Morgunblaðið - 13.01.2005, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 13.01.2005, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. JANÚAR 2005 31 UMRÆÐAN MIKIÐ er ég ósammála Reykja- víkurbréfi Morgunblaðsins sunnu- daginn 9. janúar sl. sem fjallar um bakgrunn þeirrar ákvörðunar (hver sem tók hana) að styðja Bandaríkja- menn í innrás þeirra í Írak. Hugsjónaleysið er slíkt að það þyrmir yfir okkur bláeygu sakleysingjana. Samkvæmt bréfrit- ara má ætla að það sé eitthvað allt annað en réttmæti innrás- arinnar í Írak sem mestu eigi að skipta þegar við tökum af- stöðu til hennar. Bréf- ritari tínir til ýmis af- rek Bandaríkjamanna og stuðning þeirra við Evrópu og Íslendinga, s.s. þátttöku þeirra í seinni heimsstyrjöldinni og ófriðnum á Balkanskaga, velvild þeirra gagnvart Loftleiðum(!), stuðning þeirra við Íslendinga í þorskastríðunum o.fl. Fyrir utan stuðninginn við innrásina í Írak hafa Íslendingar að sögn bréfritara m.a. launað greiðviknina með eindregn- um stuðningi við Bandaríkjamenn á alþjóðlegum fundum. Óljóst er af Reykjavíkurbréfi hvort afstaða Ís- lendinga á fundunum hafi byggst á málefnalegum sjónarmiðum eða bara blindum stuðningi við vini okk- ar Bandaríkjamenn. Reyndar verð- ur bréfið ekki skilið öðru vísi en svo að slíkur stuðningur sé fullkomlega málefnalegur. En hversu langt nær stuðningur Íslendinga við bandamenn sína? Myndum við taka þátt í mannrétt- indabrotum eða stríðsglæpum til að tryggja varnir Íslands eða aðra hagsmuni okkar? Nei, jafnvel núver- andi ríkisstjórn myndi ekki sam- þykkja það. Af hverju ekki? Jú, af því að við hljótum að meta aðgerðir bandamanna okkar út frá okkar eig- in gildismati og ákveða síðan hvort við verðum þátttakendur í þeim. Myndum við þá, fyrir orð banda- manna okkar, taka þátt í hæpnum aðgerðum sem fælu þó á yfirborðinu ekki í sér mannréttindabrot eða stríðsglæpi? Ríkisstjórnin myndi vart jánka því en hvað er það þá sem við gerum fyrir bandamenn okkar? Svarið ætti að vera að við styðjum þá ef eitthvað bjátar á hjá þeim og jafnframt styrkjum við þá til góðra verka en ekki óhæfuverka. Einnig má spyrja hver afstaða ríkisstjórnar Íslands hefði verið, ef það hefðu verið óvinir Ís- lendinga sem hefðu ráðist inn í Írak til þess að finna gereyðing- arvopn og bjarga ír- askri alþýðu frá harð- stjóra. Hefði ríkis- stjórnin stutt það framtak? Ég fæ einfaldlega ekki séð að vinátta okk- ar og Bandaríkja- manna megi siðferði- lega skipta nokkru máli þegar við tökum afstöðu til Íraksstríðsins. Við hljótum að vera bandamenn Banda- ríkjanna af því að við höfum svipaðar hugsjónir; um einstaklingsfrelsi, lýðræði og frið á jörð. Þegar leiðir skilur í þeim efnum eða orð og at- hafnir fara ekki saman hlýtur bandalagið að taka enda, a.m.k. hvað hinar umdeildu athafnir varðar. Í einni setningu kemur bréfritari inn á stöðuna í Írak fyrir innrásina og segir þar að Saddam hafi ekki komið betur fram við andstæðinga sína en Hitler eða ráðamenn á Balk- anskaga. Síðan segir að ekki sé hægt að gagnrýna eitt inngrip en fagna öðrum ef sambærilegar aðstæður séu til staðar. Það hlýtur að þurfa af- ar mikla ást á Bandaríkjamönnum til að segja að aðstæður í Írak hafi verið svipaðar og í Þýskalandi Hitl- ers eða á Balkanskaga. Annars veg- ar erum við að tala um kúgun stórs hluta Evrópu, yfirstandandi útrým- ingu, þjóðarmorð og vargöld en hins vegar erum við að tala um tvö töpuð árásarstríð ekki nema í rúmu með- allagi ógeðfellds einræðisherra, sé hann borinn saman við alla þá hræðilegu harðstjóra sem hafa verið við völd