Morgunblaðið - 13.01.2005, Qupperneq 29
Félagsmálanefnd
kölluð saman
vegna Kárahnjúka
FÉLAGSMÁLANEFND Alþingis hef-
ur að ósk fulltrúa Samfylkingarinnar
verið kölluð saman til fundar á föstu-
dag til að ræða starfsmannamál á
Kárahnjúkasvæðinu.
Á fundinn hafa verið boðaðir
fulltrúar félagsmálaráðuneytis,
Vinnumálastofnunar, Landsvirkj-
unar, Alþýðusambands Íslands, Sam-
taka atvinnulífsins og Impregilo.
Á vefsíðu sinni segir Jóhanna Sig-
urðardóttir þingmaður, sem situr í fé-
lagsmálanefnd, að taka þurfi af festu
á málinu og fá úr skorið um réttmæti
þeirra ásakana sem hafa m.a. komið
fram hjá verkalýðshreyfingunni.
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. JANÚAR 2005 29
ólks frá heimshlutum þar sem
omið upp alvarlegar farsóttir
ómar.
erðinni segir að gera verði þá
numálastofnunar og stjórn-
tryggi í raun framkvæmd yf-
að sameiginlegur vinnumark-
fylgjandi réttindi launafólks
til nýrra aðildarríkja ESB.
fram að hluti þeirra verka-
mpregilo hafi sótt um atvinnu-
ætlað að koma í stað starfs-
rópska efnahagssvæðinu sem
ekari ráðningu hjá fyrirtæk-
með „sérstaklega alvarlegum
við skuldbindingar íslenskra
egna EES-samningsins.
Síðan segir í greinargerðinni:
„Í ljósi fyrri reynslu og þess með hvaða
hætti Impregilo hefur valið að auglýsa
störfin á Kárahnjúkum verður ekki annað
ráðið en að fyrirtækið vilji helst engar um-
sóknir og að ekki standi til að svara þeim
umsóknum sem fyrirtækinu þó berast.
Slíkt er með öllu óásættanlegt og ekki í
neinu samræmi við skuldbindingar stjórn-
valda samkvæmt samningum um Evr-
ópska efnahagssvæðið. Í þessu ljósi er líka
ljóst að þorri þeirra atvinnuleyfa sem
Impregilo hefur verið veitt vegna starfs-
manna frá ríkjum utan EES, og eru vænt-
anlega um eða yfir 300, hafa í í reynd verið
veitt á röngum forsendum og í bága við
skuldbindingar Íslands samkvæmt EES-
samningnum.“ Ennfremur segir í greinar-
gerð ASÍ að samskipti verkalýðshreyfing-
arinnar og stjórnvalda við Impregilo hafi
allt frá upphafi einkennst af skorti á trausti
og gagnkvæmum skilningi og valdið
ágreiningi og átökum. Eru síðan talin upp
þau álitamál sem upp hafa komið.
Fyrst er nefndur aðbúnaður starfs-
manna við Kárahnjúka. Fyrirtækið hafi
boðið mun lakari aðstæður en almennt hafi
gilt við sambærilegar framkvæmdir hér á
landi. Þannig sé enn þrátt fyrir að tekist
hafi að lagfæra sumt, eins og það er orðað.
Varðandi öryggismál á vinnusvæðinu,
uppbyggingu þeirra og framkvæmd hafi
bæði Vinnueftirlit ríkisins og fulltrúar
verkalýðshreyfingarinnar gagnrýnt margt
við framgöngu Impregilo. Ýmsu hafi verið
áorkað en annað sé enn óunnið.
Starfsréttindi þeirra sem starfa við
virkjunina eru sögð enn vera í ólestri og lít-
ill vilji til að bæta þar úr. Ákvæðum iðn-
aðarlaga sé ekki fylgt eftir og verulegur
skortur sé á að lögum um ökuréttindi og
vinnuvélaréttindi sé fylgt eftir, þótt lagfær-
ingar varðandi síðasta atriðið hafi verið
gerðar.
Þvert gegn lærdómi sem dreginn er
af sambærilegum framkvæmdum
Um vinnuskipulag og vinnufyrirkomu-
lag við Kárahnjúka segir ASÍ að Impregilo
gangi þvert gegn þeim lærdómisem dreg-
inn hafi verið af sambærilegum fram-
kvæmdum hér á landi. Þrátt fyrir ítrekaðar
ábendingar og óskir verkalýðshreyfingar-
innar um endurbætur á vinnufyrirkomu-
laginu hafi fyrirtækið haldið uppteknum
hætti. Bent hafi verið á sálræn og félagsleg
áhrif af löngum úthöldum, sem dregið hafi
úr áhuga Íslendinga og annarra á að starfa
við Kárahnjúka og verið ein helsta ástæða
mikillar starfsmannaveltu hjá Impregilo.
