Morgunblaðið - 21.12.2004, Side 43
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. DESEMBER 2004 43
MINNINGAR
✝ Geir Þorvaldssonfæddist í Reykja-
vík 27. ágúst 1930.
Hann lést á heimili
sínu Bláhömrum 2 í
Reykjavík 9. desem-
ber síðastliðinn. Móð-
ir hans var Laufey
Frímannsdóttir frá
Ólafsfirði, f. 25.3.
1895, d. 13.8. 1951.
Systkini Geirs sam-
mæðra eru Matthild-
ur Gunnarsdóttir, f.
1923, d. 1990, Gústaf
Gústafsson, f. 1926,
og Garðar Halldórs-
son, f. 1928.
Kjörforeldrar Geirs voru Þor-
valdur Jónsson, f. 22.3. 1900 í Mjóa-
firði, d. 11.5. 1965, og kona hans
Þorbjörnsína Helga Árnadóttir, f.
3.10. 1893 í Hafnarfirði, d. 17.3.
1962. Þau voru lengst af búsett á
Bollagötu 8 í Reykjavík. Systir
Geirs er Halla Sigríður, f. 26.12.
1939, maki Þórður Haraldsson, f.
1939, og eiga þau þrjú börn.
Geir kvæntist 26. maí 1951 eft-
Börn Agnesar frá fyrra hjónabandi
eru: a) Geir Rúnar Birgisson, f.
1974, maki Stefanía Ósk Þorsteins-
dóttir, þeirra börn eru Agnes og
Björgvin Óli. b) Hrafnhildur Birg-
isdóttir, f. 1980, maki Aðalsteinn
Sigurðsson, þeirra sonur er Birgir
Jarl. 3) Helga Margrét, banka-
starfsmaður, f. 3.10. 1954, maki
Valdimar Bergsson, f. 27.9. 1953.
Börn Helgu eru: a) Gunnhildur Ósk
Guðmundsdóttir, f. 1975, maki
Guðbjörn Gústafsson, börn þeirra
eru Hlynur, Matthildur Ósk, og
Brynjar Geir. b) Hulda Björk Guð-
mundsdóttir, f. 1978, maki Helgi
Rúnar Sævarsson, sonur þeirra er
Halldór. 4) Þorvaldur Geir,
slökkviliðsmaður, f. 26.4. 1958,
maki Ólöf Ingimundardóttir, f. 8.6.
1957. Synir þeirra eru: a) Geir, f.
1983. b) Sveinn Þorri, f. 1991. 5)
Guðrún Geirsdóttir, bankastarfs-
maður, f. 14.9. 1961, maki Steinar
Birgisson, f. 20.4. 1957. Dóttir
þeirra er Fríða Kristbjörg, f. 1985.
Geir vann mestalla sína starfs-
ævi sem verkstjóri, fyrst hjá
Reykjavíkurborg, síðan yfir 30 ár
hjá Jóni Loftssyni hf. Síðustu
starfsárin vann hann sem öryggis-
vörður hjá Smáratorgi ehf.
Útför Geirs verður gerð frá Bú-
staðakirkju í dag og hefst athöfnin
klukkan 13.
irlifandi eiginkonu
sinni Gunnhildi Vikt-
orsdóttur, f. 15.1. 1929
í Ólafsfirði. Móðir
hennar var Margrét
Sæmundsdóttir, f.
8.11. 1904, í Ólafsfirði,
d. 2.5. 1989. Eiginmað-
ur hennar var Mar-
teinn Elí Ingimarsson,
f. 19.6. 1909 í Ólafs-
firði, d. 14.4. 1939.
Geir og Gunnhildur
bjuggu allan sinn bú-
skap í Reykjavík,
lengst af á Sogavegi
200.
Börn Geirs og Gunnhildar eru: 1)
Marteinn Elí, slökkviliðsmaður, f.
11.2. 1951, maki Hugrún Péturs-
dóttir, f. 29.10. 1950. Börn þeirra
eru: a) Margrét, f. 1971, maki
Brynjólfur Hilmarsson, börn
þeirra eru Rakel og Marteinn Elí.
b) Pétur Hafliði, f. 1973, maki Unn-
ur Anna Valdimarsdóttir. c) Íris
Dögg, f. 1982. 2) Agnes, fram-
kvæmdastjóri, f. 28.4. 1952, maki
Guðjón Guðmundsson, f. 8.8. 1949.
Þó ég sé látinn
harmið mig ekki með tárum.
