Morgunblaðið - 09.05.2004, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 09.05.2004, Blaðsíða 53
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. MAÍ 2004 53 Fasteignamiðlun Hafnarfjarðar ehf. Sími 517 9500 SUÐURSALIR 5 - OPIÐ HÚS Fallegt 267 fm parhús með innbyggðum 30 fm bílskúr í Kópavogi. Húsið er ekki fullfrágengið. 4 svefnherbergi, góð stofa, mjög stórt eldhús og borðstofa. 15 fm svalir og góður garður. Eign á frábærum stað. Uppl. veitir Geir s. 820 9500 Verð 25,9 millj. OPIÐ HÚS Í DAG, SUNNUDAG MILLI FRÁ KL. 14-16 Viggó Jörgensson Lögg. fasteignasali Suðurlandsbraut 4a • 108 Rvk. • Fax 533 4811 • midborg@midborg.is 533 4800 Gullengi 21 - Laus strax Opið hús frá kl. 14 til 16 Björn Þorri hdl. lögg. fastsali, Karl Georg hrl. lögg. fastsali. 85,3 fm mjög góð 3ja herbergja íbúð á annarri hæð með suðvestur- svölum. Íbúðin skiptist í 2 svefnherbergi, stofu, borðstofu, þvottahús, forstofu, baðherbergi og eldhús. Sérgeymsla í kjallara og sameiginlegur bílskúr með þvottaaðstöðu. Bjarki og Bryndís sýna 861 9137. Til sölu sérlega glæsileg 221 fm þakíbúð á 15. hæð með frá- bæru útsýni. Íbúðin afhendist tilbúin til innréttinga. Umhverfis íbúðina eru ca 200 fm upphitaðar svalir sem gefa mikla mögu- leika, t.d. að setja heitan pott. Íbúðinni fylgja tvö stæði í bíla- geymslu. Tvær hraðgengar lyftur verða í húsinu. Umhverfi húss- ins og fyrirkomulag er mjög gott, í nágrenninu eru frábær útivist- arsvæði og stutt er á einn besta golfvöll höfuðborgarsvæðisins. Byggingaraðili er BYGG, Byggingafélag Gylfa og Gunnars. Teikningar og nánari uppl. gefa sölumenn Fjárfestingar ehf. RJÚPNASALIR 14 - „PENTHOUSE“ Opið mán.–fim. frá kl. 9–18, fös. frá kl. 9–17 Hilmar Óskarsson, Guðjón Sigurjónsson, Rósa Guðmundsdóttir. Lögfr.: Pétur Þ. Sigurðsson hrl. www.fjarfest.is - fax 562 4249 FJÁRFESTING FASTEIGNASALA ehf. Sími 562 4250, Borgartúni 31 HRÍSMÓAR 9 - GBÆ. - 4RA M. BÍLSKÚR - OPIÐ HÚS Opið hús í dag frá kl. 15 til 17. Vorum að fá í einkas. á þessum frábæra útsýn- istað mjög góða 4ra herbergja íbúð á annarri hæð í góðu litlu fjölbýli ásamt góðum bílskúr samtals 150 fm, gott útsýni, góður bílskúr. Stutt í alla þjónustu. Ákveðin sala. Laus strax. Verð 18,4 millj. 55073 LAUTASMÁRI 5 - KÓPAVOGI - 4RA HERB. - OPIÐ HÚS Opið hús í dag frá kl. 14 til 16. Nýkomin í einkasölu á þessum frábæra stað, mjög góð, 117,7 fermetra íbúð á tveimur hæðum, jarð- hæð í góðu vel staðsettu fjölbýli í Smáranum í Kópavogi. Eignin skiptist í forstofu, hol, eldhús, stofu, borðstofu, baðherbergi, þvottahús, hjóna- herbergi, barnaherbergi, á neðri hæð íbúðar er ca 20 fermetra herbergi með sérklósetti. Góð geymsla, fallegar innréttingar, gólfefni parket og flísar. Sérlóð ca 30 fermetrar. Stutt í alla þjónustu, skóla og leikskóla. Einar og Krístín verða með opið hús í dag milli kl. 14-16. Sjón er sögu ríkari. Verð 17,2 millj. LÓMASALIR - KÓPAVOGI - 3JA. M. BÍLGEYMSLU Nýkomin í einkasölu mjög góð 103,4 fermetra íbúð á þriðju hæð í góðu lyftuhúsi vel staðsett á frábærum útsýnisstað í Salahverfi í Kópavogi. Eignin skiptist í forstofu, hol, tvö herbergi, bað- herbergi, eldhús, þvottahús og geymslu. Vandað- ar innréttingar og gólfefni. Sérinngangur af svöl- um, stæði í bílageymslu. Fullbúin ný eign sem aldrei hefur verið búið í. Verð 15,9 millj. Tilbúin til afhendingar. Sölumenn sýna. KLETTABERG HF. - SÉRH. Nýkomin í einkasölu á þessum frábæra útsýnis- stað glæsileg arkitektahönnuð 134 fermetra íbúð í pallbyggðu klasahúsi ásamt 27,9 fermetra bíl- skúr samtals um 161,9 fermetrar vel staðsett í Setbergshverfi í Hafnarfirði. Eignin skiptist í for- stofu, hol, herbergi, baðherbergi og þvottahús. Á efri hæð er