Morgunblaðið - 21.12.2004, Qupperneq 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 21. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
„Já, ég man eftir Árna Johnsen,
hann var svo skrítinn.“
Gísli á Uppsölum
„Þættir þeir, sem Árni skrifar
um vini sína, eru gagnorðir,
minna á stuttar gamansögur
... mergjuð tilsvör“
Erlendur Jónsson, Mbl.
1. prentun
uppseld
2. prentun
komin í
verslanir
Félagsvísindastofnun
7. – 13. des.
6.
Ævisögur og endurminningar
NEYTENDASAMTÖKIN hafa í
bréfi til Landsvirkjunar (LV) óskað
eftir upplýsingum um hvort uppi
séu áform um verðbreytingar hjá
fyrirtækinu um næstu áramót. Sé
það reyndin óska samtökin eftir
rökstuðningi vegna hækkunarinnar
og upplýsingum um hver hækkunin
verði í prósentum til dreifiveitna á
afhendingarstað (það er á sölu til
annarra en stóriðjuvera).
Neytendasamtökin segja í bréf-
inu að ástæða þessa sé að að und-
anförnu hafi fjölmiðlar fjallað um
ætlaðar rafvorkuverðshækkanir
um næstu áramót vegna breytinga
sem ný raforkulög hafa í för með
sér. Fullyrt hafi verið að hækkanir
geti numið allt að 10% og því óski
Neytendasamtökin eftir umrædd-
um upplýsingum frá Landsvirkjun.
Vilja vita hvort
LV hækki
ÓLAFUR Ó. Guðmundsson, yfir-
læknir á Barna- og unglingageðdeild
Landspítala – háskólasjúkrahúss,
segir aukningu umönnunarbóta
Tryggingastofnunar ríkisins til for-
eldra barna með geðraskanir að
vissu leyti áhyggjuefni. Hann segir
dæmi um að foreldrar reyni að við-
halda sjúkdómseinkennum barna
sinna til þess að halda bótunum. Það
hafi slæm áhrif á börnin. Hann legg-
ur áherslu á að dæmin séu undan-
tekningar fremur en regla. Þau gefi
þó tilefni til þess að gera athuga-
semdir við uppbyggingu trygginga-
kerfisins.
Í frétt Morgunblaðsins í síðustu
viku kom fram að fjöldi barna með
margs konar hegðunar- og geðrask-
anir, sem fá umönnunarmat frá
Tryggingastofnun ríkisins, hafi
meira en tvöfaldast undanfarin fimm
ár. Ólafur segir að bætur til foreldra
barna með geðraskanir fari fyrst og
fremst eftir því hvernig börnin hafi
verið greind. Í flokki fimm fái for-
eldrar t.d. svokölluð umönnunarkort
sem niðurgreiði þjónustu og lyf. Í
flokki fjögur fái foreldrar um tutt-
ugu þúsund kr. umönnunarbætur á
mánuði og í flokki þrjú fái foreldrar
enn hærri bætur.
„Bæturnar eru að sjálfsögðu
hugsaðar þannig að eftir því sem ein-
kennin eru meira íþyngjandi, þeim
mun meiri kostnað þurfa foreldrarn-
ir að bera vegna einkenna barnsins,“
útskýrir hann.
Getur haft slæm áhrif á bata
„Efnaminni foreldra getur þó
munað um umönnunarbætur. Þeir
geta því lent í klemmu þegar dregur
úr íþyngjandi einkennum barnsins
og það fellur um umönnunarflokka,
þ.e. úr flokki sem greiðir umönnun-
arbætur í flokk sem niðurgreiðir lyf
og þjónustu. Þetta getur hvatt til
neikvæðni foreldris gagnvart stöðu
barnsins og getur haft slæm áhrif á
bata þess.“
Af þessum ástæðum, segir Ólafur,
á að byggja tryggingakerfið upp á
annan hátt. „Það á ekki að koma til
móts við aukinn umönnunarkostnað
foreldra út frá læknisfræðilegri
greiningu heldur út frá félagslegri
greiningu,“ segir hann. Umönnunar-
bætur Tryggingastofnunar eigi skv.
þessu einungis að vera beinar nið-
urgreiðslur á þjónustu, s.s. sálfræði-
þjónustu „en ekki óskilgreindur
styrkur til foreldra,“ segir hann.
Ólafur Ó. Guðmundsson yfirlæknir á Landspítala
Aukning umönnunar-
bóta áhyggjuefni
VÍÐIR EA, frystitogari Samherja,
hefur verið á veiðum fyrir austan land
frá 19. nóvember sl. en skipið er
væntanlegt til hafnar á Akureyri í
dag með fullfermi, eftir 32 daga veiði-
ferð. Páll Steingrímsson, skipstjóri í
þessum túr, sagði að aflabrögð hefðu
verið alveg ágæt.