Hugsið ekki um dauðann
með harmi og ótta.
Ég er svo nærri
að hvert eitt ykkar tár
snertir mig og kvelur,
en þegar þið hlæið og syngið
með glöðum hug lyftist sál mín
upp í mót til ljóssins.
Verið glöð og þakklát fyrir allt
sem lífið gefur
og ég tek þátt í gleði ykkar.
Elsku Geir, hvíl þú í friði.
Þín elskandi eiginkona,
Gunnhildur.
Elsku pabbi minn, það er svo sárt
að kveðja. Ég er svo þakklát fyrir allt
sem þú gerðir fyrir okkur öll,
mömmu, börnin þín og barnabörn.
Við vorum þér allt. Það var svo ynd-
islegt að sjá hvað þið mamma voruð
alltaf ástfangin og góð hvort við ann-
að og hvað þú hugsaðir vel um hana.
Nú er það okkar að reyna að gera allt
sem við getum til þess að henni líði
sem best.
Ég fann fyrir nokkru ljóð sem ort
var til ömmu þinnar og nöfnu minnar
Agnesar Jónsdóttur (f. 18.12. 1865, d.
4.4. 1939) sem hinsta kveðja frá börn-
um hennar. Mig langar til að gera
hluta þessa ljóðs að kveðju minni til
þín sem hljóðar svo:
Hljómar oss dapurt húmsins lag,
hraðboð hins mikla stranga
hjarta þíns, móðir, hinsta slag
heyrum við vegu langa.
Útrunninn við þinn ævidag,
okkur svo þungt að ganga.
…
Brotin þó lífs sé brú af ós,
brotum þeim aldrei týnum,
á þau má kríta, kveðjurós,
kærleikans, föstum línum.
Því öll vor skærust leiðarljós,
leiftra frá vegi þínum.
Sof þú nú, góða, sof þú rótt,
sál þína náðin orni,
vefji hana blíði blærinn hljótt,
brott öllu húmi sporni.
Gefi þér bjarta, góða nótt,
guð að þeim fagra morgni.
(D. Á.)
Ég þakka þér, elsku pabbi minn,
fyrir þann tíma sem við áttum saman
og bið Guð að blessa þig.
Þín dóttir,
Agnes.
Elsku besti pabbi minn. Stórt er
sárið og mörg eru tárin sem fallið
hafa. Þessu átti ég ekki von á þegar
við sátum tvö ein heima hjá þér að
skrifa jólakortin frá ykkur mömmu
og síðasta laugardaginn þinn þegar
við kláruðum að kaupa allar jólagjaf-
irnar, að það væri okkar síðasta stund
saman. Þakkar þér, elsku pabbi minn,
fyrir að hafa alltaf verið til staðar fyr-
ir mig og mína og allt sem þú hefur
gert fyrir mig.
Elsku pabbi, ég skal passa mömmu
eins vel og ég get í gegnum þennan
sára söknuð.
Ég elska þig, pabbi minn.
Ó, ljóssins faðir, lof sé þér,
að líf og heilsu gafstu mér
og föður minn og móður.
Nú sest ég upp, því sólin skín,
þú sendir ljós þitt inn til mín.
Ó, hvað þú, Guð, ert góður.
(Matthías Joch.)
Guð veri með þér, elsku pabbi
minn.
Þín elskandi dóttir,
Guðrún.
Augnaráðið var kankvíslegt, röddin
sterk, samt hlýleg og handtakið þétt
og innilegt.
Liðin eru tæp fimm ár og höfðing-
inn Geir að bjóða mig velkominn í fjöl-
skylduna. „Er hún Helga ekki góð við
þig?“ Spurningin var beinskeytt og
lýsti manninum vel.
„Jú, og fer batnandi,“ svaraði ég
glottandi. Þar með var ísinn brotinn
og stuttu seinna vorum við farnir að
þrasa um pólitík.
Framvindan varð sú að við urðum
hinir mestu mátar, vorum svona hæfi-
lega sammála um flesta hluti og höfð-
um báðir gaman af skemmtilegum
orðahnippingum.
„Kanntu að tefla?“ spurði hann mig
fljótlega. „Kann mannganginn,“ svar-
aði ég og þar með varð sameiginlegt
áhugamál nánast að ástríðu hjá okkur
báðum. Hittumst varla án þess að
taflborðið væri tekið upp, nánast
vikulega.
