Morgunblaðið - 02.06.2004, Side 33

Morgunblaðið - 02.06.2004, Side 33
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. JÚNÍ 2004 33 ✝ Þorbjörn Pét-ursson fæddist 18. janúar 1927. Hann lést á hjúkr- unarheimilinu Sunnuhlíð miðviku- daginn 26. maí síð- astliðinn. Foreldrar hans voru Pétur Pétursson, f. 10.3. 1895, d. 14.7 1986, og Guðrún Þor- bjarnardóttir, f. 17. september 1903, d. 22. maí 1931. Al- systkini Þorbjörns eru Hallgrímur, f. 1923, d. 1993, Guðfinna Lea, f. 1925, d. 1985 og Sigríður, f. 1929. Hálfsystkini Þorbjörns samfeðra eru Jón, f. 1914, d. 2003, Trausti, f. 1937, Pétur, f. 1938, Elín, f. 1940, Ester, f. 1943, Sara Ruth, f. 1945 og María Svanhildur, f. 1955. Þorbjörn kvæntist 22. nóvem- ber árið 1947 eftirlifandi eigin- konu sinni Erlu Svanhvíti Guð- mundsdóttur, f. 9. apríl 1928, og eiga þau fimm börn. Þau eru: A) Guðrún Jóna skrifstofumaður, f. eru Elvar Örn og Ingólfur Björn. Börn Stefáns eru einnig Sigur- laug Björg og Þórir Hall. Þor- björn átti einnig barnabarnabörn og barnabarnabarnabarn. Þorbjörn missti móður sína að- eins þriggja ára að aldri og ólst eftir það upp hjá móðurömmu sinni Oddrúnu Bergþórsdóttur og móðursystur Jónu Þorbjarn- ardóttur. Þorbjörn stundaði nám í Hér- aðsskólanum á Laugavatni. Á yngri árum var hann mikið í frjálsum íþróttum og handbolta. Þorbjörn vann lengi sem versl- unarmaður t.d. var hann mörg ár í herrafataversluninni Geysi. Seinna fór hann á sjó og var til margra ára matsveinn á togar- anum Ögra. Þegar heilsan fór að bila kom hann í land og endaði sinn starfsferil í Sundhöll Reykjavíkur. Þorbjörn sat í stjórn ýmissa félagasamtaka og má þar nefna stjórn Frjáls- íþróttadeildar Ármanns og var hann einnig varaformaður Frjálsíþróttasambands Íslands. Þorbjörn sat líka í Sjómanna- dagsráði og Matsveinafélaginu, en þar var hann gerður að heið- ursfélaga árið 1997 fyrir vel unn- in störf. Útför Þorbjörns fer fram frá Fossvogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 15. 4. febrúar 1948, gift Jóni Vilhjálmssyni málarameistara og eiga þau fjögur börn. Þau eru Erla Þor- björg, Vilhjálmur, María Rós og Jó- hannes Oddur. B) Guðmundur hús- gagnasmiður, f. 30. júlí 1949, kvæntur Ingibjörgu Þorfinns- dóttur og eiga þau þrjú börn. Þau eru Þorfinnur, Erla Svanhvít og Daníel. C) Oddrún skrifstofu- stjóri, f. 12. september 1953, gift Gunnari Jónassyni og eiga þau tvo syni. Þeir eru Jónas og Ró- bert. D) Svanþór málarameistari, f. 22. október 1957, kvæntist Höllu Sveinsdóttur, d. 12. febr- úar 2003. Synir þeirra eru Þor- björn, Sveinn Teitur og Bjarki Dagur. Sambýliskona Svanþórs er Petrína Ólafsdóttir. Dóttir Petrínu er Íris Pétursdóttir. E) Katrín M. kennari, f. 4. júní 1962, gift Stefáni Ingólfssyni tónlistar- manni og eiga þau tvo syni. Þeir Pabbi var mikill íþróttaunnandi og mikill keppnismaður, fagnaði sigrum og sætti sig við ósigra. Ávallt sætti hann sig við úrskurð dómarans og undi niðurstöðu hans. Nú hefur dómarinn flautað til leiksloka í lífsleik þessa mikla keppnismanns og leyfi ég mér að fullyrða að aldrei hafi hann verið jafnfeginn leikslokum í nokkrum kappleik sem þessum, enda þrek að þrotum komið. Ótal minningar hrannast upp við andlát pabba og mun ég einbeita mér að minnast þeirra bestu enda af nógu að taka og ævinlega mun ég verða honum þakklátur fyrir það uppeldi sem hann gaf okkur systk- inunum, þar sem hann lagði áherslu á heiðarleika og standa við þær skuldbindingar sem við gáfum. Pabbi átti við erfiðan sjúkdóm að etja síðustu árin en bjó engu að síður á heimili sínu og móður minnar þar til undir það síðasta að hann flutti að hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð. Öll þessi ár stóð móðir okkar við bakið á honum, hjúkraði og sinnti af mikilli ást og alúð. Eftir að pabbi flutti á Sunnuhlíð leið ekki sá dagur að mamma kæmi ekki og reyndi að gera honum lífið léttara. Elsku mamma, þú hefur unnið mikið afrek og veit ég að pabbi mun verða þér ævinlega þakklátur, þú ert hetja. Það er mín heitasta ósk að hann hljóti frið og ró og blessuð sé minn- ing hans. Að lokum viljum við systkinin þakka starfsfólki Sunnuhlíðar frá- bæra umönnun og gott viðmót gagn- vart pabba. Svanþór. Það er alltaf erfittt að kveðja sína nánustu en þegar veikindi hafa bankað upp á er dauðinn líkn þeim sem þjást. Mér finnst nú að pabbi hafi fengið þá hvíld sem hann óskaði sér, eftir sitjum við ættingjar og hugsum til hans með hlýju og sökn- uði. Pabbi var heiðarlegur og rétt- sýnn maður og kenndi mér að standa við þá ábyrgð sem mér bar. Hann kenndi mér líka að varast for- dóma og hugsaði hann ávallt fallega til allra, sama hvar í þjóðfélaginu þeir stóðu. Mér er sérstaklega minn- isstætt þegar hann var á togaranum Ögra, hvað hann lagði sig fram við að læra mál heyrnarlausra til að geta átt í samskiptum við þá heyrn- arlausu einstaklinga sem þar unnu með honum, enda tóku þeir ávallt á móti honum með bros á vör. Lífshlaup pabba var ekki alltaf dans á rósum og skiptust á skin og skúrir í lífi hans. Það var þó aldrei langt í húmorinn þegar vel stóð á og bros hans sýndi hversu hlýr og góð- ur maður hann var. Pabbi var stoltur og fannst mikilvægt að búa fjöl- skyldu sinni fallegt heimili. Hann vann oft myrkranna á milli til að geta byggt sitt fyrsta hús í Sólheim- um og síðar í Hrauntungunni. Við systkinin höfum ávallt verið í fyrsta sæti hjá foreldrum okkar og þau allt- af gert fyrir okkur það sem þau hafa mögulega getað. Pabba leið vel eftir að þau mamma fluttu í Gullsmárann og naut sín vel í göngutúrum um Kópavoginn meðan heilsan leyfði. Hann hefur verið strákunum mín- um góður og traustur afi og ávallt hugsað vel um þá. Þeir nutu þess að vera samvistum við hann þegar hann kom í heimsókn til okkar á Akureyri eða þegar við komum suður og gist- um hjá þeim. Minning um góðan, hlýjan og skemmtilegan pabba og afa lifir í hjörtum okkar. Megi hann hvíla í friði. Blessuð sé minning hans. Katrín M. Þorbjörnsdóttir. Nú hefur elskulegur mágur minn lokið lífsgöngu sinni, eftir langvar- andi veikindi. Með þessum línum vil ég þakka góðum vini fyrir samfylgd- ina í þessu lífi, elsku hans og um- hyggju. Ég var þess aðnjótandi að alast upp með annan fótinn á heimili Þor- björns og Erlu systur minnar og þeirra börnum. Ég minnist allrar natni hans og ljúfmennsku sem hann veitti okkur börnunum, þegar við vorum að vaxa úr grasi og ekki síður góðs vinar þegar fullorðinsárin tóku við. Þorbjörn var lánsamur, átti ynd- islega eiginkonu Erlu Svanhvíti Guðmundsdóttur sem lifir mann sinn. Hún hefur alla tíð sinnt fjöl- skyldu sinni af mikilli alúð og elsku, ekki síst Þorbirni í hans veikindum. Stóð hún sem klettur og annaðist hann af kærleika og ást. Þorbjörn átti fjölbreytta starfs- ævi, öll störf innti hann af hendi af trúmennsku og samviskusemi. Hann var fríður maður og mikið snyrti- menni, mikill unnandi klassískrar tónlistar, af honum lærði ég að meta góða tónlist. Já, minningarnar streyma fram í hugann eins og fallegir tónar úr stof- unni í Sólheimum. Ég kveð þig, kæri vinur, með söknuði, hafðu þökk fyrir allt og allt guð blessi þig. Þótt ég sé látinn, harmið mig ekki með tárum, hugsið ekki um dauðann með harmi eða ótta. Ég er svo nærri, að hvert eitt tár ykkar