Morgunblaðið - 02.06.2004, Side 12

Morgunblaðið - 02.06.2004, Side 12
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF 12 MIÐVIKUDAGUR 2. JÚNÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ Hluthafafundur Flugleiða hf. Hluthafafundur Flugleiða hf. verður haldinn fimmtudaginn 10. júní á Nordica Hotel að Suðurlandsbraut 2 og hefst hann kl. 14.00. Dagskrá fundarins: 1. Kosning tveggja manna í stjórn félagsins. 2. Önnur mál. Hluthöfum er sérstaklega bent á að þeir sem hyggjast gefa kost á sér til setu í stjórn skulu tilkynna það skriflega til stjórnar félags ins að minnsta kosti fimm sólarhringum fyrir upphaf hluthafafundar. Þeir einir eru kjörgengir sem þannig hafa gefið kost á sér. Aðgöngumiðar og atkvæðaseðlar verða afhentir á fundarstað. Stjórn Flugleiða hf. ENN er mikið verk óunnið í fækkun ábyrgðarmanna fyrir lánum þrátt fyrir að þeim hafi fækkað um 15.000 frá árinu 1996, að því er fram kemur í skýrslu nefndar viðskiptaráðherra sem falið var að undirbúa stefnu- mótun á sviði réttinda og skyldna í viðskiptum neytenda við fjármála- fyrirtæki. Nefndin segir mikilvægt að fleiri aðilar leggi hönd á plóg við að breyta gömlum viðskiptaháttum við lánveitingar hér á landi, eins og það er orðað í skýrslunni. Viðskiptaráðherra hefur ákveðið að unnið verði að setningu laga og reglna um réttindi og skyldur í við- skiptum neytenda við fjármálafyr- irtæki í samræmi við tillögur nefnd- arinnar. Nefndin leggur til að samkomu- lag um notkun ábyrgða á skuldum einstaklinga verði útvíkkað svo að það nái til fleiri þátta lánveitinga en núgildandi samkomulag og að fleiri en fjármálafyrirtæki verði aðilar að því, svo sem vátryggingafélög, líf- eyrissjóðir og Lánasjóður íslenskra námsmanna, en ábyrgðarmönnum námslána hefur fjölgað samkvæmt úttekt nefndarinnar. Nefndin telur að þeim þurfi að fækka eins og kost- ur er auk þess sem leita þurfi leiða til að tryggja sem best stöðu þess- ara ábyrgðarmanna, m.a. með því að auka upplýsingagjöf. Lagt er til að samkomulagið verði endurskoðað að tveimur árum liðn- um og þá verði hugað að því að setja a.m.k. hluta ákvæða þess í lög, enda verði þá komin reynsla á fram- kvæmd þess. Þá leggur nefndin til að lög og reglugerðir um neytenda- lán verði endurskoðaðar, greiðslu- mat verði bætt og fræðsla og kynn- ing um fjármál verði efld. Núgildandi samkomulag um notkun ábyrgða á skuldum einstak- linga er síðan árið 2001 en í því felst að tilkynna skuli ábyrgðarmanni um hver áramót hvaða kröfum hann er í ábyrgð fyrir, hverjar eftirstöðvar eru, hvort þær eru í vanskilum og þá hvað miklum. Nefndin leggur til að framkvæmd á ákvæðum gildandi samkomulags um notkun ábyrgða á skuldum ein- staklinga verði könnuð og telur æskilegt að fram kæmi í samkomu- laginu að til að unnt sé að draga úr ábyrgðum sé nauðsynlegt að lán- veitendur geti aflað sér sem víðtæk- astra upplýsinga um neytandann. „Upplýsingar eru forsenda þess að árangur náist.“ Sanna þarf að innheimta sé fullreynd Við undirbúning nýs samkomu- lags telur nefndin rétt að kannað verði hvort nota eigi einfalda ábyrgð í ríkara mæli en gert hefur verið, en í henni felst að ekki er unnt að krefja ábyrgðarmann um greiðslu skuldar fyrr en fullreynt hefur verið að ekki fáist greiðsla frá aðalskuldara. „Í slíkum tilvikum verður kröfuhafi að sanna að hann hafi reynt til fulls að innheimta kröfuna hjá aðalskuldara en án ár- angurs.