Morgunblaðið - 02.06.2004, Síða 24

Morgunblaðið - 02.06.2004, Síða 24
LISTIR 24 MIÐVIKUDAGUR 2. JÚNÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ Um er að ræða mjög glæsilegt fullinnréttað ca 340-600 fm skrifstofu- húsnæði á 2. hæð í þessu vel staðsetta húsi. Mikið af bílastæðum. Til leigu í Mörkinni 4 í Reykjavík á 2. hæð Upplýsingar gefur Gunnar í síma 693 7310, tölvupóstur gunnar@bygg.is og sölumenn Fjárfestingar fasteignasölu í síma 562 4250. FJÁRFESTING FASTEIGNASALA ehf. Sími 562 4250 • Borgartúni 31 • www.fjarfest.is Hilmar Óskarsson, Guðjón Sigurjónsson, Rósa Guðmundsdóttir, Benedikt G. Grímsson. Lögfr.: Pétur Þ. Sigurðsson hrl. AÐALFUNDUR Sambands íslenskra myndlistarmanna haldinn 27. maí sl. átelur harðlega lögbrot eigenda gallería og uppboðshaldara vegna misferlis þeirra á skilum á fylgiréttargjöldum, í sambandi við sölu á myndverkum, sem þeir hafa milligöngu um endursölu á. Þetta kemur fram í álykt- un fundarins. Þar segir ennfremur: „Aðalfundurinn beinir þeim eindregnu tilmælum til dóms- málayfirvalda og ríkislög- reglustjóra að hraðað verði rannsókn á meintu misferli þessara listaverkasala á skil- um á innheimtum fylgirétt- argjöldum, en kærur þar að lútandi eru til meðferðar hjá embætti ríkislögreglustjóra. Lögð er áhersla á að inn- heimtur þessar eiga sér stoð í skýrum lagaákvæðum og brot á þeim hafa í för með sér refsingar fyrir þá aðila sem kunna að verða dæmdir sekir. Hér er um tilfinnanlegt fjárhagstjón að ræða fyrir einstaka myndlistarmenn og erfingja þeirra svo og samtök myndhöfunda. Fundurinn skorar á ráðherra mennta- mála og viðskiptamála að þeir beiti sér fyrir að þessi brotastafsemi verði stöðvuð og vísast í því sambandi bæði til höfundarlaga svo og laga um verslunaratvinnu, sem m.a. fjalla um starfsemi þessara aðila og innheimtu þeirra á fylgiréttargjöldum.“ SÍM ályktar um skil á fylgiréttargjöldum DR. Kristinn R. Þórisson heldur fyrirlestur í Klink og Bank, Brautarholti 1, kl. 20 á morgun, fimmtudag, og fjallar um gagnvirka list og gervigreind. Í fyrirlestrin- um talar Kristinn um list- sköpun og tölvutækni, hvernig virkja megi hugvit þúsunda forritara í þágu listarinnar og talar um hvernig honum finnist gervigreind eiga erindi til listafólks í öllum miðlum. Hann mun færa rök fyrir því að gagn- virkni sé nýtt verkfæri sem geti haft mikilvæg áhrif á öllum sviðum listsköpunar á komandi áratugum. Kristinn hefur starfað við hönnun gagn- virkra kerfa meðal annars hjá LEGO, NASA og fleiri fjögurra-stafa fyrirtækjum. Hann er með doktorsgráðu í Media Arts & Sciences frá M.I.T. Media Lab í Cambridge, Massachus- etts. Hann hefur um árabil stundað rannsóknir á gagnvirkum kerfum. Fjallað um list og gervigreind Dr. Kristinn R. Þórisson Tónlistarhátíðin Við Djúpið hefurgöngu sína á morgun. Hátíðin ferfram í Ísafjarðarbæ og Bolung-arvík og stendur fram á mánudag. Listamenn sem taka þátt í hátíðinni í ár eru Halldór Haraldsson píanóleikari, sem er heiðursgestur, Jóhanna Linnet söngkona, Árni Heiðar Karlsson píanóleikari, Guðrún Birgisdóttir flautuleikari og Pétur Jónasson gítarleikari. Haldnir verða tónleikar öll kvöld hátíð- arinnar, en á daginn munu tónlistarmenn- irnir halda masterclass-námskeið. Einnig verða haldnir aðrir minni tónleikar, þar á meðal nemendatónleikar, og staðið fyrir öðr- um uppákomum, svo sem gönguferðum og skoðunarferðum með bát. Hver dagur