Morgunblaðið - 02.06.2004, Qupperneq 46
ÚRSLIT ÍÞRÓTTIR
46 MIÐVIKUDAGUR 2. JÚNÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ
JÓN Arnar Magnússon fékk slæm-
an hnykk á bakið í fyrstu grein,
110 m grindahlaupi, á síðari degi
tugþrautarmótsins í Götzis um síð-
ustu helgi. Sökum þessa hnykks
gat hann ekki lokið keppni. Þann-
ig var að Þjóðverjinn Sebastian
Knabe sem hljóp á næstu braut
við Jón Arnar í grindahlaupinu,
hætti keppni í miðju hlaupi og í
gremju sinni hrinti hann niður
grind sem hrökk í veg fyrir Jón
Arnar.Við þetta fipaðist Jóni
Arnari, hann missti jafnvægið,
fékk hnykk á bakið og gat því
ekki beitt sér í kringlunni sem var
næsta grein. Lítill tími var á milli
fram að stönginni en þar fór Jón
örugglega yfir 4,60 m en lenti illa
í tilraun við 4,80. og við nánari
skoðun kom í ljós að hryggjaliður
hafði skekkst. Hjálp barst frá
hnykkjara sem var á staðnum og
nuddara og reyndi Jón að kasta
spjótinu en gat aðeins gengið í at-
rennunni og hné síðan niður í út-
kastinu þar sem bakið læstist. Því
var ekki möguleiki að taka þátt í
síðustu greininni, 1.500 m hlaupi.
„Það var því miður ekkert annað
að gera en hætta,“ sagði Jón Arn-
ar í samtali við Morgunblaðið í
gær. „Ég hugsa Knabe þegjandi
þörfina, ég veit ekki hvað hann
var að hugsa,“ sagði Jón vonsvik-
inn yfir að geta ekki lokið keppni
enda benti árangurinn á fyrri deg-
inum til þess að hann gæti farið
nærri sínum besta árangri í þraut.
„Ég hugsa að þessi meiðsli
dragi ekki neinn dilk á eftir sér.
Það var rétt tekið á þessu á staðn-
um og síðan þarf bara að ná stíf-
leikanum úr með nuddi og bökstr-
um,“ segir Jón Arnar sem stefnir
ótrauður á keppni í tugþraut í
Ratingen í Þýskalandi eftir mán-
uð.
Heimsmethafinn Roman Sebrle
frá Tékklandi vann tugþrautina,
fékk 8.842 stig. Heimsmeistarinn
Tom Pappas, frá Bandaríkjunum,
varð annar með 8.732 stig og
Dmitriy Karpov frá Kasakstan
hreppti þriðja sætið með 8.512
stig. Alls fóru 12 keppendur yfir
8.000 stig.
Jón Arnar Magnússon meiddist
í baki í tugþrautarkeppninni í Götzis
KNATTSPYRNA
Undankeppni EM kvennalandsliða:
Laugardalsvöllur: Ísland – Frakkland.....17
Efsta deild karla, Landsbankadeild:
Fylkisvöllur: Fylkir – Keflavík .................20
Í KVÖLD
BIRKIR Krist-
insson, mark-
vörðurinn
þrautreyndi
frá Vest-
mannaeyjum,
jafnaði leikja-
metið í efstu
deild í knatt-
spyrnu hér á
landi í gær-
kvöld. Hann varði mark ÍBV
gegn KR og spilaði sinn 294.
leik í deildinni en með því jafn-
aði hann met Gunnars Odds-
sonar, sem lék 294 leiki með
Keflavík, KR og Leiftri. Birkir
stefnir óðfluga að því að verða
fyrstur Íslendinga til að spila
300 leiki í efstu deild hér-
lendis, en hann hefur nú leikið
rúmlega 15 heil tímabil á Ís-
landi án þess að missa úr leik.
Birkir jafn-
aði met
Gunnars
Leikurinn byrjaði mjög fjörlegaog eftir aðeins fimm mínútur
voru vesturbæingar búnir að ná for-
ystu og skora þar
með sitt fyrsta mark
í Eyjum í fjögur ár.
Þar var að verki
Kristinn Hafliðason
með glæsilegu skoti utan vítateigs.
Gunnar Heiðar, sem átti ótrúlega
auðvelt með að stinga sér inn fyrir
vörn KR, komst í sitt fyrsta góða
færi á tíundu mínútu en náði ekki
nógu hnitmiðuðu skoti og átti Krist-
ján Finnbogason ekki í vandræðum
með að verja.
Mínútu síðar dró svo aftur til tíð-
inda. Birkir Kristinsson, markvörð-
ur ÍBV, missti boltann eftir fyrir-
gjöf frá Arnari Jón Sigurgeirssyni
og Kjartan Finnbogason komst í
sannkallað dauðafæri en Matt Gar-
ner varði á marklínu Eyjaliðsins.
