Morgunblaðið - 16.12.2004, Page 32
S
igmúnd Jóhansson hefur getið
sér orð fyrir færni í listgrein
sem hefur ekki notið mikillar
viðurkenningar hér landi í ár-
anna rás, eins og Sigmúnd hefur
sjálfur bent á. Hugtakið skop-
mynd er tæpast réttnefni á
myndum Sigmúnds, því þótt
hann bregði skoplegu ljósi á at-
burði og málefni samtímans gerist það oftar en
ekki að berstrípaður sannleikurinn hrópi á mann
úr svarthvítum pennateikningunum. Myndir Sig-
múnds sanna orðtækið um að ein mynd segi
meira en þúsund orð. Hann hefur þróað list sína í
meira en fjóra áratugi og í myndum hans kristall-
ast það sem hefur verið efst á baugi í þjóðfélag-
inu á hverjum tíma, ásamt helstu persónum og
leikendum. Myndir Sigmúnds eru því sannkall-
aður aldarspegill undanfarinna áratuga.
Lokaðu augunum og teiknaðu
Sigmúnd heitir fullu nafni Sigmúnd Johanson
Baldvinsen. Faðir hans íslenskur og móðirin
norsk. Sigmúnd fæddist í Noregi og kom til Ís-
lands þriggja ára gamall með foreldrum sínum.
Hann ólst upp fyrir norðan en eignaðist konu úr
Vestmannaeyjum, Helgu Ólafsdóttur, og hefur
verið búsettur þar lengi. Hann var fyrst spurður
hvernig ferill hans sem teiknara hafi byrjað.
„Ég byrjaði að teikna í blöð 1960 eða 1961. Þá
gerði ég forsíður fyrir Vikuna og Fálkann,“ segir
Sigmúnd. Hann segist hafa haft gaman af að
teikna frá barnæsku, þegar hann gekk í Barna-
skólann á Akureyri.
„Þar var kennslukona sem kenndi mér „trixið“.
Uppskriftin hennar var: Lokaðu bara augunum
og teiknaðu það sem þú sérð! Ég notaði þessa að-
ferð lengi en þarf ekki lengur að loka augunum
til að sjá hvað ég á að teikna. Ég hef oft hugsað
til þessarar konu með hlýhug.“
Það fór ekki leynt að drengurinn var drátt-
hagur. Sumir töldu að þarna leyndist listamanns-
efni og var Sigmúnd sendur til Reykjavíkur þar
sem Kurt Zier rak Myndlista- og handíðaskólann.
„Ég var þar í mánuð. Þá var verið að finna hvort
menn væru hæfir til að teikna eftir módelum og
alls konar hlutum. Ég teiknaði bara eins og
venjulega, en blaðið nægði mér aldrei! Ég var
alltaf að skreyta í kringum aðalmyndina með
myndum af kennurum og fleiru. Eftir þennan
mánuð var ég kallaður fyrir Kurt Zier og tilkynnt
að ég hefði ekki þá hæfileika sem þyrfti til að
vera listamaður. Ég eiginlega þakka Guði í dag
fyrir að ég skyldi ekki vera talinn listamanns-
efni.“
Þrátt fyrir þennan úrskurð blandast fáum hug-
ur um að Sigmúnd er listamaður á sínu sviði.
Hann segir að myndlistargrein sín hafi aldrei not-
ið tilhlýðilegrar viðurkenningar hér á landi.
„Menn hafa gaman af henni, en gjarnan afgreitt
sem skrípamyndir. Fólk sem uppgötvar hver ég
er segir: Já, þú teiknar skrípamyndir í Moggann,
en hvað gerir þú annars?“
Sigmúnd segist ekki skilgreina myndir sínar
sem skopmyndir, samkvæmt þess orðs hljóðan.
„Þarna er bara verið að sýna daglegt líf og at-
burði í þessu ljósi. Bæði til að fólk geti haft gam-
an af því og skilji hvað er að gerast, jafnvel á bak
við tjöldin.“
Öguð vinnubrögð
Hver mynd Sigmúnds á nokkurn aðdraganda.
