Morgunblaðið - 25.05.2004, Qupperneq 4
GERT er ráð fyrir að ferðamönnum
hingað til lands fjölgi um a.m.k.
1,5–2% og gjaldeyristekjur aukist
um 1,2–1,5 milljarða nái allar til-
lögur nefndar um stofnun þjóð-
garðs norðan Vatnajökuls fram að
ganga. Umhverfisráðherra skipaði
nefndina í október 2002 í tengslum
við stofnun fyrirhugaðs Vatnajök-
ulsþjóðgarðs sem ríkisstjórnin hef-
ur haft í undirbúningi frá árinu
2000.
Í áliti nefndarinnar er lagt til að
ríkisstjórnin taki ákvörðun um
stofnun Vatnajökulsþjóðgarðs á
næstu fimm til átta árum sem nái
til jökulsins og nærliggjandi áhrifa-
svæða. Lagt er til að svæði þjóð-
garðsins nái frá vatnaskilum á
Vatnajökli í suðri til Tungnársvæðis
vestan jökulsins, yfir Vonarskarð,
Tungnafellsjökul, stærstan hluta
Óðdáðahrauns, Jökulsá á Fjöllum
og helstu þverár, s.s. Kreppu,
Kverká, Svartá og vatnasvið, Vest-
uröræfi, Snæfell og Eyjabakka-
svæðið. Yrði heildarstærð þess um
10.600 ferkílómetrar og næði til sjö
sveitarfélaga.
Nefndin leggur til að stofnun
þjóðgarsins verði gerð með sérstök-
um lögum og að aðild heimamanna
verði tryggð. Svæðinu norðan
Vatnajökuls verði skipt í þrjú
rekstrarsvæði undir sameiginlegri
yfirstjórn og að núverandi þjóð-
garður í Jökulsárgljúfrum heyri
undir það.
Á sama hátt telur nefndin að
skipta mætti Vatnajökulsþjóðgarði
á syðri hluta jökulsins í sex rekstr-
arsvæði og yrði núverandi þjóð-
garður í Skaftafelli þar á meðal. Að
mati nefndarinnar yrði þjóðgarður
af slíkri stærðargráðu og fjölbreyti-
leika einstakur í heiminum og ætti
fullt erindi á heimsminjaskrá Sam-
einuðu þjóðanna yfir markverða
staði.
Gert er ráð fyrir að hefðbundnar
landnytjar innan þjóðgarðsins norð-
an Vatnajökuls haldist óbreyttar að
mestu, þ.m.t. veiðinytjar og beit-
arafnot á grundvelli sjálfbærrar
nýtingar. Þá er lagt til að skilgrein-
ingar Alþjóðlegu náttúruverndar-
samtakanna, IUCN, verði lagðar til
grundvallar að flokkun svæðisins.
Stofnkostnaður 600 milljónir
Áætlaður kostnaður við uppbygg-
ingu á aðstöðu í tengslum við þjóð-
garðinn er 600 milljónir og rekstr-
arkostnaður á ári 130 milljónir
króna.
Siv Friðleifsdóttir umhverfisráð-
herra sagði á blaðamannafundi þar
sem skýrslan var kynnt að þver-
pólitísk samstaða væri um tillögur
nefndarinnar. Ekki hefði verið tek-
in ákvörðun um hvort farið yrði í
stofnun þjóðgarðsins með nákvæm-
lega þessum hætti en að tillögur
nefndarinnar væru til skoðunar í
ráðuneytinu. Skýrslan hefur verið
kynnt á fundi ríkisstjórnar.
Í máli Sivjar kom fram að nefnd-
in hafði mjög víðtækt samráð við
landeigendur, sveitarstjórnarmenn
og hagsmunaaðila. Þá kom fram að
álfyrirtækið Alcoa hefði lýst yfir
áhuga á að taka þátt í stofnkostnaði
vegna þjóðgarðsins og átt óform-
legar viðræður við ráðuneytið
vegna þessa. Engar tölur um mögu-
lega kostnaðarþátttöku hafi þó enn
verið nefndar.