Um launa- og kjaramál fyrirtækisins
segir ASÍ að það hafi haldið sig við að bjóða
eingöngu lágmarkslaun samkvæmt kjara-
samningum. Þetta gerist á sama tíma og
viðurkennt sé að við sambærilegar fram-
kvæmdir sé venja að greiða laun og starfs-
kjör miðað ríkjandi aðstæður og álag á
starfsmenn.
„Það er síðan grafalvarlegt mál, nú þeg-
ar komið hefur í ljós og verið viðurkennt af
Imregilo, að fyrirtækið greiði af yfirlögðu
ráði a.m.k. stórum hluta starfsmanna sinna
laun sem eru undir lágmarkskjörum sam-
kvæmt virkjunarsamningi. Þetta hlýtur
eitt og sér að ráða eða í það minnsta að hafa
veruleg áhrif á meðferð stjórnvalda vegna
atvinnuleyfaumsókna fyrirtækisins nú,“
segir í greinargerðinni.
Gengið vísvitandi gegn reglum
ASÍ segir að Impregilo hafi með fram-
göngu sinni við gerð Kárahnjúkavirkjunar
„vísvitandi og með alvarlegum hætti“
gengið gegn þeim viðmiðunum og reglum
sem mótast hafa á íslenskum vinnumark-
aði. Í stað þess að laga sig að íslenskum að-
stæðum og virða þær reglur og venjur sem
hér gildi hafi fyrirtækið valið aðrar leiðir.
Impregilo hafi aldrei í reynd ætlað sér að
byggja á íslenskum starfsmönnum sem
gerst og best þekkja þær reglur sem hér
gilda.
„Impregilo hefur sýnt að það vill ekki og
ætlar sér ekki að virða íslenskar leikreglur
ef það kemst upp með slíkt. Nú er svo kom-
ið að framganga ítalska verktakafyrirtæk-
isins Impregilo á íslenskum vinnumarkaði
er ekki aðeins að hafa áhrif á atvinnu, að-
búnað og kjör þeirra sem starfa eða hafa
sótt um störf hjá fyrirtækinu á Kárahnjúk-
um. Framganga Impregilo er farin að hafa
áhrif langt út fyrir Kárahnjúka og á ís-
lenskan vinnumarkað,“ segir í greinar-
gerðinni til félagsmálaráðherra og bætt við
að endingu að þegar séu farin að sjást þess
dæmi að „aðilar“ ætli sér að feta í fótspor
Ítalanna og reyna þannig að færa niður
kjör og réttindi launafólks og brjóta um
leið þá sátt sem hér hafi ríkt.
yrirtækinu Impregilo koma fram í greinargerð ASÍ til félagsmálaráðherra
ki og ætla ekki að
nskar leikreglur“
TENGLAR
.....................................................
Meira á mbl.is/itarefni
bjb@mbl.is
Morgunblaðið/Steinunn
rkjunar. Frá upphafi framkvæmda hefur ágreiningur ríkt milli Impregilo og verkalýðshreyfingarinnar.
S-svæðinu,
si þess
m sé við að
ar undir
em búa hin-
hnettinum.
mpregilo sé
að hvorki
né starfs-
-svæðinu,
úgalir og
ög lengi í
ð hafi af
úr fram-
inu og ef
m horfi
a alvarleg
kvæmdina til
tið. Svo til
með íslenska vinnumark-
engir af um 5.000 manns á
skrá uppfylli skilyrði um
rf. Varla sé til sá iðn-
lenskur sem sé án vinnu.
r að á næstu vikum verði
uglýst eftir fleiri starfs-
nustustörf, s.s. í mötuneyti
gar. Ef fleiri Íslendingar
séu tilbúnir að ráða sig til
starfa þá fagni Impregilo því
sérstaklega, en nýlega voru
tíu Íslendingar ráðnir eftir að
auglýsing var birt hér á landi í
lok nýliðins árs.
Getum vonandi
unnið saman
Ómar segir margt af því sem
ASÍ gagnrýni varðandi aðbún-
að, öryggismál og starfsrétt-
indi á virkjunarsvæðinu ekki
standast. Bendir hann á mis-
munandi lög á Evrópska efna-
hagssvæðinu varðandi starfs-
réttindi fólks og frá ESB hafi
komið þau skilaboð að ein-
staklingar sem unnið hafa við
tiltekna iðn í 6–8 ár megi vinna við hana
sem fullgildir iðnaðarmenn alls staðar á
EES-svæðinu.
„Við erum að sjálfsögðu ekki of góðir
til að taka við ábendingum og munum
gera það áfram. Vonandi geta verkalýðs-
hreyfingin og Impregilo unnið að því
saman að sníða af alla vankanta,“ segir
Ómar.
Impregilo
num ASÍ á bug
u leyti skiljanleg og réttmæt“
Ómar R.