Hann segist yfirleitt vinna að fjórum myndum
samtímis. Dag hvern verður hann að skila fullbú-
inni mynd til birtingar í Morgunblaðinu jafnhliða
því að undirbúa næstu myndir. En hvernig verð-
ur mynd til?
„Fyrst geri ég eina litla skissu á pínulítið blað.
Geri svo aðra á stærra blað og tíni þá til smáat-
riðin. Loks teikna ég síðustu myndina fríhendis á
sérstakan pappír sem er góður fyrir blekpenna.
Ég hef bara þennan ferhyrning í Morgunblaðinu
og verð að fylla inn í hann. Það er svolítið erfitt
fyrir teiknara að þurfa að fylla inn í svona form.
Það er hvorki hægt að hafa myndina á hæðina né
breiddina.“
Sigmúnd stefnir að því að ljúka hreinteikningu
myndar að kvöldi og byrjar svo næsta vinnudag á
að tússa myndina og fullklára. Síðan hefst hann
Spegilmyndir s
Teikningar Sigmúnds Jóhans-
sonar fyrir Morgunblaðið end-
urspegla þjóðlífið í meira en
fjóra áratugi. Í gær keypti ríkið
10 þúsund teikningar hans og
hyggst gera þær aðgengilegar
á Netinu. Guðni Einarsson
heimsótti Sigmúnd í Vest-
mannaeyjum.
Sigmúnd Jóhansson teiknari og Halldór Ásgríms
ríkisins á 10 þúsund myndum eftir Sigmúnd í Ve
Fyrsta mynd Sigmúnds Jóhanssonar birtist í Morg
unblaðinu 25. febrúar 1964 og var teiknuð eftir að
Frakkar urðu fyrstir í land í Surtsey. Síðan eru
myndir Sigmúnds orðnar um tíu þúsund talsins.
32 FIMMTUDAGUR 16. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Hallgrímur B. Geirsson.
Styrmir Gunnarsson.
Framkvæmdastjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjórar:
Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
TIL HJÁLPAR FISCHER
Fyrsti leikurinn í fléttunni til aðfrelsa Bobby Fischer hefurverið leikinn. Utanríkisráðu-
neytið tilkynnti í gær að ákveðið
hefði verið að verða við beiðni Fisch-
ers um dvalarleyfi á Íslandi. Framtíð
hans hefur verið í fullkominni óvissu
frá því að hann var kyrrsettur á flug-
vellinum í Tókýó í júlí og síðan hefur
hann verði hafður í haldi í Japan.
Hinn 26. nóvember barst Davíð
Oddssyni utanríkisráðherra umsókn
um dvalarleyfi og sendi hann um-
sóknina til Útlendingastofnunar til
meðferðar. Georg Kr. Lárusson, for-
stjóri Útlendingastofnunar, segir í
samtali við Morgunblaðið í dag að
stofnunin hafi í samráði við dóms-
málaráðherra og utanríkisráðherra
tekið þá ákvörðun að veita honum
dvalarleyfi án þess að skilgreint sé
um hvers konar dvalarleyfi sé að
ræða.
Bobby Fischer hefur ávallt verið
sérlundaður en snilli hans fór aldrei
á milli mála. Honum skaut upp á
stjörnuhimin skáklistarinnar með
ógnarhraða og sigraði andstæðinga
sína með slíkum yfirburðum þegar
hann ávann sér réttinn til að skora á
heimsmeistarann að með ólíkindum
þótti. Heimsmeistaraeinvígi Borís
Spasskís og Fischers á Íslandi árið
1972 vakti heimsathygli. Þar áttust
ekki aðeins við tveir fremstu skák-
menn heims. Talað var um einvígi
aldarinnar og varð það ein birting-
armynd kalda stríðsins og þar áttust
við fulltrúi sovésku mulningsvélar-
innar í skák og bandaríski einfarinn
sem lét sér ekkert fyrir brjósti
brenna og mátti einu gilda þótt veru-
leikinn bæri ímyndinni ekki vitni.
