Morgunblaðið - 13.01.2005, Síða 15

Morgunblaðið - 13.01.2005, Síða 15
gera áætlanir um brotthvarf Banda- ríkjahers frá Írak. Menn séu hins vegar meðvitaðir um að eftir kosningarnar kunna að komast til valda aðilar í Írak sem gætu í kjölfarið beðið Bandaríkja- menn að kalla her sinn heim. Minnast menn þess í því sambandi að bandarískir ráðamenn hafa látið þau orð falla að ef lögmæt írösk stjórnvöld færu fram á brotthvarf Bandaríkjahers þá myndu yfirvöld í Washington verða við þeirri beiðni. Fjárlagagerð fer jafnframt fram um þessar mundir vestra og margir fulltrúar á Bandaríkjaþingi benda á að aðgerðirnar í Írak kosta Bandarík- in um 4,5 milljarða dollara í mánuði hverjum, auk þess sem þær valdi því að mannafli sé nýttur til hins ýtrasta, raunar þannig að hrikti í stoðum Bandaríkjahers. Fréttaskýrandi The New York Times segir Bush Bandaríkjaforseta ekki enn farinn að ræða mál á þessum nótum en alls staðar annars staðar í stjórnkerfinu sé það hins vegar gert; af embættismönnum og af áhrifa- miklum þingmönnum. Var m.a. eftir því tekið í síðustu viku þegar Donald Rumsfeld varnarmálaráðherra ákvað að senda uppgjafahershöfðingja, Gary E. Luck, til að endurmeta stöðu og stefnu bandaríska hersins í Írak. Er sendiför Lucks tilkomin, að sögn embættismanna, af því að menn vilja vita hvað hafi farið úrskeiðis við þjálfun íraska hersins en áætlanir varnarmálaráðuneytisins gerðu allt fram á síðasta haust ráð fyrir því að Írakar yrðu um mitt þetta ár byrjaðir að taka við hlutverki Bandaríkja- manna við öryggisvörslu, sem þá hefði gert bandarískum stjórnvöld- um kleift að byrja að fækka í herliði sínu í landinu. Nú segja háttsettir yfirmenn í Bandaríkjaher að öllum áætlunum um fækkun hafi verið kastað fyrir róða, ofbeldið sé of umfangsmikið og íraski herinn engan veginn í stakk búinn til að axla auknar byrðar á ör- yggi í landinu. Allt muni í reynd ráð- ast af því hvað gerist í Írak eftir kosn- ingar. „Við munum þurfa að ákveða [eftir kosningar] að hve miklu leyti við vilj- um vera þátttakendur í einhverju sem kann að þróast í borgarastríð,“ sagði einmitt Henry Kissinger, sem var utanríkisráðherra Bandaríkj- anna á tímum Víetnam-stríðsins, á CNN-sjónvarpsstöðinni á sunnudag. Verður eitthvað undan að láta? Sú umræða, sem nú fer fram í Washington, snýst að miklu leyti um það hvort menn verði ekki að fara að endurskilgreina markmið sín í Írak, endurskilgreina hvenær verkefninu, sem Bandaríkjamenn tóku sér sjálf- viljugir á hendur í Írak (í óþökk margra, sem kunnugt er), telst vera lokið. Þetta þýðir ekki að menn vilji hverfa á brott frá landinu í snarhasti og skilja hlutina einfaldlega eftir í höndum þeirra aðila, sem ráða ríkj- um í Bagdad nú um stundir. En um hitt er rætt í fullri alvöru, að Banda- ríkin megi ekki gerast of þaulsætin, að um leið og færi gefist til þá beri að kalla herinn heim í áföngum. „Öllum er ljóst að þetta þarf að þróast yfir í íraskt verkefni [en ekki bandarískt] og það verður að gerast á þessu ári,“ hafði The New York Tim- es eftir ónafngreindum háttsettum embættismanni. Þykir ljóst að þrýstingurinn muni aðeins aukast, frá Írak sjálfu, al- menningi í Bandaríkjunum og frá öðrum ríkjum; spurningin sé hvort hinar pólitísku aðstæður muni gera mönnum kleift að bíða uns íraski her- inn er orðinn nægilega vel í stakk bú- inn til að taka við hlutverki Banda- ríkjahers eða hvort þrýstingurinn verði á einhverjum tímapunkti svo mikill að eitthvað verði undan að láta. david@mbl.is MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. JANÚAR 2005 15 ERLENT STJÓRNVÖLD í Norður-Kóreu hafa blásið til her- ferðar gegn síðu hári og hirðuleysislegu útliti. Þessi fyrirbrigði eru talin til marks um „spilltan, kapítal- ískan“ lífsmáta. Ríkisfjölmiðlar í Norður-Kóreu færa almenningi þennan boðskap. Karlmenn eru hvattir til þess að krúnuraka sig og fylgir raunar fréttum miðla í ríki Kim Jong-Il að æskileg lengd broddanna sé fimm sentímetrar. Þetta er sagt krefjast þess að menn fari minnst tvisvar í mánuði til hárskerans. Sítt hár þykir ekki eingöngu neikvætt þar sem það vísi til Vesturlanda. Því er haldið fram að það ógni beinlínis gáfnafari manna. Rökin eru þau að „sítt hár [krefjist] mikillar næringar“. Með því móti geti það „rænt heilann orku“. Ríkisútvarpið bætti síðan við að snyrtilegur klæðn- aður væri afar mikilvægur. Hann væri fallinn til að hrinda „tilraunum óvinanna til að halda að þjóðinni spilltum, kapítalískum hugmyndum og lífsmáta“. Dagblaðið Rodong Sinmun fylgdi þessu eftir með grein þar sem því var haldið fram að útlit sem mót- aðist af erlendum áhrifum gæti leitt til hnignunar þjóðarinnar. „Fólk sem tekur upp erlenda háttu jafnt í klæðnaði sem lífsmáta verður að heimskingjum og þeirrar þjóðar bíður aðeins hrun,“ sagði í grein blaðs- ins. Á flótta undan sósíalískum lífsmáta Sjónvarpið í Norður-Kóreu hefur og sýnt myndir af síðhærðum karlmönnum við ýmsa iðju í höfuðborg- inni, Pyongyang. Myndir þessar voru sumar teknar með falinni myndavél. Fréttinni fylgdi að þeir sem ekki fylgdu „sósíalískum lífsmáta“ hefðu ýmist forðað sér á hlaupum eða afsakað sig með því að þeir hefðu einfaldlega verið of önnum kafnir til að láta snyrta hárið í samræmi við forskriftir stjórnvalda. Segja að of sítt hár ræni heilann orku Ráðamenn í Norður-Kóreu blása til herferðar gegn hirðuleysislegu útliti og spilltum, kapítalískum lífsmáta Seúl. AFP. Fjör í Norður-Kóreu, ríki Kim Jong-Il.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.