Morgunblaðið - 02.06.2004, Side 32
UMRÆÐAN
32 MIÐVIKUDAGUR 2. JÚNÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Æ
i, enn ein rann-
sóknin sem
sýnir að
strákum líði
agalega illa í
skólum og miklu verr en stelp-
um,“ röflaði ég við morgunverð-
arborðið um daginn. Ég las um-
rædda frétt í flýti og hélt svo
áfram að röfla. Móðir mín hlust-
aði þolinmóð á.
„Þegar það hallaði á stelpur í
skólum landsins þá var alltaf
sama viðkvæðið, þær yrðu bara
að standa sig betur. Reyndar
heyrast sömu raddir í dag þegar
rætt er um launamun kynjanna.
Konur standa sig ekki nógu vel í
samningaviðræðum, í starfi eða
bara í myndun
tengslanets.
En um leið
og það hallar
á strákana
breytist um-
ræðan og það
á að grípa til aðgerða. Ástæðna er
þá leitað í utanaðkomandi þáttum
en ekki í fari drengjanna sjálfra.
Nú er ég alls ekki að halda því
fram að við eigum bara að una við
það að drengjum landsins líði illa í
skólanum. Hins vegar á ég erfitt
með að ímynda mér að stelpum
líði svakalega vel ef helmingi
bekkjarfélaga þeirra líður illa.
Undanfarin ár hafa komið fram
ýmsar rannsóknir sem sýna fram
á að við séum í raun að eyðileggja
öll börn með skólakerfinu eins og
það er í dag.“
Mamma var smám saman að
reyna að losna undan ræðunni
enda kominn tími á að hefja dag-
inn. „En hvers vegna líður börn-
um svona illa í skólanum?“ spurði
hún rétt áður en hún slapp út úr
dyrunum. Ég sat eftir með Che-
eriosið og Moggann, klóraði mér í
höfðinu og spurði sjálfa mig: Já,
hvers vegna?
Ég fór því að rifja upp mína
eigin skólagöngu. Ég var reyndar
svo heppin að tilheyra elítunni
sem bæði kann fyrir sér í íslensku
og stærðfræði. Ég var því ekki
lengi að sannfærast um að ég
væri alveg nógu klár til að vera í
skóla. Ég lærði að hvers kyns
verkmennt væri ekki nærri eins
göfug og blessuð tungan og að
ekkert væri göfugra en að geta
lagt saman tvo og tvo og jafnvel
þulið margföldunartöfluna. Í öðr-
um greinum gekk mér ekki eins
vel. Ég var með tíu þumalputta í
saumum og varð fljótt öskureið
yfir að þurfa að læra þessa vit-
leysu. Mér gekk aldrei sérlega vel
í myndmennt og fékk C í hegðun í
tónmennt.
Ekki nóg með það heldur sann-
færðist ég um að ég gæti ekki og
myndi aldrei geta saumað, teikn-
að eða sungið. Ég var kannski
fljót að gefast upp en það hlýtur
samt að teljast vafasamt að kór-
stjórinn hafi sagt yfir barnahóp-
inn að aðeins tveir nemendur
væru svolítið laglausir. Annar
tveggja var ég. Mér leið samt
ekki illa í skólanum því að ég vissi
að ég var klár í einhverju sem var
svo miklu miklu merkilegra; ís-
lensku og stærðfræði! Það er þó
ekki laust við að ég velti því fyrir
mér hvernig bekkjarfélögum
mínum sem voru slakari í þessum
fögum og sterkari í öðrum hafi
liðið.
Öll umræða um skólamál er
mjög tvíbent. Um leið og við vilj-
um auka sveigjanleika og búa til
einstaklingsnámskrár fjölgum við
samræmdum prófum og gefum út
Aðalnámskrá grunnskóla sem
segir til um markmið sem flestir
nemendur eiga að ná á sama tíma.
Próf er mjög einhæft námsmat
og ég leyfi mér að fullyrða að
flestir kennarar séu sammála um
að próf snúist síst um hvað nem-
endur geta eða kunna. Það getur
ómögulega samræmst þeim
sveigjanleika sem mennta-
frömuðir dásama að ýta öllum
nemendum inn í það þrönga form
sem próf eru. Háleit markmið Að-
alnámskrár eru stundum svo und-
arleg að það virðist sem skólinn
eigi að skila börnum fullkomnum.
Ég hef einfalda lausn á vanda
skólakerfisins í dag. Afnemum
samræmd próf og hendum Aðal-
námskrá grunnskóla í ruslið.
