Morgunblaðið - 02.06.2004, Qupperneq 36
MINNINGAR
36 MIÐVIKUDAGUR 2. JÚNÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ
✝ Gunnar Konráðs-son fæddist á Ak-
ureyri 26. júní 1920.
Hann lést á Fjórð-
ungssjúkrahúsinu á
Akureyri 26. maí síð-
astliðinn. Foreldrar
hans voru hjónin
Svava Jósteinsdóttir
húsmóðir, f. 18. maí
1895, d. 14. apríl 1986
og Konráð Jóhanns-
son gullsmiður, f. 5.
maí 1895, d. 4 apríl
1981. Börn þeirra
hjóna auk Gunnars
eru: Jóhann Ingólfur,
f. 16. nóvember 1917, d. 27. desem-
ber 1982, Jósteinn, f. 19. nóvember
1923, d. 21 apríl 1994, Hjördís Ingi-
björg, f. 19. mars 1928, Svavar, f.
28. desember 1930 og Haukur, f. 28.
júlí 1933.
Gunnar kvæntist 15. maí 1943
Stellu Stefánsdóttur sjúkraliða, f. 8.
október1923, og eignuðust þau 14
börn, þau eru: 1) Hjördís Ingunn
Sörensen, f. 10. júní 1940, gift
Helga Sörensen, f. 9. október 1937
og eiga þau eina dóttur. 2) Svava, f.
3. nóvember 1942, gift Bjarna
Fannberg Jónassyni, f. 21. septem-
ber 1941 og eiga þau fimm börn. 3)
júlí 1954, d. 4. október 1981 og eign-
uðust þau tvö börn. Sambýlismaður
Ingibjargar er Peter Jones, f. 26.
janúar 1953 og eiga þau einn son.
12) Bessi, f. 19. apríl 1960, kvæntur
Indiönu Ásmundsdóttur, f. 23. maí
1960 og eiga þau þrjú börn. 13) Sig-
rún, f. 1. nóvember 1961, gift Gunn-
ari Jónssyni, f. 26. apríl 1961 og
eiga þau þrjár dætur. 14) Hanna
Dröfn, f. 5. apríl 1964, gift Ólafi
Þorsteinssyni, f. 5. nóvember 1960
og eiga þau fjögur börn.
Afkomendur Stellu og Gunnars
eru 130 talsins.
Gunnar, eða Nunni Konn eins og
hann var jafnan kallaður, gekk í
barnaskóla Akureyrar og lauk þar
skyldunámi. Hann starfaði lengst af
sem verkamaður hjá Eimskipa-
félagi Íslands á Akureyri en einnig
starfaði hann hjá félaginu í nokkur
ár í Reykjavík. Gunnar var mikill
áhugamaður um íþróttir og tónlist.
Hann lék knattspyrnu með íþrótta-
félaginu Þór til margra ára, stund-
aði hestamennsku, þótti mjög lið-
tækur snókerspilari og þá söng
hann með Karlakór Akureyrar.
Gunnar stundaði golf í 50 ár, var
um árabil í hópi fremstu golfleikara
landsins og lék margoft í meistara-
flokki á landsmótinu í golfi. Einnig
var hann mikill áhugamaður um ís-
lenskt mál, landafræði og náttúru
landsins.
Útför Gunnars verður gerð frá
Akureyrarkirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 13.30.
Guðrún Jóna, f. 5. des-
ember 1943, gift Finni
Marinóssyni, f. 21.
mars 1943 og eignuð-
ust þau sex börn. 4)
Stefanía Erla, f. 17.
apríl 1945, gift Krist-
leifi Kolbeinssyni, f. 3.
júní 1946 og eiga þau
fimm börn. 5) Elín
Stella, f. 5. september
1947, var gift Ólafi
Arnars, f. 21. septem-
ber 1946, d. 27. júní
1998, og eiga þau fjög-
ur börn. 6) Gylfi Þor-
geir, f. 23. nóvember
1948, kvæntur Sigrúnu Þorláks-
dóttur, f. 1. maí 1957 og eignuðust
þau fimm börn. Fyrir átti Gylfi tvær
dætur. 7) Konráð Stefán, f. 14. sept-
ember 1950, d. 8. september 1955.