„Það hefur verið fínasta kropp í
þorski, ufsa og ýsu en veðrið hefur
verið frekar rysjótt, sem er ekki al-
gengt á Austfjarðamiðum og veðrið í
síðustu viku var sérlega leiðinlegt.
Við höfum verið nánast á sama svæð-
inu, frá Rifsbanka og suður í Beru-
fjarðarál. Við erum komnir með full-
fermi, um 390 tonn af frystum
afurðum, aflaverðmæti upp á ríflega
100 milljónir króna og verðum í landi
tveimur sólarhringum á undan upp-
haflegri áætlun.“ Páll sagði það ekki
algengt að menn væru að sjá þriggja
stafa tölur í aflaverðmæti innan ís-
lensku landhelginnar.
Spurður um stemninguna um borð
á aðventunni, sagði Páll að búið væri
að skreyta borðsalinn og að vissulega
væru menn orðnir spenntir fyrir því
að komast í faðm fjölskyldna sinna.
Hins vegar hefðu þeir verið nokkuð
uppteknir af því að fylgjast með
millublaðinu og á þar við yfirlitið um
aflaverðmætið um borð. „Og ef þeim
fannst tölurnar á blaðinu ekki þokast
nógu hratt upp, fékk ég alveg að vita
af því, enda þurfa þeir líka að kaupa
jólagjafir.“
Páll sagði að árið í heild hefði verið
nokkuð gott en það væri þó ekkert
leyndarmál að sterk staða krónunnar
væri þeirra versti óvinur. „Við erum
búnir að horfa upp á það í þessum túr
að aflaverðmætið hefur lækkað um
milljónir króna út af sterku gengi.“
Þá sagði Páll að stéttarfélag háset-
anna um borð, Sjómannafélag Eyja-
fjarðar, hefði verið að gera strákun-
um lífið leitt í þessari veiðiferð. „Við
fórum inn á Norðfjörð hinn 6. desem-
ber til að taka olíu og óskuðum þá eft-
ir því að fá að landa um leið 3.000
kössum eða um 80 tonnum, til að
rýma til í lestinni og auðvelda strák-
unum að vinna þarna niðri en sjó-
mannafélagið bannaði það af því að
við höfðum millilandað tvisvar á
árinu.“
Páll sagði að Helgi Laxdal, formað-
ur Vélstjórafélags Íslands, og Árni
Bjarnason, forseti Farmanna- og
fiskimannasambandsins, hefðu ekki
viljað koma í veg fyrir löndun úr skip-
inu en að Konráð Alfreðsson, formað-
ur Sjómannafélags Eyjafjarðar, hefði
þvertekið fyrir það. „Með þessari
ákvörðun er stéttarfélagið að hafa
þrjár milljónir króna af áhöfninni,
upp undir 100 þúsund krónur af
hverju háseta og 200 þúsund af mér,
miðað að við hefðum verið á veiðum
fram á síðustu stundu samkvæmt
kjarasamningum. Ég get engan veg-
inn séð að það sé hlutverk stéttar-
félaga að halda niðri launum,“ sagði
Páll og bætti viðað það væri venja,
þegar væri millilandað að setja ekki
síðustu 1.000 kassana í skipið.
Jólastemning um borð í Víði EA á miðunum fyrir austan
„Verið fínasta kropp í
þorski, ufsa og ýsu“
Morgunblaðið/Kristján
Víðir EA, frystitogari Samherja hf., á leið til hafnar á Akureyri.
UM 50 bændur hafa skráð sig á hina
árlega Agrómek-landbúnaðarsýn-
inguna í Danmörku sem farin verð-
ur seinnipartinn í janúar nk. Þetta
er áttunda ferðin á sýninguna.
Fram kemur á heimasíðu Lands-
sambands kúabænda að þessi mikli
fjöldi komi á óvart þar sem önnur
fagferð bænda verði farin um miðj-
an febrúar. Sú ferð verður til Nýja-
Sjálands, en í hana eru skráðir um
60 þátttakendur, þannig að samtals
verða á annað hundrað bændur á
faraldsfæti í byrjun næsta árs.
Margir bændur
á faraldsfæti
ÖRYGGISVÖRÐUR sem starfar hjá
öryggisgæslufyrirtæki er grunaður
um að hafa kveikt í lyftara sem stóð
við Rúmfatalagerinn við Smáratorg
í Kópavogi. Maðurinn tilkynnti um
brunann og slökkti eldinn. Upp-
tökur úr eftirlitsmyndavél urðu til
þess að grunur féll á manninn.