Í tengslum við tillögu að stofnun
Vatnajökulsþjóðgarðs sagði ráð-
herra að enn væri óljóst um eign-
arhald. Óbyggðanefnd hefði úr-
skurðað að stórt svæði á sunnan-
verðum Vatnajökli í sveitarfélaginu
Hornafirði væri þjóðlenda en
nokkrir landeigendur hefðu gert
kröfur í jökulinn sjáfan. Landeig-
endur hefðu svigrúm til 2. júní að
kæra niðurstöðuna til Héraðsdóms.
Þá ætti svæði norðan Vatnajökuls
eftir að fara fyrir Óbyggðanefnd og
hugsanlegt að landeigendur settu
fram kröfur um að fá tiltekin land-
svæði.
Nefnd um stofnun þjóðgarðs
norðan Vatnajökuls var skipuð Arn-
björgu Sveinsdóttur, Sjálfstæðis-
flokki, Magnúsi Stefánssyni, Fram-
sóknarflokki, Steingrími J.
Sigfússyni, Vinstrihreyfingunni –
grænu framboði, Össuri Skarphéð-
inssyni, Samfylkingu, og Magnúsi
Jóhannessyni ráðuneytisstjóra sem
jafnframt var formaður nefndarinn-
ar.
Nefnd um stofnun þjóðgarðs norðan Vatnajökuls skilar tillögum um þjóðgarð á næstu 5–8 árum
Gjaldeyris-
tekjur áætl-
aðar 1,2–1,5
milljarðar
Morgunblaðið/Ásdís
Siv Friðleifsdóttir umhverfis-
ráðherra kynnir skýrslu nefndar-
innar um stofnun þjóðgarðs norðan
Vatnajökuls í Iðnó í gær.
!
"
#$
%
& '
& '
FRÉTTIR
4 ÞRIÐJUDAGUR 25. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Dagskrá
næstu daga
Tónlistartorg Listahátíðar
í Kringlunni
Hilmar Þórðarson
og Ríkharður H. Friðriksson
Egill Ólafsson
og Tatu Kantomaa
Guðni Franzson
KK
og Guðmundur Pétursson
Hjörleifur Hjartarson
og Eiríkur Stephensen
þriðjud. 25. maí
kl. 17:00
miðvikud. 26. maí
kl. 17:00
fimmtud. 27. maí
kl. 17:00
föstud. 28. maí
kl. 17:00
laugard. 29. maí
kl. 14:00
Rafmögnuð
nútíð
Íslenska
dægurlagið
Sigling
Þýtur
í stráum
Hundur
í óskilum
Tryggvi Felixson, fram-
kvæmdastjóri Landverndar
Breið samstaða
hefur myndast
TRYGGVI Felixson, framkvæmda-
stjóri Landverndar, segir að breið
samstaða hafi myndast um til-
lögur um stofnun þjóðgarðs norð-
an Vatnajökuls samkvæmt
skýrslu þverpólitískrar nefndar
um málið.
Upplýst hafi verið að víðtækt
samráð hafi verið haft um mótun
tillagna nefndarinnar og tillög-
urnar falli vel að hugmyndum
sem Landvernd hafi kynnt um
Vatnajökulsþjóðgarð.
Náttúruverndarsamtök
Íslands
Ánægja með undir-
búningsvinnu
HÉR á eftir fer ályktun frá Náttúru-
verndarsamtökum Íslands vegna
þjóðgarðs norðan Vatnajökuls.
„Aðalfundur Náttúruverndar-
samtaka haldinn í Reykjavík 15. maí
2004 lýsir ánægju sinni með þá und-
irbúningsvinnu sem átt hefur sér
stað að stofnun þjóðgarðs norðan
Vatnajökuls er taki til alls vatna-
sviðs Jökulsár á Fjöllum. Nátt-
úruverndarsamtökin undirstrika að
litið verði á stofnun þjóðgarðs norð-
an Vatnajökuls sem fyrsta skref í þá
átt að friðlýsa svæði frá strönd í
norðri til strandar í suðri þar með
talinn Langisjór. Mikilvægt er að
reglur Alþjóðanáttúruvernd-
arsamtakanna, IUCN verði lagðar
til grundvallar verndun svæðisins.
