Morgunblaðið - 16.12.2004, Page 34

Morgunblaðið - 16.12.2004, Page 34
34 FIMMTUDAGUR 16. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN A llt frá því að fyrst frétt- ist að í undirbúningi væri að koma á fót al- þjóðastofnun, er bæri heitið Sameinuðu þjóðirnar, voru íslensk stjórnvöld áhugasöm um að fá þar aðild. Íslendingar urðu að vísu ekki stofnaðilar að samtökunum 1945. Ástæðan var sú að íslensk stjórn- völd treystu sér ekki til að lýsa yfir stríði á hendur Þýskalandi og Jap- an. Eins og vikið var að á þessum vettvangi 4. desember sl. er ekki víst að allir eigi auðvelt með að skilja í dag hvers vegna íslenskir ráðamenn voru ekki reiðubúnir til að stíga þetta skref (síst af öllu er hægt að ætlast til þess að lesendur The New York Times skilji það, en þeim mun víst verða gert þetta kunnugt innan fárra vikna að frumkvæði svokall- aðrar Þjóðarhreyfingar). Einhverjir kunna að segja að skýringin sé sú að Íslendingar séu í eðli sínu einstaklega friðsöm þjóð. Sem er auðvitað tóm vitleysa, Ís- lendingasögurnar sem við hömpum svo mjög eru auðvitað sönnun fyrir hinu gagnstæða (að maður taki nú ekki dæmi úr fréttatímum samtím- ans). Manni virðist helst sem prakt- ískt mat hafi ráðið afstöðu íslenskra stjórnvalda 1945, Íslendingar hefðu engan her og ættu engin vopn og því væri þeim í reynd ómögulegt að segja annarri þjóð stríð á hendur, slík yfirlýsing yrði í raun alltaf sýndarmennska. Því ber þó að halda til haga að ís- lenskir sósíalistar voru reiðubúnir til að hlíta áðurnefndum skilyrðum fyrir stofnaðild að SÞ og Valur Ingi- mundarson segir frá því í bók sinni Ísland í eldlínu kalda stríðsins, sem út kom 1996, að svo virðist sem Ólafur Thors, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, hafi í fyrstu einnig hallast að því að ganga að skilyrðum stórveldanna. Síðar hafi hann lagst á sveif með þeim sem voru því andvígir (sjá bls. 37). Ísland þurfti þó ekki að bíða þess lengi að fá aðild að SÞ, það gerðist í nóvember 1946. En hvað skýrði áhuga ráðamanna á að fá þar inni strax í upphafi? „Í fyrsta lagi hafði Ísland sterk- an, pólitískan vilja til að gerast með- limur í Sameinuðu þjóðunum,“ segir Valdimar Unnar Valdimarsson í bókinni Ísland í eldlínu alþjóðamála (bls. 52) sem kom út 1993, nokkru eftir andlát hans. Þjóðin hafi þá ný- lega öðlast fullt sjálfstæði og yfir- völdum hafi verið í mun að innsigla þá stöðu. „Það yrði annars vegar gert með því að sýna fullan vilja og getu til að taka þátt í alþjóða- samvinnu á hæstu stigum, og hins vegar með því að öðlast formlega og óformlega viðurkenningu annarra ríkja á stöðu Íslands sem sjálfstæðs ríkis. Aðild að Sameinuðu þjóðunum var augljós leið að slíku markmiði,“ segir Valdimar. Hann segir aðildina að SÞ einnig hafa tengst áhyggjum sem menn höfðu af langtímaöryggi Íslands. Styrjöldin 1939–1945 hafi þvingað Ísland til að snúa baki við hlutleysi og fylgja bandamönnum gegn Hitl- ers-Þýskalandi (athyglisvert að menn skyldu þó ekki vilja stíga skrefið til fulls og lýsa yfir stríði á hendur Þjóðverjum). Segir Valdi- mar að með því að gerast aðili að SÞ hafi Ísland verið að undirstrika þessa stefnubreytingu (bls. 53). SÞ-aðild hafi einnig þjónað efna- hagslegum markmiðum, auk þess sem hún reyndist leið til að fást við vandamál sem tengdust smæð ís- lenska stjórnkerfisins. Og nú vilja Íslendingar, sextíu ár- um síðar, í fyrsta sinn fá sæti í ör- yggisráði SÞ – helstu valdastofnun samtakanna, þeirri þar sem allar meiriháttar ákvarðanir eru teknar. Rökin eru í