hátíð- arinnar mun jafnframt hefjast með jógatíma, sem Guðrún Birgisdóttir leiðir. Þetta er í annað sinn sem hátíðin er hald- in. „En við komum aldeilis ekki að tómum kofunum þarna fyrir vestan, það er margt að gerast bæði á Bolungarvík og á Ísafirði í menningarmálum,“ segja þau Pétur Jón- asson og Guðrún Birgisdóttir í samtali við Morgunblaðið. „Hátíðin verður heldur um- fangsmeiri í ár en í fyrra, þar sem við höfum nú fimm tónlistarmenn sem halda námskeið og tónleika. Þeirra á meðal er Halldór Har- aldsson, sem við erum mjög stolt af að hafa með okkur. Hann er reyndur kennari og hef- ur unnið afar mikið að tónlistarmálum hér- lendis.“ Á hátíðinni í fyrra voru námskeið og tón- leikar einungis helguð klassískri tónlist, en sú nýbreytni verður höfð á í ár, að djass fær einnig sinn sess. „Árni Heiðar Karlsson, sem er fyrrverandi nemandi Halldórs Haralds- sonar, tekur einnig þátt í hátíðinni, en hann er menntaður bæði í klassík og djassi. Jó- hanna Linnet hefur einnig þennan tvöfalda bakgrunn, hún er klassísk söngkona sem hefur gegnum tíðina sungið dægurlög og djass líka. Það eru kannski ekki margir ein- staklingar á Íslandi sem hafa þetta bæði á valdi sínu,“ segir Pétur. Námskeiðið er ætlað tónlistarnemum, jafnt lengra komnum sem styttra, bæði frá Reykjavík og að vestan. „Þau eru einnig ætl- uð tónlistarkennurum sem vilja auka við sig og komast í smá hvíld. Því með því að halda námskeiðið á Vestfjörðum spilar náttúran líka sinn sess,“ segir Guðrún og bætir við að tónleikarnir séu að sjálfsögðu öllum opnir. Sex námskeið verða í boði, í klassískum píanóleik, djasspíanóleik, flautuleik, söng, klassískum gítar og rokkgítar fyrir byrj- endur. „Námskeiðin verða í svokölluðu masterclass formi, eins konar opnar kennslustundir þar sem einn spilar og aðrir á námskeiðinu hlusta á. Þetta er ansi þéttur pakki á svona fáum dögum, en að mínum dómi getur það bara verið jákvætt,“ segir Guðrún. Að sögn Péturs og Guðrúnar gekk hátíðin afar vel í fyrra og var aðsókn góð, bæði á námskeið og tónleika. „Enda sýndi það sig þegar við fórum að skipuleggja þetta aftur, að það var gott orðspor sem fór af hátíðinni. Við höfum hlotið mikinn stuðning, ekki síst úr atvinnulífinu,“ segir Pétur, en helstu styrktaraðilar eru Menningarborgarsjóður og Pokasjóður. „Við hefðum ekki farið út í þetta aftur nema vegna þess að við fundum hve vel þetta gekk. Þetta er eina hátíðin af þessu tagi á Vestfjörðum og fólkið þar hefur því tekið okkur afar vel. Við stefnum að því að halda hana áfram á næstu árum.“ Allar nánari upplýsingar og skráning á www.viddjupid.is. Námskeið og tónleikar á tónlistarhátíðinni Við djúpið sem haldin verður dagana 3.–7. júní Klassík og djass fyrir vestan Morgunblaðið/Ásdís Tónlistarfólkið sem tekur þátt í tónlistarhátíðinni Við djúpið að þessu sinni: Jóhanna Linnet, Árni Heiðar Karlsson, Halldór Haraldsson, Guðrún Birgisdóttir og Pétur Jónasson. DULSVEIPUÐ mærðargusan sem mætti hlustendum í kynningar- lýsingu tónleikaskrár á söguefninu – e.t.v. sumpart vegna prentsmiðju- snörunar á ekki miklu gegnsærri lýs- ingu á ensku – reyndist með öllu óþörf. Stykkið virkaði alveg án slíkra útskýringa. Þrátt fyrir að músíkin, líkt og í mörgum nútímaballettum, væri fengin héðan og þaðan, eða alls frá fimm ólíkum tónskáldum, og að litlu sem engu leyti sérsamin fyrir verkið. Fyrir vikið lenti tónsköpunar- hlið