KR fékk hornspyrnu sem Arnar
Gunnlaugsson tók, Kristján Sig-
urðsson skallaði að marki og Einar
Hlöðver Sigurðsson varði með hend-
inni. Magnús Þórisson benti um-
svifalaust á vítapunktinn og sýndi
Einari rauða spjaldið. Arnar skoraði
af miklu öryggi úr vítaspyrnunni.
Vesturbæingar voru miklum mun
sterkari á næstu mínútum og hefðu
auðveldlega getað bætt við fleiri
mörkum. Arnar Gunnlaugsson átti
til að mynda hörkuskot sem Birkir
varði vel en náði ekki að halda bolt-
anum sem barst til Kjartans en skot
hans fór naumlega framhjá. Það tók
Eyjamenn tíma að endurskipu-
leggja sinn leik eftir brottrekstur
Einars og skipti Magnús Gylfason,
þjálfari ÍBV, Andra Ólafssyni inn í
vörnina fyrir annan sóknarmann
liðsins, Magnús Má Lúðvíksson.
Gunnar Heiðar komst aftur einn inn
fyrir vörn KR á 33. mínútu en Krist-
ján varði vel. Fimm mínútum síðar
átti Arnar Jón Sigurgeirsson góða
sendingu fyrir mark ÍBV þar sem
Kristinn Hafliðason var í góðu færi
en skot hans var framhjá. Arnar Jón
átti sjálfur svo hörkuskot tveimur
mínútum síðar en Birkir, sem í
leiknum jafnaði leikjamet Gunnars
Oddssonar í efstu deild á Íslandi,
varði vel.
Þegar um mínúta var komin fram
yfir venjulegan leiktíma fékk Gunn-
ar Heiðar enn eina stungusend-
inguna inn fyrir vörn KR, hann lék
á Kristján Sigurðsson og setti bolt-
ann glæsilega í fjærhornið. Þetta
var nánast síðasta spyrna hálfleiks-
ins og eygðu Eyjamenn þarna von
um að ná einhverju út úr leiknum.
Síðari hálfleikur fór rólega af stað
en á 52. mínútu átti Kjartan Finn-
bogason ágætt skot að marki Eyja-
manna en Birkir var vandanum vax-
inn og varði vel. Fá færi litu dagsins
ljós næstu tuttugu mínúturnar,
gestirnir bökkuðu og létu Eyja-
mönnum sem voru meira með bolt-
ann eftir svæði. Þegar rúmar tutt-
ugu mínútur voru eftir átti Gunnar
Heiðar glæsilega sendingu á fjær-
stöng þar sem Ian Jeffs kom aðvíf-
andi en Kristján Finnbogason varði
glæsilega. Eyjamenn efldust enn
frekar við þetta en gestirnir virkuðu
slakir fram á við.
Það var svo á 78. mínútu sem
jöfnunarmarkið kom, Mark Schulte
tók þá langt innkast af vinstri kant-
inum, Einar Þór Daníelsson fram-
lengdi knöttinn á fjærstöng þar sem
Gunnar Heiðar var mættur og setti
boltann undir Kristján í mark KR.
Eftir þetta sóttu KR-ingar í sig
veðrið og voru greinilega ósáttir við
að fara aðeins með eitt stig frá Eyj-
um. Þeir náðu þó ekki að skapa sér
nein afgerandi færi og niðurstaðan
jafntefli, það fyrsta hjá KR í sumar
en þriðja hjá ÍBV.
Frábær end-
urkoma ÍBV
EYJAMENN sýndu mikinn karakter þegar þeir náðu stigi gegn KR á
heimavelli sínum í gærkvöldi. Eftir aðeins tólf mínútur var staðan
orðin 0:2 og Eyjamenn orðnir einum leikmanni færri. En með mikilli
baráttu og oft á tíðum skemmtilegu spili tókst þeim að jafna metin,
þökk sé besta leikmanni vallarins, Gunnari Heiðari Þorvaldssyni.
Sigursveinn
Þórðarson
skrifar
KNATTSPYRNA
Efsta deild karla,
Landsbankadeild
ÍA - KA .......................................................2:1
Gunnlaugur Jónsson 6., Haraldur Ingólfs-
son 72. (víti), - Atli Sveinn Þórarinsson 54.
Grindavík - Fram......................................3:2
Grétar Hjartarson 23., 28., Sinisa Valdimar
Kekic 44. - Ríkharður Daðason 69., 75. (víti)
ÍBV - KR.....................................................2:2
Gunnar Heiðar Þorvaldsson 45., 78. - Krist-
inn Hafliðason 5., Arnar Gunnlaugsson 12.
