Morgunblaðið - 09.05.2004, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 09.05.2004, Blaðsíða 12
12 SUNNUDAGUR 9. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ T ónskáldið Leonard Bern- stein minntist sextugsaf- mælis Dímítrís Sjostakóvits árið 1966 að honum fjar- stöddum með tónleikum í Lincoln Center í New York. Þegar Bernstein kom fram á sviðið og tilkynnti að hljóm- sveitin myndi flytja níundu sinfóníu Sjostakó- vits, komst hann svo að orði að um væri að ræða eitt af glaðlegustu og skemmtilegustu verkum rússneska tónsnillingsins, þar sem kímni og kátína réðu för. En rússneski blaða- maðurinn Solomon Volkov túlkar níundu sin- fóníuna á annan veg. Hann vill meina að tón- verkið einkennist af depurð, kaldhæðni og grótesku, og að það sé bein ögrun við Jósef Stalín og Sovétkerfið. Sjostakóvits hafði af sumum samtíðarmönn- um sínum verið ásakaður um undirlægjuhátt við stjórnvöld í Kreml. Hann var enda aldrei handtekinn og sendur í vinnubúðir, líkt og margir aðrir listamenn á Sovéttímanum, og hann lifði í tiltölulegum vellystingum á rúss- neskan mælikvarða af listamannalaunum og ýmsum sporslum frá ríkinu. Þegar tónskáldið lést árið 1975 hlaut hann þau eftirmæli í flokksmálgagninu Prövdu að hann hefði verið „trúr sonur Kommúnistaflokksins“, sem hann gekk í árið 1960, sjö árum eftir dauða Stalíns. Hann tileinkaði mörg tónverk sín byltingunni og stéttabaráttunni, og undirritaði árið 1973 yfirlýsingu þar sem andófsmaðurinn Andrei Sjakarov var fordæmdur. Í lifanda lífi var Sjostakóvits því í hugum fæstra tengdur and- ófi og undirróðursstarfsemi gegn Sovétstjórn- inni. Bók Volkovs olli viðhorfsbreytingu En Solomon Volkov breytti afstöðu margra til Sjostakóvits með bók sinni, Vitnisburði, sem út kom í lok áttunda áratugarins, eftir að hann fluttist frá Sovétríkjunum, en í bókinni hélt hann því fram að Sjostakóvits hefði raun- verulega verið bitur andstæðingur Sovétskipu- lagsins og hefði reynt að koma skoðunum sín- um á framfæri í gegnum tónlistina. Volkov sagði bókina vera byggða á samtölum sínum við tónskáldið, og fullyrti að Sjostakóvits hefði meðal annars tjáð sér að Stalín væri í sínum huga hræðilegur glæpamaður og að allar sin- fóníur sínar fjölluðu um hörmulegar afleið- ingar ógnarstjórnar hans. Bók Volkovs vakti mikla athygli víða um heim og hafði þau áhrif að Sjostakóvits var af mörgum ekki lengur álitinn tryggur þegn Kremlar, heldur talinn til „hljóðlátra andófs- manna“. Fræðimenn hófu að leita vitnisburðar um hið meinta andóf í verkum hans og ýmsir töldu sig finna merkingarþrungnar tilvísanir og tákn, sem þeir sögðu gjörbreyta túlkun verkanna. Var meðal annars tekið til þess að lokakaflarnir í sumum sinfóníum tónskáldsins virtust nánast of tilkomumiklir og ýktir, sem gæfi til kynna að þeir væru í raun samdir í kaldhæðni og háði. En fljótlega kom fram gagnrýni á vinnu- brögð Volkovs, meðal annars af hálfu tónlist- arfræðinganna Malcolms H. Brown og Rich- ards Taruskin. Gagnrýnandinn Simon Karlinskí og fræðimaðurinn Laurel Fay bentu á langa kafla sem virtust hafa verið teknir orð- rétt upp úr öðrum ritum sem áður höfðu komið út í Sovétríkjunum. Fay hefur leitt getum að því að í hita kalda stríðsins hafi óskhyggjan um að í tónlist Sjostakóvits væri falin þögul andstaða ef til vill gengið of langt. Í nýju ritgerðasafni, A Shostakovich Case- book, sem ritstýrt er af Brown, eru fullyrð- ingar og aðferðafræði Volkovs í Vitnisburði dregin enn frekar í efa. Í megingrein bók- arinnar segir