Öryggisvörðurinn tilkynnti um
brunann á aðfaranótt laugardags.
Grunur féll á manninn þegar upp-
tökur úr eftirlitsmyndavélakerfi
voru skoðaðar um morguninn. Ekki
var upplýst um hvort maðurinn sæ-
ist beinlínis bera eld að lyftaranum.
Öryggisvörður
grunaður um
íkveikju
ÍSLENSKAR rjúpur fengust í gær á
1.300 krónur stykkið en margir veiði-
menn setja upp mun hærra verð fyrir
þennan vinsæla jólamat. Þó að veiðar
á rjúpu hafi verið bannaðar frá haust-
inu 2003 virðist enn vera nokkurt
framboð á íslenskum rjúpum. Það er
a.m.k. reynsla Óla H. Garðarssonar
sem auglýsti eftir rjúpum í jólamat-
inn í Fréttablaðinu í gær.
„Vantar jólamat. Óska eftir að
kaupa 20 íslenskar rjúpur.“ Þannig
hljóðaði auglýsingin sem Óli setti í
blaðið. Undir hádegi hafði hann heyrt
í mörgum veiðimönnum sem buðu
rjúpur á frá 1.300 krónur fyrir stykk-
ið upp í fleiri þúsund. „Ég veit um
einn sem átti níu rjúpur og vildi selja
þær á 50.000 kall. Svo var hringt í
hann og þá var hann víst búinn að
selja þær og hefði getað selt þær
mörgum sinnum,“ sagði Óli í samtali
við Morgunblaðið í gær.
Óli hafði engar áhyggjur af lögum
um bann við rjúpnaveiðum enda
hefðu rjúpurnar verið skotnar áður
en bannið var sett á. „Þær eru nú
reyndar ekki dagsettar en mér er
sagt að þetta séu rjúpur sem voru
skotnar fyrir bannið og ég dreg það
ekkert í efa,“ sagði hann. Rjúpurnar
sem hann hafði fengið voru allar
frosnar.
Óli sagðist verða að fá rjúpur í jóla-
matinn og sagðist ekki „taka sénsinn“
á skosku rjúpunum sem fluttar hafa
verið inn. Tíu manns munu skipta
með sér rjúpunum 20 sem dugar
varla, a.m.k. ekki ef sæmilegir mat-
menn eru í boðinu. Óli gerir ráð fyrir
að bjóða einnig upp á hamborgar-
hrygg á aðfangadag og bætti því við
að um áramótin væri smyglaður
kalkúnn á boðstólum.
Í júlí 2003 bannaði Siv Friðleifs-
dóttir, þáverandi umhverfisráðherra,
veiðar á rjúpu frá haustinu 2003 til
haustsins 2006. Veiðibannið er enn í
gildi en ekkert stendur í vegi fyrir
viðskiptum með rjúpur, að því gefnu
að þær hafi verið skotnar fyrir þann
tíma, þ.e. haustið 2002.
„Eru nú reyndar ekki dagsettar“
Enn nokkurt framboð á íslenskum rjúpum þrátt fyrir veiðibann frá hausti 2003
TIL að mæta kröfum um notk-
un skjaldarmerkis Íslands í nú-
tíma prent- og skjámiðlum fól
forsætisráðuneyti grafíska
hönnuðinum
Ólöfu Árna-
dóttur, mynd-
listarmann-
inum Pétri
Halldórssyni
og auglýs-
ingastofunni P & Ó að hrein-
teikna og stílfæra skjald-
armerkið. Var þess gætt í hví-
vetna að varðveita
upprunalega teikningu
Tryggva Magnússonar, skv.
upplýsingum forsætisráðu-
neytisins.
Reglubók um rétta notkun
Í framhaldinu hefur ráðu-
neytið svo gefið út nýja reglu-
bók um skjaldarmerkið og end-
urbætt vefsíður um það, sem
ætlað er að vera til leiðbein-
ingar um rétta notkun skjald-
armerkisins. Hefur þess verið
farið á leit við ráðuneyti og rík-
isstofnanir að þau sjái til þess
að hið hreinteiknaða skjaldar-
merki sé notað við allar út-
gáfur þar sem skjaldarmerkið
er sett á rit.
„Auk þess er farið fram á að
virtar séu reglur um bakgrunn
og grunnflöt fyrir skjaldar-
merkið. Ennfremur er þess
óskað að hið hreinteiknaða
skjaldarmerki verði notað á öll
pappírsföng, skilti og aðrar
merkingar hið fyrsta og eigi
síðar en í ársbyrjun 2006. Þetta
á jafnframt við um aðra notkun
skjaldarmerkisins,“ segir í
frétt frá forsætisráðuneytinu.
Skjaldar-
merki
Íslands
hreinteiknað