Morgunblaðið - 09.05.2004, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 09.05.2004, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. MAÍ 2004 27 S igrún Halldórsdóttir stofnaði PP forlag í Kaup- mannahöfn árið 1998 og síðan hefur fyrirtækið vaxið jafnt og þétt. Nú er hún með átján starfs- menn og skrifstofur í þremur lönd- um. Sigrún segir tilviljun í raun hafa ráðið því að hún lagði bókaútgáfu fyr- ir sig, en hún hafi ekki þurft að sjá eftir því. „Bókaútgáfa er mjög lifandi starf,“ segir Sigrún. „Það mæta manni ný viðfangsefni á hverjum degi og maður kemst í kynni við fjöldann allan af skemmtilegu fólki. Bækur eru mjög sérstök vara að því leyti að þær eru ekki manns eigin börn, heldur höf- undarins. Okkar hlutverk er, má segja, að pakka vörunni í pappír, markaðssetja hana og selja. En þessi bransi getur verið erfiður, bókaútgef- endur taka á sig mikla fjárhagslega áhættu. Höfundarnir hafa iðulega lagt mikla vinnu og tíma í verk sín og eru oft ekki mjög fjáðir. Þá er það náttúrulega bókaútgáfan sem þarf að taka ábyrgðina. Útgáfan er í raun milliliður og oft þarf að bíða lengi eft- ir greiðslum frá söluaðilum. Þetta er gífurlega fjölbreytt og skemmtileg starfsemi, en ef maður ætlar að verða ríkur er þetta ekki rétti bransinn. Það er yfirleitt ekki mikill hagnaður í lok dagsins. En hvað eru peningar?“ spyr Sigrún hlæjandi. Úr einum starfsmanni í átján Sigrún kveðst hafa gripið tækifær- ið og stofnað eigið fyrirtæki þegar deild dönsku flóttamannastofnunar- innar, þar sem hún var yfirmaður á fjármálasviði, var lögð niður. Tilviljun hafi hálfpartinn ráðið því að bókaút- gáfa varð fyrir valinu. „Ég hafði áður fengið útgáfuréttinn á bók Opruh Winfrey, Lífið í jafnvægi, og gefið hana út á Íslandi. Ég hafði í sjálfu sér ekki átt neina drauma um að gerast bókaútgefandi en ég vildi starfa við eitthvað sem tengdist menningu og þetta var gott tækifæri sem ég greip raunverulega án þess að vita af því. Í fyrstu hugsaði ég smátt en svo hefur fyrirtækið vaxið og dafnað. Fyrstu þrjú árin var ég í þessu ein en nú erum við orðin átján. Forlagið er með skrifstofur í þremur löndum og gefur út bækur á öllum Norðurlönd- unum. Hér í Kaupmannahöfn eru fjórtán starfsmenn, í Reykjavík eru þrír og loks einn í Ósló. Ég lagði upp með það að byrja að gefa út bækur sem væru söluvæn- legar og gætu skapað grundvöll til að stækka fyrirtækið og gefa síðan út annars konar bækur. Þegar ég datt niður á sjónvarpskokkinn Jamie Oliv- er fóru peningarnir að velta inn. Við höfum selt alveg gífurlegt magn af bókunum hans, bæði í Danmörku og á Íslandi, og það gaf mér færi á að fara líka út í útgáfu fagurbókmennta til dæmis. Mín stefna er sú að byrja á því að þéna peninga og svo gerir mað- ur það sem mann langar til, en ekki öfugt, eins og margir hafa brennt sig á. Útgáfa fagurbókmennta er mjög áhættusöm. Bókamarkaðurinn ein- kennist af því að annaðhvort ná bæk- ur metsölu eða ekki, og annaðhvort verða höfundar stjörnur eða ekki. Hvað ræður því vita guðirnir! Það er svo oft sem góðar bækur sem ættu heima á metsölulistum slá ekki í gegn og öfugt. Það er oft á tíðum algjör til- viljun hvað selst og hvað ekki, og maður veit það mjög sjaldan fyrir- fram. Það er markaðurinn sem ræð- ur.