Valdimarsson
Allt frá því að framkvæmdirvið Kárahnjúkavirkjun hóf-ust vorið og sumarið 2003
hefur ágreiningur verið uppi milli
verkalýðshreyfingarinnar og
Impregilo. Strax í júní 2003, þegar
undirbúningsframkvæmdir stóðu
enn yfir, var greint frá því í Morg-
unblaðinu að óánægja væri meðal
starfsmanna með kjaramál og
hvíldartíma. Þá var því m.a. haldið
fram að launakjör væru samkvæmt
lágmarkstöxtum, líkt og ASÍ held-
ur enn fram í dag að Impregilo
geri.
Í ágúst 2003 fóru fulltrúar
verkalýðshreyfingarinnar á vinnu-
svæðið við Kárahnjúka og gerðu í
kjölfarið fjölmargar athugasemdir
við aðbúnað og starfskjör starfs-
manna Impregilo. Mest var fundið
að mötuneyti, gistiaðstöðu og holl-
ustuhætti almennt en frá þessum
tíma hefur ný þjónustubygging
verið tekin í notkun með mun
stærra og fullkomnara mötuneyti.
Sömuleiðis hafa fleiri gistiskálar
verið reistir en þeir hafa ekki að
fullu leyti þolað frost og bleytu.
Launamál erlendra starfsmanna
voru í upphafi framkvæmda mikið
til umræðu og fóru fulltrúar
Vinnumálastofnunar m.a. austur til
að fylgjast með útborgun launa.
Eftir að hafa gert nokkrar athuga-
semdir taldi stofnunin að Impreg-
ilo hefði brugðist rétt við þeim.
Haustið 2003 voru um 600
manns á virkjunarsvæðinu, þar af
um 100 Íslendingar en eru í dag
um 1.100, þar af um 250 Íslend-
ingar. Strax í september 2003 kom
fram gagnrýni frá verkalýðshreyf-
ingunni að lítill áhugi væri á því
hjá Impregilo að ráða Íslendinga
til starfa. Haft var eftir talsmanni
Samiðnar í Morgunblaðinu að sam-
kvæmt orðum lögmanns Impregilo
hefði aldrei verið gert ráð fyrir því
í tilboði fyrirtækisins að greiða
sambærileg laun og gert hefði ver-
ið í sambærilegum framkvæmdum
hér á landi.
Með dagblöð í skónum
Þegar líða tók á fyrsta veturinn við
Kárahnjúka fóru starfsmenn að
kvarta undan skorti á hlýjum
vinnufatnaði. Lögðu portúgalskir
starfsmenn niður vinnu til að mót-
mæla aðbúnaðinum og voru sumir
þeirra farnir að troða dagblöðum í
skóna sína til að fóðra þá. Fengu
þeir í kjölfarið ný hlífðarföt, ör-
yggisskó og 300 pör af ullar-
sokkum.
Lengst af síðasta ári virtist sem
friður væri kominn á við Kára-
hnjúka milli verkalýðshreyfing-
arinnar og ítalska fyrirtækisins,
þótt nokkrum sinnum hafi borið á
athugasemdum, en deilurnar hafa
vaknað á ný í vetur í tilefni um-
sókna fyrirtækisins um atvinnu-
leyfi fyrir starfsmenn utan Evr-
ópska efnahagssvæðisins. Eru þá
ótaldar þær deilur sem uppi hafa
verið milli Impregilo og íslenskra
skattayfirvalda.
Morgunblaðið/Steinunn
Starfsmenn Impregilo urðu í upp-
hafi framkvæmda að fóðra
vinnuskó sína með dagblöðum.
Ágreiningur
hefur verið
frá upphafi
framkvæmda
Fulltrúar Alþjóðabygginga-
sambandsins til Íslands
Kynna sér
aðbúnað og
efndir samninga
FULLTRÚAR frá ítölskum verka-
lýðsfélögum og Alþjóðabygg-
ingasambandinu koma til Íslands
19. janúar til að kynna sér aðbún-
að starfsmanna við Kára-
hnjúkavirkjun og hvernig staðið
er við gerða samninga við starfs-
menn.
„Við höfum verið að tala við fé-
laga okkar í Alþjóðlega bygg-
ingasambandinu og því evrópska,
hvort það væri grundvöllur á að
nálgast Impregilo og taka á mál-
um eftir þessum leiðum,“ segir
Guðmundur Gunnarsson, formað-
ur Rafiðnaðarsambandsins.
„Það virðist vera lítill tilgangur
í að semja við Impregilo. Þeir
skrifa undir samninga en fara svo
bara eftir þeim eins og þeim
hentar og finnst þægilegast. Í
þeirra huga virðist vera í lagi að
skrifa undir samninga bara til
þess a losna við þrasið en síðan
skipti engu máli hvort farið sé
eftir þeim eða ekki,“ segir Guð-
mundur.