snertir mig og kvelur, þótt látinn mig haldið. En þegar þið hlæið og syngið með glöðum hug, lyftist sál mín upp í mót til ljóssins. Verið glöð og þakklát fyr- ir allt sem lífið gefur og ég, þótt látinn sé, tek þátt í gleði ykkar yfir lífinu. (Kahlil Gibran.) Elsku Erla og fjölskylda, ég sam- hryggist ykkur og bið góðan guð að blessa ykkur. Inga Magnúsdóttir. Afi minn, Þorbjörn Pétursson, er farinn. Alltaf tóku hann og amma vel á móti mér þegar ég mætti um helg- ar til að gista jafnvel að þeim for- spurðum. Við áttum yndislegar stundir, afi stundum stífur og þver, en alltaf akkúrat. Afi var meinstr- íðinn karl og oftar en ekki sátum við og spjölluðum þá var alltaf hlegið. Þessi skondni karl var nefnilega afi minn. Það er ekki langt síðan við sát- um í Sunnuhlíð og hlógum saman, honum fannst svo fyndið þegar ég var nærri dottin af stólnum sem ég sat á. Þetta var síðasti hlátur afa í mín eyru. Ég veit að nú hvílist hann vel. Ég sakna stundanna með afa mínum. Elsku amma, mér þykir vænt um þig og þú átt mig alltaf að. Guð geymi hann afa minn Þorbjön og blessi ávallt minningu hans. Ykkar María Rós. ÞORBJÖRN PÉTURSSON Innilegar þakkir til allra þeirra, sem veittu okkur ómetanlega aðstoð og auðsýnda samúð vegna andláts og útfarar elskulegrar eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður, dóttur og ömmu, ÁSDÍSAR E. GARÐARSDÓTTUR, Sæbóli 41, Grundarfirði. Sérstakar þakkir viljum við færa starfsfólki deildar 11E á Landspítala við Hringbraut. Svanur Tryggvason, Garðar Svansson, Marzena Kilanowska, Arna Svansdóttir, Júlíus Jóhannsson, Tryggvi Svansson, Auður G. Sigurðardóttir, Guðrún Magnúsdóttir og barnabörn. Ástkær eiginkona mín, dóttir, móðir okkar, systir og amma, HELGA BIRNA ÞÓRHALLSDÓTTIR, Langholtsvegi 108b, Reykjavík, verður jarðsungin frá Langholtskirkju fimmtu- daginn 3. júní kl. 15.00. Ragnar Blöndal Birgisson, Oddný Sigbjörnsdóttir, Þórhallur Viðar Atlason, Dagný Gísladóttir, Sigurður Ágúst Marelsson, Oddný Blöndal Ragnarsdóttir, Valdís María Ragnarsdóttir, Kristín Ragnarsdóttir, Stefán Þórhallsson, Sigríður Ingvarsdóttir, Elín Þórhallsdóttir, Ellert Eggertsson, Emelía Rut Þórhallsdóttir, Eyrún Aníta Þórhallsdóttir. Ástkær faðir minn, tengdafaðir, afi og langafi, EGILL ÞORFINNSSON skipasmiður, Suðurgötu 20, Keflavík, lést á hjúkrunarheimilinu Garðvangi, Garði, sunnudaginn 30. maí. Jarðarförin auglýst síðar. Steinunn Egilsdóttir, Viðar Jónsson, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar og sonur, SIGURÐUR FRÍMANN ÞORVALDSSON, Brautarási 14, Reykjavík, lést á gjörgæsludeild Landspítalans við Hring- braut laugardaginn 29. maí. Útförin fer fram frá Árbæjarkirkju föstudaginn 4. júní kl. 11.00. Erla Margrét Frederiksen, Sverrir Sigurðsson, Sigrún Erla Sigurðardóttir, Elín Dagmar Guðjónsdóttir. Ástkær eiginmaður, faðir, tengdafaðir og afi, GUÐJÓN M. JÓNSSON bifvélavirki, Barðaströnd 8, Seltjarnarnesi, lést á Landspítalanum við Hringbraut á hvíta- sunnudag, sunnudaginn 30. maí. Útförin fer fram frá Seltjarnarneskirkju föstu- daginn 11. júní kl. 13.30. Hólmfríður Benediktsdóttir, Magnús Benedikt Guðjónsson, Ólöf Jóna Jónsdóttir, Ása Hrönn Magnúsdóttir. Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, SIGURÐUR B. MAGNÚSSON fyrrum skipstjóri og útgerðarmaður, (Siggi á Nýjalandi), Faxabraut 13, Keflavík, verður jarðsunginn frá Keflavíkurkirkju föstu- daginn 4. júní kl. 14:00. Jóhannes Sigurðsson, Soffy Þóra Magnúsdóttir, Unnur M. Sigurðardóttir, Magnús Sigurðsson, Guðrún Ósk Ragnarsdóttir, Jón F. Sigurðsson, Hildur Kristjánsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.