“ Markaðurinn á Íslandi lítill og erfiður Sigrún segir forlagið reyna að gefa út góða blöndu af bókum. „Við höfum verið mikið í handbókum og mat- reiðslubókum, þar sem þeim fylgir minni áhætta, en auk þess höfum við gaman af því að gefa út ævisögutengt efni og fagurbókmenntir. Reyndar gefum við mun minna út af fagurbókmenntum á Íslandi en hér í Danmörku. Það hefur verið viljandi, því margir hafa brennt sig á bókaút- gáfu þar, markaðurinn er svo óskap- lega lítill. Danmörk þykir lítill mark- aður með sínar fimm milljónir íbúa, og hvað þá Ísland með tæplega þrjú hundruð þúsund. Við höfum hins veg- ar áhuga á að gefa út íslenska rithöf- unda, bæði á Íslandi og til að koma þeim á framfæri í öðrum löndum. Við höfum til dæmis gefið út Mávahlátur Kristínar Marju Baldursdóttur og vesturfarabækur Böðvars Guð- mundssonar á dönsku og erum með nokkrar aðrar bækur í dreifingu fyrir íslenska aðila. Bókamarkaðurinn á Íslandi er líka dálítið sérstakur að öðru leyti. Allar bækur eru seldar í umboðssölu, sem gerir bæði bókaútgefendum og rit- höfundum verulega erfitt fyrir. Bók- salarnir taka enga áhættu. Þetta fyr- irkomulag tíðkast hvergi annars staðar þar sem ég þekki til. Ég hef nokkrar áhyggjur af stöðu rithöfunda á Íslandi. Þótt ég hafi ekki staðfest- ingu á því hef ég á tilfinningunni að færri höfundar séu gefnir út en áður.“ Stefndi alltaf að útgáfu á öllum Norðurlöndunum Sigrún segist því aldrei hafa lagt áherslu á að vera með mikil umsvif á Íslandi. Hins vegar hafi hún frá upp- hafi stefnt að því að vera með útgáfu á öllum Norðurlöndunum. „Það er að ganga eftir, því við vor- um að stofna fyrirtæki í því síðasta, Finnlandi, og erum núna að setja okkar fyrstu bækur á markað bæði þar og í Svíþjóð. Það er alltaf ódýrara að gefa út stærra upplag og því lá beint við að víkka starfsemina út til hinna Norðurlandanna. Það er ekki svo mikil fyrirhöfn að gefa bækurnar út á fleiri tungumálum en einu, en markaðurinn stækkar verulega við það að bæta fleiri löndum við. Ég lít í raun og veru á Norðurlöndin sem eitt land. Norðurlandabúar deila sömu menningu, hafa svipuð lífsgildi og tala lík tungumál.“ Spurð hvort hún hafi ekki mætt neinum hindrunum í viðskiptum milli landa svarar Sigrún að vissulega hafi því fylgt ýmsir byrjunarerfiðleikar. „Það hefur mikið verið rætt um að Svíþjóð og Danmörk séu nánast orðin eitt samfélag, einkum eftir að Eyrar- sundsbrúin kom til, en reyndin er sú að þegar maður fer til Svíþjóðar gengur maður á alls konar veggi og öfugt. Ég hef mætt ýmsum hindr- unum, til dæmis hvað varðar banka- mál, tolla og skatta. En þær hafa þó ekki verið óyfirstíganlegar. Við reyn- um að undirbúa okkur mjög vel áður en við hefjum starfsemi í nýju landi og það margborgar sig.