Morgunblaðið - 02.06.2004, Side 4

Morgunblaðið - 02.06.2004, Side 4
FRÉTTIR 4 MIÐVIKUDAGUR 2. JÚNÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ ARNLJÓTUR Björns- son, hæstaréttardóm- ari og prófessor, lést á Landspítalanum 30. maí sl., 69 ára að aldri. Arnljótur fæddist 31. júlí 1934 í Reykjavík. Foreldrar hans voru Björn Snæbjörnsson, stórkaupmaður í Reykjavík, og Þórdís Ófeigsdóttir húsfreyja. Arnljótur varð stúd- ent frá Menntaskólan- um í Reykjavík árið 1954 og lauk embættis- prófi í lögfræði við Há- skóla Íslands árið 1959. Hann stundaði framhaldsnám í sjórétti og vátryggingarétti við Nordisk Institutt for Sjørett við Óslóarhá- skóla veturinn 1967–68 og lagði stund á rannsóknir í skaðabóta- og vátryggingarétti við lagadeild Ox- ford University í Englandi árið 1974, við University of California í Berkeley 1978, University of Ariz- ona í Tucson 1984 og Victoria University of Wellington, Nýja-Sjá- landi 1993. Arnljótur var lögfræðingur hjá Sjóvátryggingarfélagi Íslands hf. á árunum 1959–71. Hann var settur prófessor við lagadeild Háskóla Ís- lands árið 1971 og skipaður prófess- or við sömu deild árið 1977. Þá var hann forseti lagadeildar á árunum 1976–78 og 1990–92. Þá var hann stundakennari við lagadeild frá árinu 2001 þar til á nýliðnum vetri. Arnljótur var skip- aður hæstaréttardóm- ari 1995, en lét af því starfi fyrir aldurs sak- ir á árinu 2000. Eftir það starfaði hann sem varadómari við Hæsta- rétt þar til á síðasta ári. Arnljótur gegndi margs konar félags- og trúnaðarstörfum. Hann var í stjórn Lög- fræðingafélags Íslands í mörg ár, þar af for- maður félagsins á ár- unum 1982–86. Hann var formaður skólanefndar Trygg- ingaskóla Sambands íslenskra tryggingafélaga 1970–86. Einnig var hann fulltrúi Íslands í stjórn Nord- isk Institutt for Sjørett við Ósló- arháskóla á síðasta áratug, þar af formaður í nokkur ár. Hann var í stjórn Happdrættis Háskóla Íslands 1983–93 og í stjórn Lagastofnunar Háskóla Íslands á árunum 1987–95. Arnljótur átti auk þess sæti í ýms- um öðrum nefndum. Hann skrifaði fjölmargar bækur og ritgerðir um skaðabóta- og vá- tryggingarétt sem og fleira er varð- ar lögfræði og dómsmál. Þá samdi hann ýmsar lögfræðilegar álitsgerð- ir, nokkur lagafrumvörp og sat í gerðardómum. Eftirlifandi eiginkona Arnljóts er Lovísa Sigurðardóttir framhalds- skólakennari og eiga þau fjögur börn. Andlát ARNLJÓTUR BJÖRNSSON SVEITIR landsins hafa löngum haft mikið aðdráttarafl hjá yngstu kynslóðinni, einkum á sumrin þegar af- kvæmi dýra líta dagsins ljós. Eyþór Ingi Guðmundsson og Anna Sigríður Guðmundsdóttir voru að gefa heim- alningum Hrússa og Aladdín mjólk úr pela á bænum Þorkelshóli í Vestur-Húnavatnssýslu. Morgunblaðið/Eggert Heimalningar fá mjólk STJÓRNARFORMAÐUR Nes- skipa, sem gerir út flutningaskipið Hernes, sagði í Morgunblaðinu í gær að sér þætti fróðlegt að enn þann dag í dag virtist Landhelgisgæslan ekki geta verðlagt sína þjónustu fyr- irfram líkt og önnur fyrirtæki. Dagmar Sigurðardóttir, lögfræð- ingur hjá Landhelgisgæslunni (LHG), segir Gæsluna fara fram á björgunarlaun eins og aðrar útgerðir sem standi að björgun en reglur um þau sé að finna í siglingalögunum. Hún segir LHG telja að Hernes hafi verið í yfirvofandi hættu og að þess vegna eigi ákvæði siglingalaga um björgunarlaun við. Dagmar tekur fram að til þess að geta reiknað út björgunarlaun sé nauðsynlegt að hafa upplýsingar um andvirði skips og farms og fleira. „Landhelgisgæslan fékk upplýs- ingar um vátryggingaverðmæti skipsins og áætlað verðmæti farms- ins sl. föstudag. Síðan hefur komið í ljós að hluti farmsins er skemmdur og í raun er ekki enn hægt að segja hvert raunverulegt verðmæti skips- ins er þar sem ekki er búið að gera við það. Landhelgisgæslan hefur því ekki enn allar nauðsynlegar upplýs- ingar til að reikna út björgunarlaun- in,“ segir Dagmar. Hún bendir á að þegar skip sé ekki í yfirvofandi hættu fari LHG eftir samkomulagi milli tryggingafélaga, LÍÚ og LHG. Björgunarlaun Landhelgisgæslunnar vegna Hernes Raunverulegt verð- mæti skipsins ekki ljóst FORSETI Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, bauð aðstandendum og listamönnum Listahátíðar til mót- töku á Bessastöðum í lok listahá- tíðar. Að loknu ávarpi sínu spjall- aði hann við Susönu Baca, suður-ameríska söngkonu, en hún sló jafnframt botninn í dagskrá hátíðarinnar með seinni tónleikum sínum í fyrrakvöld. Listahátíð stóð frá 14. maí og ótal listamenn, innlendir