Morgunblaðið - 13.01.2005, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 13.01.2005, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. JANÚAR 2005 25 UMRÆÐAN INNLEGG Andrésar Péturs- sonar, formanns Evrópusamtak- anna, í umræðuna um Evrópska efnahagssvæðið (EES) er að ausa skömmum yfir mig og mína per- sónu. Ég er sagður hafa afhjúpað „ótrúlega yfirgripsmikið þekking- arleysi“. Ummæli mín eru sögð „jaðra við fávisku“. Ég er jafnvel sakaður um „hroka og þjóðern- isrembing“. Hvert er tilefnið? Jú, tilefnið er það að í ýtarlegu viðtali við Við- skiptablaðið (7. janúar sl.), nefndi ég að nú væru aðstæður það breyttar. Verið gæti að hag okkar Íslendinga væri betur borgið utan EES en inn- an og stakk upp á því að vandleg út- tekt yrði gerð á þeim kosti ekki síð- ur en þeim að ganga í Evrópu- sambandið (ESB). Með öðrum orðum; það eitt að gera tillögu um að við Íslendingar skoðum okkar helstu valkosti í stöðunni skipulega og fordómalaust er Andrési Péturs- syni tilefni til að hella yfir mig óbótaskömmum. Hvað er hér um að vera? Hvað er svona ógnvænlegt við svona úttekt? Er það ekki einmitt í samræmi við skynsemi og vísindalega nálgun, sem Andrés lætur eins og sér sé annt um en ásakar mig um að van- virða, að skoða alla kosti stöðunnar? Er Andrés Pétursson formaður Evrópusamtakanna á móti því að þjóðin afli sér upplýsinga um aðra kosti en þá að hrekjast úr EES í ESB? Ég vona svo sannarlega að svo sé ekki. Það er ekki mín skoðun, þótt Andrés leyfi sér að fullyrða annað, að EES sé eða hafi verið gagnslaust fyrir Íslendinga. Þvert á móti tel ég að EES-samningurinn hafi veiga- mikla kosti. Aðild þjóðarinnar að honum í upphafi hafi sennilega verið skynsamleg og hann hafi á margan hátt flýtt fyrir mjög gagnlegum um- bótum á íslenska hagkerfinu. Allt þetta kom fram í umræddu viðtali í Viðskiptablaðinu, en virðist í hama- ganginum hafa farið fram hjá Andr- ési. EES-samningurinn hefur hins vegar einnig umtalsverða ókosti, sem oft eru til umræðu hér á landi, og allir nema e.t.v. Andrés þekkja. Er við gerðumst aðilar að EES fyrir meira en áratug var það mat alþing- is að kostirnir væru veigameiri en gallarnir. Aðstæður hafa á hinn bóg- inn breyst. Þær hafa breyst með þeim hætti að kostirnir hafa minnk- að og ókostirnir virðast orðnir til- tölulega veigameiri en áður var. Fyrir þessu eru ýmsar ástæður: Í fyrsta lagi hafa tollar og aðrar viðskiptahindranir almennt farið lækkandi í heiminum. Sérstök al- þjóðleg stofnun, Alþjóðavið- skiptastofnunin (WTO), hefur tekið til starfa með það að markmiði að draga úr viðskiptahindrunum milli landa og orðið vel ágengt. Þessari stofnun, sem bæði Ísland og ESB eru aðilar að, ber jafnframt að gæta þess að viðskiptafrelsi sé ekki skert frá því sem nú er. Hvað tolla og við- skiptahindranir snertir, er því nú mun minni ástæða en áður að vera aðilar að EES. Í öðru lagi höfum við þegar fram- kvæmt margvíslegar og afar mikil- vægar umbætur á okkar efnahags- kerfi, ekki síst hvað snertir fjár- magnsmarkaði, einkavæðingu og samkeppni. Þessar breytingar hefð- um við í sjálfu sér getað gert án EES-samningsins, en þær fylgdu vissulega með í þeim samningi og í kjölfarið. Þessar breytingar munu ugglaust ekki ganga til baka, hvort sem við verðum innan eða utan EES í framtíðinni. Í þriðja lagi hafa hinar fjölmörgu reglugerðir, takmarkanir og tilskip- anir, sem frá Evrópusambandinu berast og við verðum að