Morgunblaðið - 06.07.2004, Síða 4
Orustuþotur lenda
vegna bilunar
FJÓRAR Tornado-orustuvélar ásamt DC-10
eldsneytisvél lentu á Keflavíkurflugvelli um
tvöleytið í gærdag eftir að bilunar varð vart í
vökvabúnaði einnar af orustuvélunum. Flug-
maðurinn lýsti yfir neyðarástandi og var ósk-
að eftir leyfi til lendingar á Keflavík-
urflugvelli klukkan 12.58.
Vélarnar tilheyra herjum Atlantshafs-
bandalagsins og voru á leið frá Frankfurt í
Þýskalandi til Goosebay (Gæsaflóa) á Ný-
fundnalandi, um 500 sjómílur suður af Kefla-
vík, þegar atvikið átti sér stað. Þær lentu
heilu og höldnu, sú fyrsta klukkan 13.56 og
sú síðasta 14.20. Ekki lá fyrir í gær hvort vél-
arnar yrðu um kyrrt á meðan gert yrði við
eina þeirra.
FRÉTTIR
4 ÞRIÐJUDAGUR 6. JÚLÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ
DA VINCI LYKILLINN EFTIR DAN BROWN
1. PRENTUN 1-2000 UPPSELD
2. PRENTUN 2001-3500 UPPSELD
3. PRENTUN 3501-6500 UPPSELD
4. PRENTUN 6501-13500 UPPSELD
5. PRENTUN Á LEIÐINNI!
66 VIKUR EFST Á METSÖLULISTA
NEW YORK TIMES. MEST
SELDA BÓKIN Á ÍSLANDI.
„FRÁBÆRLEGA SPENNANDI
SAGA ... BÓK SEM MAÐUR
LES Í EINUM RYKK“ BIRTA
„FYRSTA FLOKKS
AFÞREYING“
MORGUNBLAÐIÐ
BJARTUR
VERÐ: 1.590 KR.
KRIMMI ÁRSINS
Danadrottning
kom við á Akureyri
MARGRÉT Þór-
hildur Dana-
drottning kom við
á Akureyri í gær-
morgun, ásamt
Hinriki prins, eig-
inmanni sínum, á
leið heim til Dan-
merkur eftir að
hafa verið í heim-
sókn á Grænlandi.
Twin Otter vél
Flugfélags Íslands
lenti með drottninguna á Akureyri kl.
11.20 og Margrét og föruneyti hennar
héldu af stað aftur um kl. 12 með flugvél
danska hersins, sem flutti hana beint til
Danmerkur.
Tvær Twin Otter vélar Flugfélags Ís-
lands fóru á föstudaginn til Grænlands.
Önnur flutti Margréti og Hinrik á milli
staða þar í landi um helgina og síðan til
Akureyrar í gær, en hin flutti Friðrik prins
og eiginkonu hans, Mary Donaldson, innan-
lands í Danmörku. Friðrik og Mary flugu
beint heim til Danmerkur frá Grænlandi á
laugardaginn.
Gæsluvarðhald framlengt
HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hefur úr-
skurðað konu, sem grunuð er um að hafa
banað 11 ára dóttur sinni með hníf á heimili
þeirra hinn 5. júní, í áframhaldandi gæslu-
varðhald þar til dómur fellur í máli hennar,
þó ekki lengur en til 27. september. Lög-
reglan í Reykjavík annast rannsókn málsins
og verður það sent ákæruvaldi að henni lok-
inni.
Konan sætti í fyrstu gæsluvarðhaldi á
Landspítalanum vegna áverka sem hún er
talin hafa veitt sjálfri sér, en vistast nú á
Réttargeðdeildinni á Sogni.
