Morgunblaðið - 21.12.2004, Page 28

Morgunblaðið - 21.12.2004, Page 28
28 ÞRIÐJUDAGUR 21. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ MENNING www.boksala.is Stúdentaheimilinu v/Hringbraut – s: 5 700 777 Tilbo›sver› á jólabókunum fiú fær› allar jólabækurnar hjá okkur. Fram til jóla bjó›um vi› n‡jar íslenskar bækur á sérstöku tilbo›sver›i. Líttu vi› á heimasí›u okkar e›a í versluninni og kynntu flér hi› margróma›a Bóksöluver› sem oftar en ekki er hagstæ›asta bókaver›i› í bo›i. BANDARÍSKA lista- konan Agnes Martin, sem vakti athygli fyrir abstraktmálverk sín, lést sl. fimmtudag, 92 ára að aldri. Á sjötta og sjöunda áratug síðustu aldar til- heyrði Martin hópi lista- manna á borð við Jasper Johns, Elssworth Kelly og Robert Rauschen- berg, og einkenndust verk hennar gjarnan af lýsandi flötum í ljósum abstraktlitum sem skornir voru af pensilförum. Að sögn New York Times var Martin þó einfari að eðlisfari, en þegar verk hennar voru farin að vekja athygli í New York 1967 flutti hún skyndilega í burtu, lagð- ist í ferðalög um Bandaríkin og lagði alla listsköpun á hilluna næstu sjö árin. Hún settist þó að lokum að í Nýju Mexíkó og tók að vinna að list sinni á ný 1974. Orðspor hennar fór þá sívaxandi sem og eftirspurn eftir verkum hennar. Martin hafði áhrif á fjölda yngri lista- manna, allt frá Eva Hesse til Ellen Gallagher, og heilluðust listamenn- irnir ekki hvað síst af dulum en jafnframt mjög svo persónuleg stíl hennar, en Martin hefur gjarnan verið lýst sem síðasta listamann- inum af kynslóð abstrakt expressj- ónistanna. Listakonan Agnes Martin fallin frá Agnes Martin „ÞAÐ voru eitthvað annað en enda- slepp lok Listahátíðar 1974 í Laug- ardalshöllinni á föstudagskvöldið var. [...] Söngkonan fór varlega af stað í innilegum aríum eftir Sarti og Mozart, og átakalaust fyllti silki- mjúk röddin stóru salarkynnin. Síð- an komu átökin, aríur eftir Puccini og Mascagni og samkvæmt efnis- skránni var söngnum lokið. Ekki sættu áheyrendur sig við það, þessi augnablik í „dísarhöll“ höfðu liðið allt of fljótt. Miklir listamenn eru líka örlátir. Ashkenazy settist við flygilinn og nú söng Tebaldi ítalskt þjóðlag við snilldarlegan undirleik – ekki eitt lag, heldur tvö. Meira klapp. Sem betur fór var hljóm- sveitin enn til taks með hljómsveit- arraddir af fleiri Pucciniaríum. Svo tók dáleiðslan enda.“ Keppti við Callas Þannig mæltist tónlistargagnrýn- anda Morgunblaðsins, Þorkatli Sig- urbjörnssyni, eftir tónleika ítölsku óperusöngkonunnar Renötu Tebaldi með Sinfóníuhljómsveit Íslands undir stjórn Ashkenazys á tón- leikum á Listahátíð í Reykjavík 21. júní 1974. Þeir sem þessa tónleika muna, minnast enn, gríðarfallegrar söngraddar Tebaldi og innileika hennar í túlkun á mörgum perlum óperubókmenntanna. Nú er Renata Tebaldi öll – lést á sunnudag eftir nokkur veikindi, 82 ára gömul. Hún var ein skærasta stjarna óperusviðs 20. aldarinnar, og átti fáa keppinauta á því sviði, aðra en kannski aðra jafn stóra dívu – Maríu Callas. Hún fæddist í fiskimannabænum Pesaro 1922, og ólst upp í Parma, á slóðum Rossinis og Verdis. Hún söng alla sína æsku, og um tvítugt var hún komin í nám hjá hinni frægu sópransöngkonu Carmen Melis við Rossini