innleiða á Íslandi, reynst miklu umfangsmeiri, meira hamlandi og kostnaðarsamari en ég held að nokkurn hafi órað fyr- ir er við gengum í EES. Um þetta eru fjölmörg dæmi, sem ekki er unnt að rekja í stuttri blaðagrein, og ný koma upp nánast dag- lega. Kjarni málsins er sá, að jafnvel þótt þessar reglugerðir og tilskipanir kunni að henta innan vébanda ESB, sem þó er fyllsta ástæða til að efast um, er algerlega ljóst að margar þeirra eiga ekki við hér á landi og eru beinlínis skaðleg- ar. Kostnaðurinn kann að vera mjög mikill þegar að er gáð. Í fjórða lagi má ekki gleyma því að við greiðum nú þegar talsvert háa upphæð fyrir aðild okkar að EES og miklu hærri en við reikn- uðum með þegar við gegnum í EES (Þróunarsjóður ESB). Þar að auki höfum við talsverðan og vaxandi kostnað af því að reka samstarfið. Það sem við fáum til baka í svokölluðu vísinda- samstarfi, sem Andrési verður tíðrætt um, er hverfandi miðað við þá upphæð sem við greið- um. Af þessum ástæðum og raunar fleirum virð- ist fyllilega tímabært að við skoðum það í fyllstu alvöru, hver hreinn hagur þjóðarinnar sé nú af EES- samstarfinu. Þessar upplýsingar þurfum við að hafa til að taka skyn- samlegar ákvarðanir í framtíðinni. Andrés Pétursson og Evrópska efnahagssvæðið Ragnar Árnason svarar Andrési Péturssyni Ragnar Árnason ’Hvað er svona ógn-vænlegt við að kanna kosti og galla EES?‘ Höfundur í prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands. Aguamarina **** Vistamar **** Sunset Beach Club **** fiegar flú fer› til sólarlanda viljum vi› bjó›a flér fla› besta og Costa del Sol er enginn venjulegur sumarleyfissta›ur. fiar er hreinlega allt sem fer›ama›ur getur hugsa› sér: Dásamlegt ver›ur, hreinasta strönd Evrópu, frábærir veitingasta›ir, spennandi næturlíf, stórkostleg náttúrufegur›, saga, menning og i›andi mannlíf. Vikulegt leiguflug í allt sumar Costa del Sol Fyrsta flokks gistista›ir – bestu íbúðahótel á Costa del Sol: Camino Real Glæsilegar íbúðir með 1 eða 2 svefnherbergjum við ströndina í Torremolinos. Frábær valkostur fyrir fjölskyldur. Aguamarina Eitt vinsælasta íbúðahótelið á Costa del Sol. Frábær staðsetning í grennd við gamla bæinn í Torremolinos. Vistamar Nýlegt og sérlega smekklegt íbúðahótel á Benalmadena-ströndinni. Skemmtidagskrá á kvöldin og örstutt í allra aðra afþreyingu. Sunset Beach Club Líflegt og skemmtilegt íbúðahótel við Benalmadena-ströndina. Öll aðstaða er fyrsta flokks og umhverfið glæsilegt. Nánari upplýsingar um gististaðina og verð er að finna á www.urvalutsyn.is á mann m.v. tvo fullor›na og 2 börn, 2ja til 11 ára, í íbúð me› 1 svefnherbergi. 49.900 kr.Ver›: Aguamarina 23. júní í viku Verðdæmi á mann m.v. tvo fullor›na í stúdíói. 59.500 kr.Ver›: Tryggðu þér bestu kjörin og bókaðu strax! www.urvalutsyn.is Lágmúla 4: 585 4000 • Akureyri: 460 0600 • Vestmannaeyjum: 481 1450 ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S U R V 2 27 03 6 0 1/ 20 05 Camino Real **** Ver› er netver›. Ef bóka› er símlei›is e›a á skrifstofu grei›ist bókunar- og fljónustugjald sem er 2000 kr. á mann. * Innifali›: Flug, gisting í 7 nætur, flugvallarskattar og íslensk fararstjórn, * * Vikulegar brottfarir í allt sumar: Maí: 19. og 26. Júní: 2., 9., 16., 23., og 30. Júlí: 7., 14., 21., og 28. Ágúst: 4., 11., 18., og 25. September: 1., 8., 15., og 22. Fyrsta flokks gististaðir í hjarta Costa del Sol
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.