Morgunblaðið - 21.12.2004, Blaðsíða 56
56 ÞRIÐJUDAGUR 21. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Jólamyndin 2004 Pólarhraðlestin
BEN
AFFLECK
CHATERINE
O´HARA
CHRISTINA
APPLEGATE
JAMES
GANDOLFINI
ÁLFABAKKI
kl. 4, 6 og 8 og 10.30.
Jólamyndin 2004
Pólarhraðlestin
Kvikmyndir.is
kl. 6 og 8. Ísl. tal.
H.J. Mbl.
M.M.J. Kvikmyndir.com
"Hrikalega spennandi
og skelfilega átakanleg!"
- E.Á., Fréttablaðið
H.L. Mbl.
. . l.
Deildu hlýjunni um jólin
Með hinum bráðskemmtilega James
Gandolfini úr The Sopranos
.Kostuleg gamanmynd s
emkemur öllum í gott jólaskap.
Jólamyndin 2004
Sýnd kl. 6, 8 og 10.
B.i. 12 ára.
GEORGE
CLOONEY
BRAD
PITT
ANDY
GARCIA
and JULIA
ROBERTS
BERNIE
MAC
DON
CHEADLE
MATT
DAMON
CATHERINE
ZETA-JONES
OCEAN´S TWELVE
GEORGE
CLOONEY
BRAD
PITT
ANDY
GARCIA
andJULIA
ROBERTS
BERNIE
MAC
DON
CHEADLE
MATT
DAMON
CATHERINE
ZETA-JONES
Sýnd kl. 5.40, 8.10 og 10..
KRINGLAN
kl. 6, 8 og 10.10.
OCEAN´S TWELVE
Ein stærsta
opnun
frá upphafi í
des í USA.
Jólamyndin 2004 Jólamyndin 2004
kl. 6, 8 og 10.
Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.15.
ÁLFABAKKI
Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30.
Jólamyndin 2004
OCEAN´S TWELVE
EINNIG SÝND Í
SELFOSSBÍÓ
OCEAN´S TWELVE
EINNIG SÝND Í
SELFOSSBÍÓ
✯
✯
HINIR ELLEFU ERU ORÐIN TÓLF.
SÝND Í LÚXUS VIP KL. 3.30, 5.45, 8 OG 10.30.
„Algert augnayndi“ Mbl.
Kvikmyndir.com
„Hressir ræningjar“
Fréttablaðið
„Algert augnayndi“ Mbl.
Kvikmyndir.com
„Hressir ræningjar“
Fréttablaðið
HINIR ELLEFU ERU ORÐIN TÓLF.
Stórstjörnu þjófagengi aldarinnar er mætt aftur
og stillir skotmark sitt að þessu sinni á Evrópu
Forsýning á jólamyndinni 2004
JAMIE Kennedy er margt til lista
lagt en leið hans á toppinn, sem hann
nálgast nú óðfluga, hefur verið allt
annað en greið. Kennedy hefur vas-
ast í hinu og þessu með það fyrir
augum að ná takmarki sínu – að
hasla sér völl í bandarískum
skemmtanaiðnaði. Í dag sinnir hann
kvikmyndaleik, þáttastjórnun og
-framleiðslu auk uppistandssýninga.
Hérlendis er Kennedy þekktur fyrir
þættina Jamie Kennedy Experi-
ment sem sýndir eru á Skjá einum
og snúast um að gabba fólk fyrir
framan myndavélar og liggur oft
gríðarlegur undirbúningur að baki
hverjum hrekk og virðist Kennedy
geta brugðið sér þar í allra kvikinda
líki.
Tímahrak
Kennedy segist hafa heyrt góða
hluti um Ísland í gegnum lags-
bræður sína í bransanum sem hafa
heimsótt Ísland með uppistandssýn-
ingar, eins og t.d. Kjánaprikin (Jack-
Ass), sem hann nefnir til sögunnar.
Enda ætlar hann að dvelja hér eitt-
hvað fram yfir áramót.
Kennedy hafnar því að það sé of
mikið að gera hjá sér en viðurkennir
að hann sé á góðu róli.
„Ég var t.d. að klára bíómynd,
Mask 2, sem verður frumsýnd í febr-
úar á næsta ári. Ég er hættur með
Jamie Kennedy Experiment og er
nýbúinn að gefa út bók þar sem ég
rifja upp undangengin ár, hvernig
ég laug minn inn í bransann! (Kenn-
edy greip til þeirra örþrifaráða eftir
áralangt basl að þykjast vera eigin
umboðsmaður í því skyni að koma
sér á framfæri. Eftir það var leiðin
greið.)“
Jamie Kennedy Experiment var
sá þáttur sem kom Kennedy á kort-
ið.