(víti)
Víkingur - FH............................................1:1
Vilhjálmur R. Vilhjálmsson 75., - Ármann
Smári Björnsson 54.
Staðan:
ÍA 4 2 2 0 5:2 8
Keflavík 3 2 1 0 6:3 7
Fylkir 3 2 1 0 4:1 7
ÍBV 4 1 3 0 5:4 6
FH 4 1 2 1 3:3 5
Grindavík 4 1 2 1 4:5 5
Fram 4 1 1 2 6:6 4
KR 4 1 1 2 5:7 4
KA 4 1 0 3 3:5 3
Víkingur R. 4 0 1 3 2:7 1
Markahæstir:
Grétar Hjartarson, Grindavík.................... 3
Gunnar Heiðar Þorvaldsson, ÍBV ............. 3
Arnar Gunnlaugsson, KR........................... 2
Atli Sveinn Þórarinsson, KA ...................... 2
Magnús Már Lúðvíksson, ÍBV................... 2
Ríkharður Daðason, Fram ......................... 2
Sævar Þór Gíslason, Fylki.......................... 2
Þorbjörn Atli Sveinsson, Fylki .................. 2
Þorvaldur Makan Sigbjörnsson, Fram ..... 2
Bikarkeppni karla
VISA-bikarinn, 2. umferð:
Höttur - Sindri .......................................... 2:4
Völsungur - Leiftur/Dalvík...................... 6:2
KS - Magni ................................................ 6:1
Reynir S. - Hvíti riddarinn ...................... 4:2
Víkingur Ó. - Víðir .................................... 0:1
Grótta - Árborg......................................... 3:1
Selfoss - Númi........................................... 3:2
Breiðablik - Drangur ............................. 13:0
Afturelding - Skallagrímur ..................... 4:3
Fjölnir - Leiknir R ................................... 5:4
1:1, Fjölnir vann vítaspyrnukeppni.
ÍH - ÍR....................................................... 4:5
Hamar - Ægir ........................................... 1:2
Tindastóll - Neisti H................................. 7:0
Leiknir F. - Fjarðabyggð ........................ 1:2
Sigurliðin eru komin í 32 liða úrslit ásamt
KFS og HK.
Bikarkeppni kvenna
VISA-bikarinn, 1. umferð:
Keflavík - ÍA ............................................. 1:4
ÍA mætir Stjörnunni.
Haukar - FH ............................................. 0:8
FH mætir Fjölni
Fylkir - Þróttur R..................................... 0:4
Þróttur R. mætir HK/Víkingi.
ÍR - Fjölnir................................................ 2:5
Fjölnir mætir FH.
Manchester-mótið
England - Japan....................................... 1:1
Michael Owen 22., - Shinji Ono 53.
Staðan:
Japan 2 1 1 0 4:3 4
England 1 0 1 0 1:1 1
Ísland 1 0 0 1 2:3 0
Undankeppni HM 2006
Suður-Ameríka:
Bólivía - Paraguay....................................2:1
Cristaldo 10., Suarez. 71., - Carlos Gamarra
32.
Vináttulandsleikir
Kína - Ungverjaland.................................2:1
Zhou Haibin 45., Zheng Zhi, vítasp. 90. -
Krisztian Kenesei, vítasp. 6.
Holland - Færeyjar...................................3:0
Rafael van der Vaart 30., Roy Makaay 51.,
Marc Overmars 59.
Noregur
Odd Grenland - Molde ..............................1:1
Staðan:
Tromsö 9 6 1 2 18:8 19
Odd Grenland 9 4 4 1 16:10 16
Ham-Kam 9 4 4 1 10:7 16
Vålerenga 9 3 5 1 9:8 14
Brann 9 4 1 4 13:10 13
Rosenborg 9 3 4 2 13:13 13
Lyn 9 3 3 3 8:7 12
Viking 9 2 5 2 7:9 11
Lilleström 9 2 4 3 11:11 10
Molde 9 2 4 3 10:11 10
Stabæk 9 3 1 5 10:14 10
Bodö/Glimt 9 3 1 5 10:15 10
Fredrikstad 9 2 2 5 13:19 8
Sogndal 9 1 3 5 12:18 6
KÖRFUKNATTLEIKUR
NBA-deildin
Vesturdeild, úrslit:
LA Lakers - Minnesota ....................... 96:90
Lakers sigraði, 4:2, og mætir Detroit eða
Indiana í úrslitum um NBA-titilinn.
MAGNÚS Gylfason fagnaði vel og
innilega að leikslokum. „Það er
ekki annað hægt að segja en þetta
hafi verið frábær endurkoma hjá
mínum mönnum.“ Magnús sagði að
ýmislegt hafi flogið í gegnum koll-
inn á sér þegar liðið var tveimur
mörkum undir og leikmanni færri.