„Ertu nú búinn að vera að æfa
þig?“ sagði hann ef tapaðist skák, en
sló sér á lær, tók bakföll og hló inni-
lega, bæri hann meiri hlut frá borði.
Skákirnar urðu ótalmargar, menn
og peð féllu eins og hráviði, fórnað og
vakið upp á víxl, já, oft var fjörugt og
vel tekist á. Þannig var einnig líf
Geirs Þorvaldssonar. Hann var ekki
maður veraldlegra auðæfa en átti sér
sinn fjársjóð í glaðværð sinni og
væntumþykju um fjölskyldu sína.
Hann giftist fyrir rúmri hálfri öld
henni Gunnhildi sinni. Þau eignuðust
fimm börn. Barnabörn og barna-
barnabörn fylla nú brátt tvo tugi.
Fjölskyldan var honum allt, hann var
stoltur af hópnum sínum og mátti
vera það.
Megi líkja lífinu við skák þá tefldi
tengdapabbi þar sína bestu skák sem
myndi verðskulda fegurðarverðlaun,
þannig var líf hans. Hann átti þó eftir
að taka eina snarpa hraðskák að lok-
um. Hún var við manninn með ljáinn
sem aldrei hefur tapað, aldrei hefur
gefið neitt. Ekki þurfti að spyrja að
leikslokum. Maðurinn með ljáinn er
alltaf í æfingu.
Elsku Gunnhildur, börn, barna-
börn og barnabarnabörn, ég sendi
ykkur mínar innilegustu samúðar-
kveðjur. Geir er kominn á góðan stað,
broshýr að vanda, léttur í lund og bú-
inn að raða upp, albúinn til spila-
mennskunnar á taflborði eilífðarinn-
ar. Þar eru áreiðanlega einhverjir
sem kunna og skilja mannganginn,
ríkir af reynslu.
Hérna megin sitjum við hin með
fagrar minningar um öðling sem gaf
meira af sér en hann tók. Blessuð sé
minning Geirs Þorvaldssonar.
Valdimar Bergsson.
Elsku tengdapabbi. Þakka þér fyr-
ir samfylgdina. Þakka þér fyrir allt
sem þú gafst öllum í kringum þig.
Þakka þér fyrir hreinskilnina. Þakka
þér fyrir hlýjuna. Þú fylltir öll her-
bergi sem þú komst inn í, með þínum
sterka karakter. Þú hafðir svo sterk-
ar skoðanir á öllu að það vafðist aldrei
fyrir manni hvað þér fannst um hlut-
ina. Það var svo gott. Hlýjuna varst
þú óspar á þegar það við átti. Það var
líka svo gott.
Áhugamál þín spönnuðu yfir stórt
svið en þitt helsta og stærsta áhuga-
mál var samt fjölskyldan, börnin ykk-
ar Gunnhildar, barnabörnin og barna-
barnabörnin.
Þú kenndir þeim öllum að spila,
gafst ekkert eftir í spilamennskunni,
sagðir þau þurfa að læra strax að tapa
og hlóst við, því húmorinn og stríðnin
voru aldrei langt undan.
Okkar stundir saman voru oft
skemmtilegar, því við vorum oftar en
ekki ákveðin í að vera ósammála hinu
og urðu samræðurnar æði oft skraut-
legar og höfðum við bæði gaman af og
hlógum mikið eftir á. Þú varst svo
góður vinur minn.
Líf ykkar Gunnhildar saman var
einstakt. Þið héldust í hendur eins og
unglingar og gáfuð hvort öðru svo
óendanlega mikið en ekki síður gáfuð
þið okkur hinum í fjölskyldunni skýr
skilaboð, án orða, um hvernig fólk á
að gefa af sér gagnvart þeim sem því
þykir vænt um. Vonandi berum við
gæfu til að halda þessu merki ykkar á
lofti um ókomin ár.
Elsku Geiri minn, eins sárt og mér
finnst að kveðja þig, þá á ég svo marg-
ar og góðar minningar um þig sem
koma til með að ylja mér, alltaf. Þakk-
læti mitt er líka svo djúpt til þín.
Þakka þér fyrir að hafa hjálpað
mér og Ella við að gera börnin okkar
að því góða fólki sem þau eru. Þakka
þér fyrir að vera okkur öllum góð fyr-
irmynd. Þakka þér fyrir að vera mað-
urinn sem áttir virðingu okkar allra.
Þakka þér fyrir réttsýnina og réttlæt-
iskenndina. Þakka þér fyrir að vera
alltaf glaður og jákvæður.