Það er ekki langt síðan ég var í
skóla. Ég er nokkuð viss um að
enn þykja íslenska og stærðfræði
mun göfugri en aðrar greinar og
verkmenntagreinarnar kúra ef-
laust á botninum. Ef börnum á að
líða vel í skóla þurfa þau að fá-
tækifæri til að þroska hæfileika
sína á sem flestum sviðum og
verklegu sviðin þarf að meta til
jafns á við þau bóklegu. Um leið
og barn fær einhverja upplifun í
þá átt að það standi sig vel eru
miklu meiri líkur á að það verði
jákvætt gagnvart öðrum fögum.
Einkunnagjöf er hins vegar til
þess eins fallin að auka sam-
keppni meðal nemenda. Að þurfa
stöðugt að bera sig saman við
aðra er engum hollt, hvorki þeim
sem koma vel út né þeim sem
koma illa út. Við þurfum að
staldra við og velta fyrir okkur
hvort skólakerfið okkar í dag sé
endilega hið eina rétta. Kerfi sem
byggir á aldagamalli hefð og
veruleikanum sem var fyrir upp-
lýsingatæknibyltinguna. Á meðan
hugmynd okkar um skóla snýst
eingöngu um stofu með þrjátíu
borðum, og það flippaðasta sem
okkur dettur í hug er að raða
borðunum öðruvísi upp en vana-
lega, munum við aldrei ná því
marki að skóli verði sú mennta-
og uppeldisstofnun sem kröfur
standa til.
Sú skilvirknidýrkun sem ríkir í
menntamálum á Íslandi mun
seint verða til þess að börnum líði
vel í skólanum. Það að rjúka yfir
námsefni og temja börnum páfa-
gaukalærdóm fyrir samræmd
próf, svo að skólinn komi nú vel út
í samanburði við aðra, kemur í
veg fyrir að við nokkurn tíma
náum að skapa þann sveigj-
anleika sem er menntakerfinu
nauðsynlegur. Það væri nær að
gefa kennurum og skólastjórum
það svigrúm sem þeir þurfa á að
halda til að gera stærstu vinnu-
staði landsins að mannvænum
stofnunum.
Við þurfum ekki að breyta
skólakerfinu eins og það er í dag.
Við þurfum að skipta um kerfi!
Vandi
skóla-
kerfisins
Sú skilvirknidýrkun sem ríkir í mennta-
málum á Íslandi mun seint verða til
þess að börnum líði vel í skólanum.
VIÐHORF
Eftir Höllu
Gunnarsdóttur
hallag@mbl.is
SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN
hefur aldrei verið yngri en nú,
sjötíu og fimm ára. Yfirferð sjálf-
stæðismanna um orustuvöll ís-
lensks þjóðlífs er aðdáunarverð að
magni. Ráðamenn
flokksins fara hver
fram úr öðrum í hug-
myndaauðgi og ný-
sköpun stjórnarhátta.
Hér ríkir fram-
kvæmdavaldið eitt of-
ar hverri kröfu. Sú
blessun sem er að oss
þjóðinni kveðin er
ekki stýfð úr hnefa.
Komið hefur í ljós að
embætti forseta Ís-
lands er óþarft svo
lengi sem ekki situr
sjálfstæðismaður á
Bessastöðum. Alþingis er aðeins
þörf sem stimpilþjónustu stjórn-
arfrumvarpa. Alltaf fylgir fram-
kvæmd hugmyndunum.
Ekki gefa hugmyndafræðingar
flokksins stjórnmálamönnunum eft-
ir. Sá helsti þeirra hefur gert sig
að millilið á milli ástsæls þjóð-
skálds okkar og vor, sauðsvarts al-
mennings. Oss gefst nú loks kostur
á að lesa verk þjóðskáldsins með
gleraugum frjálshyggjunnar. Slík
er blessun hennar. Aðdáun-
arverðast er einkaframtakið er páf-
ar þess hafa döngun í sér til að
klifra upp á axlir stórmenna, ekki
til að öðlast útsýn sjálfir, heldur til
að láta aðra sjá sig.
Þetta hefði séra Mattías kallað
gróandi þjóðlíf.
Arnsúgurinn er mestur af hugar-
flugi Halldórs þingforseta. Hann
hefur farið yfir á svið verkfræðinga
og fundið vegarstæði norður til Ak-
ureyrar um Stórasand, í allt að 700
m hæð, og telur leiðina styttast um
40 km. „Yfir kaldan eyðisand“ var
ort á því vegarstæði forðum.
