Morgunblaðið - 16.12.2004, Síða 20
Höfuðborgin | Akureyri | Suðurnes | Austurland
Minnstaður
Höfuðborgarsvæðið Brjánn Jónasson, brjann@mbl.is, sími 569-1100. Suðurnes Helgi
Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310. Akureyri Margrét Þóra Þórsdóttir,
maggath@mbl.is og Kristján Kristjánson, krkr@mbl.is, sími 461-1600. Vesturland Ásdís
Haraldsdóttir, asdish@mbl.is, sími 898-5258. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, aust-
urland@mbl.is, sími 669-1115. Árborgarsvæðið og Landið Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is,
sími 569-1310 og 669-1310 og Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290.
Mínstund frett@mbl.is
25 notendur | Fyrirtæki sem sér íbúum
sem þess óska fyrir háhraðanettengingu hef-
ur verið starfrækt á Kópaskeri um skeið.
Guðmundur Magnússon er eigandi þess.
Hann sagði í samtali við vefinn dettifoss.is
að nú væru 25 notendur í áskrift hjá honum
og að nokkrir biðu eftir tengingu.
Framan af var þjónustan aðeins í boði á
Kópaskeri um símalínur Landssímans. En
nú er komið samband við nokkur hús í Núpa-
sveit, þráðlaust um örbylgu, og í athugun er
að koma upp sambandi niður í Öxarfjörð sem
margir bæir þar gætu notað og jafnvel ein-
hverjir bæir í Kelduhverfi.
Úr
bæjarlífinu
HÉÐAN OG ÞAÐAN
Ókeypis nettenging | Fyrirtækið Emax
hefur hafist handa við að koma á þráðlausu
netsambandi á heimili í Skilmannahreppi.
Fram kemur á vefnum hvalfjordur.is að all-
ir íbúar hreppsins eiga kost á ókeypis teng-
ingu og rekstri fyrsta árið, eigi þeir tölvu-
búnaðinn sem til þarf. Gert er ráð fyrir að
lokið verði við að tengja í endaðan apríl.
Óvenjulegur viðskiptavinur | Haftyrðill
kom inn í söluturn Skeljungs í Bolungarvík
í fyrrakvöld. Hann fékk ekki afgreiðslu eins
og aðrir viðskiptavinir heldur var honum
stungið ofan í sælgætisdós og ekið niður að
höfn. Á vef Náttúrustofu Vestfjarða kemur
fram að hann hafi ekki viljað fara þá þannig
að hann fékk gistingu um nóttina og átti að
sleppa honum í gær.
Haftyrðillinn er minnsti svartfugl Norð-
ur-Atlantshafs en aftur á móti stærsti
svartfuglastofn þess sama svæðis. Haftyrð-
ill flækist hér til landsins yfir vetur og sést
oft mikið af honum norðan- og austanlands.
Hann villist oft inn til landsins undan vindi
og er það því ekkert óvenjulegt að það sjá-
ist fáeinir fuglar uppi í bæ í Bolungarvík.
Gunnar Gunnarssonorganisti og Sig-urður Flosason
saxófónleikari halda tón-
leika í Stokkseyrarkirkju
á morgun, fimmtudaginn
16. desember, og hefjast
þeir klukkan 20.30. Gert
verður hlé á tónleikunum
og fer síðari hluti þeirra
fram á Tónminjasafninu á
Stokkseyri, en það er
handan götunnar.
Tónleikarnir eru haldn-
ir í tilefni af útkomu
geisladisksins Drauma-
landsins, en hann kom út
um miðjan nóvember. Á
diskinum leika Sigurður
Flosason og Gunnar
Gunnar Gunnarsson
þrettán íslensk ættjarð-
arlög í eigin útsetningum,
en þar gegnir spuni stóru
hlutverki.
Þess má geta að þetta
verða síðustu tónleikar
Sigurðar og Gunnars fyrir
jól, en þeir hafa und-
anfarið kynnt Drauma-
landið á tónleikum víða
um land.
Draumalandið
á Stokkseyri
Fjórir söngelskirungir menn úrLaugarási í Bisk-
upstungum syngja saman
við ýmis tækifæri og
nefna sig að sjálfsögðu
Laugaráskvartettinn.
Þeir sungu meðal annars
fyrir gesti á jólahlaðborði
á Hótel Heklu á Skeiðum
við góðar undirtektir og
þar var myndin tekin. Eg-
ill Árni Pálsson er lengst
til vinstri, þá Hreiðar Ingi
Þorsteinsson, Þröstur
Freyr Gylfason og loks
Þorvaldur Skúli Pálsson.
Þeir félagarnir hafa
sungið saman í mörg ár
en undir þessu heiti frá
árinu 1997. Þá þurftu
þeir að finna sér nafn
vegna auglýsingar á tón-
leikum sem þeir héldu
fyrir sjúklingana á
Barnaspítala Hringsins í
Reykjavík. Þeir hafa oft
síðan sungið fyrir börnin
þar og haft mikla ánægju
af.
Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson
Söngelskir félagar
úr Laugarási
Skagfirska söng-sveitin fór utansumarið 1998 og
söng m.a. í Prag í Tékk-
landi. Íslensku ræðis-
mannshjónin, Þórir
Gunnarsson og Ingibjörg
Jóhannsdóttir, buðu
söngsveitinni heim til
sín. Seinna sama ár lá
leið tveggja kórfélaga
aftur til Prag. Bað for-
maður kórsins, Sölvi
Arnarson frá Sauð-
árkróki, Bjarna Stefán
Konráðsson á Sauð-
árkróki um að yrkja
þakkarvísur til ræð-
ismannshjónanna, sem
kórfélagarnir afhentu
þeim hjónum. Þær eru
svohljóðandi:
Hér í Prag um heiðan dag,
heyrast faguryrði,
er kyrjar lag með kátum brag,
kór úr Skagafirði.