Við stjórn þjóðgarðsins ráði fagleg-
ur metnaður með það að markmiði
að þjóðgarðurinn uppfylli alþjóðleg
skilyrði IUCN og hafi möguleika á
að komast á heimsminjaskrá. Yfir-
stjórn þjóðgarðsins verði í höndum
Umhverfisstofnunar eða samsvar-
andi þjóðgarðastofnunar í samvinnu
við fulltrúa sveitarstjórna og
frjálsra félagasamtaka. Mannvirki
sem nauðsynleg eru vegna reksturs
og stjórnunar þjóðgarðsins á ekki að
byggja á viðkvæmum, lítt röskuðum
svæðum þjóðgarðsins heldur í jaðri
þjóðgarðsins eða utan hans. Vega-
lagning raski ekki náttúru fyrirhug-
aðs þjóðgarðs.“
Drengir
rændu bíl
en urðu
bensínlausir
TVEIR drengir á Ísafirði tóku bíl
nákomins ættingja annars þeirra
ófrjálsri hendi aðfaranótt laugar-
dags og óku áleiðis til Reykjavíkur.
Þegar þetta uppgötvaðist var haft
samband við lögreglustöðvar og fann
lögreglan í Borgarnesi bifreiðina
bensínlausa í Norðurárdal.
Að sögn lögreglunnar á Ísafirði
var piltunum ekið til baka. Annar
drengjanna hefur náð sakhæfisaldri
en hinn ekki en hvorugur þeirra hef-
ur náð aldri til að öðlast ökuréttindi.
Máli drengjanna var komið í hendur
starfsmanna skóla- og fjölskyldu-
skrifstofu Ísafjarðarbæjar.
Bauð 5 ára
dreng upp
í bíl sinn
LÖGREGLAN í Hafnarfirði fékk um
helgina ábendingu frá foreldri um að
maður hefði boðið 5 ára gömlum dreng
upp í bíl sinn og gefið honum sælgæti.
Lögregla brýnir í því sambandi
fyrir foreldrum að þau vari börn sín
við að fara upp í bíl til ókunnugra. Ef
grunsemdir vakna um að fullorðnir
séu að lokka börn upp í bíla í óheið-
arlegum tilgangi er rétt að láta lög-
reglu vita.
TORFI Lárus Karlsson
fór til Boston sl. sunnu-
dag, en þar á hann að
fara í tvær aðgerðir.
Torfi er sjö ára Borg-
nesingur með sjaldgæf-
an sjúkdóm sem lýsir
sér með ofvexti í sog-
æðum og veldur bólg-
um í vefjum sem þenj-
ast út. Torfi hefur farið
þrisvar sinnum áður til
Boston þar sem aðgerð-
ir hafa verið fram-
kvæmdar til þess að
fjarlægja ofvöxt. Alls
hafa verið gerðar átta
aðgerðir á honum og
þar af tvær hér heima.
Þrátt fyrir að tals-
vert af ofvextinum hafi
verið fjarlægt þá vex
vefurinn aftur. Hægri
hönd Torfa er um 5 kíló
að þyngd og hafa
þyngslin valdið því að hryggurinn er orðinn skakkur. Um síðustu áramót
uppgötvaðist að bakið er orðið skakkt, rifbein farin úr stað og valda því að
minna pláss er fyrir lungun sem leiðir af sér örari öndun. Torfi byrjar því á
að fara í aðgerð til þess að spengja bakið og verður það 28. maí nk. Um
fjórum dögum síðar verður gerð aðgerð á hendinni og áætluð heimkoma er
4. júlí ef allt gengur vel.
Foreldrar Torfa, þau Sigurbjörg Ólafsdóttir og Karl Torfason, fóru með
honum út og verða bæði allan tímann hjá honum. Þegar fréttaritari kvaddi
Torfa var hann orðinn spenntur en frekar þreyttur á því að þurfa sífellt að
vera kveðja og kyssa bless, en margir Borgnesingar höfðu litið inn til þess
að kveðja hann og óska honum góðs gengis í Boston.
Torfi Lárus tilbúinn fyrir Boston-ferðina.
Torfi Lárus Karls-
son farinn til Boston
Morgunblaðið/Guðrún Vala
Borgarnesi. Morgunblaðið.
♦♦♦