Morgunblaðið - 02.06.2004, Page 11

Morgunblaðið - 02.06.2004, Page 11
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. JÚNÍ 2004 11 SJÁVARÚTVEGSRÁÐUNEYTIÐ hefur gefið leyfi til veiða á 25 hrefn- um í vísindaskyni á þessu ári. Í rann- sóknaáætlun sem kynnt var á síðasta ári var gert ráð fyrir að veiddar yrðu 100 hrefnur á þessu ári. Ekki verða hafnar veiðar á langreyðum og sand- reyðum á árinu eins og til stóð. Áætl- unin, sem var til tveggja ára, hefur aftur á móti verið lengd um óákveð- inn tíma. Hvalarannsóknaáætlun Hafrann- sóknastofnunarinnar gerir ráð fyrir því að 200 hrefnur, 200 langreyðar og 100 sandreyðar verði veiddar á rannsóknatímabilinu, sem upphaf- lega var gert ráð fyrir að gæti staðið í tvö ár. Í fyrra hófst framkvæmd hrefnu- hluta áætlunarinnar, en ekki hefur enn verið ákveðið að hefja fram- kvæmd langreyðar- eða sandreyðar- hlutans. Einnig var ákveðið að taka færri dýr en upphaflega var gert ráð fyrir og voru 36 hrefnur teknar árið 2003. Rannsóknaáætlunin er þó óbreytt þar sem gert er ráð fyrir að 200 hrefnur verði teknar á rann- sóknatímabilinu, sem verður þar með lengra en upphaflega var ráð- gert, að því er fram kemur í tilkynn- ingu frá sjávarútvegsráðuneytinu. Við framkvæmd rannsóknaáætl- unarinnar á þessu ári verður haldið áfram á sömu braut og verða veið- arnar aftur í frekar smáum stíl. Þannig verða gefin út leyfi fyrir því að veiddar verði allt að 25 hrefnur á þessu ári. Veiðunum verður stjórnað af Hafrannsóknastofnuninni. Samkvæmt 8. gr. stofnsamnings Alþjóðahvalveiðiráðsins fylgir rétt- inum til að stunda hvalveiðar í vís- indaskyni sú skuldbinding að nýta afurðir hvalanna sem eru veiddir. Afurðir þeirra hrefna sem verða veiddar í ár verða nýttar eftir því sem hægt er þótt veiðarnar séu í vís- indalegum tilgangi, eins og raunin er almennt með þær afurðir sem falla til við rannsóknastarfsemi Hafrann- sóknastofnunarinnar. Í tilkynningu sjávarútvegsráðu- neytisins kemur fram að vísbending- ar séu um að stærð hrefnustofnsins geti haft veruleg áhrif á afraksturs- getu nytjafiska, þ.m.t. þorsks, en mikil óvissa sé um þessi áhrif, eink- um vegna skorts á gögnum um fæðu- samsetningu hrefnu hér við land. „Meginmarkmið þessara rannsókna Hafrannsóknastofnunarinnar er að kanna betur hlutverk hrefnu í vist- kerfi hafsins í kringum Ísland. Ljóst er að nytjafiskar eru hluti af fæðu hrefnu, en samspil fiska og hrefnu í vistkerfinu er lítt þekkt. Í ljósi mik- ilvægis sjávarútvegs fyrir Ísland er nauðsynlegt að hafa góðar vísinda- legar upplýsingar um áhrif hrefnu á afrakstur nytjastofna og að geta sett hrefnu með fullnægjandi hætti inn í fjölstofnalíkön. Rannsóknirnar hafa jafnframt önnur markmið, sem m.a. tengjast líffræði hrefnu og erfða- fræði,“ segir í tilkynningunni. Í tilefni ákvörðunar sjávarútvegs- ráðherra hefur Hafrannsóknastofn- unin opnað nýjan upplýsingavef um rannsóknirnar. Þar munu upplýsing- ar um gang rannsóknanna og nið- urstöður birtast auk ítarlegra upp- lýsinga um sögu hrefnurannsókna og veiða, eðli og stöðu yfirstandandi verkefnis. Slóðin er: www.hafro.is/hrefna. Morgunblaðið/Jenný Jensdóttir Alls verða veiddar 25 hrefnur í vísindaskyni í sumar en ekki 100 eins og áætlanir gerðu ráð fyrir. Veiðar leyfðar á 25 hrefnum ÁRNI M. Mathiesen