“ Íslendingar sér á parti Sigrún hefur búið í Danmörku und- anfarin ellefu ár og segir Ísland á ýmsan hátt frábrugðið hinum Norð- urlandaþjóðunum. „Íslendingar eru meira undir bandarískum áhrifum. Þá vantar svolítið þennan evrópska kóngakúltur. Allt þarf að gerast mjög hratt og helst í gær. Fyrirgreiðslu- pólitíkin er ennþá við lýði og það skiptir máli að tilheyra réttum fjöl- skyldum og þekkja rétt fólk á réttum stöðum. Þetta fór alltaf í taugarnar á mér og ég gat aldrei vanist því. Mér finnst það lítið hafa breyst. Það er hins vegar mjög ríkt meðal Skandinavíuþjóðanna að allir séu jafnir, enginn sé merkilegri en annar, í hvaða stöðu sem hann er. Þetta and- rúmsloft kann ég betur við, þar sem fólk tekur tillit hvert til annars og sýnir umburðarlyndi. Það fellur mér betur að vera eitt púsl í stærra púslu- spili, þar sem ég veit að það sem ég geri hefur áhrif á heildina. Ég er ekki bara hérna til að þiggja, heldur til að gefa af mér og miðla minni reynslu,“ segir Sigrún. Hún kveðst þó einnig merkja ákveðinn karaktermun á norrænu þjóðunum, sem komi líka fram í við- skiptum. „Danir eru náttúrulega mjög afslappaðir, til dæmis gagnvart hlutum eins og víni og tóbaki. Þeir taka lífinu mjög létt og eru ekkert að æsa sig. Þeir hafa líka öðruvísi við- horf gagnvart dauðanum en Íslend- ingar, líta á hann sem hluta af lífinu. Svíar geta verið mjög skemmtilegt fólk en þeir eru líka ákaflega rúðu- strikaðir. Vilja hafa hlutina vel skipu- lagða og í föstum skorðum. Norðmenn eru ágæt blanda af Sví- um og Dönum. Þeir eru dálítið gam- aldags. Trúarbrögð hafa meiri þýð- ingu fyrir þeim en hinum Norður- landaþjóðunum og takturinn í þjóð- félaginu er hægari. Eindreginn Evrópusinni Ég finn mjög skýrt fyrir því að það er erfiðara að stunda viðskipti í Nor- egi og á Íslandi, sem ekki eiga aðild að Evrópusambandinu. Þar gilda aðr- ar reglur og tollurinn og ýmsar aðrar stofnanir hafa reynst mjög þungar í vöfum. Það er til mikilla þæginda að búa við samræmdar reglur innan ESB,“ segir Sigrún og játar því að hún sé eindreginn Evrópusinni. „Ég get hvorki séð að Ísland hafi mögu- leika né efni á því að standa utan við ESB í framtíðinni. Nú verð ég vör við mikla umræðu um það meðal Norð- manna að þeir séu þreyttir á því að vera utan sambandsins og hafi áhuga á að ganga inn. Viðhorfið til evrunnar hefur líka breyst. Danir greiddu á sínum tíma atkvæði gegn evrunni, en nú eru þeir farnir að finna fyrir ókostum þess að hafa ekki tekið hana upp. Nú er kom- in reynsla á sameiginlega gjaldmið- ilinn í flestum öðrum löndum ESB og ég efast ekki um að ef kosið væri núna í Danmörku yrði samþykkt að taka hann upp. Fólk sem verslar, ferðast og á viðskipti í öðrum Evr- ópulöndum er farið að átta sig á kost- um evrunnar.“ Sigrún segir samkeppnisreglur Evrópusambandsins hafa breytt um- hverfinu í útgáfuheiminum. „Víða í Evrópu voru í gildi afar íhaldssamar reglur um bóksölu. Bækur mátti bara selja á ákveðnum stöðum og á föstu verði sem gefið var út fyrirfram og mátti ekki breyta í vissan tíma. En slíkar reglur brutu í bága við reglur ESB um óhefta samkeppni og hafa nú verið afnumdar í flestum löndum. Á Íslandi og í Svíþjóð er allt orðið frjálst. Danirnir eru komnir aðeins styttra, en Norðmenn eru hins vegar ennþá fastir í gömlu höftunum. Með breytingum í frjálsræðisátt hafa bækur lækkað verulega í verði og áherslur í bókaútgáfu hafa breyst. Það hefur hallað svolítið undan fæti hjá rithöfundum og margir útgef- endur hafa einnig dregið verulega saman í rekstrinum. Markaðs- lögmálin gilda og þau fyrirtæki sem standa illa heltast úr lestinni en þau sem standa betur eflast. Maður verð- ur bara að hlíta því.