8) Ragna, f. 18 febrúar 1952, gift
Gunnari Hannessyni, f. 13. október
1951 og eiga þau fjögur börn. 9)
Fríður, f. 16. janúar 1954, gift
Bjarna Bjarnasyni, f. 10. janúar
1949 og eiga þau fjögur börn. 10)
Konráð Stefán, f. 15. janúar 1956,
kvæntur Guðfinnu Sölvadóttur, f. 7.
júlí 1961 og eiga þau þrjú börn. 11)
Ingibjörg Margrét, f. 7. október
1957, var gift Þorleifi Ólasyni, f. 18.
annað lýsti hans innri manni. Nunni
gat verið orðhvatur og lá ekki á skoð-
unum sínum en undir niðri sló hreint
og milt hjarta sem helst ekkert aumt
vildi sjá. Nunni var aldrei ríkur mað-
ur af veraldlegum eignum en senni-
lega einn ríkasti maður landsins af
andlegum eignum, Nunni og Stella
áttu nefnilega fjórtán börn, þrettán
eru á lífi en einn son misstu þau ung-
an, kannski mætast þeir feðgar nú,
það verða fagnaðarfundir. Afkom-
endur eru nú 130 og það er stórkost-
legt framlag til íslenskrar þjóðar.
Það var þröngt í búi hjá Stellu og
Nunna en með sameiginlegri elju og
natni skilar lífskapphlaup þeirra
þessu.
Nunni bjó nær allan sinn aldur á
Akureyri, aðeins í stuttan tíma eftir
stríð í Reykjavík, lengst af eða síðan
1948 í Lækjargötu 22 í Búðargili á
Akureyri.
Nunni sagði Eyjafjörð fallegasta
stað á jarðríki, oft vorum við búnir að
fara Eyjafjarðarhringinn og hann sá
alltaf eitthvað nýtt sjónarhorn á
kennileitum.
Eina smá sögu í lokin, Nunni minn.
Daginn sem þú lést vorum við vinir
þínir á Súlunni að reyna að veiða síld
norður í dumbshafi. Það gekk afar
illa, búnir að reyna mörg köst um
daginn en fengu enga síld. Þú varst
búinn að vera mér hugleikinn allan
daginn. Eftir kvöldmat var hringt og
okkur sagt frá láti þínu og hugsaði ég
þá að við værum búnir að fá enn einn
verndarengilinn, viti menn í næsta
kasti fengum við meiri afla en við gát-
um tekið og gátum látið aðra njóta
góðs af. Þetta hefur örugglega glatt
þig, Nunni minn. Stella mín, þú átt
marga að og verður pössuð vel á ævi-
kvöldi, það vissi Nunni.
Blessuð sé minning Nunna Konn,
þinn tengdasonur
Bjarni Bjarnason.
Tengdafaðir minn og vinur Nunni
Konn er allur. Gunnar Konráðsson
var um margt merkilegur maður,
hann var mesti Íslendingur sem ég
hef kynnst. Virðing hans fyrir nátt-
úru landsins síns var viðbrugðið svo
ekki sé talað um málið, tunguna sem
hann nánast sjálfmenntaður maður-
inn hafði svo mjög góð tök á og leið-
rétti aðra ef honum fannst illa með
farið. Íslenski fáninn var honum
einnig hugleikinn og líkaði honum illa
ef ekki var vel um hann gengið.
Ekki hef ég kynnst neinum sem
þekkti landið sitt betur en Nunni
Konn, hann kunni skil á nánast
hverri hæð og þúfu og það var gaman
að ferðast með Nunna.
Margan bíltúrinn vorum við búnir
að fara, Nunni vildi alltaf sitja hægra
megin í aftursæti og er það eina til-
fellið sem hann tók hægri fram yfir
vinstri því Nunni var alla tíð einlæg-
ur sósíalisti.
Tónlist var Nunna hugleikin og
hlustaði hann mikið á síðustu árum
og voru gömlu meistararnir honum
hugleiknir og kunni hann góð skil á
þeim flestum. Margan diskinn var
hann búinn að gefa manni eftir að
hafa hlustað á hann því hann vildi
ekkert eiga nema þá músík sem hon-
um líkaði. Golfíþróttina stundaði
Nunni lengi meðan heilsan leyfði og
var hann mjög svo liðtækur í þeirri
kúnst, því allt sem þurfti natni og
nærgætni við lá vel fyrir honum. Um-
gengi hans við áhöld við golfleik og
Nú er hann afi Nunni dáinn. Farinn
úr Gilinu, eitthvað annað þar sem
honum líður vel. Ekki að honum hafi
ekki liðið vel hérna megin því hér átti
hann gott líf, var heilsuhraustur og
lánsamur, eins og stór afkvæmahópur
ber glöggt vitni. Já, stór afkvæma-
hópur, hann gladdi afa minn mikið.
Hann var barnakarl enda hændust
held ég öll börn að honum. Ekki fyrir
það að hann væri knúsandi og kyss-
andi í tíma og ótíma heldur bara fyrir
það að vera hann afi Nunni. Afi var
kannski ekki fullkominn maður, en
nánast fullkominn afi. Hverjum þykir
ekki vænt um afa sem á nýjustu teg-
und af sjónvarpi á hverjum tíma, veit
allt um enska boltann og bestu golf-
arana? Og hverjum þykir ekki vænt
um afa sem tekur á móti manni með
kossi í hvert skipti? En bara einum,
enda nóg, því með honum sagði afi
hversu vænt honum þótti um okkur.