sjáv- arútvegsráðherra segir að með því að veiða aðeins 25 hrefnur í vís- indaskyni á þessu ári, en ekki 100 eins og hvala- rannsóknaáætlun Hafrannsóknastofnunarinnar gerði ráð fyrir, sé verið að taka tillit til ólíkra viðhorfa til veiðanna. „Þessar veiðar eru viðkvæmt mál, líkt og flestir vita, og við viljum framkvæma þær í sem mestri sátt eða sem minnstri ósátt í því umhverfi sem við búum við. Við komumst af með að veiða ekki fleiri en 25 hrefnur á þessu ári til að viðhalda vísinda- legum grunni veiðanna.“ Árni segir að viðbrögðin við vís- indaveiðunum í fyrra hafi hins vegar ekki verið sérstaklega mikil. Hann vilji aftur á móti hafa vaðið fyrir neð- an sig í þessum efnum. Hann segir að hvalarannsóknaáætlun Hafrann- sóknastofnunarinnar verði framfylgt en á lengri tíma en upphaflega var ætlað. Aðspurður segist Árni ekki geta gert sér grein fyrir því hvort veiðar á 25 hrefnum veki minni við- brögð en veiðar á 100 hrefnum. „Ég vona aðeins að fólk bregðist við því sem við erum að gera með skynsemi og sanngirni. Við viljum að öllum sé ljóst að við viljum fara eins varlega í þessar veiðar og frekast er kostur.“ Árni segir ýmsar ástæður fyrir því að ekki verða hafnar vísindaveiðar á langreyði og sandreyði í sumar. Bæði séu veiðarnar umdeildar og ekki sé eins knýjandi að afla upplýs- inga um stórhvelin og hrefnu. Vilja fara varlega Árni M. Mathiesen sjávarútvegsráðherra Árni M. Mathiesen JÓHANN Sigur- jónsson, forstjóri Hafrannsókna- stofnunarinnar, segir ennþá stefnt að því að veiða 200 hrefnur, líkt og gert er ráð fyrir í hvalarannsókna- áætlun stofnunar- innar. Aftur á móti sé nú ljóst að þetta markmið ná- ist ekki á tveimur árum, eins og að var stefnt í upphafi, heldur á lengra tímabili. Jóhann segir að breytingum á upp- haflegri hvalarannsóknaáætlun fylgi bæði kostir og gallar í rannsóknalegu tilliti. „Sýnatakan í ár mun taka skemmri tíma en við ætluðum. Auð- vitað hefði verið hagkvæmara að veiða fleiri dýr í sumar en við teljum þetta viðunandi fjölda ef heildarfjöld- inn verður sá sami og kveðið er á um í áætluninni. Við sjáum fram á að við munum veiða þessi dýr á helmingi lengri tíma en upphaflega var ætlað. Við erum fyrst og fremst að afla upp- lýsinga um fæðuval á mismunandi svæðum og með því að dreifa veiðinni yfir lengri tíma sjáum við betur breytileika á milli ára.“ Jóhann segir að veiðarnar hefjist við fyrsta tækifæri og framkvæmd þeirra verði með svipuðu sniði og á síðasta ári. Hann segir að áætlun um veiðar og rannsóknir á langreyði og sandreyði standist sömuleiðis, þó að veiðarnar á þessum tegundum hefjist ekki í sum- ar. Ennþá sé miðað við að veiddar verði 200 langreyðar og 100 sand- reyðar en engin ákvörðun liggi fyrir um hvenær þessar veiðar hefjast. Jóhann Sigurjónsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunarinnar Ennþá stefnt á að veiða 200 hrefnur Jóhann Sigurjónsson GUÐMUNDUR Gestsson, varafor- maður Hvala- skoðunarsamtaka Íslands, segir að hvalveiðar skaði ferðaþjónustu á Íslandi, burtséð frá því hvort veiddir séu fáir hvalir eða margir. Guðmundur segir að vísindaveið- arnar muni koma mjög við kaunin á hvalaskoðunarfyrirtækjum og skipti þá engu máli hvort hvort veiddar verði 25 hrefnur eða 100. Hann segir hvalveiðar og hvalaskoðun engan veg- inn fara saman. „Okkar helsta sölu- vara er forvitnu hrefnurnar, sem við köllum stundum „skoðara“ því þær eru gæfar og koma alveg upp að skip- unum. Þessar hrefnur liggja aug- ljóslega best við höggi og verða því drepnar fyrst. Það eru miklir hags- munir í húfi, sérstaklega fyrir ferða- þjónustuna, því ég hygg að flestir séu sammála um að hvalveiðar verði aldr- ei stundaðar í atvinnuskyni framar. Það hefur auk þess aldrei fengist skýring á því hvað tekur við þegar vísindaveiðunum sleppir.