Morgunblaðið - 16.12.2004, Síða 50

Morgunblaðið - 16.12.2004, Síða 50
Grettir Smáfólk Kalvin & Hobbes ÞÚ ERT BÚINN AÐ VERA MJÖG ÓÞEKKUR, GRETTIR! ÉG RÆÐ EKKI VIÐ MIG... SUMIR SÓFAR ÆPA BARA Á MANN AÐ ÞEIR VILJI LÁTA KLÓRA SÉR ÉG FER ALDREI MEÐ ÞIG Í HÚSGAGNABÚÐ FRAMAR! ALDREI GAMAN MEÐ ÞÉR VONANDI KOMA ENGAR VAMPÍRUR Í KVÖLD ÉG HELD AÐ VIÐ SÉUM ÖRUGGARI NIÐRI Á BÓKA- SAFNI... UNDIR BORÐI HJÁLP! HJÁLP! HAUSINN Á MÉR HEFUR EINHVERN VEGINN SNÚIST VIÐ! HANN SNÝR AFTUR Á BAK!! SJÁÐU BARA! ÉG GET SÉÐ MIÐANN Á BOLNUM MÍNUM! NEI, BÍDDU! HÉRNA ER NAFLINN MINN. ÉG HLÝT AÐ HAFA FARIÐ Í BOLINN ÖFUGAN! ÞETTA ER ALLT Í LAGI, ÉG ER MEÐ HÖFUÐIÐ Á RÉTTUM STAÐ ÉG MUNDI NÚ EKKI SEGJA ÞAÐ... Lallli lánlausi SÁ SEM ER FYRSTUR AÐ KLÁRA DÆMIN FÆR NAMMI!! © LE LOMBARD BYRJIÐ NÚNA! OG ÉG VIL EKKI HEYRA EITT EINASTA HLJÓÐ! ÉG ER BÚINN KENNARI! LÁRUS!? MÁ ÉG FÁ NAMMIÐ MITT KENNARI? ÞÚ ÁTTIR AÐ SEGJA ÞAÐ STRAX AÐ SVÖRIN ÞYRFTU AÐ VERA RÉTT LÍKA!! Dagbók Í dag er fimmtudagur 16. desember, 351. dagur ársins 2004 Víkverji veltir þvístundum fyrir sér hvort það sé raun- verulega rétt að líf nú- tíma Íslendingsins einkennist af meira stressi, hraða og tíma- leysi en áður var þrátt fyrir uppþvottavélar, örbylgjuofna, allan skyndibitamatinn, tölvutæknina og allt það sem á að auðvelda og einfalda fólki lífið. Víkverji hefur reynd- ar aldrei heillast af kenningum um firr- ingu nútímamannsins en stundum vaknar með honum sá grunur að það sem á að létta og auð- velda mönnum lífið hafi einmitt gert það flóknara og kannski viðsjárverð- ara. En höfum við raunverulega minni tíma fyrir okkur sjálf og börn- in okkar en eldri kynslóðir? x x x Þegar Víkverji gerir dæmið upp oghorfir til þess tíma þegar hann var að alast upp fyrir eins og 30 ár- um grunar hann að nokkuð kunni að vera til í því, a.m.k. þegar horft er til summu þess tíma sem báðir for- eldrar leggja nú oft af mörkum til að sjá sér og sínum farborða. Þegar Víkverji var að alast upp vann faðir hans úti og undantekning- arlaust langan vinnu- dag. Móðirin var aftur á móti heimavinnandi lengi vel þannig að verkaskiptingin var nokkuð skýr sam- kvæmt gamla laginu. x x x Þegar Víkverji fer aðreikna þetta sam- an í huganum sýnist honum að fjölskylda hans þá (faðirinn) hafi kannski unnið um 60– 65 tíma á viku utan heimilisins. En þegar Víkverji tekur saman vinnu- tíma sinn og konunnar utan heimilis- ins þykir honum ekki fjarri lagi að þau vinni úti hátt í 100 klukkutíma í hverri viku. Víkverji og kona hans eyða því samanlagt umtalsvert minni tíma inni á heimilinu en for- eldrar Víkverja þegar hann var ung- ur. Að vísu var margt unnið inni á heimilinu á þeim tíma sem engum dytti í hug að gera nú en það foreldri sem þá bakaði, þvoði, sultaði, saum- aði, bjó til kæfu og o.s.frv. var þó engu að síður heima við og til staðar og gott af því að vita. Víkverji skrifar... | vikverji@mbl.is           Svissinn | Skáld og tónlistarmenn heimsóttu hina árlegu jólahátíð Bifreiða- verkstæðisins Svissins hjá Steina við Kársnesbraut í gær, lásu upp úr bókum og sungu. 15 ár eru síðan sú hugmynd kom upp að rífa niður menningarlegar girðingar með stofnun jólahátíðarinnar. Tolli Morthens segir Steina á Sviss- inum hafa átt frumkvæði að því, en menn hafi mikið rætt þá menningarlegu múra sem hafi verið ríkjandi. „Þá kom upp sú hugmynd að færa menninguna inn á þá staði sem yfirleitt voru afskiptir af því sem menn kalla menningu, þó að þeir séu í raun fullir af menningu,“ segir Tolli. Morgunblaðið/Jim Smart Sungið á Svissinum MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Aug- lýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.400 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 220 kr. eintakið mánudaga til laugardaga. Sunnudaga 350 kr. Þá hugsaði ég: Viska er betri en afl, en viska fátæks manns er fyrirlitin, og orðum hans er eigi gaumur gefinn. (Préd. 9, 16.)

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.