Morgunblaðið - 09.05.2004, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 09.05.2004, Blaðsíða 26
26 SUNNUDAGUR 9. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ fiÚ GETUR... Tryggjum hverju barni heilsuvernd, menntun, jafnrétti, umhyggju EFLUM MANNÚ‹ ...OR‹I‹ HEIMSFORELDRI Sími 575 1520 I www.unicef.is © U N IC E F/ H Q 98 -0 84 2/ B lid A ls b ir k ÞESSA dagana takast landeigend- ur Gufuár í Borgarfirði á um veiði- fyrirkomulag í ánni. Gufuá er afar vatnslítil að jafnaði á sumrin, nema í rigningartíð, menn taka varla eft- ir henni, en eigi að síður veiddust í ánni yfir 400 laxar í fyrra ... í net. Sigurður Már Einarsson fiski- fræðingur og deildarstjóri Vestur- landsdeildar Veiðimálastofnunar sagði í samtali við Morgunblaðið að netaveiðin neðst í Gufuá væri að jafnaði 150 til 200 laxar, en í þurrkasumrum eins og í fyrra, væri laxinn tregari upp í berg- vatnsárnar og þá væri veiðin meiri. „Gufuáin á sinn litla laxastofn, en það er enginn vafi á því að eitthvað af þessari netaveiði úr Gufuá er af fiski úr öllu vatnakerfinu, ég man til dæmis eftir merki úr Norðurá svo dæmi sé tekið,“ sagði Sigurður. Ekki í pakkanum Sigurður segir að netaveiðin í Gufuá, sem er frá Ölvaldsstöðum, hafi lengi verið umdeild, en ekki væri um heimildarleysi að ræða, því veiðifélag Gufuár var ekki með í gerð heildarsamkomulags um uppkaup neta úr Hvítá, einhverra hluta vegna. Gufuá rennur þó í Hvítá mjög neðarlega og gætir flóðs og fjöru langt upp eftir neðsta hluta árinnar, þar sem hún liðast í djúpum stokkum síðustu nokkur hundruð metrana. Þarna hlýtur því mikill fjöldi laxa að ganga um, a.m.k. fiskur úr Norð- urá, Gljúfurá og Þverá/Kjarrá, ef ekki Grímsá, Reykjadalsá og Flóku, auk Brennu, Strauma og Svarthöfða. Uppi eru vangaveltur landeigenda ofar við ána að leigja ána út eða opna hana fyrir stanga- veiði, en lax gengur talsvert upp fyrir þjóðveg eitt. 70 laxar… Sigurður Már sagði enn fremur að hann og fleiri hefðu gert marg- þættar athuganir á Gufuá og þó að lítil sé, þá sé hún að ýmsu leyti sambærileg og Urriðaá á Mýrum sem einnig verður afar vatnslítil í þurrkatíð. Þessar sprænur geta bólgnað talsvert í vætutíð og í haustrigningum léki laxinn sér að því að ganga langt upp eftir þeim, 15,8 kílómetra í tilviki Gufuár, en þá er komið að fossi sem telst ófiskgengur þar eð engin laxaseiði hafa fundist fyrir ofan fossinn. „Gufuá hefur að ýmsu leyti góð uppeldisskilyrði fyrir laxaseiði, þegar á heildina er litið, og ætti að geta staðið undir hugsanlegri sum- arveiði upp á 70 laxa,“ sagði Sig- urður Már. Bleikja gefur eftir Fyrir skemmstu var haldið er- indi sem byggði á rannsóknum Hilmars Malmkvist, Finns Ingi- marssonar og Haraldar Rafns Ingvasonar, en þeir rannsökuðu ástand silungastofna Elliðavatns. Ekki að ástæðulausu, því borið hef- ur á því hin seinni ár, að bleikj- ustofn vatnsins hefur látið verulega undan, en urriði a.m.k. staðið í stað ef ekki hreinlega aukist. Kom fram í erindinu, að á árunum 1974-1984 hefði bleikja verið á bilinu 55 til 85% af heildarafla úr vatninu, en á árunum 1998-2002 hefði hún aðeins verið 14 til 20% af aflanum og að líkindum væri bleikjan í dag aðeins fjórðungur alls silungs í vatninu. Laxaseiðum í Suðurá og Hólmsá sem renna í Elliðavatn, hefur einn- ig fækkað mjög, svo og bleikjuseið- um í sömu ám. Það sem er ef til vill eftirtektarverðast við þessar tölur er, að engar augljósar náttúrulegar breytingar hafa orðið á vatnasvæð- inu sem skýrt gætu þessa kúvend- ingu. Morgunblaðið/Einar Falur Veiðimaður í nepjunni við Elliðavatn á dögunum. Stöng eða net í Gufuá? ERU ÞEIR AÐ FÁ’ANN?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.