“ Þá bendir nefndin á að sér- staklega þurfi að huga að viðmiðum sem notast er við til að meta greiðslugetu lántaka. Núverandi viðmið byggist á gömlum staðli Ráð- gjafarstofu um fjármál heimilanna. „Við endurskoðun greiðslumats má gjarnan miða við neyslustaðla ann- ars staðar á Norðurlöndum, en þar er m.a. tekið tillit til aldurs barna o.fl. Auk þessa væri æskilegt að ein- falda allt ferli í tengslum við vinnslu greiðslumatsins. Eins og málum er háttað nú þarf lántaki iðulega að eyða miklum tíma í að afla nauðsyn- legra gagna. Skoða mætti hvort ekki er hægt að taka upp svipað fyr- irkomulag og varðandi svokölluð FE-yfirlit, þ.e. að þegar einstakling- ur óskar eftir láni og undirgengst greiðslumat veiti hann jafnframt þeim sem framkvæmir greiðslumat- ið heimild til að afla allra nauðsyn- legra upplýsinga á rafrænan hátt hjá öðrum lánardrottnum og opin- berum aðilum.“ Fjármálamenntun grunnskóla Nefndin vill einnig vekja athygli á því að fræðsla um fjármál heim- ilanna er mikilvægur hluti af mennt- un barna og unglinga á grunnskóla- og framhaldsskólastigi. „Þótt margt hafi áunnist í þeim efnum á und- anförnum árum er þessum mála- flokki ekki nógu vel sinnt í skóla- kerfinu. Telur nefndin æskilegt að gerðar verði breytingar á því þar sem fjármál heimilanna varða heill og hamingju fjölskyldunnar. Annars staðar á Norðurlöndum er til mikið fræðsluefni um fjármál fyrir skóla- kerfið og þar virðist vera rík hefð fyrir slíkri fræðslu í skólakerfinu.“ Í Gallup-könnuninni sem nefndin lét gera kemur fram að ábyrgðar- menn eru nú 75 þúsund og hefur þeim fækkað um 15 þúsund frá árinu 1996. 24% Íslendinga á aldr- inum 18–75 ára eru í ábyrgðum fyr- ir bankalánum samkvæmt könnun- inni en sama hlutfall var 29% árið 1996. Í könnuninni kemur einnig í ljós að um 70% Íslendinga eru með yf- irdráttarheimild á bankareikningi sínum og 70% þeirra nýta hana. Í 78% tilvika taka bankar og spari- sjóðir ekki tryggingar fyrir yfir- dráttarheimildum. Þá kemur fram að 11% hafa greitt skuld vegna ábyrgðar á síðustu fimm árum en 10% höfðu gert það árið 1996. Fækka þarf ábyrgðar- mönnum enn frekar                                            AÐHALD í ríkisfjármálum þyrfti að vera meira á árunum 2005 og 2006 en reiknað er með í fjárlögum yfirstandandi árs og útgjaldaáform- um ríkisins á árunum 2005 og 2006. Þar er reiknað með boðuðum skattalækkunum sem nema í heild um 2,5% af landsframleiðslu og koma fram í þremur jöfnum áföng- um á árunum 2005 til 2007. Seðla- bankinn leggur þessar áætlanir rík- isstjórnarinnar til grundvallar nýrri þjóðhagsspá sinni til ársins 2006 sem birt var í gær í Peningamálum. „Fyrirhuguðum skattalækkunum á þessum árum þarf því að fylgja meiri lækkun ríkisútgjalda en hér er reiknað með þannig að ríkisfjár- málin örvi ekki innlenda eftirspurn. Gangi það ekki eftir lendir meg- inþungi aðhaldsaðgerða á peninga- stefnunni. Hætt er við að það haldi raungengi krónunnar hærra en ella og þrengi að útflutnings- og sam- keppnisgreinum. Slík framvinda gæti leitt til erfiðari aðlögunar í lok núverandi uppsveiflu en ella,“ segir í Peningamálum Seðlabanka Ís- lands sem komu út í gær. Samhliða útkomu Peningamála var tilkynnt um 0,25% hækkun stýrivaxta bankans, upp í 5,75%, og segir bankinn að horfurnar nú gætu gefið tilefni til meiri hækkunar vaxta að þessu sinni. Því megi búast við að bankinn hækki stýrivexti sína fljótlega aftur gefi nýjar upplýsing- ar ekki sterkar vísbendingar um betri verðbólguhorfur, eins og það er orðað í Peningamálum. Yfir þolmörkin Bankinn býst við að verðbólga fari jafnvel yfir þolmörk verðbólgu- markmiðsins (4%) á næstu ársfjórð- ungum. Nefnd eru nokkur dæmi sem dregið gætu úr líkum á að það gerðist, svo