EMBÆTTI Ríkislögreglustjóra hefur tekið í
gagnið öndunarsýnabifreið sem jafnframt
nýtist sem eftirlitsmiðstöð við sérstök lög-
regluverkefni. Bíllinn er af gerðinni Merce-
des Benz Sprinter og er búinn fullkominni
myndavél sem hægt er að setja sjö metra
upp í loft með mastri til að veita yfirsýn yfir
vettvang. Bíllinn mun standa lögregluemb-
ættum víðs vegar um landið til boða í
tengslum við fjöldasamkomur á hverjum
stað. Bifreiðin hefur þegar komið í góðar
þarfir og var hún notuð við eftirlit á Lands-
móti hestamanna á Hellu um síðastliðna
helgi og síðan við eftirlit við Egilshöll vegna
tónleika hljómsveitarinnar Metallica á sunnu-
dagskvöld.
Að sögn Jóns F. Bjartmarz, yfirlög-
regluþjóns hjá embætti Ríkislögreglustjóra,
er bíllinn fyrsti sinnar tegundar hjá lögregl-
unni en björgunarsveitir hafa margar haft yf-
ir að ráða stjórnstöðvarbílum.
Notaður við hátíðahöldin 17. júní
Bíllinn var tekinn í notkun hjá lögreglu
sem öndunarsýnabíll fyrir nokkrum árum og
búið er að bæta í hann vinnuborði, tölvum og
auknum fjarskiptabúnaði, þ.m.t. síma og tal-
stöð, auk myndavélar. Hægt er að snúa
myndavélinni á mastrinu og þysja myndina
sem birtist á skjá inni í bifreiðinni.
Bíllinn var notaður af lögreglunni í
Reykjavík við hátíðahöldin 17. júní í mið-
borginni. Einnig er ætlunin að lána bifreiðina
til lögregluumdæma víðs vegar um landið í
tengslum við fjöldasamkomur, sem fyrr seg-
ir, meðal annars um verslunarmannahelgina.
Guðmundur H. Jónsson, aðstoðaryfirlög-
regluþjónn hjá embætti Ríkislögreglustjóra,
er umsjónarmaður bifreiðarinnar og verður
bíllinn lánaður til lögregluumdæma með
áhöfn.
Ríkislögreglustjóri lánar nýja lögreglubifreið við eftirlit á útisamkomum
Myndavél
á 7 metra
háu mastri
Góð yfirsýn
Stjórnstöðvarbifreið Ríkislögreglustjóra kom
í góðar þarfir við eftirlit við Egilshöll á
sunnudagskvöld. Þórður Þórðarson, varð-
stjóri hjá lögreglunni í Reykjavík, og Ágúst
Svansson aðalvarðstjóri fylgjast með þegar
Hjálmar Björgvinsson, aðalvarðstjóri hjá
Ríkislögreglustjóra, kannar svæðið. Bíllinn
er búinn fullkominni upptökuvél sem hægt er
að setja sjö metra upp í loft með mastri til að
veita yfirsýn yfir vettvang.
Morgunblaðið/Júlíus
SKIPULAGSSTOFNUN hafa borist þrettán
athugasemdir vegna mats á umhverfisáhrifum
fyrsta áfanga Sundabrautar en frestur til að
skila inn athugasemdum rann út á föstudag. Að
sögn Auðar Ýrar Sveinsdóttur, sérfræðings á
umhverfissviði Skipulagsstofnunar, lét fólk
einkum í ljós áhyggjur vegna hljóðmengunar,
og þá sérstaklega íbúar í Hamrahverfi í Graf-
arvogi.
Tvær staðsetningar koma til greina fyrir
Sundabraut. Annars vegar er leið sem hefur
verið kölluð leið eitt eða innri leið en þá myndi
verða lögð hábrú eða botngöng frá gatnamót-
um Sæbrautar og Holtavegar (nálægt IKEA)
og að höfða norðan megin. Hins vegar er leið
þrjú eða ytri leið en hún myndi liggja frá
Kleppsmýrarvegi, en sú brú yrði þá lægri og
krefðist st landfyllingar.