Fischer varði aldrei heimsmeist-
aratitilinn, sem hann náði af Spasskí
í Reykjavík, en 20 árum síðar féllust
þeir á að leiða saman hesta sína á ný.
Einvígið fór fram í Belgrad í trássi
við alþjóðlegar refsiaðgerðir á hend-
ur gömlu Júgóslavíu og allar götur
síðan hefur Fischer verið eftirlýstur
af bandarískum yfirvöldum.
Ákvörðunin um að veita Fischer
dvalarleyfi er aðeins fyrsti leikurinn
í skákinni um framtíð hans. Í Morg-
unblaðinu í dag kemur fram að sam-
kvæmt upplýsingum frá japanska
sendiráðinu hér á landi sé það undir
dómstólum í Tókýó komið hvort
Fischer fái að yfirgefa Japan. Þá
bendir Georg Kr. Ólafsson á að í gildi
séu samningar við Bandaríkin um
framsal sakamanna og íslensk
stjórnvöld yrðu því skuldbundin til
að framselja Fischer færu bandarísk
stjórnvöld fram á það. Eftir að
Fischer var handtekinn hafa lög-
fræðingar hans barist gegn því fyrir
dómstólum að honum yrði vísað úr
landi og framseldur til Bandaríkj-
anna þar sem hann er enn eftirlýst-
ur.
Fischer er mörgum Íslendingum
kær eftir einvígið 1972 og ljóst að
margir hér á landi hafa hugsað til
hans í prísundinni í Japan. Hópur
forustumanna í íslensku skáklífi og
velunnara Fischers hefur þó gengið
lengra og þrýst á íslensk stjórnvöld
um að leggja honum lið. Fischer hef-
ur látið ýmis ógeðfelld ummæli falla í
fjölmiðlum en hann á ekki að gjalda
þeirra. Íslensk stjórnvöld hafa
ákveðið að tefla djarft og það er
reisn yfir þeirri ákvörðun Davíðs
Oddssonar að bjóða Fischer dvalar-
leyfi hér á landi. Bandarísk og jap-
önsk yfirvöld eiga sömuleiðis að sýna
einum mesta skáksnillingi sögunnar
þá reisn og virðingu að láta af óbil-
girni sinni gagnvart honum og leyfa
honum að koma til Íslands.
TVÍTYNGDAR HETJUR Á HVÍTA TJALDINU
Það er ekki einungis mannfólkiðhér á landi sem er tvítyngt í vax-
andi mæli, heldur einnig hetjur hvíta
tjaldsins eins og fram kom í Morgun-
blaðinu í gær. Hér er fyrst og fremst
um að ræða talsettar teiknimyndir
sem eru ætlaðar börnum eða jafnvel
aðrar kvikmyndir sem einnig eru við
barna hæfi.
Með víðtækari dreifingu kvik-
mynda, ekki síst á mynddiskum, hef-
ur opnast markaður þar sem það
virðist skipta miklu hvort myndir
eru eingöngu á frummálinu eða líka
talsettar. Á mynddiskunum er nefni-
lega hægt að velja á milli frummáls
myndarinnar og íslenskrar útgáfu,
sem auðvitað þjónar yngstu áhorf-
endunum sem hvorki búa yfir mála-
né lestrarkunnáttu vel. Haft er eftir
Birgi Sigfússyni hjá Sambíóunum að
það skipti miklu máli fyrir mynd-
diskaútgáfuna að íslensk talsetning
sé í boði.