„Já, hiklaust,“ segir hann. „Ég
hafði leikið smárullu í Scream-
myndunum áður. Ég hafði reynt að
koma þessu Experiment-gríni að í
Saturday Night Live-þættinum en
því var hafnað svo ég ákvað bara að
kýla á þetta sjálfur. Og þetta gekk í
gegn.“
Blaðamaður spyr hvort sá þáttur
hafi ekki reynt á þanþol aðstand-
enda, enda lygilegt hversu mikið er
stundum lagt í einstök atriði.
„Jú, við vorum í stöðugu tíma-
hraki en við skemmtum okkur mjög
vel við framleiðsluna. En jú, það
voru alls kyns staðir sem við gerðum
þetta á og alls kyns búningar og
förðun. Og peningar voru af skorn-
um skammti. Þannig að vissulega
tók þetta á … þátturinn var
skemmtileg áskorun, einslags fram-
sækinn hrekkjalómaháttur.“
Allt að gerast
Kennedy er nú að vinna að þætti
með Fran Drescher (The Nanny)
sem kallast Living with Fran (vinnu-
heiti hingað til hefur verið Shacking
Up) og verður frumsýndur í mars
2005. Þátturinn fjallar um 45 ára
konu sem fer að vera með 25 ára
gömlum manni og hvaða áhrif það
hefur á fjölskyldu þeirra og vini. Þá
er Kennedy að hleypa öðrum nýjum
þætti af stokkunum sem kallast
Starlet, veruleikaþáttur um vongóð-
ar leikkonur sem vilja slá í gegn,
svipaður að byggingu og America’s
Next Top Model.
„Já, það er búið að vera svolítið
mikið á seyði að undanförnu,“ við-
urkennir Kennedy loksins þegar
hann er búinn að telja þetta allt sam-
an upp.
Sú list sem hann mun bera á borð
fyrir Íslendinga hinn 30., uppistand-
ið, stendur honum nærri því það hef-
ur hann stundað frá því hann hóf
störf í skemmtanaiðnaðinum.
„Íslendingar eiga örugglega eftir
að kannast við einhverjar þær per-
sónur sem koma fram í uppistand-
inu,“ segir hann að lokum. „Þetta er
það sem ég byrjaði í og mér finnst
mjög gaman að geta sinnt þessu enn
þann dag í dag.“
Um upphitun á sýningu Kennedys
hér á landi sér Grindergirl,
skemmtikraftur sem vakið hefur at-
hygli í þáttum Davids Lettermans
að undanförnu, en sýning hennar
þykir bæði mögnuð og sérstæð þar
sem m.a. glerbrot, risasnákar og
fræsivélar koma við sögu.
Uppistand | Jamie Kennedy skemmtir í Broadway 30. desember
Framsækinn hrekkjalómur
Jamie Kennedy hefur siglt á milli skers og báru sem skemmtikraftur.
Jamie Kennedy er af
mörgum talinn líkleg-
asti arftaki Jims Carr-
eys í grínfræðunum.
Arnar Eggert Thor-
oddsen ræddi við
þennan hæfileikaríka
æringja vegna vænt-
anlegrar heimsóknar
hans til landsins.
Miða á sýningu Jamies Kennedys
er hægt að nálgast á vefsíðu
Event, í verslunum Skífunnar eða í
síma 575-1522.
www.event.is
arnart@mbl.is
ÞAÐ fer alveg einstaklega vel á því
að sama ár og Duran gömlu Duran
komu allir saman og ollu manni sár-
um vonbrigðum með fyrstu plötu
sinni í öll þessi ár
að til skjalanna sé
komin sveit sem
hæglega má líta á
sem réttmætan
arftaka hinnar
fornfrægu eitís-
sveitar. The Killers er samt ekki
þannig séð að búa til neina eitíseft-
irhermutónlist, eins og svo margir
aðrir. Nei, heldur má líta á þá sem
afkomendur Duran í beinan karllegg
af þeirri einföldu ástæðu að langt er
síðan maður hefur heyrt eins
skemmtilegt popp, alveg ekta popp,
þar sem ríkjum ráða melódía og
kynþokki og nóg af hvoru tveggja.
Margir ættu að þekkja „Mr.
Brightside“ og „Somebody Told Me“
enda tvö af bestu popplögum ársins.
En ólíkt svo mörgum poppsveitum
einmitt á 9. áratug síðustu aldar
þegar yfirborðsmennskan var alls-
ráðandi, þá er nóg af fleiri slíkum
lögum á frábærum frumburði þess-
arar efnilegu Las Vegas-sveitar.
Platan er hreint uppfull af glæsilegu
tískupoppi, sem allt í senn minnir á
Duran, Pulp og Strokes. Poppplata
ársins, og hananú!
TÓNLIST
Erlendar plötur
The Killers – Hot Fuss
Skarphéðinn Guðmundsson
Poppplata ársins
smáauglýsingar mbl.is