sem hraðari lækkun eldsneytisverðs en bankinn reiknar með, lækkun húsnæðisverðs sem bankinn telur líklega vera orðið nokkuð ofþanið, eða hækkun gengis krónunnar. „Síðustu mánuði hefur framvinda efnahagsmála einkennst af kröftugum vexti innlendrar eft- irspurnar og aukinni verðbólgu. Hagvöxtur og þjóðarútgjöld jukust meira á síðasta ári en Seðlabanki Íslands reiknaði með í spá sinni í mars síðastliðnum. Vísbendingar um þróunina á fyrstu mánuðum þessa árs benda til að vöxtur einka- neyslu hafi verið svipaður og á síð- asta ári. Fjárfesting í íbúðarhús- næði hefur vaxið töluvert og fjárfesting í öðrum atvinnurekstri en stóriðju virðist vera að taka við sér. Þessi þróun bendir til þess að slakinn í þjóðarbúskapnum muni hverfa fyrr en áður var talið. Verðbólga hefur aukist síðustu mánuði og fór yfir verðbólgumark- mið bankans í maí. Að hluta stafar þetta af verðhækkunum á eldsneyti og hrávöru á alþjóðlegum mörkuð- um en eðlilegt er að við mótun stefnunnar í peningamálum sé horft framhjá slíkum breytingum. Kjarnaverðbólga hefur þó einnig aukist töluvert og fór yfir verð- bólgumarkmið bankans í maí. Þar veldur áframhaldandi hækkun hús- næðisverðs miklu, en í apríl var íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu hærra að raungildi miðað við neysluverð en það hefur verið svo langt sem mælingar ná. Það er því líklega orðið nokkuð ofþanið. Verð vöru- og þjónustuliða í vísitölu neysluverðs hefur einnig hækkað hraðar að undanförnu. Útlán innlánsstofnana hafa vaxið mjög hratt á undanförnum mánuð- um. Í heild jukust útlán og mark- aðsbréfaeign þeirra um 37% á tólf mánuðum til loka apríl,“ segir í Peningamálum. Vöxtur útlána meiri en samrýmist stöðugleika Bankinn segir að sýnu mest sé hækkun útlána til erlendra lánþega og kaup á erlendum og innlendum markaðsbréfum en útlán innláns- stofnana til innlendra lánþega hafa einnig aukist mjög mikið undan- farna mánuði, eða án gengis- og vísitöluáhrifa um tæp 22% á tólf mánuðum til loka apríl. „Það er meiri vöxtur en til lengdar samrým- ist lítilli verðbólgu og stöðugleika í þjóðarbúinu. Hins vegar eru vissar vísbendingar um að þessi mikli vöxtur hafi að stórum hluta verið tímabundinn og tengst breytingum á eignarhaldi og endurskipulagn- ingu í íslensku atvinnulífi. Auk þess gæti aukin hlutdeild innlends bankakerfis í fjármögnun innlendra fyrirtækja átt hlut að máli, einkum í erlendu lánsfé. Því þurfa aukin inn- lend útlán að undanförnu ekki að vera vísbending um aukna fjárfest- ingu og önnur umsvif í íslensku efnahagslífi.“ Samkvæmt spá bankans mun verðbólga verða yfir markmiði hans (verðbólgumarkmið bankans er 2,5%) allt spátímabilið. Reyndar er frávikið meira til skamms tíma en til lengri tíma og helgast það af eldsneytishækkununum og lægra gengi krónunnar en í síðustu spá. Greiningardeild Íslandsbanka segir að vaxtahækkun Seðlabanka Íslands sé í takti við spá deildarinn- ar. „Ef fram fer sem horfir mun bankinn stíga sitt næsta skref í vaxtahækkunarferlinu innan fárra vikna fremur en mánaða. Þannig mun bankinn, að mati Greiningar ÍSB, fara með vexti sína sem verða nú eftir breytinguna 5,75% upp í 7,5% innan næstu tólf mánaða,“ segir í Morgunkorni greiningar- deildar Íslandsbanka. Seðlabankinn hækkar stýrivexti sína upp í 5,75%. Verðbólga jafnvel yfir 4% þolmörk. Þörf á meira aðhaldi í ríkisfjármálum Morgunblaðið/Ómar Óvæntur vöxtur Hagvöxtur og þjóðarútgjöld jukust meira á síðasta ári en Seðlabanki Íslands reiknaði með í spá sinni í mars síðastliðnum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.