reynd alls ekki ósvipuð þeim sem réðu afstöðu Íslendinga 1945; semsé að mikilvægt kunni að vera fyrir litla, sjálfstæða þjóð að gera sig gildandi á alþjóðavettvangi. Það mun aðeins einu sinni áður hafa verið rætt af einhverri alvöru að Ísland sæktist eftir sæti í örygg- isráðinu. Ólafur Egilsson sendi- herra rifjaði það upp í samtali við mig að í utanríkisráðherratíð Geirs Hallgrímssonar 1983–1986 hefði verið ákveðið að stefna að framboði. Það hafi verið mat manna að með því móti myndi skapast betra tæki- færi en áður til að vinna að- framgangi þeirra hugsjónamála sem íslensk utanríkisstefna byggð- ist á. Ísland var á leið inn í Efnahags- og félagsmálaráð SÞ (átti þar sæti 1986–1988) og segir Ólafur að gott hafi þótt að fá reynslu af því starfi fyrst, áður en ráðist væri í framboð til öryggisráðsins. Kveðst Ólafur minnast þess að hafa tilkynnt norrænum starfs- bræðrum sínum, sem sinntu mál- efnum SÞ, að Ísland væri að hug- leiða framboð og að íslensk stjórnvöld vonuðust til þess að fá að komast inn í röðina sem hefði verið meðal Norðurlandaþjóðanna um framboð til öryggisráðsins. Norð- urlöndin hefðu setið í öryggisráðinu oftar en ella af því að Ísland hefði haldið sig til hlés og því væri sann- gjarnt að við gætum komið inn í röðina með lágmarksfyrirvara. Geir hætti sem utanríkisráðherra 1986 og þá féll málið niður. Óvissa var um það hversu lengi Matthías Á. Mathiesen, eftirmaður hans, myndi gegna störfum utanrík- isráðherra og í hönd fór einnig erfið samningagerð við Bandaríkin um sjóflutninga fyrir varnarliðið, flug- stöðin í Keflavík var þá í byggingu, auk þess sem leiðtogafundur Reag- ans og Gorbachevs var haldinn hér á landi 1986. Lítill tími mun því hafa gefist til langtímaáætlanagerðar. Í utanríkisráðherratíð Jóns Bald- vins Hannibalssonar (1987–1995) kröfðust stóru málin, gerð EES- samningsins og málefni Eystra- saltsríkjanna, mikils tíma og má ætla að lítið ráðrúm hafi verið til að huga að framboðsmálum. Og það var svo ekki fyrr en Halldór Ás- grímsson hafði setið dágóðan tíma sem utanríkisráðherra sem hug- myndin um öryggisráðsaðild komst á rekspöl. Ísland í framboð Það mun aðeins einu sinni áður hafa verið rætt af einhverri alvöru að Ísland sæktist eftir sæti í öryggisráðinu. Ólafur Egilsson sendiherra rifjaði það upp […] að í utanríkisráðherratíð Geirs Hallgrímssonar 1983–1986 hefði verið ákveðið að stefna að framboði. VIÐHORF Eftir Davíð Loga Sigurðsson david@mbl.is ÝMIS meinfýsni hefur fengið að leika lausum hala í fjöl- miðlum að undanförnu varðandi það átak þjóð- arhreyfingarinnar – með lýðræði að gangast fyrir birtingu yfirlýs- ingar í New York Tim- es, þar sem satt og rétt skal frá því skýrt, að á bak við tilkynningu for- sætisráðherra í mars 2003, sem leiddi til að Ísland var sett á lista hinn vígfúsu þjóða, hafi staðið lítill minnihluti þjóðarinnar samkvæmt skoðanakönnunum, og að auki hafi þeir tveir menn, sem ákvörðunina tóku, ekki hirt um að leggja hana fyrir nokkur löglega kjörin stjórn- völd. Forsætisráðherra kvað upp úr með það í ræðu á Alþingi fyrir skömmu að hvergi á byggðu bóli í heiminum færi fram önnur eins vit- leysisumræða um Íraksmálið eins og hér á landi. Það má til sanns vegar færa ef aðaláherslan er lögð á vit- leysis-. Ég veit ekki til að annars staðar hafi málflytjendur verið kall- aðir uppnefnum á borð við „meinfýsnishlakk- andi úrtölumenn“ eða „afturhaldskommatitt- sflokkur“. En for- sætisráðherrann fylg- ist illa með, ef hann veit ekki að allur heim- urinn er logandi í