“ Tæknin eykur möguleikana Sigrún útilokar ekki að breiða starfsemi PP forlags til enn fleiri landa. „Við reynum fyrir okkur þar sem við sjáum tækifæri. Við höfum prófað að gefa út bækur á ensku, en erum þó frekar að stíla inn á ferða- menn en Bretlandsmarkað, þar sem samkeppnin er mjög hörð. Þýskaland er einnig skemmtilegur markaður fyrir bækur, en þar ríkir líka mikil samkeppni. Mín sýn er að stækka fyrirtækið meira og gefa út bækur á enn fleiri tungumálum. Þá þarf ekki síst að líta til dreifingarkostanna í hverju landi, því dreifingin skiptir höfuðmáli í ferl- inu. Tækniþróunin hefur líka gjör- breytt möguleikunum á því að vera með starfsemi í mörgum löndum. All- ar skrifstofur forlagsins eru sam- tengdar í gegnum tölvukerfi og sím- töl fara fram í gegnum tölvur, svo við þurfum ekki að bera aukinn kostnað af millilandasímtölum. Heimurinn er orðinn svo lítill að það skiptir ekki máli hvort samstarfsfólk sé í ólíkum heimsálfum eða næsta húsi. Bókageirinn sjálfur hefur líka tekið breytingum í kjölfar tækninýjunga. Maður þarf til dæmis varla að fara á bókasýningar lengur, nema til að hitta fólk í eigin persónu og viðhalda tengslum. Það er í raun sjaldan sem maður dettur niður á eitthvað nýtt á slíkum sýningum, því maður er yf- irleitt búinn að rekast á það á Net- inu.“ Sigrún segir að allir starfsmenn fyrirtækisins séu vel menntaðir, hafi mikla reynslu og séu sérfróðir á sínu sviði. „Það er valinn maður í hverju rúmi og maður leysir engan af hérna. Þetta er fyrirtæki í vexti, og því fylgir ákveðin spenna, en hér reynum við að leysa hlutina í sameiningu frekar en að taka einhliða ákvarðanir.“ Komin heim á Amager „Vinnan er líf mitt! Ég á ekkert einkalíf, er aldrei heima og á aldrei frí,“ segir Sigrún hlæjandi þegar hún er spurð um einkahagi sína. „Mér hefur alltaf fundist gaman að vinna og ég fer helst ekki í frí nema þegar ég finn að ég verð að hvíla mig. Mér finnst heldur ekki sérstaklega gaman að ferðast og vil frekar nota fríin til þess að heimsækja fjölskyldu og vini.“ Sigrún unir sér vel í Danmörku og kveðst ekki sjá fyrir sér að flytja aft- ur til Íslands. Hún og sambýlismaður hennar, sem rekur tölvufyrirtæki, fluttu fyrir nokkru út á Amager. „Ég ólst upp í Keflavík og úti á Amager líður mér svolítið eins og ég sé komin aftur heim; þar sem öldurnar brotna á ströndinni, gargandi fuglar fljúga yfir og með flugvöllinn í grenndinni.“ Vinnan er líf mitt! Morgunblaðið/Aðalheiður Þorsteinsdóttir „Mín stefna er sú að byrja á því að þéna peninga og svo gerir maður það sem mann langar til, en ekki öfugt, eins og margir hafa brennt sig á,“ segir Sigrún. Sigrún Halldórsdóttir tók sig upp fyrir ellefu árum og fluttist til Danmerkur til að taka meistaragráðu í við- skiptafræðum. Þar býr hún enn og rekur nú bókaforlag með útgáfu í fimm löndum. Aðalheiður Inga Þorsteins- dóttir heimsótti Sigrúnu á skrifstofu PP forlags í Kaup- mannahöfn og ræddi við hana um útgáfubransann og útþenslu fyrirtækisins. adalheidur@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.