Í Hamrahverfi skrifuðu 64 íbúar undir bréf
til Skipulagsstofnunar, umhverfisráðuneytis-
ins og Reykjavíkurborgar þar sem slælegri
kynningu á mati á umhverfisáhrifum Sunda-
brautar er mótmælt. Að sögn Jóhanns Páls
Símonarsonar, aðstandanda undirskriftasöfn-
unarinnar, var illa staðið að boðun kynning-
arfunda um málið og margt fólk komst ekki á
fundi vegna sumarfría eða af því að það hrein-
lega vissi ekki hvar eða hvenær fundirnir voru
haldnir. Í bréfinu er bent á að íbúar þurfi
lengri tíma til að kynna sér málið og umhverf-
isráðherra er hvattur til að beita sér fyrir því
að umhverfsimati verði frestað.
Auður bendir á að framkvæmdaraðilar hafi
staðið fyrir tveimur kynningarfundum á mati á
umhverfisáhrifum framkvæmdarinnar. Annar
var í Rimaskóla 15. júní sl. og var frekar illa
sóttur og hinn í Þróttaraheimilinu 21. júní og
var vel sóttur. „Fundirnir voru skipulagðir í
samráði við Skipulagsstofnun og auglýstir
bæði í Morgunblaðinu og á vefmiðlum,“ segir
Auður.
Íbúar í vestanverðu Hamrahverfi sendu
Skipulagsstofnun jafnframt athugasemdir. Að
sögn Steinars Helgasonar, íbúa í hverfinu,
skrifuðu eigendur tíu húsa undir yfirlýsinguna
þar sem því er harðlega mótmælt að leið þrjú
verði farin vegna hávaða-, sjón- og loftmeng-
unar. „Þetta kemur okkur mest við sem erum
hérna vestast í hverfinu.“ Íbúarnir benda á að
fasteignaverð muni lækka vegna lagningar
brautarinnar og þeir áskilja sér rétt til skaða-
bóta þar sem nánast sé um eignaupptöku að
ræða ef af framkvæmdunum verður.
Frestur runninn út vegna mats á umhverfisáhrifum Sundabrautar
Þrettán athuga-
semdir bárust
Íbúar í Hamrahverfi í Grafarvogi ósáttir
Bleika línan sýnir leið eitt sem yrði botngöng
eða hábrú en gula línan sýnir leið þrjú en þá
yrði um lága brú að ræða.
BJÖRN Bjarnason dómsmálaráð-
herra segir afturköllun ríkisstjórn-
arinnar á fjölmiðlaögunum ekki
það sama og hann hafi fjallað um í
pistli sínum 3. júní, þegar hann
sagði að Sigurður Líndal fyrrver-
andi lagaprófessor léti eins og „al-
þingi geti bara breytt lögunum og
þannig komist hjá því, að þjóðin
segi álit sitt á þeim. Ef slíkum
brellum yrði beitt, er ég hræddur
um, að einhvers staðar mundi
heyrast hljóð úr horni,“ sagði
Björn á heimasíðu sinni 3. júní.
Björn sagði við Morgunblaðið í
gærkvöld, en hann er staddur í
Kína, að pistillinn hafi verið skrif-
aður þegar
menn voru rétt
að byrja að
átta sig á stöð-
unni. Nú hafi
ríkisstjórnin
lagt til að lögin
verði afturköll-
uð og sett ný
lög. „Einnig er
lagt til að gild-
istaka laganna
verði ekki fyrr en eftir að kosn-
ingar hafa farið fram, þannig að
fólk hefur haft tækifæri til að
segja álit sitt áður en lögin taka
gildi. Nýtt þing getur tekið þessi
lög upp og breytt þeim og þarna
er því ekki um það sama að ræða
og það sem ég kalla brellur þegar
ég fjalla um þessa hugmynd Sig-
urðar,“ segir Björn.
„Það að ráðast í þjóðaratkvæða-
greiðslu vekur miklar deilur og
ágreining og ríkisstjórnin hefur
með þessu valið að leita sátta og
koma til móts við þau sjónarmið
sem uppi hafa verið.
Ég tel að það sé verið að taka
málið upp á nýjum grunni með
nýju frumvarpi, þannig að það er
ekki verið að breyta því sem áður
var og því er þetta ekki það sama
og ég var að fjalla um 3. júní.“
Björn Bjarnason dómsmálaráðherra
Björn Bjarnason
„Ekki um það sama að ræða
og það sem ég kalla brellur“