Elsku tengdapabbi, takk fyrir allt.
Elsku tengdamamma, við munum
öll halda í hönd þína í framtíðinni.
Hugrún.
Minn kæri tengdapabbi, þú kvadd-
ir okkur á aðventunni. Þú þetta mikla
jólabarn. Búinn að skreyta heimili
þitt, ganga frá jólakortum og gjöfum
langt á undan okkur hinum. Eins og
þú værir albúinn að mæta þínum ör-
lögum.
Það er skarð fyrir skildi. Við teflum
víst ekki og spilum um þessi jól.
Þegar ég kynntist ykkur hjónum,
þið bæði á sjötugsaldri, vakti það að-
dáun mína hve innileg þið voruð alltaf
hvort við annað. Héldust í hendur og
horfðuð hvort á annað eins og ást-
fangnir unglingar. Og öll umhyggjan
sem þið báruð hvort fyrir öðru eftir að
heilsan fór að dala. Og reyndar allri
fjölskyldunni. Velferð hennar var allt-
af í fyrirrúmi.
Þú fylgdist grannt með öllum börn-
unum, tengda-, barna- og barna-
barnabörnunum og tókst virkan þátt í
gleði þeirra og amstri. Enda bar fjöl-
skyldan mikla virðingu fyrir þér og
var ákaflega stolt af þér. Orð og skoð-
anir pabba voru virt sem lög.
Þú varst afskaplega lífsglaður mað-
ur, naust þín mjög vel í góðum fé-
lagsskap. Ætíð kátur. Þú varst síraul-
andi léttan lagstúf við leik og störf.
Hafðir gaman af ferðalögum, veiði,
söng, spilum, tafli, keilu og fylgdist
grannt með öllum íþróttum. Framari
og Púllari. Maður hreifst með að
horfa á leiki með þér. Oft var glatt við
spilaborðið, slegið í borðið og mikið
hlegið. Mikill keppnismaður. Þú
naust þín og smitaðir gleðinni út frá
þér og hreifst okkur með.
Það er svo margs að minnast. Ég
þakka fyrir allar góðu stundirnar sem
við áttum saman og mig langar að fá
lánaða grafskrift nýlátins frænda
míns og tileinka þér:
Við getum grátið yfir dauða hans
eða glaðst yfir lífi hans.
Við getum lokað augunum og beðið
bæn um að fá að sjá hann aftur,
eða við getum opnað augun og séð
allt sem hann skildi eftir.
Það er sárt að missa. Elsku Gunn-
hildur mín, þinn missir er mestur en
við verðum að opna augun og sjá allt
sem hann skildi eftir og ylja okkur við
allar góðu minningarnar.
Þinn tengdasonur,
Guðjón Guðmundsson.
Hvernig kveður maður tengda-
pabba? Tengdapabba sem gustaði af
hvar sem hann kom. Tengdapabba
sem var lífsgleðin uppmáluð. Tengda-
pabba, mesta hávaðagaurinn af öllum.
Tengdapabba sem gat gert mig kol-
vitlausa á 0,1 sekúndu. Tengdapabba
sem var blíðastur allra. Tengdapabba
sem alltaf var mættur ef verk þurfti
að vinna. Tengdapabba, mesta jóla-
og pakkabarnið af öllum börnum.
En kveðjustundin er komin. Ég
kveð þig með söknuði. Ég kveð þig
full aðdáunar á lífsgleði þinni. Ég
kveð þig með þakklæti fyrir allt það
sem þú gerðir fyrir mig. Ég kveð þig
og þakka þér fyrir allt það sem þú
kenndir mér. Ég kveð, en minning-
arnar um þig varðveiti ég.
Þín tengdadóttir,
Ólöf.
Oft er sagt að réttlætið sigri að lok-
um. En þegar Guðrún hringdi í mig
fimmtudagskvöldið 9. desember síð-
astliðinn og sagði við mig að þú værir
látinn var mér öllum lokið. Þetta er
réttlætið sem sigrar aldrei. Ég gleymi
því aldrei þegar ég hitti þig í fyrsta
sinn. Þá vorum við Guðrún dóttir þín
að byrja saman og þú og Gunnhildur
buðuð mér í mat til að líta á strákinn.
Þá kom í ljós að það var saltkjöt og
baunir í matinn. En gikkurinn ég
borðaði ekki baunir en þáði saltkjötið.
