 13 ÁR Dalvík | Hagsmunaaðilar í ferða- þjónustu og áhugafólk um bætta ferðaþjónustu í Dalvíkurbyggð hafa ákveðið að stofna ferðamálafélag, og verður stofnfundur þess á kaffi- húsinu Sogni mánudaginn 17. maí kl. 20.30. Að sögn Friðriks Arnarsonar, eins þeirra er unnið hafa að und- irbúningi stofnunar Ferðamála- félags, er hugsunin að baki þessu byggð á grunni starfs ferðamála- hóps sem starfandi var innan Framfarafélags Dalvíkurbyggðar. Hins vegar fannst mönnum rétt að stíga skrefið til fulls og stofna formlegt ferðamálafélag, með það að markmiði að koma á fót hags- munasamtökum ferðaþjónustuaðila og annarra þeirra sem vilja efla ferðaþjónustu á svæðinu. Friðrik segir að til að byrja með verði starfssvæði félagsins Dalvík- urbyggð, en áætlanir geri ráð fyrir að í framtíðinni nái starfssvæðið yf- ir öll sveitarfélög við utanverðan Eyjafjörð. Ferðamála- félag stofnað Hólmavík | Leikskólabörn í Lækj- arbrekku á Hólmavík sýndu á sunnudaginn afrakstur vinnu sinn- ar í vetur. Haldin var vegleg myndlistarsýning þar sem for- eldrum og öðrum áhugasömum gafst kostur á að skoða verk barnanna. Fjölmargir skoðuðu sýninguna og gæddu sér á veit- ingum sem börnin og starfsfólkið höfðu útbúið. Í vetur hafa verið 37 börn á aldrinum 18 mánaða til fimm ára í leikskólanum, en sextán þeirra út- skrifast nú í vor. Kristbjörg Lóa Árnadóttir á Skjaldfönn sem stýrt hefur leikskólanum síðustu þrjú árin lætur nú af störfum sem leik- skólastjóri. Þær Kolbrún Þor- steinsdóttir og Sigurrós Guðbjörg Þórðardóttir munu taka við og veita leikskólanum forstöðu. Að sögn Kolbrúnar er nóg af börnum til að fylla þau pláss sem losna í vor. Leikskólapláss eru reiknuð í svokölluðum barngildum og yngstu börnin telja 2 barngildi en þau elstu 0,8. Á síðasta ári fædd- ust óvenju mörg börn á Hólmavík og því ekki við öðru að búast en að stækkun leikskólans síðastliðið sumar eigi eftir ða nýtast vel í framtíðinni. Reiknað er með að fimmtán af þeim börnum sem útskrifast úr leikskólanum í vor verði í Grunn- skólanum á Hólmavík, og verði þar með stærsti árgangur grunn- skólans. Morgunblaðið/Kristín Sigurrós Vorsýning í leik- skólanum Lækjar- brekku ÁSKRIFTARDEILD netfang: askrift@mbl.is, sími 569 1122

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.