Morgunblaðið - 25.05.2004, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 25.05.2004, Blaðsíða 6
FRÉTTIR 6 ÞRIÐJUDAGUR 25. MAÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ DAGSKRÁ ÁTJÁN ára stúlka slapp ómeidd þegar bíll sem hún ók valt í krappri beygju við Broddanes um hálfell- efuleytið í gærkvöldi. Stúlkan var á suðurleið og var ein í bílnum. Að sögn lögreglunnar á Hólmavík björguðu beltin því að ekki fór verr, en bíllinn má teljast ónýtur. Morgunblaðið/Kristín Sigurrós Bílvelta við Brodda- nes á Ströndum Hólmavík. Morgunblaðið. Í DAG fagnar Sjálfstæðisflokkurinn 75 ára afmæli sínu og verður efnt til afmælisveislu á Hótel Nordica í Reykjavík. Verður húsið opnað kl. 17 og dagskrá hefst kl. 17.30 með tónlist Sigrúnar Hjálmtýsdóttur og Berg- þórs Pálssonar við undirleik Jónasar Ingimundarsonar. Að því loknu ávarpar Davíð Oddsson, formaður flokksins, veislugesti en öllum sjálf- stæðismönnum er boðið til hátíðar- innar, að því segir í tilkynningu. Afmælisins verður ekki aðeins minnst á afmælisdeginum því mið- stjórn flokksins hefur ákveðið að hefja ýmis ný verkefni í flokksstarf- inu, segir í tilkynningunni. „Flest þeirra felast í nýjungum í flokks- starfinu og eru nokkur þegar orðin að veruleika og önnur í undirbúningi. Þar ber helst að nefna eflda starf- semi Stjórnmálaskóla Sjálfstæðis- flokksins og átak til að fjölga enn frekar styrktarmönnum sem reglu- lega leggja flokknum lið.“ Öll starfandi félög á vegum flokks- ins fá af þessu tilefni hátíðarfunda- gerðarbók merkta afmælinu með þeim tilmælum að vernda vel skrán- ingu fundargerða og tryggja þannig góða varðveislu á sögu flokksins. Einnig verður gefinn út bæklingur um sögu og starf flokksins. Sjálfstæðis- flokkurinn fagnar 75 ára afmæli  Stefnufastur/Miðopna SKÁKFÉLAGIÐ Hrókurinn er ekki lengur keppnisskákfélag og ætlar að einbeita sér að starfi meðal barna. Þetta tilkynnti formaður Hróksins, Hrafn Jökulsson, við at- höfn í gær er hann afhenti KB banka að gjöf safn 13 gullpeninga af Íslandsmóti skákfélaga, sem Hrók- urinn vann til á árunum 1998 til 2004. Hrafn sagði félagið líta svo á að öllum markmiðum á Íslandsmót- unum hefði verið náð, en félagið vann sig upp úr 4. í 1. deild á skömmum tíma. Ákveðið hefði verið að leggja grunninn að starfi Hróks- ins í framtíðinni meðal barna. Þakk- aði hann KB banka fyrir stuðning- inn í gegnum árin og minnti um leið á að félagið væri eingöngu að gefa gullpeninga, það ætti einfaldlega enga silfur- og bronspeninga. 50 þúsund börn fá skákbók að gjöf næstu sjö árin Liðsmenn Hróksins hafa farið í alls 460 skólaheimsóknir á síðustu tveimur árum og verður þeim heim- sóknum haldið áfram næstu sjö árin hið minnsta. Markmið Hróksins er að allir íslenskir grunnskólanemar, um 50 þúsund, verði þá búnir að fá skákbókina „Skák og mát“ sem 3. bekkingar hafa fengið síðustu tvo vetur að gjöf frá Eddu útgáfu og Hróknum, alls um 11 þúsund eintök. Í þessum heimsóknum hefur einn- ig verið efnt til skákkynninga og fjölteflis þar sem fjölmargir þekktir stórmeistarar og Íslandsmeistarar með Hróknum hafa tekið þátt, m.a. Regína Pokorna, Luke McShane, Ivan Sokolov, Nick de Firmian og nú síðast Tomas Oral, sem fór um Vestfirði. Tomas var einmitt viðstaddur af- hendingu gullpeninganna í gær. Við fyrstu komu sína til Íslands sagðist hann hafa fundið fyrir mikilli virð- ingu í garð eldri stórmeistara okkar og nú væru að koma upp margir efnilegir skákmenn. Sagðist hann hafa fundið fyrir gríðarlegum skák- áhuga hjá krökkunum á ferðum sín- um um landið, hér væri nægur efni- viður til að vinna úr í framtíðinni. Hafliði Kristjánsson, fram- kvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs KB banka, tók fyrir hönd bankans við gjöf Hróksins. Hann þakkaði skákfélaginu fyrir ánægjulegt sam- starf og óskaði því velgengni í kom- andi verkefnum. Hafliði rifjaði einn- ig upp aðkomu bankans, fyrst Kaupþings, að skákstarfi félagsins en bankinn var helsti bakhjarl Hróksins á Íslandsmótum síðustu ára. Fjöldi verkefna framundan Þrátt fyrir einbeitta neitun sína í fyrstu sagði Hafliði að Hrafni og samstarfsfélögum hans hefði tekist að fá sig til að undirrita einn stærsta styrktarsamning bankans. Komandi verkefni Hróksins eru næg því auk fyrrnefndra skólaheim- sókna og bókagjafa ætlar félagið m.a. að hefja útgáfu Krakkablaðs og Árbókar Hróksins næsta haust, setja upp skákskóla á Netinu, efna til fjögurra alþjóðlegra skákhátíða á