Morgunblaðið - 16.12.2004, Síða 35

Morgunblaðið - 16.12.2004, Síða 35
arinnar. Svarið er einfalt: „Við“ höf- um ekki tekið að okkur að tala í nafni þjóðarinnar, en höfum fullan rétt til að skýra frá því að fjórir af hverjum fimm Íslendingum hafa jafnan lýst sig andvíga Íraksstríðinu í skoð- anakönnunum og tilgreina hver fjöldi manna standi að greiðslu þess- arar auglýsingar með okkur í lok söfnunarinnar. Staðhæft hefur verið í greinum ýmissa höfunda að undanförnu, að í kosningum hafi þjóðin veitt tveimur mönnum umboð til að lýsa hverju því yfir sem þeim sýnist í nafni þjóð- arinnar. Þeir hafi fengið alræðisvald fram að næstu kosningum. Þetta er ekki rétt. Þessir tveir menn voru kosnir á þing og mynduðu rík- isstjórn í umboði þingsins og bera ábyrgð á gerðum sínum fyrir því. Lög þingsins – 24. grein þing- skapalaga – kveður svo á, að öll meiriháttar utanríkismál skuli bera undir utanríkismálanefnd, hvort sem þingið situr að störfum eða ekki. Það var einfaldlega ekki gert og er brot á lögum. Mikið hefur verið gert úr að yf- irlýsing okkar byrji á orðunum „Við, Íslendingar, mótmælum …“. Þetta þýði að nokkrir kaffihúsaspekingar, sem fordæmi ákvörðun tveggja manna, sem þó hafi verið kosnir í sínar trúnaðarstöður, ætli sér þá dul að tala í nafni þjóðarinnar allrar. Ekkert er fjær lagi. Því verður ekki í móti mælt að við sem að þessari yf- irlýsingu stöndum erum Íslendingar en ekki t.d. Albaníumenn eða arab- ar. Hvergi segir í yfirlýsingu Þjóð- arhreyfingarinnar „við allir Íslend- ingar“, eða „við íslenska þjóðin“. Þegar söfnuninni er lokið munum við gefa upp tölu þeirra Íslendinga sem hana hafa aðhyllst með fjár- framlagi á símareikninginn 90-20000 eða bankareikninginn 833 í SPRON. Þá er það tímasetningin. Af hverju núna? Af hverju ekki í fyrra? Já af hverju skyldu 53 breskir fyrr- verandi diplómatar og háttsettir stjórnarerindrekar hafa skrifað Tony Blair forsætisráðherra sínum bréf í lok apríl síðastliðins og for- dæmt stefnu hans í Írak og Palest- ínu. Af því að þá var komið í ljós að forsendur stríðsins voru rangar og upplognar og að stríðið var að snúast upp í meiriháttar ógæfu líkt og Afg- anistanstríðið, sem markaði endalok Sovétríkjanna, og Víetnamstríðið, sem til skamms tíma var Banda- ríkjamönnum stöðug viðvörun um að hernaðarmætti þeirra væru tak- mörk sett. Og þess vegna fylgdu í kjölfarið mótmæli frá 50 bandarísk- um fyrrverandi diplómötum, sem tóku undir orð Bretanna í maí. Í byrjun ágúst bættust 43 ástralskir fyrrverandi diplómatar og stjórn- arerindrekar í hópinn. Öll þessi mót- mæli birtust á auglýsingasíðum stór- blaða. Í október bættust Norðmenn í hópinn með auglýsingu í Wash- ington Post. Stríðið er heldur engan veginn bú- ið. Mánuðum eftir að lokum stríðsins var lýst yfir, með Bush í fullu úní- formi á dekki flugmóðurskips, þurfa amerískir hermenn að skjóta sér leið hús úr húsi með alvæpni í leit að „hryðjuverkamönnum“. Mannfall hefur aukist á báða bóga. Írakar eru ekki taldir. Hver og einn sem þar er drepinn, hvort sem eru karlar, kon- ur eða börn, er bara talinn til hins óhjákvæmilega mannfalls í stríði! Nafnlaust og án persónusérkenna. Einhvers staðar á bilinu 15–100.000 manns. Allt vegna þess að stöðva varð Saddam Hussein. Ef einn maður hefur framið glæp, er þá réttlæt- anlegt að sjálfskipuð lögregla brenni niður alla blokkina, sem hann býr í, með konum börnum og gamal- mennum, eða jafnvel heila hverfið til að refsa fyrir glæpi hans? Þannig hefur verið staðið að málum í Írak. Höfundur er blaðamaður og rithöfundur. MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. DESEMBER 2004 35 UMRÆÐAN HARÐIR - GÓÐIR JÓLAPAKKAR I I Topplyklasett Verð frá kr. 3.200 Rafhlöðuskrúfjárn Aðeins kr. 1.990 12v Loftdælur Verð frá kr. 1.990 Borðsmergel Verð frá kr. 3.500 Geirungssög Kr. 14.500 Verkfæratöskur Verð frá kr. 750 Auk þess: Skrúfjárnasett Háþýstiþvottatæki Loftpressur Handverkfæraúrval Súluborvél Kr. 7.900

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.