Ykkur bresti aldrei lag,
eða festi vina.
Söngvaþrestir þennan dag
þakka gestrisnina.
Bjarni Stefán gaf um
síðustu helgi út bókina
„Þver(ar) sagnir“ með 69
ljóðum og vísnaflokkum,
sem ortir eru við marg-
vísleg tilefni.
Söngvaþrestir
pebl@mbl.is
Borgarnes | Bekkjarfélagar
Torfa Lárusar Karlssonar í
Grunnskólanum í Borgarnesi
hafa endurtekið leikinn frá því í
fyrra og gefa út jólakort til
styrktar honum. Torfi Lárus er
hér í fremstu röð.
Torfi Lárus er með sjaldgæf-
an sjúkdóm sem veldur ofvexti í
sogæðum og hefur hann mikið
verið frá vegna veikinda. Á liðnu
sumri fór hann í fjórar stórar
aðgerðir í Boston í Bandaríkj-
unum og fyrir liggur að hann
fari í fleiri aðgerðir fljótlega.
Þess vegna teiknuðu krakkarnir
jólamyndir sem foreldrafull-
trúarnir sáu um að láta prenta á
kort og koma í sölu. Jólakortin
eru vegleg og voru alls prentuð
fjögur þúsund kort.
Morgunblaðið/Guðrún Vala
Jólakort til styrktar Torfa Lárusi
Sauðárkrókur | Sveitarstjórn Skagafjarð-
ar samþykkti á fundi sínum í fyrrakvöld að
vísa erindi Vegagerðarinnar um breytingu
á tengingu Þver-
árfjallsvegar við
gatnakerfi Sauð-
árkróks til skipu-
lags- og bygginga-
nefndar
bæjarfélagsins til
umfjöllunar. For-
maður nefndar-
innar sat hjá við
þessa afgreiðslu í
sveitarstjórn og
tók fram að ekkert
hefði breyst sem gæfi tilefni til að taka
málið upp að nýju.
Ágreiningur hefur verið um tengingu
Þverárfjallsvegar við gatnakerfi Sauðár-
króks en til stendur að lagfæra hana vegna
aukinnar umferðar um Þverárfjall. Fyrri
sveitarstjórn samþykkti að tengingin yrði
beint norður úr aðalgötu bæjarins yfir nýja
brú á ósum Gönguskarðsár og er það köll-
uð neðri leið. Meirihluti fulltrúa í núver-
andi sveitarstjórn hefur tvisvar sinnum
samþykkt að valin skyldi leið nálægt nú-
verandi stað, svokölluð efri leið. Málið kom
enn einu sinni inn á borð sveitarstjórnar
eftir að byggðaráð hafði samþykkt að eðli-
legt væri að verða við erindi Vegagerðar-
innar að snúa aftur til neðri leiðarinnar
vegna kostnaðar og með því móti myndu
fást meiri lagfæringar á veginum.
Fulltrúi Skagafjarðarlistans sem er í
minnihluta í sveitarstjórn lagði til að mál-
inu yrði vísað til skipulags- og bygginga-
nefndar til umfjöllunar og henni falið að
ræða við fulltrúa atvinnulífs, Vegagerðar
og samgönguyfirvalda. Var tillagan sam-
þykkt með atkvæðum sjö bæjarfulltrúa af
níu. Bjarni Maronsson, einn fulltrúa Sjálf-
stæðisflokksins sem er í meirihluta, sat hjá
við afgreiðsluna en hann er jafnframt for-
maður skipulags- og bygginganefndar. Lét
hann bóka að frá því 1. apríl 2003, er skipu-
lags- og bygginganefnd hafi samþykkt
samhljóða tengingu um efri leið, hafi ekk-
ert komið fram sem gefi tilefni til breyt-
inga á skipulaginu. Brýnt sé að hafnar
verði framkvæmdir hið fyrsta.
Tillögu um
breytta veg-
tengingu vís-
að til nefndar
Skötuveisla í Vogum | Lionsklúbburinn
Keilir í Vogum verður með sína árlegu
skötuveislu næstkomandi laugardag. Veisl-
an verður í húsnæði klúbbsins að Aragerði
2. Veislan stendur allan daginn, því hún
hefst klukkan 12 á hádegi og lýkur kl. 22.
Auk skötunnar verður boðið upp á saltfisk
og siginn fisk ásamt meðlæti.
Vinátta
JÓLAGJÖF JEPPAMANNSINS
HÁLENDISHANDBÓKIN
2004
GEISLADISKUR ME‹ MYNDSKEI‹UM AF ÁTTATÍU VÖ‹UM, KORTUM OG LJÓSMYNDUM
ALLAR HELSTU LEI‹IR Á HÁLENDINU
NÚ ER HÆGT A‹ UNDIRBÚA SUMARFER‹INA ME‹ fiVÍ A‹
SKO‹A GEISLADISKINN OG LESA BÓKINA
MYNDIR EFTIR PÁL STEFÁNSSON LJÓSMYNDARA
Borgartúni 23 ı 105 Reykjavík ı sími: 512 7575 ı www.heimur.is