Morgunblaðið - 16.09.2004, Qupperneq 9

Morgunblaðið - 16.09.2004, Qupperneq 9
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. SEPTEMBER 2004 9 RANNSÓKNARNEFND flugslysa, RNF, hefur nú í þriðja sinn milli- göngu um að námskeið í rannsókn- um flugslysa verði haldið hérlendis. Fyrirlesarar koma sem áður fyrr frá bandaríska fyrirtækinu Southern California Safety Institute sem hef- ur sérhæft sig í námskeiðahaldi á þessu sviði. Að þessu sinni er áhersla lögð á rannsóknina sjálfa, þ.e. hvern- ig rannsakendur flugslysa eigi að bera sig að við vinnubrögð á vett- vangi. Á námskeiðinu sem er tveggja vikna langt og byrjar 20. september verður farið yfir það hvernig rann- sakendur bera sig að við vettvangs- rannsóknir og öflun gagna. Þátttak- endur eru frá sýslumannsembættinu á Keflavíkurflugvelli, Flugmála- stjórn Íslands í Reykjavík og á Keflavíkurflugvelli, lögreglunni í Reykjavík og flestum flugrekendum. Enn fremur munu nokkrir nýir nefndarmenn Rannsóknarnefndar flugslysa sitja námskeiðið svo og þátttakendur frá Danmörku og Búlgaríu. Rannsóknarnefnd flugslysa hefur áður gengist fyrir námskeiðum með aðstoð sérfræðinga SCSI m.a. fyrir flugrekendur, lögreglu, slökkvilið og björgunarsveitir. Hefur þar verið farið yfir hagnýt atriði er varða nauðsynlegan búnað, samskipti við fjölskyldur þeirra sem lenda í flug- slysum og samskipti við fjölmiðla. Þorkell Ágústsson aðstoðarannsókn- arstjóri segir að námskeiðin hafi ver- ið mjög hagnýt og segir mikilvægt að allir aðilar í þessum málaflokki þurfi hver á sínu sviði að kunna þau stöðluðu vinnubrögð sem reglur gera ráð fyrir. Námskeið í rann- sókn flugslysa Kringlunni sími 581 2300 NÝ SENDING Peysur Kuldajakkar Frakkar Buxur Skyrtur Stærðir M-4XL Opnum kl. 9.00 virka daga Ný sending Bosweel skyrtur Mikið úrval Laugavegi 34, sími 551 4301 Smáborð í miklu úrvali 40% afsláttur www.1928.is Vikutilboð Laugavegi 20b • Sími 552 2515 • Opið kl. 11-18 Auðbrekku 1 • Sími 544 4480 • Opið kl. 11-18 Opið virka daga frá kl. 10-18 laugardaga frá kl. 10-16 • Engjateigi 5 • Sími 581 2141 Ullarkápur með skinnkraga Duffle Coats iðunn tískuverslun Kringlunni, s. 588 1680 Seltjarnarnesi s. 561 1680 Ný sending af buxum frá Laugavegi 4, sími 551 4473 • www.lifstykkjabudin.is Póstsendum Glæsileg undirföt Nýjar gallabuxur og bolir frá ESPRIT Úlpur frá STEILMANN ásamt úrvali af fatnaði frá SHARE Verið velkomnar Mjódd, sími 557 5900 Kringlan — Smáralind Ný mjög flott sending! Scala vestin komin aftur. Laugavegi 63, sími 551 4422 G ER R Y W EB ER H au st lín an G ER R Y W EB ER ÞÓRÓLFUR Árnason borgarstjóri tók fyrstu skóflustungu að nýrri við- byggingu Laugarnesskóla, við Kirkjuteig í gær með aðstoð nem- enda við skólann. Áætlað er að hefja jarðvinnu í september og á fram- kvæmdum við viðbygginguna sem er tvær hæðir og kjallari að ljúka 2006 en ráðgert að mötuneyti geti tekið til starfa haustið 2005. Á 1. hæð hússins verður m.a. fjöl- nota salur, tónlistarsalur og eldhús og á 2. hæð almennar kennslustofur og opið miðlægt kennslurými. Kostnaður við viðbygginguna ásamt búnaði er um 325 milljónir króna. Viðbygging við Laugar- nesskóla í gagnið 2006 Morgunblaðið/RAX Borgarstjóri naut aðstoðar nemenda þegar fyrsta skóflustungan að Laug- arnesskóla var tekin, en áætluð stærð viðbyggingarinnar eru 1.500 fm.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.