Þessi þróun er ákaflega ánægjuleg
og bendir til þess að foreldrar og
aðrir sem kaupa mynddiska fyrir
börn séu meðvitaðir um mikilvægi
þess að börnin horfi á myndirnar
með íslensku tali. Enda þótt full
ástæða sé til að hafa efasemdir um
kosti þess að talsetja allar kvik-
myndir eins og víða er gert erlendis
– fyrst og fremst vegna þess að það
vegur mjög að listrænu framlagi
leikaranna að taka frá þeim jafn-
veigamikinn þátt leikrænnar túlkun-
ar og sjálft málið – leikur enginn vafi
á menningarlegu gildi þess fyrir
yngstu aldurshópana. Vel talsett
barnamynd er ekki síður til þess fall-
in að örva málþroska og skilning
ungviðisins en upplestur úr góðri
bók og hefur því umtalsvert uppeld-
islegt gildi.
Miklu skiptir þó að þessi vinna sé
vel unnin og augljóst er að hér á
landi er mikið lagt í talsetningu kvik-
mynda. Að sögn Jakobs Þórs Ein-
arssonar, leikstjóra hjá Lotus-hljóð-
setningum, eru kröfurnar miklar,
„sérstaklega þegar kemur að því að
talsetja stórar myndir frá Holly-
wood, eins og t.d. frá Disney,“ en
hann bætir því við að íslensk talsetn-
ing hafi alltaf staðist þær kröfur og
einnig hlotið lof fyrir vinnubrögðin.
Það er því ekkert skrýtið og í raun
ákaflega ánægjulegt að „yngri áhorf-
endur, þeir sem hvorki lesa texta né
skilja ensku, kjósa [...] miklu fremur
að sjá íslensku útgáfuna og eru bók-
staflega farnir að gera þá kröfu að
hetjur þeirra á hvíta tjaldinu mæli á
móðurmálinu“, eins og segir í um-
fjölluninni.
HALLDÓR Ásgrímsson, forsætisráðherra, byrja
daginn í Vestmannaeyjum í gær á því að heim-
sækja Sigmúnd Jóhansson teiknara, ásamt nokk
um þingmönnum Suðurkjördæmis og embætt-
ismönnum. Eftir undirritun samningsins á
veitingahúsinu Fjólunni var Halldór tekinn tali o
spurður hvað honum þætti um myndir Sigmúnds
en Halldór hefur oft verið viðfangsefni teikn-
arans.
„Mér hefur ekki alltaf líkað það, ekkert frekar
en öðrum,“ sagði Halldór og brosti. „Manni finns
þetta vera orðinn sjálfsagður hluti af tilverunni.
Hann gerir grín að okkur öllum [stjórnmálamön
um] með jákvæðum hætti og hugarfari. Það er sv
einstakt við Sigmúnd að hann nálgast allt sem
hann gerir með jákvæðu hugarfari. Þó að við
séum stundum sett í það ljós sem við vildum ef til
vill ekki vera í þá vitum við að það býr góður hug
ur þar að baki. Umfram allt mikil kímnigáfa og
þessi einstaka gáfa að koma því í myndrænt
form.“
Halldór sagðist hafa byrjað á að safna myndum
Sigmúnds af sér, en svo gefist upp á því. „Ég er
búinn að vera á Alþingi í 30 ár af þeim 40 sem
hann hefur verið að teikna. Ég er sá stjórn-
málamaður sem hefur verið lengst undir penna
Sigmúnds af þeim sem nú sitja á þingi.“
Sigmúnd blandaði sér í samtalið og sagðist ald
ei hafa getað teiknað Halldór. „Ég hef bara sett
svona symból á hann og allir vita að þetta er Hal
dór!“
„Hann teiknaði mig alltaf sem konu,“ sagði
Halldór og virtist ekki alveg sáttur við það.
„Já, það er symból – Framsóknarmaddaman –
það tekur sig mjög vel út,“ sagði Sigmúnd. Þeir
Halldór ræddu síðan hvaðan maddaman væri æt
uð. Þeir fundu út að líkast til væri það úr skop-
tímaritinu Speglinum.
Grín með
jákvæðum hætti