Morgunblaðið - 02.06.2004, Page 17

Morgunblaðið - 02.06.2004, Page 17
Fréttasíminn 904 1100 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. JÚNÍ 2004 17 Alltaf 25% ódýrari gleraugu og linsur* í stað 19,68% vsk. áður Hagstæð gleraugnakaup Þjónustu- og ábyrgðaraðilar: SMÁRALIND: OPTICAL STUDIO RX / OPTICAL STUDIO SÓL KEFLAVÍK: GLERAUGNAVERSLUN KEFLAVÍKUR OPTICAL STUDIO DUTY FREE STORE LEIFSSTÖÐ - KEFLAVÍKURFLUGVELLI • SÍMI 425 0500 - FAX 425 0501 ERTU Á LEIÐ Í LEIFSSTÖÐ? * Innifalið er virðisaukaskattur, 19,68%, og afsláttur 5,32%, miðað við verðlagningu í neðangreindum verslunum. NELSON Mandela, fyrrver- andi forseti Suður-Afríku og leiðtogi réttindabaráttu blökkumanna þar í landi, sagði í gær að hann hygðist hætta þátttöku í op- inberu lífi. Mandela sem er 85 ára, sagðist vilja verja meiri tíma með fjöl- skyldu sinni og vinum, fá næði til að sinna hugðarefnum sínum og ljúka við ritun endurminninga sinna. Mandela hefur verið þekkt- asti fulltrúi Suður-Afríku um árabil en hann lét af embætti forseta árið 1999. „Ég verð 86 ára eftir nokkrar vikur og ég hef fengið að njóta lengra lífs en margir aðrir. Ég treysti því að ég verði ekki vændur um sjálfselsku þó ég kjósi nú að verja meiri tíma með fjölskyldu minni, vinum mínum og með sjálfum mér,“ sagði Mandela í Jóhannesarborg í gær. SWAPO tilnefnir forsetaefni HIFIKEPUNYE Pohamba, hefur verið tilnefndur forseta- efni stjórnarflokksins í Namib- íu (SWAPO) í kosningum sem þar fara fram síðar á þessu ári. Pohamba hefur verið ráð- herra landnytja og -eignar en Sam Nujoma, forseti Namibíu, lagði hart að SWAPO að út- nefna hann. Nujoma sest í helg- an stein í nóvember og þykir öruggt að Pohamba verði eft- irmaður hans á forsetastóli. Pohamba er fæddur árið 1935 og hlaut litla formlega menntun. Hann hefur verið í hópi dyggustu stuðningsmanna Nujoma frá stofnun SWAPO. Pohamba var um skeið land- flótta og mátti þola frelsissvipt- ingu og margvíslegar ógnanir af hálfu stjórnvalda er Suður- Afríkumenn réðu landinu. Elst kvenna 113 ára HENDRIJKE van Andel- Schipper, jafnan kölluð „Henny“, telst nú elst kvenna í heimi hér. „Henny“ sem er 113 ára varð elst kvenna þegar fréttist á laugardag að Ramona Trinidad Iglesias Jordan frá Puerto Rico hefði látist úr lungnabólgu. Hún var 114 ára. „Henny“ er fædd í bænum Smilde í Hollandi 29. júní árið 1890. Sama ár fæddust m.a. Dwight D. Eisenhower fyrrv. Bandaríkjaforseti og Agatha Christie, einn þekktasti glæpa- sagnahöfundur bókmenntasög- unnar. „Henny“ mun vera við sæmilega heilsu en hún dvelst á heimili fyrir aldraða í borginni Hoogeven. Hún er þekktasti aðdáandi hollenska knatt- spyrnuliðsins Ajax sem hún hefur haldið með frá 28 ára aldri. Í viðtali sagði hún að leyndardómurinn á bak við langan aldur væri „að anda“. Sagði hún og að aðrir vistmenn á heimilinu hefðu „lítið vit á fót- bolta“. STUTT Mandela dregur sig í hlé Nelson Mandela BREZKIR einkasjónvarpsrekendur hafa ákveðið að taka raunveruleika- sjónvarpstízkuna einu skrefi lengra og bjóða áhorfendum upp á að fylgj- ast með málningu þorna í beinni út- sendingu. Gagnrýnendur svonefndra raun- veruleikasjónvarpsþátta hafa gjarn- an tekið svo til orða að þetta sjón- varpsefni væri álíka spennandi og að fylgjast með málningu þorna. Nú hafa rekendur brezku áskriftarsjón- varpsstöðvarinnar UKTV Style ákveðið að taka þessa gagnrýn- endur á orðinu og bjóða upp á þátt þar sem málning er sýnd þorna. Áhorfendur geta síðan kosið út þá málningu sem þeim finnst lélegust. „Við ábyrgjumst að þátturinn verður að minnsta kosti jafn- áhugaverður og aðrir raunveru- leikasjónvarpsþættir,“ hefur frétta- vefur Aftenposten eftir Nick Thorogood, dagskrárstjóra UKTV Style. Þátturinn verður aðeins sendur út á Netinu og er lýst sem „hinu algera raunveruleikasjónvarpi“. Það vill svo til að þátturinn hefur göngu sína samtímis því að ný syrpa Big Broth- er-þáttarins fer að stað á annarri sjónvarpsstöð. Fylgzt með hvernig málning þornar TVÆR lestir rákust saman í gær- morgun skammt fyrir sunnan lest- arstöðina í Holstebro á Jótlandi. Var farið með 28 manns á sjúkrahús til skoðunar en ekki var talið, að neinn hefði meiðst alvarlega. Önnur lestin var nýfarin frá Holstebro-stöðinni og hin að koma þar inn er áreksturinn varð. Voru þær á mjög litlum hraða, aðeins fimm til tíu km á klukkustund. Var strax farið að kanna hvað hefði farið úrskeiðis og valdið því, að lestirnar voru á sama sporinu. Var jafnvel bú- ist við, að það upplýstist í gær. Átta sjúkrabílar voru sendir á vettvang vegna árekstursins. Danskar lest- ir í árekstri www.thumalina.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.