Laurel Fay frá nákvæmum rannsóknum sínum á upprunalegu handriti Volkovs að Vitnisburði. Sjostakóvits mun sjálf- ur hafa gefið samþykki sitt fyrir innihaldi bók- arinnar með því að rita fangamark sitt á upp- hafssíðu hvers kafla, en Fay bendir á að allar þessar upphafssíður hafi í handritinu einungis innihaldið efni sem þegar hafi birst annars staðar. Tveimur áhrifamiklum málsgreinum, sem gjarnan hefur verið vísað í til að renna stoðum undir kenningar um meint andóf Sjos- takóvits, hafi greinilega verið bætt inn síðar. Vitnisburður var nýlega endurútgefin, í til- efni þess að aldarfjórðungur er liðinn síðan bókin kom fyrst út. Volkov hefur ennfremur ritað nýja bók um samskipti Sjostakóvits og Stalíns, sem kom út í enskri þýðingu í mars sl. undir titlinum Shostakovich and Stalin: The Extraordinary Relationship Between the Great Composer and the Brutal Dictator, eða Sjostakóvits og Stalín: Hið sérstaka samband tónskáldsins mikla og harðstjórans grimma. Þar vísar Volkov að sumra mati furðu lítið í Vitnisburð, en freistar þess að renna stoðum undir þær fullyrðingar sem þar voru settar fram. Volkov lýsir í nýju bókinni sambandi Stalíns og Sjostakóvits sem „einvígi“, þar sem harðstjórinn hafi af þráhyggju reynt að hafa áhrif á tónskáldið, sem hafi látið andstöðu sína í ljós í gegnum tónsmíðar sínar. Hittust aðeins einu sinni Eftir því sem best er vitað voru bein sam- skipti Stalíns og Sjostakovits í raun ákaflega lítil. Þeir hittust aðeins einu sinni, árið 1943 þegar fram fór samkeppni um samningu nýs þjóðsöngs Sovétríkjanna. Árið 1949 hringdi Stalín í tónskáldið til að lýsa vonbrigðum sín- um með það að Sjostakóvits hefði hafnað boði um að taka þátt í friðarráðstefnu listamanna í New York. Niðurstaðan var sú að Sjostakóvits fór á ráðstefnuna. Nýlega hafa komið í ljós nokkur bréf sem tónskáldið skrifaði einvald- inum til að láta í ljós óskir eða þakka fyrir góð viðbrögð við bónum sínum, en ekki er vitað til þess að Stalín hafi nokkru sinni svarað honum. En Volkov heldur því fram að einvaldurinn hafi fylgst grannt með tónskáldinu og ekki lát- ið hann velkjast í neinum vafa um til hvers væri ætlast af honum. Í upphafi fjórða áratug- arins var Sjostakóvits kominn í hóp virtustu tónskálda Sovétríkjanna og þegar fyrsta – og síðasta – ópera hans, Lafði Makbeð frá Mtsensk, var frumsýnd um miðjan áratuginn hlaut hún einróma lof rússneskra tónlistar- gagnrýnenda. En Stalín sá óperuna árið 1936 og nokkrum dögum síðar birtist um hana harð- ur dómur í ómerktri forystugrein í Prövdu, undir fyrirsögninni „Tóm tjara í stað tónlist- ar“, þar sem verkið var sagt hunsa hagsmuni hinna vinnandi stétta í þágu vestræns formal- isma. Sýningum á óperunni var snarlega hætt í kjölfarið. Volkov lætur ekki nægja að taka undir getgátur um að Stalín hafi samþykkt greinina eða jafnvel látið skrifa hana, heldur fullyrðir hann beinlínis að Stalín hafi sjálfur lesið ritstjórum blaðsins fyrir. Ennfremur tel- ur Volkov að árás Alexanders Fadeijevs, eins af gæðingum Stalíns, á listamenn „með gler- augu, mjóa leggi og þunnt blóð“ hafi verið sér- staklega beint að Sjostakóvits. Skrifaði aldrei framar óperur Tónskáldið tók að minnsta kosti gagnrýnina til sín, og hugsanlega höfðu þau tilmæli að hann skyldi í framtíðinni bera óperutexta sína undir sérstaka nefnd þau áhrif að hann skrif- aði aldrei framar óperur. Þess í stað veitti hann sköpunarkrafti sínum útrás í sinfóníum, strengjakvartettum, þjóðræknissöngvum og kvikmyndatónlist. Þegar hin