tónlistarskólann. Þegar Scala-óperan var opnuð að nýju eftir sprengjuskemmdir úr síð- ari heimsstyrjöldinni vildi hljóm- sveitarstjórinn kunni helst fá Teb- aldi til að koma fram með sér. Þar með var frægð hennar innsigluð, en átti þó eftir að ná enn meiri hæðum. Hún lagði heiminn að fótum sér með söng, og óperuhúsin kepptust um að geta stært sig af því að hjá þeim hefði hún sungið. Hlutverk hennar voru mörg; – hún var dáð sem Desdemona, Aida, Tosca, Mimi, en þegar henni misfórst smávægilega í fyrsta sinn sem hún söng hlutverk Víólettu í La traviata, sagði Callas: „veslings konan“. Callas sá nefni- lega í henni keppinaut, og óperu- aðdáendur skiptust brátt í tvær fylkingar, – Callas aðdáendur og Tebaldi aðdáendur. 32 ár helguð velgengni Þegar Renata Tebaldi kom hing- að á Listahátíð, hafði hún kvatt óperusviðið fyrir fullt og allt árinu áður, en hélt áfram að syngja til ársins 1976 á tónleikum. „Ég hóf feril minn 22 ára og lauk honum 54 ára. Þetta voru þrjátíu og tvö ár, helguð velgengni, listrænni fullnæg- ingu og fórnum. Líf mitt var söngur; svo mjög að ég gaf mér ekki tíma til að eignast fjölskyldu,“ skrifaði Tebaldi í inngangi að heimasíðu sinni. Hún var hvarvetna lofuð og prísuð sem einn mesti listamaður 20. aldarinnar. Óperusöngur | Renata Tebaldi látin „Svo tók dá- leiðslan enda“ Renata Tebaldi óperusöngkona. SÝNINGARPORTIÐ á horni Barónsstígs og Laugavegar hefur vakið mikla athygli að undan- förnu fyrir metnaðarfullt sýningarhald. Í dag verður opnuð þar enn ein sýning, fyrsta einkasýn- ing Úlfs Chaka, sem útskrifaðist frá Listaháskóla Íslands vorið 2003. Galleríið heitir Banananas, og sýningarrýmið er bæði innandyra og úti í portinu við hliðina á snyrtivöruversluninni Sigurbog- anum, Barónsstígsmegin á Laugavegi 80. Úlfur segir sýninguna að sumu leyti tengda út- skrifarverkefni hans úr Listaháskólanum. „Þetta er hliðarveruleiki, eða heimur, sem ég hef búið til í þessu stórskemmtilega galleríi sem mér bauðst að sýna í. Ég hef áður gert verk sem hafa verið á almannafæri og það er mjög hressandi og skemmtilegt að setja eitthvað upp sem á ekki al- veg heima í hvítum kassa. Ég nýti mér allt rýmið og bý mér til svolítið útibú frá þeim heimi sem ég bjó til. Þetta er hálfgerð tilraun hjá mér, og það verður gaman að sjá hvernig fólki finnst að koma inn í þetta.“ En hvers vegna vill Úlfur búa til annan heim, og hver er geimdúkkan sem býr í þessum heimi? „Annar heimur er kannski eins og spegill – og við getum borið þennan heim saman við þann sem við þekkjum – eða þekkjum kannski ekki. Það er endalaust hægt að búa til tæki til að skoða þennan heim sem við þykjumst þekkja. Þetta er einmitt tilraun í því. Geimdúkkan kom við sögu í útskrift- arverkefninu mínu. Hún er manngert vélmenni sem hefur alla eiginleika alvöru manneskju, að sögn Japan-Ál, fyrirtækisins sem býr hana til.“ Úlfur segir það löngu hafa verið tímabært að efna til sýningar; „þó fyrr hefði verið,“ segir hann, og bætir því við að undirbúningurinn hafi ekki verið erfiðari en hann bjóst við, „…með smá hjálp vina, eins og segir í dægurlagatextanum.