„En við náðum að endurskipu-
leggja okkur og vorum í raun allt-
af að ógna. Svo kom mér kannski
mest á óvart að við náðum að
pressa þá í seinni hálfleik og í
raun vorum við nær því að stela
þessu en þeir. Það var ekki að sjá
að við værum einum leikmanni
færri í síðari hálfleik og ætli ég
verði ekki að gefa frí á æfingu á
morgun,“ sagði Magnús brosandi
út að eyrum í leikslok.
Hefðum getað sett
fjögur í fyrri hálfleik
Willum Þór Þórsson var að von-
um svekktur í leikslok. „Það er nú
oft þannig í boltanum að ef maður
nýtir ekki færin þá vill það koma í
bakið á manni. Við spiluðum feyki-
vel fyrsta hálftímann þar sem bolt-
inn gekk vel manna á milli, fín
hreyfing á liðinu og kraftur og það
hefði ekkert verið ósanngjarnt að
við hefðum sett fjögur á þessu
tímabili.“ Gunnar Heiðar stakk sér
margoft inn fyrir vörn KR og
sagði Willum að þeir hefðu stopp-
að fyrir þann leka í leikhléi. „Við
vorum of framarlega með okkar
varnarmenn en við gáfum ekki
þessi færi á okkur í síðari hálfleik
og þeir skoruðu sitt mark úr föstu
leikatriði og það er ekkert við
þessu að gera. Við verðum að
reyna að líta jákvætt á þetta, við
náðum þó í stig.“
Einar Þór Daníelsson leikmaður
KR til margra ára lék gegn sínum
gömlu félögum í ÍBV búning og
stóð vel fyrir sínu. „Þetta var ein-
kennileg tilfinning í upphafi en svo
gleymdist það og þetta varð bara
eins og hver annar leikur.“
Gátum
stolið
sigrinum
ÍBV 2:2 KR
Leikskipulag: 4-4-2 Landsbankadeild karla,
4. umferð
Hásteinsvöllur
Þriðjudaginn 1. júní 2004
Aðstæður:
Logn, 13 stiga hiti.
Áhorfendur: 600
Dómari:
Magnús Þórisson,
Keflavík, 4
Aðstoðardómarar:
Hans Scheving,
Einar Sigurðsson
Skot á mark: 10(7) - 13(7)
Hornspyrnur: 5 - 3
Rangstöður: 4 - 3
Leikskipulag: 4-4-2
Birkir Kristinsson M
Bjarni Geir Viðarsson
Matt Garner M
Einar Hlöðver Sigurðsson
Mark Schulte M
Jón Skaftason
Bjarnólfur Lárusson
Ian Jeffs M
Einar Þór Daníelsson M
(Pétur Runólfsson 85.)
Magnús Már Lúðvíksson
(Andri Ólafsson 32.) M
Gunnar Heiðar Þorvaldsson MM
Kristján Finnbogason M
Jökull I. Elísabetarson M
Kristján Örn Sigurðsson
Petr Podzemsky
Bjarni Þorsteinsson
Sölvi Davíðsson
(Kristinn Magnússon 57.)
Ágúst Gylfason M
Kristinn Hafliðason M
Arnar Jón Sigurgeirsson M
(Sigurður Ragnar Eyjólfsson 90.)
Kjartan Henry Finnbogason M
(Guðmundur Benediktsson 78.)
Arnar B. Gunnlaugsson
0:1 (5.) Kristinn Hafliðason skoraði með glæsilegu skoti utan vítateigs.
0:2 (12.) KR fékk hornspyrnu, Kristján Sigurðsson skallaði að marki og Einar
Hlöðver Sigurðsson varði með hendinni. Magnús Þórisson benti um-
svifalaust á vítapunktinn og sýndi Einari rauða spjaldið. Arnar Gunn-
laugsson skoraði af miklu öryggi úr vítaspyrnunni.
1:2 (45.) Gunnar Heiðar Þorvaldsson fékk stungusendingu inn fyrir vörn KR,
hann lék á Kristján Sigurðsson og setti boltann glæsilega í fjærhornið.
2:2 (78.) Mark Schulte tók langt innkast af vinstri kantinum, Einar Þór Daní-
elsson framlengdi knöttinn á fjærstöng þar sem Gunnar Heiðar Þor-
valdsson var mættur og setti boltann undir Kristján í mark KR.
Gul spjöld: Kristinn Hafliðason, KR (30.) Fyrir að tefja Andri Ólafsson, ÍBV (57.) Fyrir
brot Atli Jóhannsson, ÍBV (77.) Fyrir brot
Rauð spjöld: Einar Hlöðver Sigurðsson, ÍBV (11.) Varði með hendi