landsbyggðinni á næstu tólf mán- uðum, halda áfram landnámi skák- arinnar á Grænlandi og aðstoða UMFÍ við að stofna skákdeildir inn- an ungmennafélaganna. Sú fyrsta verður stofnuð 27. maí nk. hjá Fjölni í Grafarvogi. Þá ætlar Hrókurinn að halda fyrsta alþjóðlega kvennaskák- mótið hér á landi í haust, sem helgað verður minningu Haraldar Blöndal, lögmanns og eins stofnenda skák- félagsins. Hrókurinn ekki lengur keppnis- félag í skák Morgunblaðið/Sverrir Hrafn Jökulsson afhendir Hafliða Kristjánssyni frá KB banka gullpen- ingasafn Hróksins til varðveislu og eignar. Gaf KB banka alla 13 gullpeninga sína af Íslandsmóti skákfélaga FORSÆTISRÁÐHERRA Bad- en-Württemberg, Erwin Teufel, kom til Íslands í gær og stendur heimsókn hans fram á fimmtu- dag. Baden-Württemberg er þriðja stærsta landið í Sam- bandslýðveldinu Þýskalandi með ríflega tíu milljónir íbúa. Fyrir hádegi í dag mun Teufel eiga fundi með forseta Íslands, Ólafi Ragnari Grímssyni, og Valgerði Sverrisdóttur, iðnaðar- og viðskiptaráðherra. Þá mun Teufel heimsækja Nýorku og skoða handritasýninguna í Þjóð- menningarhúsinu en eftir há- degi sækir hann Alcan í Straumsvík heim. Á morgun mun Teufel ræða við Davíð Oddsson forsætisráðherra og eiga fund með Þýsk-íslenska verslunarráðinu. Forsætisráðherra Baden- Württemberg á Íslandi UM 40 þúsund þýskir ferðamenn komu hingað til lands á síðasta ári og fjölgaði um 19% milli ára. Horfur eru á að ferðamönnum fjölgi töluvert í ár. Ástæðuna fyrir þessari fjölgun má rekja til aukinnar markaðssetn- ingar, bættu aðgengi að upplýsing- um um Ísland sem og auknu fram- boði á leiguflugi. Um 90% þýsku- mælandi ferðamanna bóka ferðir hingað til lands á Netinu. Til að kynnast Íslandi frá ýmsum hliðum eru nú staddir hér á landi um 60 fjölmiðlamenn, frá Þýskalandi og Austurríki, í boði Thomas Cook, eins stærsta ferðaheildsala í heimi, en dagskrá þeirra var skipulögð af íslensku ferðaskrifstofunni Katla Travel. Thomas Cook stendur árlega fyrir ráðstefnu blaðamanna á mismunandi stöðum í heiminum en ávallt á áfangastöðum sem fyrirtækið vill vekja sérstaka athygli á. Pétur Ósk- arsson hjá Katla Travel segir ástæð- una fyrir því að Ísland varð nú fyrir valinu vera þá að áhugi á Íslandi hef- ur aukist mikið og Ísland er „rísandi stjarna“ meðal áfangastaða fyrir- tækisins. Katla Travel hefur verið samstarfsaðili Thomas Cook hér á landi frá árinu 1997 og segir ferðir á vegum skrifstofunnar hingað til lands mjög fjölbreyttar, bæði fyrir einstaklinga sem og stóra hópa. Listir, menning, orkumál og stjórnmál kynnt sérstaklega Blaðamennirnir, sem hér eru staddir á ráðstefnunni, hafa fengið að kynnast ýmsu sem land og þjóð hefur upp á að bjóða. Eftir fyrir- lestra og kynningar í gær fóru þeir í ferðir út fyrir bæinn, t.d. að Gullfossi og Geysi, í hvalaskoðun og á hestbak. Þá fengu þeir að velja sér þema; list- ir og menningu, stjórnmál eða orku- mál og fóru í ferðir sem þessum flokkum tengdust, t.d. á Nesjavelli. Bjarnheiður Halldórsdóttir hjá Katla Travel segir listir og menn- ingu sífellt verða meira aðdráttarafl og nefnir í því sambandi bækur Arn- alds Indriðasonar sem slegið hafa í gegn í Þýskalandi. Haukur Birgisson, starfsmaður Ferðamálaráðs í Frankfurt, segir að náttúran sé sá þáttur sem hingað til hafi verið auglýstur mest enda sér- staða Íslands talin felast í. Hann seg- ir Ísland hafa aðdráttarafl allt árið og með átaki hefur sjónum ferða- manna í auknum mæli verið beint að öðru en eingöngu náttúrunni. „Margföldunaráhrif verða svo mikil í ferðaþjónustunni,“ segir Haukur. „Hingað koma margir til að kynna sér menningu og listir og Ísland hef- ur verið kynnt á þann hátt.“ Haukur segir sjónvarpsþætti um Ísland hafa bein áhrif á fjölda fyr- irspurna um ferðir hingað til lands. „Það verður að vera auðvelt að nálg- ast upplýsingar og það er auðveldara nú en áður, t.d. vegna Netsins og stórra aðila í ferðaþjónustu.“ Pétur og Bjarnheiður segja ráð- stefnur sem þá sem nú er haldin hafa langtímaáhrif. „Umfjöllun og grein- ar um Ísland hafa mikið að segja,“ segir Bjarnheiður. „Umfjöllun blaðamanna er meira virði en aug- lýsingar. Þess vegna er þetta mik- ilvægt til lengri tíma litið.“ Erlendir blaðamenn kynna sér ferðaþjónustu á Íslandi Aðdráttarafl lista og menningar að aukast Haukur Birgisson hjá Ferðamálaráði í Frankfurt ásamt Bjarnheiði Hall- dórsdóttur og Pétri Óskarssyni hjá Katla Travel.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.