“ Myndlist | Úlfur Chaka opnar sína fyrstu einkasýningu í Banananas Geimdúkkan í hinum heiminum Morgunblaðið/Jim Smart Úlfur Chaka í portinu við Gallerí Banananas, Barónsstígsmegin að Laugavegi 80. ALLT frá dögum Milesbræðra og Andrewssystra hefur fjölradda söngur verið geysivinsæll í djass- skotinni dægurtónlist. Hingað komu Delta Rhythm Boys og Deep Rivers Boys upp úr miðri síðustu öld og héldu tónleika og á djasshátíðum í Reykjavík síð- ustu ár hefur ver- ið skartað með Hendricks- fjölskyldunni og New York Voices. Lambert, Hend- ricks og Ross er eini sönghópur djassins sem hef- ur náð meist- aratign og stóð Hendricks fyrir sínu í Háskólabíói þótt meðsöngvarar hans væru heldur risminni en Lam- bert og Ross, en New York Voices héldu uppi tæknilegri flugeldasýn- ingu í Austurbæ án teljandi listræns innihalds. Reykjavík 5 eru á þeirri línu ættaðri frá Manhattan Trans- fer. Svona hópar hafa einstaka sinnum skotið upp kollinum á Íslandi, s.s. MK-kvartettinn í Kópavogi og Arnískórinn á Egilsstöðum, en Reykjavík 5 hefur óefað náð lengst slíkra sönghópa hérlendis til þessa. Jólatónleikar söngvaranna ásamt tríói Gunnars Gunnarssonar voru ágæt skemmtun á aðventu og lofuðu góðu í upphafi. Tríóið spann frjálst, eins og stundum er háttur Gunnars með Sigurði Flosasyni, áður en hóp- urinn upphóf raust sína í útsetningu Gísla Magnasonar á Nú kemur heimsins hjálparráð og síðan söng hann án undirleiks Það aldin út er sprungið í fallegri útsetningu Gunn- ars Gunnarssonar. Kristjana Stef- ánsdóttir, sem er stórsöngvari hóps- ins, söng útsetningu sína á lagi Kaldalóns við hinn rómaða sálm Einars í Eydölum: Nóttin var sú ágæt ein og var þar næst komist djassi á þessum tónleikum, enda Kristjana trúlega eini söngvarinn ís- lenskur sem fyrst og fremst hefur helgað sig þeirri tónlistarstefnu. Hún söng lagið með ágætum en síð- an einkenndu amerísk og sænsk jólalög dagskrána. Gísli Magnason er ágætis dægurlagasöngvari og það sama má segja um Heru Björk, sem hefur slett dálitlu af sálartónlist í söngstíl sinn. Aftur á móti er Að- alheiður stórmúsíkant ekki mikil einsöngvari. Gunnar lék mikið á raf- píanóið er leið á tónleikana; m.a.s. í ágætri túlkun Heru á When You Wish Upon a Star, einu af uppá- haldslögum impressjónísku djass- píanistanna. Annars stóð tríóið sig með sóma og sveiflan sterk í We Wish You a Merry Christmas og söngvararnir fínir í jólasöng Mels Tormes. Að lokum verður að geta túlkunar hins efnilega bassasöngv- ara Þorvaldar Þorvaldssonar á White Christmas Irvings Berlins. Því lagi er nauðgað ákaflega í des- embermánuði heims um ból, en þarna tókst hinum kornunga söngv- ara að ná hinni réttu ,,krúnerstemn- ingu“ þótt langt eigi hann í land með að ,,krúna“ eins og Haukur og Raggi Bjarna. Grín og glens og léttur söngur er góðra gjalda verð blanda, en of fá bitastæð lög voru á dagskránni að þessu sinni. Fjöl- radda dægurjól TÓNLIST Laugarneskirkja Hera Björk Þórhallsdóttir, Aðalheiður Þorsteinsdóttir, Kristjana Stefánsdóttir, Gísli Magnason og Þorvaldur Þor- valdsson söngur, Gunnar Gunnarsson píanó og rafpíanó, Valdimar Kolbeinn Sigurjónsson bassa og Matthías M.D. Hemstock trommur. Sunnudaginn 19.12. Reykjavík 5 og tríó Gunnars Gunnarssonar Vernharður Linnet Kristjana Stefánsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.