sem er- lendir, tróðu upp í tengslum við hátíðina. Morgunblaðið/Árni Torfason Listahátíð lokið TVEIR hausar af lambhrútum fund- ust í gröf við Kringluvatn í gær og svo virðist sem það sé af mannavöldum. Athygli vekur að ekki fundust hrygg- ir, læri og bógar heldur einungis tvær gærur, ein grá og önnur hvít. Forsaga málsins er sú að merki fundust um að refur hefði reynt að grafa sig þarna niður í mónum í leit að æti og vakti það grun manna um að þarna væri eitthvað í jörðunni. Fóru þeir Sæþór Gunnsteinsson, bóndi í Presthvammi, og Jón Pétursson í Ár- hvammi til þess að gá hvað þarna gæti verið. Við uppgröft komu haus- arnir af hrútunum í ljós og var búið að fjarlægja eyrnamerki þau sem bænd- ur nota þannig að ekki var hægt að bera kennsl á það hvaðan hrútarnir væru. Var það greinilegt að sögn Sæ- þórs að þarna væru kunnáttumenn á ferð enda hefur lengi verið orðrómur um að fé hafi horfið með einkennileg- um hætti, jafnvel úr girðingum á haustin. Telja bændur víst að hrút- lömbin hafi verið skotin í skjóli myrk- urs sl. haust og kjötið tekið til mann- eldis. Sæþór segir að sig hafi vantað stór- an einlembing sem hann þarna kann- ast við og var á þessu svæði, en hvarf síðan skyndilega og kom ærin, móðir hans, lamblaus heim. Lögregla hefur verið látin vita af málinu en bændur telja mjög mikilvægt að svona mál verið upplýst en erfitt getur verið að færa sönnur á mannaferðir á svæðinu sl. haust. Morgunblaðið/Atli Vigfússon Jón Pétursson og Sæþór Gunnsteinsson með hausana af lambhrútunum. Grunur um sauðaþjófnað KARLMAÐUR á fimmtugsaldri hef- ur verið dæmdur í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir að hafa í vörslu sinni 63 kannabisplöntur og 3,57 g af kannabisfræjum og jafnframt fyrir að hafa um nokkurt skeið ræktað plönt- urnar á heimili sínu. Lögregla stöðv- aði manninn í maí 2002 við Vífilsstaða- veg og fundust 45 kannabisplöntur í bifreið hans. Í framhaldinu fann lög- regla fleiri kannabisplöntur og -fræ á heimili ákærða. Við yfirheyrslur lýsti ákærði því svo að hann hafi sett páfagaukafóður á styttu. Hafi styttan verið úr grjóti og páfagaukafóðrið sett á hana til að búa til hár á styttuna. Styttuna hafi ákærði búið sjálfur til og hafi verið hluti af sköpunargleðinni að setja hár á hana. Fljótlega upp úr því hafi blóm byrjað að poppa upp af listaverkinu, en þá hafi ákærði gert sér grein fyrir að um kannabisplöntur væri að ræða. Þá hafi hann ákveðið að kaupa mold og potta til að gera tilraun með að rækta kannabisplöntur. Hafi hann notað flúrljós til að hjálpa til við rækt- unina. Þegar lögregla hafi stöðvað ákærða hafi hann verið á leið með þær upp í Heiðmörk þar sem ákærði hafi ætlað að henda þeim út í móa. Fyrir dómi lýsti ákærði atvikum nokkuð með sama hætti, nema hvað hann kvaðst hafa verið á leið suður með sjó til að farga plöntunum. Maðurinn var dæmdur til að greiða 80.000 króna sekt í ríkissjóð innan fjögurra vikna eða ella sæta fangelsi í 18 daga, auk þess að greiða málsvarn- arlaun verjanda síns. Dæmdur fyrir ræktun á kannabis Hugðist rækta hár á grjótstyttu VIÐRÆÐUR munu standa yfir í sumar milli menntamálaráðuneyt- isins og Háskóla Íslands um hvernig taka eigi á þeim vanda sem skólinn stendur frammi fyrir vegna mikillar fjölgunar nemenda undanfarin ár. Ákvörðun um að óska eftir slíkum viðræðum við ráðuneytið var tekin á fundi Há- skólaráðs hinn 25. mars sl. og ýtti sú ákvörðun hugmyndum um að biðja um heimild til upptöku skóla- gjalda út af borðinu í bili. Á há- skólafundi hinn 21. maí sl. stóð til að taka ákvörðun um hvort skólinn ætti að óska eftir slíkri heimild og sams konar tillaga lá fyrir há- skólafundi 22. mars en sá fundur frestaði afgreiðslu tillögunnar. Há- skólafundi er ætlað að vera stefnu- markandi í málefnum Háskóla Ís- lands. Páll Skúlason rektor segir að ekkert sé hægt að segja um við- ræðurnar við ráðuneytið á þessu stigi málsins enda skráningu í skólann ekki lokið og því er enn beðið eftir tölum um fjölda innrit- aðra við skólann. Páll segir við- ræðuaðila fyrst og fremst vera að átta sig á verkefninu núna. Hann segir að óskað hafi verið eftir við- ræðunum til að leita lausna á þeim vanda sem skólinn stendur frammi fyrir vegna fjölgunar nemenda án þess að grípa til fjöldatakmarkana eða upptöku skólagjalda. Niður- stöður úr viðræðunum eru vænt- anlegar í haust, að sögn rektors. Viðræður í sumar um lausnir á vanda skólans

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.