um- ræðum um upphaf og framvindu þessa stríðs í Írak, og sú krafa hef- ur verið reist á hverju þjóðþinginu eftir ann- að að rannsókn fari fram á því með hvaða hætti þjóðirnar voru blekktar til fylgis við þetta stríð. Því að það tvennt varð lýðum ljóst þegar kom fram á þetta ár, að Saddam átti eng- in gereyðingarvopn, hann hafði framfylgt ályktunum Sameinuðu þjóðanna um eyðingu þeirra og Vesturlöndum stóð engin ógn af honum, þótt hann og fjölskylda hans héldi uppi innlendri ógnarstjórn með sama hætti og hann gerði meðan Bandaríkin sáu ekkert því til fyrir- stöðu að styðja hann sem „hófstill- ingaraflið“ á svæðinu. Forsætis- og utanríkisráðherra vilja ekki ræða þetta; þetta er fortíð og nú skal snúa sér að uppbyggingu og eflingu lýðræðis í Írak. Gagns- laust að velta sér upp úr fortíðinni, segja þeir. En heimurinn vill vita hvernig hann var dreginn út í þetta forað og hvernig hann á að forðast að sagan endurtaki sig. Í öðrum löndum þykir það alvarlegt mál, þegar stjórnmálamenn verða upp- vísir að blekkingum og enn verra ef logið er vísvitandi! Þá hefur verið spurt hvaða umboð „við“ höfum til að tala í nafni þjóð- „Vitleysisumræða“ Ólafur Hannibalsson fjallar um átak Þjóðarhreyfingarinnar ’Því verður ekki í mótimælt að við sem að þessari yfirlýsingu stöndum erum Íslend- ingar en ekki t.d. Alban- íumenn eða arabar.‘ Ólafur Hannibalsson MIKIL breyting hefur átt sér stað í uppbyggingu leikskóla um allt land á undanförnum árum, svo mikil að líkja má því við bylt- ingu. Nær öll börn ganga nú í leikskóla. Glæsilegar byggingar rísa, klippt er á borða og bæjar- og borg- arstjórar hreykja sér af því að biðlistar heyri brátt sögunni til. Við erum á góðri leið með að byggja upp fyrsta skólastigið. Kennarar og aðrir starfsmenn leikskóla hafa tekið þátt í þessum breytingum. Þeir hafa verið tilbúnir að auka við vinnu sína, taka þátt í þróunarverkefnum og bæta á sig sífellt fleiri verkefnum og fleiri börnum. Þeir hafa þannig tekið þátt í mikilli hagræðingu í rekstri skólanna og ég veit satt að segja ekki hvar hægt væri að finna smugu til enn meiri hagræðingar ef halda á uppi því þjónustustigi sem sveit- arfélögin hafa sett sér. En eru þá ekki allir sáttir og glað- ir? Þessari spurningu verð ég að svara neitandi. Menning og mannlíf býr í fólki ekki byggingum. Til að tryggja gæði í leikskólum þarf fag- menntaða kennara. Í dag er staðan sú að einungis um þriðjungur starfs- manna leikskóla hefur menntun leik- skólakennara. Starf leikskólakenn- ara er krefjandi og ábyrgðarmikið starf og skyldi maður því ætla að það væri sæmilega launað. Störf í leik- skólum eru hins vegar, svo ekki er um villst, vanmetin. Laun leik- skólakennara eftir 3ja ára háskólanám, sem lýkur með B.ed prófi, eru um 146.000 krónur á mánuði. Ég spyr: Eru þetta sanngjörn laun? Hvaða skilaboð eru það til ungs fólks sem hefur áhuga á að leggja fyrir sig kennarastarf á fyrsta skólastiginu? Kjarasamningar leikskólakennara voru lausir 31. ágúst sl. Samn- inganefnd Félags leikskólakennara hefur haldið 25 fundi með samn- inganefnd sveitarfélaganna. Fram að sl. föstudegi vorum við, sem eigum sæti í samninganefnd FL, bjartsýn á að samningar næðust sem allir væru sáttir við. Við teljum kröfur okkar réttlátar og sanngjarnar. Leikskóla- kennarar fara fram á að laun þeirra séu í takt við það sem gerist hjá öðr- um háskólahópum þ.