Morgunblaðið - 02.06.2004, Side 35

Morgunblaðið - 02.06.2004, Side 35
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. JÚNÍ 2004 35 heimskona; félagslynd, gestrisin, greind og vel upplýst og ég man að einhvern tíma var haft á orði við mig hvað hún væri vel heima í öllum sköp- uðum hlutum og gilti þá einu hvort varðaði málefni ungs fólks eða eldra. Og Dóra mætti erfiðum veikindum eins og öllu öðru, með reisn og glæsi- leik. Hún virtist eflast við hverja raun. Hún tókst á við hverja glímuna á fætur annarri en kappkostaði jafn- framt að lifa lífinu; sótti tónleika, leik- hús og gleymdi ekki sínum. Fjöl- skyldan hennar umvafði hana á móti og studdi; Magnús, börnin og fjöl- skyldur þeirra. Dóra ætlaði lengra, hún ætlaði að sigra í fleiri orrustum, hún hafði unn- ið í þeim mörgum en svo fór að end- ingu að hún varð að láta undan síga. En reisninni og glæsileikanum hélt hún til hinstu stundar. Mamma þarf nú að sjá á bak litlu systur sinni. Samband þeirra var ná- ið, það einkenndist af væntumþykju og umhyggju. Hún kveður Dóru syst- ur sína með sárum söknuði en þakk- læti fyrir allt og allt. Við Elli og synir okkar kveðjum Dóru með söknuði, virðingu og djúpu þakklæti. Magnúsi, börnunum og fjölskyldum þeirra vottum við okkar dýpstu samúð. Það er stórt skarð í fjölskyldunni minni. Það verður ekki fyllt. En öll varðveitum við minninguna um ein- staka konu. Ásta. Þegar ég minnist Dóru Jóhanns- dóttur, föðursystur minnar, kemur mér fegurð vesturbæjarins í hug. Þar sleit hún barnsskónum og þar átti hún alltaf heima. Ég held að henni hafi fundist það miður að flytja frá Vesturvallagötu út á Aflagranda á síðasta áratug þótt sú vegalengd þyki ekki löng á mælikvarða almættisins. Hvort sem póstnúmerið var 101 eða 107 býst ég við að Dóra hefði tekið undir með Tómasi Guðmundssyni, sem í ljóðabókinni Fögru veröld (1933) komst að þeirri niðurstöðu, að ekkert væri yndislegra en vorkvöld í vesturbænum. Þegar leið á sjöunda áratuginn og undirritaður var orðinn hæfur til sundferða varð það reglubundinn við- burður eftir sameiginlega sundferð að faðir minn tók mig með sér í kaffi á sunnudagsmorgnum á víxl til Dóru eða Elísabetar alsystur þeirra sem bjó þar á næstu grösum. Samheldni og tryggð auðkenndi samband systk- inanna. Það kom vel fram í því hvað þau sinntu móður sinni af mikilli kost- gæfni þar sem hún dvaldi árum sam- an rúmföst á Hrafnistu. Hún lést á út- mánuðum 1975 og faðir minn haustið 1976, löngu fyrir aldur fram. Nú þegar komið er að enn öðrum leiðarlokum langar mig til þess að þakka Dóru fyrir það sem hún gerði fyrir mig og móður mína á þessum ár- um þegar við reyndum að skilja hvað við höfðum misst. Í þessu eins og öðru var Dóra studd af Magnúsi eigin- manni sínum af ást og einurð. Það var ekki fyrr en löngu síðar sem ég fór að skilja hvað hún hafði sjálf misst á hálfu öðru ári. Bönd sem tengdu hana við fortíðina voru farin að trosna upp og býst ég við að hún hafi alltaf sárt saknað bróður síns. Í tvo vetur á fyrri hluta níunda ára- tugarins borðaði ég reglulega í há- deginu hjá Dóru og Magnúsi. Ég sé Dóru enn fyrir mér þar sem hún ber fram matinn á sinn glaðlega og elsku- lega hátt. Sömu elskulegheit auð- kenndu matarboð til hennar og Magnúsar allar götur síðan uns ég borðaði hjá þeim í apríl síðastliðnum og ræktaði þannig sambandið við hana, fortíð okkar og vesturbæinn. Nú þegar föðursystir mín er horfin södd lífdaga á vit fegurðar Faxafló- ans