Úr því að aukaatriði er í hvaða
hæð vegir liggja, og
engu skiptir að þeir
verði lífshættulegir
vegna verðahams á
vetrum, má benda á
að til er enn meiri
stytting, beint frá Ak-
ureyri til Reykjavíkur,
yfir Kerlingu og
Langjökul, upp í 1538
m hæð. Þá er stytt-
ingin um 140 km.
Þingforseta og með-
flutningsmönnum um-
rædds frumvarps má
benda á að ná má
sömu styttingu og þeir leggja til á
annan hátt, og leggja veginn þó
200–300 m lægra. Að fara sunnan
hábungu Holtavörðuheiðar, norðan
Sléttafells í stefnu á suðurenda
Vatnsdalsfjalls, en þaðan í stefnu á
Blöndu við Ártún. Styttingin er
fullir 40 km, þótt krækt verði fyrir
votlendi og fram fyrir dalbotna
Miðfjarðar og Vatnsdals. Aðeins
þarf að leggja 80–90 km utan nú-
verandi hringvegar.Vegarstæðið er
áreiðanlega ekki verr valið en
Stórasandsleiðin í huga þing-
forseta.
Halldór hefur rétt fyrir sér um
það að stytting vegarins er nauð-
syn. Og hún hefði getað orðið fyrr,
að nokkru leyti. Norðlendingar
austan Blöndu og hluti Austfirð-
inga hafa þurft að krækja 15–18
km norður til Blönduóss fyrir það
eitt að krummaskuðspólitíkusar
Norðurlands vestra hafa staðið
gegn styttingu hringvegarins á
þeim slóðum. Blönduóss bíður ekki
annað en 20 km afleggjari af hring-
veginum. Það er skárra hlutskipti
en Sauðárkrókur hefur mátt búa
við frá upphafi vega.
Þverárfjallsvegur ásamt jarð-
gangatengingu um miðjan Trölla-
skaga til Akureyrar verður aldrei
meginhringvegur. Þeir sem hafa
byggt Norðurland vita að veðurátta
harðnar í fjalllendi út til nesja. Þar
ríkir sams konar veðurblíða og á
þeim kalda eyðisandi þar sem Hall-
dór þingforseti vill leggja Norð-
urveginn. Besta veðurfar Norður-
lands er við framdali og botna
þeirra. Vegarstæðið sem hér um
ræðir er í 300–400 m hæð, á móti
400–700 m á Norðurvegi Halldórs
Blöndal. Slíkt vegarstæði er beil-
ínis hættulegt, og endurtek ég þá
ósk að þeir breyti tillögunni í að
leggja veginn um Kerlingu og
Langjökul.
Vegagerðinni þarf ekki að benda
á neina kosti. Hún er miklu færari
um að velja vegarstæði en misvitrir
stjórnmálamenn, sem færa sig yfir
á svið verkfræðinga. Þetta frum-
varp um vegargerð hefur ekki átt
sinn líka síðan Steinn Steinarr orti
um akvegi meðfram reiðvegum.
Stjórnmálamenn sem eyða tíma Al-
þingis í að bera slíkt fram ættu að
snúa sér að því að koma öðrum og
gagnlegri þingmálum fram.
Hálendisvegur
norður heiðar
Egill Egilsson skrifar
um samgöngumál
’Þetta frumvarp umvegargerð hefur ekki
átt sinn líka síðan
Steinn Steinarr orti
um akvegi meðfram
reiðvegum.‘
Egill Egilsson
Höfundur er eðlisfræðingur.
FLESTIR eru búnir að fá upp í
kok af neikvæðri umræðu um fjöl-
miðlafrumvarpið. Eftir umræðuna
verð ég að spyrja, hvers vegna
umræða um æðstu embættismenn
þjóðarinnar sé með slíkri lítilsvirð-
ingu. Önnur spurning
er svo hver á að hafa
aðhald á dónaskap
fjölmiðlamanna?
Fréttablaðið hefur t.d.
frá upphafi oftast
fjallað um forsætis-
ráðherra þjóðarinnar
af lítilsvirðingu í for-
ystugreinum. Ef for-
sætisráðherrann hef-
ur reynt að svara
hefur ritstjóri Frétta-
blaðsins t.d. birst á
Stöð 2 – og marg-
tuggið – „að honum
séu óskiljanleg geðvonskuköst for-
sætisráðherrans ...“
Er ekki bara ritstjóri Frétta-
blaðsins sjálfur haldinn einhvers
konar „krónísku geðvonskukasti“
út í forsætisráðherrann? Af hverju
stundar ritstjórinn beint og óbeint
dónalegt áreiti út í þann forsætis-
ráðherra þjóðarinnar sem hefur
skilað þjóðinni lengst í bættum
lífskjörum fyrr og síðar? Eigendur
Fréttablaðsins – sumir a.m.k. –
eru auðugir menn, m.a. vegna
starfsumhverfis sem forsætisráð-
herra landsins átti stóran þátt í að
skapa. Er verið að þakka fyrir sig
með svívirðingum? Hver er til-
gangur eigenda Fréttablaðsins
með að líða svona framkomu rit-
stjórans? Aðdróttanir sumra í garð
forsætisráðherra að lög um fjöl-
miðla séu „sett til höfuðs frjálsri
umfjöllun“ eru ekki bara dónalegar
heldur svívirðilega ómerkilegar.