Þá sagðir þú með þjósti: „Hverslags
aumingi ert þú drengur, borðar þú
ekki baunir?“ Síðan stóðst þú upp
þegar þú varst búinn að borða, skelli-
hlæjandi og skildir mig eftir og var ég
ein taugahrúga en svo var mér sagt
að þú borðaðir ekki baunir sjálfur.
Fljótlega eftir þetta varðst þú minn
tengdafaðir og ekki bara tengdafaðir
heldur líka minn besti vinur því annan
eins öðling hafði ég aldrei hitt. Við
gerðum nánast allt saman. Fórum í
veiði, fótboltaleiki, horfðum á enska
boltann og spiluðum mikið á spil. Það
var alveg sama hvað þú tókst þér fyrir
hendur, þú varst alltaf aðeins fremri
en aðrir svo það var því stefnan hjá
okkur öllum að reyna að sigra þig en
það tókst sjaldan.
Í boltanum vorum við ekki sam-
mála, þú með Fram og Liverpool en
ég ÍBV og Crystal Palace en oft fékk
ég spurninguna: „Hvaða lið eru
þetta?“ Og svo kom glottið.
Elsku tengdapabbi, takk fyrir allt
sem þú hefur gert fyrir mig í þau 23
ár sem við áttum saman. Við eigum
eftir að hittast aftur hvenær sem það
verður. Mundu bara eftir að hafa
spilaborðið tilbúið.
Hvíl í friði.
Þinn tengdasonur og vinur,
Steinar Birgisson.
Elsku langafi, þú varst besti langafi
í heiminum.
Þinn
Hlynur.
Elsku besti afi minn. Ég er að
reyna að átta mig á því sem er að ger-
ast þessa dagana og get alls ekki trú-
að því að þú sért farinn frá okkur öll-
um. Þú varst fjölskylduhöfðinginn í
mínum augum og þú kenndir mér al-
veg ótrúlega mikið. Þú kenndir mér
m.a hvernig maður lætur ástina lifa.
Þið amma voruð alltaf svo góð hvort
við annað og ég trúði því að það væri
svona sem ástin ætti að vera. Eitt það
fallegasta sem ég hef upplifað var
þegar þið amma endurnýjuðuð gift-
inguna ykkar þegar amma var 70 ára.
Ef ég hefði ekki átt þig fyrir afa þá
veit ég ekki hvernig við mamma hefð-
um komist af þegar mamma og pabbi
skildu. Þú stóðst alltaf við hliðina á
okkur og hjálpaðir mér að komast í
útskriftarferðina mína og í enskuskól-
ann. Ég man eftir ferðalögunum í
Stínu sem fjölskyldan fór saman í, þar
var sungið með Halla og Ladda aftur
og aftur og við fengum aldrei nóg af
því. Þú kenndir mér að spila á spil og
þegar ég spilaði vitlausu spili út þá
gastu orðið dálítið reiður og ég varð
skíthrædd en með tímanum varð
þetta hluti af mér og ég reyni að koma
spilamennskunni til nýrra kynslóða.
Síðustu árin hef ég farið með þér í
keilu og þú varst auðvitað bestur þar
eins og annars staðar.
Elsku afi minn, takk fyrir að hafa
alltaf haft áhuga á því sem ég hef ver-
ið að gera. Halldór litli á eftir að heyra
margar góðar sögur af höfðingjanum
mínum og þú átt eftir að lifa áfram
með okkur.
Elsku afi, ég vona að það sé tekið
vel á móti þér og að þú hafir það gott á
nýjum stað. Ég trúi því að þú passir
upp á ömmu og okkur öll og haldir
áfram að vera höfðinginn á nýjan
hátt.
Elsku amma mín, Guð styrki þig á
þessum erfiðu tímum og um alla
framtíð.
Þitt barnabarn,
Hulda Björk.
GEIR
ÞORVALDSSON
Fleiri minningargreinar um Geir
Þorvaldsson bíða birtingar og
munu birtast í blaðinu næstu daga.
Höfundar eru: Margrét; Pétur Haf-
liði; Geir Rúnar; Íris Dögg; Fríða
Kristbjörg; Gunnhildur Ósk; Halla.
Innilegt þakklæti fyrir sýndan vinarhug við
andlát og útför eiginmanns míns,
JÓNS S. ERLENDSSONAR.
Sérstakar þakkir til starfsfólks á hjúkrunar-
heimilinu Eir.
Sigríður Jónasdóttir.