þakka ég fyrir að hafa átt hana að velgjörðarmanni. Vesturbærinn verður vissulega tómlegri en áður, en minningin um Dóru frænku mína mun smátt og smátt fylla upp í tómið. Skúli Sigurðsson. Sumt fólk, sem maður mætir á lífs- leiðinni, er þannig að ekki þarf löng kynni til að læra að meta mannkosti þess. Dóra var þeirrar gerðar. Glæsi- leiki og glaðværð einkenndu viðmót hennar, en að baki voru einlæg gæði og heilindi. Það var gott að vera í ná- vist hennar. Við kynntumst Dóru og Magnúsi fyrir tæpum áratug, þegar leiðir dótt- ur okkar og sonar þeirra lágu saman. Saman deildum við því sem okkur er dýrmætast, þremur barnabörnum. Umhyggja Dóru fyrir börnum og barnabörnum í sorg og gleði var aug- ljós og ósvikin. Hún byggðist ekki á fórnfýsi, heldur væntumþykju og vilja til góðra verka. Hún var góð heim að sækja og heimili þeirra hjóna og sumarbústaður báru vitni smekk- vísi og samheldni. Við erum þakklát fyrir að hafa átt samleið með Dóru og deilt með henni vegferð barna okkar. Við gleðjumst yfir því að elsta barnabarn okkar skuli hafa numið alúð hennar og um- hyggju, en syrgjum að hún skuli hverfa á brott svo snemma, áður en drengirnir tveir höfðu þroska til að skilja slíkt. Við vottum Magnúsi og fjölskyldunum samúð okkar með sáran missi. Við erum þess fullviss að arfleifð hennar og minning um góða konu mun verða afkomendum hennar gott veganesti til framtíðar. Margrét og Stefán. Hetjulegri baráttu hugprúðrar og æðrulausrar sómakonu er lokið. Um- leið og Guði er þakkað fyrir að lina þjáningar Dóru Jóhannsdóttur situr sár söknuður eftir í hjarta okkar, sem unnum henni og fengum að njóta þeirra forréttinda að eiga hana að í gleði og sorg í rösklega hálfa öld. Ungar giftumst við bræðrum og börnin okkar komu í heiminn á áþekkum tíma. Það var því margt, sem fjölskyldur okkar upplifðu sam- eiginlega enda bróðurkærleikur maka okkar til fyrirmyndar og vax- andi vinátta okkar Dóru sterk teng- ing til gefandi fjölskyldubanda. Á meðan við konurnar kappkost- uðum að búa fjölskyldum okkar hlý- leg heimili og gæta barnanna voru eiginmennirnir að koma þaki yfir fjöl- skyldur sínar og fara grænum fingr- um um garðana og skipuleggja sum- arútilegur. Við vorum ung og bjartsýn og framtíðin brosti við okk- ur. Árið 1968 missti ég eiginmann minn frá fjórum ungum börnum okk- ar, þá eru það Dóra og Magnús sem bera með okkur byrðarnar fram á veginn. Hlutur þeirra hjóna í bata og velgengni fjölskyldu minnar þessi ár og æ síðan er ómetanlegur. Fyrir það þökkum við af alhug. Fyrir þrjátíu árum komu Dóra og Magnús sér upp sumarhúsi í Gríms- nesinu og tóku að yrkja skóg og taka á móti vinum og vandamönnum í tíma og ótíma. Strax og barnabörnin komu var aukið við húsakostinn og aldrei var Dóra glaðari, en þegar hún fékk tækifæri til að metta sem flesta. Mat- reiðsla hennar var líka einstök eins og allt sem hún gerði. Nægir þar að nefna handiðn alla. Verkin voru unnin af vandvirkni, alúð og einstök smekk- vísi ávallt í fyrirrúmi. Dóra og Magnús ferðuðust um heiminn, svo sem Evrópu, Ástralíu og Suður- og Norður-Ameríku og ógleymanlegir eru dagarnir sem fjöl- skyldan átti hjá okkur Hrafni, seinni manni mínum, er við bjuggum í New York. Hver dagur með þeim var æv- intýri. Dóra unni heimili sínu og fólkinu þar, það var því henni mikið áfall fyrir 6 árum er Reykjavíkurborg krafðist hússins á Vesturvallagötunni, vegna lóðarinnar, en þar hafði hún búið frá barnæsku og öll sín