Morgunblaðið - 16.12.2004, Síða 24
24 FIMMTUDAGUR 16. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ
MINNSTAÐUR
TALIÐ er að um 800 til 1.000 sjúk-
lingar muni á ári hverju nýta sér
nýja þjónustu við Fjórðungssjúkra-
húsið á Akureyri, en þar var í gær
tekið í notkun nýtt og fullkomið
segulómtæki. Þjóðhagslegur sparn-
aður mun nema allt að 30 milljónum
króna á ári.
Jón Kristjánsson heilbrigðisráð-
herra, sem tók tækið formlega í
notkun, sagði það festa það hlutverk
sjúkrahússins, að vera eina há-
tæknisjúkrahúsið utan höfuðborgar-
svæðisins, í sessi. „Við erum að
stíga risaskref hvað varðar framtíð
sjúkrahússins, en það mun hér eftir
veita enn betri þjónustu en áður,“
sagði ráðherra og gat þess í ræðu
sinni að staða sjúkrahússins væri
einkar góð og því vel stjórnað.
Halldór Jónsson forstjóri FSA
sagði að um framfaraspor væri að
ræða hvað varðar rannsóknir og
þjónustu, en tækið gerði að verkum
að nokkur hundruð sjúklingar sem
áður þurftu að sækja suður þá þjón-
ustu sem segulómtækið býður upp á
gætu nú nýtt hana í heimabyggð.
Segulómtækið er keypt á rekstr-
arleigusamningi til 5 ára með mögu-
leika á framlengingu í 2 ár og er ár-
legur kostnaður um 30 milljónir
króna fyrstu 5 árin en minni eftir
það.
Þorvaldur Ingvarsson lækninga-
forstjóri FSA nefndi að á síðast-
liðnum árum hefðu um 400 manns
farið til Reykjavíkur til að komast í
segulómtæki, en þörfin hefði aukist
ár frá ári og nú væri áætlað að allt
að 1.000 manns myndu nýta sér
þjónustuna árlega. Um 6–8 vikna
biðtími er syðra eftir að komast í
tækið. Tryggingastofnun ríkisins
hefur greitt
um 35 millj-
ónir króna á
ári vegna
ferða sjúk-
linga af upp-
tökusvæði
FSA í tækið
syðra og þá
er ferða-
kostnaður
áætlaður um
32 milljónir,
þannig að kostnaður nemur um 67
milljónum króna. „Þetta er einfald-
lega besta lausnin, þetta er þjóð-
hagslega hagkvæmt,“ sagði Þor-
valdur, en með tilkomu tækisins
mun ferðakostnaðurinn sparast sem
og vinnutap manna og fleira.
Bætt hefur verið við stöðugildum
starfsfólks á myndgreiningardeild
og fær það sérstaka þjálfun til að
vinna með tækið. Halldór Bene-
diktsson yfirlæknir myndgreining-
ardeildar sagði tækið byggja á
tveimur kröftum; segulsviði og
útvarpsbylgjum, en það er frá
Siemens. Möguleikar aukast mjög
varðandi greiningar- og rannsóknir
á taugakerfi, einkum heila og
mænu, stoðkerfi, hrygg, liðum,
vöðvum, sinum og ýmsum stoðvefj-
um. Einnig breytir það miklu varð-
andi æðarannsóknir og í vaxandi
mæli önnur líffærakerfi auk þess
sem það nýtist vel við krabbameins-
eftirlit.
Fullkomið segulómtæki í notkun á FSA
Allt að 1.000 sjúk-
lingar munu nýta
sér tækið á ári
Þjóðhagslegur sparnaður um
30 milljónir króna árlega
ÞAÐ lá vel á börnunum í fyrsta
bekk í Brekkuskóla, en þau voru á
dögunum að búa til jólakort í skól-
anum. Þá voru þau líka að föndra
ýmislegt fyrir jólin, t.d. að líma
saman sykurmola og búa þannig til
einhvers konar snjóhús sem ætlað
er undir sprittkerti.
Morgunblaðið/Kristján
Föndrað fyrir jólin
MIRALE
Grensásvegi 8
108 Reykjavík
sími: 5171020
Opið:
mán. - föstud.11-18
laugard.11-15
Spennandi
gjafavörur og húsgögn
Vöggusæn
gur
vöggusett
PÓSTSENDUM
Skólavörðustíg 21 ● sími 551 4050 ● Reykjavík