óperunnar, a.m.k. miðað við venjulegar óperur við frumsamda tónlist eins og sama höfundar, hlut- fallslega í bakgrunni. Því þó að Janick Moisan væri skrifuð fyrir hugverki og leikstjórn, mátti leiða aðlíkum að hópefli hennar, dramatúrgsins og flytjenda hafi lagt drjúgt af mörkum til heildarinnar, þó hvergi kæmi fram hversu mikið. Og þaðan af síður hver valdi tónlistina. Það var með öðrum orðum ekki auðhlaupið að meta kammeróperuna sem tónverk í hefðbundnum skiln- ingi. Frá gefnum forsendum hefði fyrir fram mátt ætla 55 mín. langt sjónarspilið (að vísu tallaust) veiga- meira en músíkin – e.k. innsetning á tónlistarbakgrunni. En þegar á hólm- inn kom, reyndist tónlistin, þrátt fyrir allt, jafnoki hins sjónræna. Og það m.a.s. svo athyglisvæn – þrátt fyrir pjötluteppislega tilurð sína – að um- hugsunarvert var. Sérstaklega með tilliti til þónokkurra álíka langra sér- saminna nútímaverka í sömu grein sem kallað hafa á geispann, löngu áð- ur en sá fyrir endann á ósköpunum. Það var kannski mesta afrek að- standenda, og örugglega það sem kom mest á óvart. Því þó að sjálf framvinda söguþráðar væri ekki allt- af jafnljós, og sjónræna atburðarásin stæði að mestu í stað í síðasta fjórð- ungi þegar „absólút“ tónlist konserts- umhverfis tók völdin, var lygi líkast hvað skilningarvit manns héldust lengi á hundrað. Það var kannski ekki sízt að þakka hljómmiklum söng Mörtu Hrafnsdóttur, sem í fyrr- nefndum kyrrstæða lokahluta hélt manni föngnum með kraftmiklu ten- útói sínu og seiðandi samísk-kenndri sviðsnærveru. Þar opinberaðist dimmgljáandi raddprýði er vísaði beint á hlutverk Friggjar í Hring Wagners – að vísu með fyrirvara um textaframburð sem gerði fulllítið fyr- ir samhljóð og skiljanleika. Fram að því voru sjónleikræn framlög þeirra Sigurðar Halldórs- sonar og Daníels Þorsteinssonar oft smellin og áhrifamikil í hlutverkum „furðufuglanna“ Hugins og Munins, með stundum bráðskemmtilegum samhverfum tvíburatöktum í anda Tweedledum og Tweedledee úr ensku barnaþulunni sem vel hefði mátt framlengja. Að ekki sé minnzt á pottþétt spil þeirra í ólíklegustu stíl- tegundum, allt frá íslenzkum tvísöng vía effektahljóð yfir í ragtime- og salsaskotinn þriðjastraumsdjass – fyrir utan heillandi músíkalskt tón- glasanudd. Svo gleymist ekki að nefna hrynsnarpan samsöng Sigurð- ar á einum stað við söngkonuna sem áreiðanlega hefði verið þess virði að nýta oftar. Að meðtöldum hugvitssömum bún- ingum, allegórískri íshafssviðsmynd og hnitmiðaðri lýsingu var þessi sér- kennilega hópefliskammerópera í mínum huga eitt hinna allt of sjald- gæfu fyrirbrigða í annars óþarflega viðburðaeinblínandi tónlistarmenn- ingu okkar tíma – upplifun er náði að sitja eftir. Hópeflisópera norðurhjarans TÓNLIST Borgarleikhúsið Kammeróperan Hugstolinn – Rapsódía hrafnsins. Hugverk og leikstjórn: Janick Moisan. Dramatúrg: Sophie Khan. Tónlist eftir Tapio Tuomela, Kristian Blak, Jón Leifs, Hjálmar H. Ragnarsson og Sigurð Halldórsson. Marta Hrafnsdóttir alt, Sig- urður Halldórsson selló og tónlistar- stjórn, Daníel Þorsteinsson píanó. Leik- mynd og búningar: Rannveig Gissurardóttir. Lýsing: Benedikt Ax- elsson. Framkvæmdastjórn: Kristín Mjöll Jakobsdóttir. Föstudaginn 28. maí kl. 20. LISTAHÁTÍÐ Morgunblaðið/Sverrir Kammeróperan Hugstolinn á Listahátíð: Upplifun er náði að sitja eftir. Ríkarður Ö. Pálsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.