vinsæla fimmta sinfónía hans var frumflutt árið 1937 játaði Sjostakóvits því opinberlega að hún væri „inn- blásið svar sovésks listamanns við réttmætri gagnrýni“. Ekki verður með góðu móti séð að Sjost- akóvits hafi á komandi árum þurft að líða mjög fyrir hið meinta „þögla andóf“ sitt. Árið 1945 var Alexander Solsjenitsín dæmdur til átta ára þrælkunarvistar í Gúlaginu fyrir dulbúna gagnrýni sína á Stalín í einkabréfum. Ári síð- ar var Sjostakóvits veitt Lenínorðan, auk þess sem hann hlaut sín þriðju Stalínsverð- laun á fimm árum. Hin fyrstu tvenn höfðu fært honum 100 þúsund rúblur hvort, en á þessum tíma voru meðalárslaun sovéskra verkamanna um 5 þúsund rúblur. Auk þess fékk hann vegleg heiðurslaun frá sovéska tónskáldasambandinu, um 250 þúsund rúblur á árunum 1946–47, og hafði til umráða íbúð og sumarhús á vegum ríkisins. Fyrir það þakk- aði Sjostakóvits Stalín í nokkrum bréfum, sem Volkov lætur nánast vera að nefna. Skrásetjarinn, hið heilaga flón og metorðamaðurinn Í Sjostakóvits og Stalín skýrir Volkov stöðu tónskáldsins með tilvísun í þrjár þekktar per- sónugerðir úr rússneskri hefð. Í fyrsta lagi hafi Sjostakóvits verið í hlutverki „skrásetj- arans“, sem hafi í list sinni fjallað á upphafinn hátt um gjörðir stjórnarherranna. Hins vegar hafi hann einnig verið í hlutverki hins „heil- aga flóns“ eða hirðfíflsins, sem hafi komið sannleikanum á framfæri með óbeinum hætti. Loks megi jafnvel segja að tónskáldið hafi gerst „metorðamaður“ og grafið undan harð- stjóranum grimma með því að hafa áhrif á dóm sögunnar um hann. Volkov segir að sambandi Sjostakóvits og Stalíns megi að mörgu leyti líkja við tog- streituna sem einkenndi samskipti þjóð- skáldsins Alexanders Púskíns og Nikulásar I. Rússakeisara á öldinni á undan. Hann kemst að þeirri niðurstöðu að Sjostakóvits hafi verið „flókin og mótsagnakennd, en þegar allt kem- ur til alls hugrökk persóna“. Dómar um Sjostakóvits og Stalín hafa verið misjafnir. Kanadíski sagnfræðingurinn Paul Mitchinson segir í ritdómi í The Nation að Volkov geri lítið úr tónlist Sjostakóvits með því að fjalla fyrst og fremst um hana sem and-stalínískan áróður, og telur aðferðafræði hans að ýmsu leyti ábótavant. Í New York Times og The Economist hefur bókin hins vegar fengið jákvæðari umsagnir. Alltént hef- ur hún átt þátt í að glæða á nýjan leik um- ræðuna um tónskáldið og harðstjórann, sem ekki er útlit fyrir að verði útkljáð enn um sinn. Sjostakóvits – andófsmaður eða trúr sonur flokksins? Afstaða rússneska tónskáldsins Dímítrís Sjostakóvits til Jósefs Stalíns og Sovétskipulagsins hefur um árabil verið fræðimönnum deiluefni og er nú í deiglunni á ný eftir að tvær bækur með ólíkum áherslum hafa verið gefnar út með stuttu millibili, auk þess sem umdeildasta ritið um Sjostakóvits og Stalín var nýlega endurútgefið. AP Jósef Stalín fylgdist grannt með Sjostakóvits að sögn Volkovs og lét hann ekki velkjast í neinum vafa um til hvers væri ætlast af honum. Auk þess sem Stalín á af þráhyggju að hafa reynt að hafa áhrif á tónskáldið. Dimítrí Sjostakóvits var af sumum samtíðarmönnum sínum ásakaður um undirlægjuhátt við stjórnvöld í Kreml, en verk hans hafa á seinni árum verið túlkuð af Volkov og fleirum sem andóf við Stalín. ’ Eftir því sem best er vit-að voru bein samskipti Stalíns og Sjostakovits í raun ákaflega lítil. Þeir hittust aðeins einu sinni, árið 1943, þegar fram fór samkeppni um samningu nýs þjóðsöngs Sovétríkj- anna. ‘
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.