Svo er virðingarleysinu hellt yfir
forseta lýðveldisins! Hann fær ekki
vinnufrið fyrir áreiti um hvað hann
eigi að gera! Einhverjir efuðust
svo mikið um dómgreind forsetans
að þeir töldu brýna nauðsyn til að
beita „ruðningi“ á forsetaembættið
með ófaglegri og marklausri „und-
irskriftasöfnun“. Þrýsta þannig –
með lítilsvirðandi
framkomu – á forseta-
embættið að skrifa
ekki undir fjölmiðla-
lögin!! Forseti Íslands
er vel menntaður
maður með mikla póli-
tíska reynslu og
kemst örugglega
hjálparlaust að fag-
lega svipaðri nið-
urstöðu og áður um
hlutverk embættisins
og skyldur – án þess
að vera beittur þrýst-
ingi.
Eftir hverjar kosningar er það
hlutverk forseta lýðveldisins að
fela forystumanni þess stjórn-
málaflokks sem líklegastur er til
að geta myndað ríkisstjórn form-
legt umboð til stjórnarmyndunar.
Þannig verður forsetinn guðfaðir
sitjandi ríkisstjórnar. Forsetinn
setur Alþingi við hátíðlega athöfn.
Forseti Íslands undirritar lög frá
Alþingi, en hefur málskotsrétt – að
vísa máli í þjóðaratkvæðagreiðslu.
Málskotsréttur þessi hefur aldrei
verið notaður – og á auðvitað við
um slík neyðartilfelli að ég get
varla ímyndað mér þær aðstæður.
Ef forsetinn myndi beita málskots-
rétti nú í þessu fjölmiðlamáli,
hvaða staða væri þá komin upp?
Guðfaðir ríkisstjórnarinnar að fella
lýðræðislega kjörna stjórn? Væri
þá ekki kominn vísir að upplausn!
Er það kannski markmið einhvers?
Löggjafarvaldið fer með úrlausn
pólitískra mála eins og lagasetn-
ingar um starfsumhverfi fjölmiðla.
Niðurstaða lýðræðislega kjörinnar
ríkisstjórnar með meirihluta Al-
þingis er fengin. Andstæðingar
fjölmiðlafrumvarpsins hafa farið
óskynsamlegu offari sem er þeim
til skammar.
Það sem upp úr stendur er að
manni blöskrar gjörsamlega
hvernig sumir fjölmiðlamenn kom-
ast upp með dónalega og lítilsvirð-
andi framkomu við bæði forsætis-
ráðherra og Embætti forseta
Íslands. Ef haldið verður áfram að
grafa (skipulega?) undan virðingu
æðstu embættismanna þjóðarinnar
með þessum hætti – hvar á þá að
enda? Sumir fjölmiðlamenn hafa
hagað sér eins og illa upp aldir og
ofdekraðir krakkar, sem bera enga
virðingu fyrir einu né neinu.
Ábyrgir eigendur Fréttablaðsins
verða að taka í taumana og sjá til
þess að ritstjórn þess blaðs fái
sem fyrst faglegar leiðbeiningar í
að sýna æðstu embættismönnum
lýðveldisins tilhýðilega kurteisi.
Það verður að vera hægt að fjalla
um svona mál án þess að nota
ómælt magn af dónaskap. Svo væri
við hæfi að einelti ritstjóra Frétta-
blaðsins á forsætisráðherra þjóð-
arinnar væri hér með lokið. Kurt-
eisi kostar ekkert.
Virðingarleysi við æðstu
embættismenn
Kristinn Pétursson skrifar
um fjölmiðlafrumvarpið ’Svo er virðingar-leysinu hellt yfir forseta
lýðveldisins! Hann fær
ekki vinnufrið fyrir
áreiti um hvað hann eigi
að gera! ‘
Kristinn Pétursson
Höfundur er fiskverkandi
á Bakkafirði.