eldhús, hol, stofa, borðstofa, sólstofa, tvö herbergi og baðherbergi. Stórar svalir, frábært útsýni yfir Hafnarfjörð og víðar. Glæsilegar sér- smíðaðar innréttingar, gólfefni eru hlyn-parket og portúgölsk skífa. Glæsieign sem vert er að skoða. Verð 20,6 millj. BREIÐVANGUR - HF. - LAUS 1. JÚNÍ Nýkomin í einkasölu á þessum barnvæna stað mjög góð 96 fermetra íbúð á þriðju hæð í mjög góðu fjölbýli í norðurbæ Hafnarfjarðar. Eignin skiptist í inngang, stofu, eldhús, þvottahús, gang, baðherbergi og tvö herbergi ásamt geymslu í kjallara. Gólfefni eru parket og flísar. Frábært út- sýni til suðurs og vesturs, stutt í skóla. Verð 12,5 millj. Gott brunabótamat. Laus 01.06.2004. GULLENGI - RVÍK - 3JA - LAUS STRAX Nýkomin í sölu mjög snyrtileg 85,3 fermetra íbúð á annarri hæð í góðu vel staðsettu fjölbýli við Gullengi í Grafarvogi. Eignin skiptist í forstofu, hol, stóra stofu, eldhús, baðherbergi, tvö svefn- herbergi, þvottahús og geymslu. Fallegar innrétt- ingar, gólfefni eru parket og flísar. Suðursvalir. Verð tilboð. OPIÐ HÚS - Glósalir 7, 201 Kópavogi Afar falleg og vel búin íbúð á 7. hæð ásamt stæði í bílageymslu í nýlegu og vönduðu viðhaldslitlu lyftuhúsi. Eik- arparket á gólfum og kirsuberjarviður í skápum. Yfirbyggðar svalir. Hér er um lúxusíbúð að ræða. Erna Valsdóttir Lögg. fast.-, skipa- og fyrirtækjasali. Sölufulltrúi: Páll Höskuldsson, gsm 864 0500, e-mail: pall@fasteignakaup.is Ármúla 15 • sími 515 0500 fax 515 0509 • www.fasteignakaup.is fasteignakaup@fasteignakaup.is Páll Höskuldsson frá Fasteignakaupum tekur á móti gestum milli kl. 15 og 16 í dag. Heimilisfang: Glósalir 7 Staðsetning: 7. hæð Stærð eignar: 73,4 fm Stæði í bílgeymslu: já Byggingarár: 2001 Brunab mat: 11,9.m. Afhending eignar: fljótlega Verð: 14.5 milj. Erna Valsdóttir löggiltur fasteigna-. skipa- og fyrirtækjasali. HRÓKURINN og Edda útgáfa sögðu það sérstakt ánægjuefni að heimsækja Grímsey, því þessi út- vörður norðursins væri nokkurs konar Mekka íslenskrar skák- listar. Velgjörðarmaður eyj- arinnar, dr. Daníel Willard Fiske, lagði grunninn að íslensku skáklífi á 20. öldinni. Hrafn Jökulsson hefur sann- arlega blásið lífi í skákmennt landsmanna með ótal heimsóknum til skólabarna um allt Ísland. Hrafn sagði að dr. Fiske hefði oft veitt sér innblástur í skákstarfinu. Í skólaheimsóknirnar hafa farið með Hrafni margir af snjöllustu meisturum félagsins og þar á með- al hátt í tuttugu stórmeistarar. Hrannar Björn Arnarsson, mark- aðsstjóri hjá Eddu, skákmaður upp á 2101 Elostig, tefldi fjöltefli við 7 elstu skólabörnin hér. Skák- unum lauk með þremur jafnt- eflum, við þær Bergfríði Þóru og Gyðu í 8. bekk og Árna Snæ í 7. bekk, og fjórum sigrum. Með afhendingu bókagjafanna til Grunnskólans í Grímsey lokuðu Hrókurinn og Edda útgáfa hringn- um í skólana 190 sem hófst í Mela- skóla haustið 2002. Öll skólabörnin 13 fengu eintak af „Skák og mát“ bókinni. Halldór Blöndal, forseti Alþingis og stórvinur Grímseyjar, lét sig ekki muna um að slást í för- ina. Halldór sagðist líka hafa haft tækifæri til að hitta þá Hróks- menn, er þeir fóru í skákferð til Grænlands. Þar hefði hann gert stórmeistarajafntefli við sjálfan Jónatan Motzfelt. Auk framantal- inna voru þau Dröfn Þórisdóttir, útgáfustjóri hjá Vöku- Helgafelli, og Páll Valsson útgáfustjóri Máls og menningar, í hópnum. Hér í Grímsey er það fastur liður í skólastarfinu að halda tvö skákmót á hverjum vetri undir stjórn skóla- stjórans, Dónalds Jóhannessonar. Skákbikarar eru svo veittir við skólaslit að vori. Mekka ís- lenskrar skáklistar Morgunblaðið/Sigurgeir Grímsey. Morgunblaðið. Moggabúðin Íþróttataska, aðeins 2.400 kr. AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.