hjónabandsár. Þau neyddust til að flytja sig um set, en ekki hefur enn verið byggt á lóð- inni og húsið stendur enn. Síðasti áratugurinn var Dóru erf- iður. Veikindi tóku sig upp aftur og aftur, en aldrei lét hún deigan síga. Hún leit alltaf bjartsýn fram á veginn og er við hittumst tveim dögum áður en hún fór síðustu ferð sína á sjúkra- húsið var hún mjög leið yfir að missa af sinfóníutónleikum þá um kvöldið og leikhúsferð þremur dögum síðar. Dóra var mikill listunnandi enda listamaður sjálf. Að leiðarlokum vil ég þakka Dóru fyrir alla þá uppörvun og ánægju sem hún veitti fjölskyldu minni. Við send- um Magnúsi og fjölskyldu samúðar- kveðjur. Vilborg G. Kristjánsdóttir.  Fleiri minningargreinar um Dóru Jóhannsdóttur bíða birt- ingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Ástkær eiginmaður, faðir okkar, tengdafaðir og afi, STYRKÁR GEIR SIGURÐSSON, lést á Landspítala við Hringbraut miðviku- daginn 26. maí. Útför hans fer fram frá Fossvogskirkju föstu- daginn 4. júní kl. 13.30. Blóm og kransar eru afþakkaðir, en þeim, sem vilja minnast hans, er bent á Minningarsjóð krabbameinslækningadeildar. Laila Andrésson, Alfred J. Styrkársson, Elísabet J. Þórisdóttir, Alexandra I. Alfredsdóttir, Sigurður E. Styrkársson, Indriði I. Styrkársson. Ástkær föðurbróðir og mágur, ÞÓRÐUR V. MAGNÚSSON, Laufási 5, Garðabæ, lést á Hrafnistu í Reykjavík miðvikudaginn 19. maí. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Jóhann Guðfinnsson, Jórunn Jórmundsdóttir, Guðríður Guðfinnsdóttir, Ómar Rami Baara, Grétar Guðfinnson, Hallfríður Guðfinnsdóttir, Ægir Sveinsson, Helga Jóhannsdóttir. Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við and- lát og útför ástkærs föður okkar, fósturföður, tengdaföður, afa og langafa, ÓLA KR. JÓNSSONAR fyrrv. skólastjóra, Laufbrekku 25, Kópavogi. Jón S. Ólason, Kristín Jónsdóttir, Haraldur Kr. Ólason, Anna Þóra Bragadóttir, Birgir Reynisson, Ragnhildur Bjarnadóttir, Jóhannes Reynisson, Kolbrún Stefánsdóttir, Marteinn Ari Reynisson, barnabörn og barnabarnabörn. Okkar ástkæra móðir, tengdamóðir, amma, langamma, systir og mágkona, ÞORGERÐUR HJÁLMARSDÓTTIR (Gerða) frá Dölum í Vestmannaeyjum, Álandi 11, Reykjavík, sem lést á Landspítalanum Fossvogi föstudag- inn 28. maí, verður jarðsungin frá Bústaðakirkju föstudaginn 4. júní kl. 15.00. Björgvin Óskar Bjarnason, Inga Lára Bragadóttir, Guðjón Bjarnason, Margaretha Andersen, Halldór Bjarnason, Jensína Kristín Jensdóttir, Hjálmar Bjarnason, Þórey Þ. Þórarinsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn, systkini og mágkonur. Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur hlýhug og samúð vegna andláts og útfarar ástkærrar móður okkar og tengda- móður, GUÐRÚNAR ÁSTU TORFADÓTTUR, Dalbraut 14, áður til heimilis í Heiðargerði 16, Reykjavík. Ásgeir Ásgeirsson, Guðný Styrmisdóttir, Snorri Ásgeirsson, Torfi Ásgeirsson, Liane Ásgeirsson, Óskar Ásgeirsson, Svanhildur St. J. Guðmundsdóttir. Kársnesbraut 98 • Kópavogi 564 4566 • www.solsteinar.is Elskulegur stjúpfaðir okkar, SIGMUNDUR JÓNSSON málarameistari, Ægisgötu 12, Ólafsfirði, andaðist mánudaginn 31. maí. Fyrir hönd aðstandenda, Einar Ámundason, Sigrún A. Ámundadóttir. Ástkær móðir okkar, ETHEL ARNÓRSSON, Aðalstræti 8, Reykjavík, lést á Landspítala Fossvogi að kvöldi mánu- dagsins 31. maí. Jón I. Hannesson, Arnór Þ. Hannesson, Þorlákur L. Hannesson, Dagmar Ólafsdóttir.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.