“ Guðmundur gerir út hvalaskoð- unarbátinn Hafsúluna og segir hann erlenda fjölmiðla hafa sýnt áhuga á því að fylgjast með hvalveiðum við Ís- land. „Það hafa 3 erlendar sjónvarps- stöðvar haft samband við mig til að forvitnast um það hvort hvalveiðar séu hafnar við Ísland. Þær hafa sýnt áhuga á að koma um borð og fylgjast með veiðunum þegar þær hefjast. Að mínu viti eru menn að leika sér að eld- inum, því almenningsálitið mun snú- ast okkur í óhag um leið og erlendir fjölmiðlar fara að sýna málinu áhuga,“ segir Guðmundur. Leika sér að eldinum Guðmundur Gestsson, varaformaður Hvalaskoð- unarsamtaka Íslands Guðmundur Gestsson ÚR VERINU KÚABÆNDUR samþykktu í gær nýjan mjólkursamning sem tekur gildi 1. september á næsta ári og gildir til 31. ágúst 2012. Samningurinn var samþykktur með 961 atkvæði gegn 43. Var kos- ingaþátttaka 67%, en 1.529 manns eru á kjörskrá. Meðal meginefna samningsins eru þau að framleiðslustýring mjólkur- framleiðslu helst óbreytt, auk þess sem ákvæði um skiptingu heildar- greiðslumarks mjólkur niður á lög- býli helst einnig óbreytt. Breytingar verða á stuðningsfyr- irkomulagi ríkisins sem styður kúa- bændur með föstum beingreiðslum í stað þess að vera ákveðið hlutfall af mjólkurverði. Meðal annarra breyt- inga má nefna að um 20% eða um 800 milljónir kr., af heildarstuðningi rík- isins, fara í svokallaðar „grænar“ og „bláar“ greiðslur. Eru „grænar“ greiðslur skilgreindar sem ófram- leiðslutengdar greiðslur en „bláar“ sem framleiðslutakmarkandi greiðslur. Með þessu er ætlað að undirbúa farveginn fyrir hugsanleg- ar breytingar er varða skuldbinding- ar Íslands gagnvart Alþjóðavið- skipta- stofnuninni (WTO). Á samningstímanum munu út- gjöld ríkisins lækka um 234 milljónir kr. eða um 1% á ári. Bændur jákvæðir Haraldur Benediktsson, formaður Bændasamtakanna, segist vera ánægður með þátttökuna í kosning- unum en einnig með það hversu já- kvæðir bændur voru gagnvart þeirri formbreytingu á stuðningsforminu, sem sé nauðsynleg til þess að mæta alþjóðakröfum. „Sem segir okkur það að bændur eru tilbúnir að aðlaga sig þeim reglum sem uppi eru hverju sinni. Kannski öfugt við það sem oft er haldið fram,“ segir Haraldur. Nýr mjólkursamn- ingur samþykktur EFTIR breytingar á lögum um lög- menn, sem samþykktar voru á Al- þingi á síðasta degi þingsins, geta allir þeir, sem lokið hafa fullnaðar- námi í lögfræði með meistaraprófi eða embættisprófi frá lagadeild há- skóla, sótt um réttindi til að vera héraðsdómslögmaður. Fyrir breyt- ingu laganna var eingöngu nemend- um sem útskrifuðust frá Háskóla Ís- lands heimilt að sækja um þessi réttindi. Nú er það ekki lengur skil- yrði. Um þetta var deilt á Alþingi fyrir ári síðan og meðal háskóla- manna og frestaðist afgreiðsla máls- ins um eitt ár. Greiddi enginn þing- maður atkvæði gegn