Og lét létt handaband fylgja með.
Lánsemi afa var alls ekki bundin
við afkvæmahópinn, miklu fremur við
lífsförunautinn, hana ömmu Stellu,
sem hann átti erfitt með að vera án,
þrátt fyrir allt. Yndislegri afa og
ömmu er ekki hægt að hugsa sér.
Samstillt til flestra verka, vakin og
sofin yfir stórum hópi fólks til að
tryggja að allir vissu hversu vænt
þeim þótti um alla. Mér hefur alltaf
þótt það merkilegt hversu glaður afi
varð við fæðingu hvers barns, bara
eins og þetta væri fyrsta barnið í fjöl-
skyldunni en ekki það hundraðasta
eða rúmlega það. Alltaf sama gleðin.
Og allir áttu sinn stað í hjarta afa og
allir jafn mikinn. Þannig var afi, full-
kominn afi Nunni.
Nú kveðjum við hann afa okkar.
Kveðjum hann með stolti og virðingu.
Stolti yfir því að fá að eiga hann fyrir
afa og virðingu fyrir öllu því sem hann
hefur gefið okkur og öllum öðrum.
Elsku amma Stella, öll okkar ást og
allur okkar kærleikur er hjá þér nú
eins og alltaf. Við biðjum Guð að vera
með afa Nunna og ömmu Stellu nú
þegar leiðir þeirra skilur.
Kolbrún, Arndís, Gunnur
Stella, Þórður og Ágústa
Kristleifsbörn.
Hann afi Nunni var ekkert venju-
legur afi. Þegar hann hringdi í okkur
og bað okkur að keyra sig í búðina
gátum við alveg eins átt von á því að
skreppa til Dalvíkur eða inn í fjörð í
leiðinni. Afa þótti afskaplega gaman
að sitja í bíl og virða fyrir sér landið
og umhverfið. Á hverjum rúnti lærð-
um við eitthvað nýtt, hvort sem það
var um sveitirnar eða um íslenska
tungu, því að afa var mikið í mun að
tala fallegt íslenskt mál. Sjónvarps-
tæki, hljómflutningsgræjur og
myndavélar voru mikið áhugamál afa
og jafnvel þótt hann væri kominn yfir
áttrætt fylgdist hann mjög vel með
nýjungum og átti það meira að segja
til að skipta um sjónvarp nokkrum
sinnum í mánuði. Afi hafði mikinn
áhuga á íþróttum og þá sérstaklega
fótbolta og golfi. Hann var einn harð-
asti stuðningsmaður Manchester
United á Íslandi og sat límdur við fína
sjónvarpið sitt þegar þeir áttu leik og
að sjálfsögðu töpuðu þeir aldrei á
sanngjarnan hátt. Afi var líka eld-
rauður Þórsari og studdi sitt lið í ára-
tugi.
Við eigum endalausar minningar
um afa Nunna og erum þakklát fyrir
að hafa átt svona stórkostlegan afa.
Elsku amma, nú er lífsförunautur
þinn farinn en eftir standa fjölmargir
afkomendur sem munu hugsa vel um
þig.
Hvíl í friði, elsku afi,
Stefán, Hafdís,
Bjarni og Hjörvar.
Mikill höfðingi, afi Nunni, hefur
kvatt. Afi átti mörg áhugamál, svo
sem íþróttir, tónlist, ferðalög, ís-
lenskt mál og stjórnmál. Þar sem afi
Nunni fór var golfkylfan oftast ná-
lægt og fengu barnabörnin oft það
hlutverk að elta golfkúlur upp á
Höfða. Hann tók aldrei bílpróf en
hafði þó mikinn áhuga á bílum og fátt
vissi hann betra en að fara í bílferðir.
Stundum urðu slíkar ferðir sem ekki
áttu að verða nema rétt út fyrir bæj-
armörkin að dagsferðum og var þá
víða komið við enda var afi hafsjór
upplýsinga um landið og þekkti til
margra bæja.
Þeir voru ekki margir leikirnir
með Manchester United sem hann
missti af hin síðari ár og þá var hann
duglegur að fara á leiki hjá Þórsur-
um og heyrðist þá jafnan manna
hæst í honum, enda raddstyrkur
hans vel þekktur. Afi var afar hrif-
næmur, lét heyra í sér ef honum mis-
líkaði eitthvað en hann var einnig
óspar á að hæla fólki og gleðjast með
þeim sem gerðu vel. „Bravó, bravó“
heyrðist gjarnan frá honum þegar
honum líkaði eitthvað sérstaklega
vel.
