Morgunblaðið - 09.05.2004, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 09.05.2004, Blaðsíða 33
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. MAÍ 2004 33 Það kann að hljóma eins og ómark- tækt sjálfshól, en staðreyndin er þó sú að þegar ég tók við var minn helsti styrkur sá að vera ritstjóri Artforum. Ég var einn virkasti skrí- bent tímaritsins á sviði evrópskra lista á þessum tíma og mitt tengsl- anet reyndist því afar notadrjúgt. IASPIS hafði ekki úr miklu að spila, um það bil 11 milljónum sænskra króna á þeim tíma sem ég var þar – ætli það hafi ekki verið rúmlega milljón bandaríkjadala þeg- ar dalurinn var sterkur gagnvart evrópskum gjaldmiðlum. Þessir pen- ingar voru þó ekki fyrir mig til að leika mér með; heldur fyrst og fremst til að styrkja sænska lista- menn hér og þar; í Berlín, París, New York og Los Angeles. Afgang- urinn var ekki mikill; kannski ein- hver hundruð þúsunda sænskra króna. Við tókum líka við beiðnum um minni styrki til ýmissa verk- efna.“ Reyndin var sú að öllum þráðum sænsks myndlistarlífs var beint til IASPIS, er fyrir vikið bjó að yfirsýn er skiptir sænskt menningarlíf miklu máli, að sögn Birnbaums. „Í Svíþjóð er þó einn annar farvegur fyrir slík verkefni; Moderna safnið í Stokk- hólmi. Safnið styður einstaka lista- menn við ákveðin verkefni og nýtir til þess sitt tengslanet, eins og flest söfn gera. Það sér líka um fram- kvæmd Feneyjatvíæringsins og tvíæringsins í Sao Paolo. Mér fannst gott að hafa stuðning af þeirra starfi því einokunarstaða er aldrei ákjós- anleg. IASPIS hafði því yfirsýn inn- an ákveðinnar heildar þar sem allir hafa hlutverki að gegna og þjóna mismunandi markmiðum. Ég held að hluti þeirrar gagnrýni sem beint var að DCA á meðan það var við lýði, hafi verið sú einokunaraðstaða sem þar myndaðist. Ef danskur listamað- ur vildi gera eitthvað erlendis þá varð hann að bera það undir Lars Grambye hjá DCA. Svo einfalt var það. Hjá okkur í Svíþjóð var aðeins meiri sveigjanleiki sem nýttist vel.“ Daniel Birnbaum segistgera sér grein fyrir því aðá Íslandi sé ekki úr mikl-um fjármunum að spila á sviði myndlistar. „Þið eruð að stíga ykkar fyrstu skref á þessu sviði. En ef kynningarmiðstöð fyrir myndlist á að gera ykkur gagn, þá er IASPIS áhugavert módel til að byggja á. Það skiptir miklu máli að hafa þessa grundvallarhugmynd um samskipti sem forsendu fyrir starfinu. Ekki bara sem leiðarljós gagnvart um- heiminum heldur einnig í sínu eigin landi. IASPIS nýttist mörgum stofn- unum í sænsku listalífi afar vel. Við vorum aldrei eigingjörn á það sem okkur tókst að framkvæma, reynd- um þvert á móti að stuðla að sam- starfi og samnýtingu. Það er kannski þess vegna sem menntamálaráð- herra í Svíþjóð fór að líta á IASPIS sem fyrirmynd að því hvernig hægt sé að styrkja alþjóðleg samskipti á ýmsum sviðum. IASPIS snerist í raun um fram- leiðslu frekar en framsetningu. Ég þjónaði sem framleiðandi á sviði myndlistar. Framleiðslan var að öllu jöfnu ekki það sem auðvelt er að finna stuðningsaðila fyrir, við unnum meira á baksviðinu. Eins og allir vita er tiltölulega einfalt að finna stuðn- ingsaðila að stórri sýningu, en mun erfiðara að finna stuðningsaðila fyrir það sem gerist baksviðs – kastljós- inu sem stuðningaðilarnir vilja vera í er aldrei beint þangað. Ætli megi ekki segja sem svo að IASPIS sé í raun stofnun sem einungis mjög frjálslyndur og framsýnn ríkur ein- staklingur gæti sett á laggirnar eða ríkt sósíaldemókratískt land. Ikea, IBM eða H&M myndu aldrei styðja svona framkvæmd. Það sem þeir vilja fá fyrir sinn snúð er bara lógóið í sýningarskrána og skjall fyrir framlagið. Einungis ríki eða borg- aryfirvöld geta haft þá stefnumót- andi sýn sem þarf til að hrinda slíkri starfsemi í framkvæmd fyrir hönd menningar sinnar. Hvað Ísland varðar er mín skoðun sú að um þess- ar mundir, þegar umheimurinn er jafn áhugasamur um Ísland og raun ber vitni, sé lag á að gera eitthvað verulega áhugavert hér á þessu sviði.“ SUMARIÐ og ástin er yf- irskrift tónleika sem haldnir verða í Listasafni Einars Jónssonar kl. 16 í dag, sunnudag. Flytj- endur á tónleikunum verða Gerður Bolladóttir sópran og Sophie Marie Schoonjans hörpuleikari. Þær flytja íslensk söng- lög, eftir Atla Heimi Sveinsson, Árna Thor- steinsson, Sigfús Ein- arsson, Sigvalda Kalda- lóns og Pál Ísólfsson. Þá munu þær einnig flytja írsk og ensk sönglög og ítalskar antík-aríur. Sungið um sumarið í listasafni Morgunblaðið/ÞÖK Gerður Bolladóttir og Sophie Schoonjans við hörpu Sophie. SÝNING á Línu Langsokk verður í Borgarleikhúsinu í dag, sunnudag. Leikritið var frumsýnt í september og hefur verið uppselt á allar sýn- ingar í vetur. Aðeins þrjár sýningar eru eftir í vor. Leiksýningin var gef- in út á geisladiski síðast liðið haust, og hefur diskurinn nú selst í yfir 5000 eintökum. Í lok sýningarinnar á sunnudaginn eiga Lína og félagar hennar í sýningunni von á glaðningi. Samtök hljómplötuframleiðanda munu afhenda þeim gulldisk í tilefni af þessum söluárangri. Lína sem á gott gullpeningasafn fyrir mun taka á móti þessu nýja gulli á sviðinu. Lína 60 sinnum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.