þessum breyt- ingum sl. föstudag og var þetta samþykkt með 48 atkvæðum. „Þetta þýðir að þeir sem ljúka meistaraprófi frá lagadeild Háskól- ans í Reykjavík uppfylla almenn menntunarskilyrði til að hljóta lög- mannsréttindi. Þannig að hér er um mjög þýðingarmikið réttindamál að ræða,“ segir Þórður S. Gunnarsson, deildarforseti lagadeildar HR. Hann segir mikið baráttumál í höfn. Þessi breyting hafi verið nauð- synleg þar sem fleiri skólar en Há- skóli Íslands bjóði upp á laganám. Nú sé hægt að stunda laganám í Há- skólanum í Reykjavík, Viðskiptahá- skólanum á Bifröst og Háskólanum á Akureyri. Í vor voru fyrstu viðskiptalögfræðingarnir útskrifaðir frá Bifröst og verður boðið upp á meistaranám í haust. Fyrstu nem- endur sem ljúka grunnnámi í lög- fræði frá HR útskrifast vorið 2005 og um haustið verður boðið upp á meist- aranám við skólann. Þórður segir nú búið að jafna stöðu skólanna gagnvart Háskóla Ís- lands, sem áður hafði þessa sérstöðu. Þessi breyting skipti sköpum fyrir nemendur skólanna og öll óvissa um þetta efni hafi verið af hinu illa. Reyndar hefðu stjórnendur HR allt- af gengið út frá því að þessi breyting næði fram að ganga. Það hefði ekki fengist staðist að mismuna laganem- um eftir því við hvaða lagadeild þeir stunduðu nám. Breytingar á lögum um lögmenn Sérstaða laga- deildar HÍ rofin SAMTÖK atvinnulífsins (SA) og Fé- lag bókagerðarmanna hafa gert með sér kjarasamning sem gildir til árs- loka 2007. Almennar launahækkanir og hækkanir á lífeyrisframlögum eru þær sömu og í fyrri samningum sem SA hafa gert, að því er segir í frétt samtakanna. Þá eru kauptaxtar bókagerðarmanna færðir nær greiddum launum á svipaðan hátt og gert hefur verið í öðrum samningum. Samningurinn kveður á um 3,25% upphafshækkun launa frá 17. maí en einnig eru gerðar umtalsverðar breytingar á vaktakafla kjarasamn- ingsins og er samhliða jafnaðar- vaktaálagi fyrir reglubundnar vaktir kveðið á um vaktaálag ef vaktir eru ávallt eða að verulegum hluta á sama tíma sólarhringsins. Þá er sérstaklega samið um yfir- vinnukaup starfsmanna í vaktavinnu og ákvæði um uppsagnarfrest starfs- manna taka verulegum breytingum, heimilt verður að færa fimmtu- dagsfrídaga og kafli um iðnnema var endurskoðaður að því er greint er frá í frétt SA. 3,5% upp- hafshækkun launa Bókagerðarmenn og SA semja TILLAGA Jó- hönnu Sigurð- ardóttur, þing- manns Sam- fylkingarinnar, um að allir sem kaupa sína fyrstu íbúð fái lán sem nemi 90% af kaupverði, óháð tekjutengdum skilyrðum eins og nú gildi, var felld á Alþingi skömmu fyrir þinglok. „Hér er stigið lítið skref til að koma á 90% húsnæðislánum sem var eitt meginloforð framsókn- armanna fyrir síðustu kosningar. Framsóknarmenn lofuðu að frum- varp um 90% lán yrði lagt fram í upphafi þessa þings og enn bólar ekkert á þessu frumvarpi. Á það reynir nú hvort þingmenn Fram- sóknarflokksins meina eitthvað með því sem þeir sögðu fyrir síð- ustu kosningar,“ sagði Jóhanna. Árni Magnússon félagsmálaráð- herra sagði þingmenn vita að mál þetta sé til skoðunar hjá Eftirlits- stofnun EFTA „og þangað til nið- urstaða liggur fyrir er ekki tíma- bært að taka það hér upp og ég segi því nei,“ sagði ráðherrann. Tillaga um 90% íbúða- lán felld Jóhanna Sigurðardóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.