á m. öðrum kennarahópum. Í samanburði við þá hafa laun leikskólakennara dregist verulega aftur úr og eru á botninum. Krafa félagsins er að þrítugur leik- skólakennari hafi ríflega 200.000 kr. í laun við lok samningstíma miðað við að samningstími nái fram á árið 2008. Þolinmæði leikskólakennara er ekki endalaus. Leikskólakennarar hafa aldrei farið í verkfall síðan þeir stofnuðu núverandi stéttarfélag 1989. Ég ætla svo sannarlega að vona að til þess þurfi ekki að koma. Samfélagið á rétt á því að leikskólakennarahóp- urinn þurfi ekki að vera settur í þá erfiðu stöðu neyðast til að taka ákvörðun um að leggja niður vinnu til að ná fram sanngjörnum kröfum. Ábyrgðin er þeirra sem reka leik- skólana þ.e. sveitarfélaganna. Forðumst verkfallsátök Þröstur Brynjarsson fjallar um kjaradeilu leikskólakennara ’Ábyrgðin er þeirrasem reka leikskólana, þ.e. sveitarfélaganna.‘ Þröstur Brynjarsson Höfundur er varaformaður Félags leikskólakennara. AKSTURSHRAÐI flutninga- bifreiða með stórar vinnuvélar á tengivagni er oft með ólíkindum mikill í borginni og í útjaðri borg- arinnar. Hið sama getur átt við víðar á land- inu. Ég verð ítrekað vör við mikinn aksturs- hraða ökumanna á þessum miklu bílum við flutning á þungum vinnu- vélum um Ártúnsbrekkuna og Vest- urlandsveginn. Í rigningarveðri í myrkrinu á morgnana sem við aðrar veðuraðstæður. Mér er ekki full- kunnugt um heildarþunga þessara ökutækja en hann nemur vafalaust tugum tonna. Afleiðingar umferð- aróhappa þeim tengdum gætu orðið mjög alvarlegar vegfarendum. Það má vel vera að blikkandi gul ljós við hliðarspegla ökumanna slíkra flutn- ingabíla skapi þeim sjálfum öryggis- tilfinningu á ferð sinni, en þeir eru að tefla öryggi annarra í umferðinni í hættu þegar þeir aka of hratt. Leikinn ökumaður tryggir ekki eftir á fremur en aðrir. Vinnuvél eða ann- að hlass ofan á tengivagni ökutækis getur losnað og fallið á aðrar bifreið- ar og farþega í þeim og heild- arþyngd ökutækis ein og sér getur reynst sérstaklega hættuleg við árekstur í umferðinni. Ökuhraða ber að miða við að- stæður með sérstöku tilliti til örygg- is annarra og ökumaður verður að taka tillit til hleðslu og þyngdar öku- tækis. Hraðinn má aldrei verða meiri en svo að ökumaður hafi fullt vald á ökutækinu. Í umferðarlögum segir að ökuhraði bifreiða, sem eru meira en 3.500 kg að leyfðri heild- arþyngd, megi aldrei vera meiri en 80 km á klst. Ökuhraði bifreiðar með eftirvagn eða skráð tengitæki má aldrei vera meiri en 80 km á klst. og ökuhraði bifreiðar með eftirvagn, sem er án hemla og meira en 750 kg að heildarþyngd, eða óskráð tengi- tæki má aldrei vera meiri en 60 km á klst. Þá getur ráðherra ákveðið reglur um sérstakan lægri hámarkshraða vélknúins ökutækis ef þess er þörf vegna hönnunar ökutækisins. Spurning er hvort nokkur vanþörf sé á því að endurskoða umferðar- lögin og árétta skyldur ökumanna stórra flutningabíla með þungt hlass til að sýna sérstaka varkárni. Í 36. gr.laganna er fjallað um nánar til- greindar aðstæður, s.s. við akstur í þéttbýli eða þegar útsýn er tak- mörkuð vegna birtu eða veðurs o.fl., þar sem kveðið er á um sérstaka skyldu ökumanna til að aka nægi- lega hægt miðað við aðstæður. Flutningar stórra vinnuvéla á milli vinnusvæða eru nauðsynlegur þátt- ur í verktakastarfsemi en sá flutn- ingur þarf að fara fram þannig að fullt tillit sé tekið til öryggis annarra vegfarenda. Set ég þessar athuga- semdir fram til umhugsunar. ÁSDÍS J. RAFNAR hæstaréttarlögmaður. Yfirgengilegur aksturshraði flutningabíla Frá Ásdísi J. Rafnar Ásdís J. Rafnar BRÉF TIL BLAÐSINS Morgunblaðið, Kringlunni 1, 103 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.