Klassísk tónlist var hans líf og yndi
og hann var duglegur að boða fagn-
aðarerindið, gefa barnabörnum sín-
um plötur og mæla með ákveðnum
söngvurum. Það var ósjaldan að
hann var að hlusta á nýja diska þegar
maður kom inn í Gil og oft voru
hljómflutningstækin líka ný því afi
var afar nýjungagjarn og vildi eiga
það nýjasta og besta.
Afi var einstaklega barngóður og
gladdist alltaf jafn innilega þegar
bættist í hópinn hans. Hann fylgdist
vel með sínum stóra afkomendahópi
og var alltaf með á hreinu hvað hver
og einn hafði fyrir stafni, svo sem við
vinnu eða nám. Afi var góður í því
sem hann tók sér fyrir hendur og var
vel lesinn og fróður. Íslenskt mál var
honum hugleikið, orð á borð við
„hæ“, „bæ“, ,,ógeðslega“, ,,ókei“ og
,,æðislega“ voru eitur í hans beinum
og varla finnst sá afkomandi hans
sem ekki upplifði að vera leiðréttur
fyrir frjálslega meðferð á tungumál-
inu.
Nú kveðjum við afa í bili, hann hef-
ur lokið sínum 18 holum hér á jörðu
en er eflaust að slá upphafshögg á
nýjum slóðum. Vertu sæll elsku afi,
minning þín lifir.
Þóra, Kári og Helgi.
Um elsku afa og langafa eigum við
öll góðar minningar og skemmtilegar
sögur að segja frá. Afi var ótrúlega
skemmtilegur persónuleiki, harður
nagli með ákveðnar skoðanir á mönn-
um og málefnum en þó með blítt
hjarta sem ekkert aumt mátti sjá.
Trúr var afi skoðunum sínum sem
kom glöggt fram varðandi stjórnmál
og stuðning hans við félög sín í bolt-
anum, og skipti þá engu hvort um var
að ræða Þór eða Manchester United.
Einnig hafði afi brennandi áhuga á
íslenskri tungu og var óþreytandi við
að leiðrétta það sem að hans mati
þótti rangt mál. Eina sögu getum við
sagt sem lýsir því vel hversu mikið
hjartans mál íslenskan var honum.
Einu sinni sem oftar fórum við á
rúntinn í yndislegu veðri og fannst
okkur við hæfi að kaupa ís. Mikið var
úrvalið í búðinni og báðum við því af-
greiðslustúlkuna að aðstoða okkur
við valið. Hún svaraði að bragði:
,,þessi er ógeðslega góður“. Afi fuss-
aði og sveiaði og fljótur til svara sagði
hann ,,við skulum koma, við viljum
ekkert ógeðslegt“. Elsku afi og
langafi, við kveðjum þig hinsta sinni
og biðjum Guð almáttugan að varð-
veita ömmu og okkur öll. Hvíl þú í
friði
Sigrún, Hjalti, Heba,
Hólmar, Þorgeir
Rúnar og fjölskyldur.
GUNNAR
KONRÁÐSSON
SJÁ SÍÐU 38
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi,
RAGNAR ÞORGRÍMUR KRISTJÁNSSON,
Höfðagötu 11,
Hólmavík,
andaðist sunnudaginn 30. maí.
Matthildur Sveinsdóttir,
börn, tengdabörn og barnabörn.
Elskulegur bróðir og frændi,
STEFÁN GUÐNI ÁSMUNDSSON
skipstjóri frá Skuld,
Neskaupstað,
síðast til heimilis
í Fannborg 1, Kópavogi,
andaðist á Kumbaravogi miðvikudaginn
19. maí.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna.
Björg V. Ásmundsdóttir
og aðstandendur.
Elskulegi faðir okkar, tengdafaðir og afi,
HJÖRTUR GUÐMUNDSSON,
Lindargötu 61,
Reykjavík,
sem lést á Landspítala Fossvogi miðviku-
daginn 26. maí, verður jarðsunginn fá Grafar-
vogskirkju þriðjudaginn 8. júní kl. 13.30.
Ingimundur Hjartarson,
Anna María Hjartardóttir, Júlíus R. Júlíusson,
Gunnlaugur B. Hjartarson, Málfríður S. Gísladóttir,
Alda Hjartardóttir, Sveinn Muller
og barnabörn.
Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi
og langafi,
GRÉTAR SÍMONARSON
fyrrv. mjólkurbússtjóri,
Seftjörn 6,
Selfossi,
sem andaðist á hjúkrunarheimilinu Ljós-
heimum, Selfossi, fimmtudaginn 27. maí,
verður jarðsunginn frá Selfossskirkju föstu-
daginn 4. júní kl. 15.00.
Guðbjörg Sigurðardóttir,
Þóra Grétarsdóttir,
Örn Grétarsson, Sesselja Sigurðardóttir,
Sigurbjörg Grétarsdóttir,
Sigurður Grétarsson, Sólveig Sjöfn Ragnarsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.