á síðustu öld, sumir hverjir studdir af vinum okkar Bandaríkja- mönnum. Þar að auki var ráðist inn í Írak löngu eftir að Saddam vann sín mestu grimmdarverk og ekki má gleyma því að þau voru alls ekki hin uppgefna meginástæða innrás- arinnar í Írak. Bréfritari virðist telja andstæð- inga sína bláeyga sakleysingja. En er ekki sá bláeygur sem heldur að ástand í mannréttindamálum í Írak hafi nokkru skipt um þá ákvörðun að ráðast inn í landið? Í upphafi sagðist ég vera ósam- mála bréfritara Reykjavíkurbréfs. Það er þó ekki alveg rétt framsetn- ing enda er bréfritari líklega að hluta til að lýsa staðreyndum, þ.e. hinum raunverulegu ástæðum þess að Íslendingar studdu innrásina í Írak. Það sem við erum ósammála um er hvort þessar staðreyndir rétt- læti stuðninginn. Reykjavíkurbréfið er reyndar að mörgu leyti hin þarf- asta lesning. Þar eru hin praktísku viðhorf ríkisstjórnar Íslands sett fram á kaldan og einfaldan hátt. Þetta eru viðhorf sem allir réttsýnir menn hljóta að berjast gegn og vona jafnframt að fulltrúi þessara við- horfa „þessarar siðferðilegu upp- gjafar“ verði ekki sendur til að byggja upp tengslanet íslensku þjóðarinnar í Washington. Annars er umræða um Íraksmálið héðanaf vart efni í annað en dæg- urþras eða smálexíu. Í dag ættu brýnni mál að vera á dagskrá og eru þar efst á blaði hörmungarnar í Darfur í Súdan sem veiklulegar ályktanir öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna hafa ekki náð að stöðva. Þessar hörmungar, sem fulltrúar Sameinuðu þjóðanna lýstu á síðasta ári sem versta ástandi mann- úðarmála í heiminum, hafa ef marka má leitarvél á vef Alþingis, ekki ver- ið ræddar á yfirstandandi þingi. Hafa ráðherrar og þingmenn virki- lega ekkert um þetta mál að segja? Gamlan stjórnmálamann langar í ferðalag Einar Símonarson fjallar um Íraksstríðið ’Þar eru hin praktískuviðhorf ríkisstjórnar Ís- lands sett fram á kaldan og einfaldan hátt.‘ Einar Símonarson Höfundur er lögfræðingur. ÞAÐ ER alltaf jafnkyndugt að lesa gagnrýni um viðburð þegar maður sér fyrir sér fýlusvip gagn- rýnandans þar sem hann situr inn- an um skellihlæjandi fólk á skemmtun og svo við lyklaborðið að hamra inn sína þanka – ennþá með fýlusvip. Þannig hlýtur þetta eiginlega að hafa ver- ið hjá Þorgeiri Tryggvasyni á uppi- standi Jamie Kennedy á Broadway 30. des- ember síðastliðinn, sem hann skrifaði síð- an gagnrýni um í Morgunblaðið. Ég hef aldrei áður fundið mig knúinn til þess að stinga niður penna um gagnrýni á viðburði sem ég hef skipulagt þótt ég hafi í hartnær áratug unnið við dreifingu kvik- mynda og skipulagningu viðburða – og þar með lifað við stjörnugjöf og gagnrýni í helstu fjölmiðlum landsins á nær allt sem ég komið nálægt að flytja til landsins. Nú get ég hins vegar ekki orða bundist, það verður bara að hafa það þó einhverjum finnist hæpið að ég agnúist út í gagnrýni á skemmtun listamanns sem ég stóð fyrir. Þorgeir gerist nefnilega sek- ur um alvarleg afglöp sem koma persónulegu mati ekkert við og hefur þannig að mínu mati orðið viðskila við alla ærlega gagnrýn- endur landsins og þeirra leikreglur. Ameríkanar ekki fyndnir Ég er helst á því að Þorgeir hafi verið í afspyrnu vondu skapi þetta kvöld. Hann finnur Kennedy, sem þykir einn reyndasti og skemmtilegasti grínisti Bandaríkj- anna í dag, allt til foráttu. Þorgeir segir að skipta megi uppi- standi á Íslandi nokkuð „snyrti- lega“ í tvo hluta. Annars vegar séu íslenskir stand-up listamenn ásamt virtum og hæfileikaríkum félögum sínum frá Bretlands- eyjum. Hins vegar frekar ómerki- legir „frægðarmenn“ úr amerísk- um sjónvarpsiðnaði sem f.f. stundi peningaplokk. Ó já, ef lífið væri svona einfalt: Ameríka; sjónvarp; frægð; rík; vond – Bretland; sviðslistin; verð- leikar; fátækara; gott. Einhvern tíma var svona hugsun kölluð menningarsnobb, og er vonandi enn. Það er í raun fáheyrt að gagnrýnandi opinberi með jafn- afgerandi hætti fordóma sína gagnvart einni þjóð og þeim skemmtikröftum sem þaðan koma. Staðreyndin er sú að ef bandarísk- ir grínistar eru þekktir úr sjón- varpi eða kvikmyndum eru yfir- gnæfandi líkur á því að þeir hafi byrjað í uppistandi. Uppistand er í raun nánast eina leiðin fyrir grínista í Bandaríkj- unum að hefja feril sinn og koma sér á framfæri. Nokkur dæmi: Eddie Murphy, Jim Carrey, Adam Sandler, Ray Romano, Bernie Mac og Woody Allen. Hver er þessi Kennedy? Þorgeir gefur í skyn að Kennedy sé einmitt dæmi um slíkan „frægðarmann“ sem sé þekktur úr sjónvarpi en hafi lítið komið ná- lægt uppistandi. Alrangt og ein- kennilegt að Þorgeir sem gagn- rýnandi um uppistand skuli ekki vita betur. Rætur Kennedy liggja alfarið í uppistandi – hann hefur stundað það samfellt frá 19 ára aldri, alls í 15 ár. Hann var í fjölda ára að koma sér á framfæri með uppistandi í litlum klúbbum í Bandaríkjunum áður en hann fór að fá smáhlut- verk í kvikmyndum og hefur m.a.s. skrifað ágæta bók, „Wannabe“, um þessi ár. Enn í dag eyðir hann mestum sínum tíma í uppistand og rétt áður en hann kom til Íslands lauk hann uppistandstúr um allar helstu borgir Bandaríkjanna. Um hvað er maðurinn að tala? Næst snýr Þorgeir sér að sýning- unni og segir Kennedy greinilega margt betur gefið en uppistand. Atriðið „illa upp byggt, brand- ararnir meira og minna fyrirsjáan- legir og flatneskjulegir. Það var einna helst að hann næði sér á strik í skopstælingum á amerískum sjónvarpsþáttum…“ Jamie Kennedy er þekktur fyrir stíl sem kallast „free association“ sem þýðir einfaldlega að hann mætir ekki með niðurnjörvaða, margreynda rútínu heldur býður upp á spuna á staðnum og óreynda brandara, þannig að hvað sem er getur gerst. Að kalla slíka sýningu „illa undirbúna“ er jafn- gáfulegt og að kalla svart/hvíta mynd lélega af því hún er svo lit- laus. Eftir klukkustund og tíu mín- útur á sviðinu sagði Kennedy svo til orðrétt: „Does anybody know what time it is? I think that’s all I have. Any questions?“ Þorgeir segir þetta dæmi um að hann hafi verið orðinn uppi- skroppa með efni og í vandræðum. Það er nokkuð lýsandi fyrir við- horf Þorgeirs að átta sig ekki á því að þetta var brandari og fyr- irfram skipulagt. Telst það ekki þokkaleg frammistaða að halda áhorfendum hugföngnum í 70 mín- útur? Í kjölfarið komu u.þ.b. 20 mjög skemmtilegar mínútur þar sem áhorfendur fengu tækifæri til að skiptast á spurningum og svör- um við Kennedy. Hér hafa einungis verið raktar örfáar rangfærslur í grein Þor- geirs. Ég vona að uppistöndurum sem fluttir verða til landsins í framtíðinni verði sýnd sú lág- marksvirðing að vera dæmdir af aðila sem hefur einhverja þekk- ingu á því sem dæmt er og sé laus við fyrirfram mótaðar skoðanir – jafnvel þótt viðkomandi grínisti sé frá Bandaríkjunum. Ég vil að lokum hvetja alla þá sem skemmtu sér vel á uppistand- inu með Jamie Kennedy að láta skoðun sína i ljós í Morgunblaðinu eða á www.event.is svo að eitt- hvert mótvægi komi fram við grein Þorgeirs og sú mynd af því sem fram fór verði eins rétt og mögulegt er. Gagnrýnandinn sem neitaði að hlæja Ísleifur B. Þórhallsson fjallar um gagnrýni ’Að kalla slíka sýningu„illa undirbúna“ er jafngáfulegt og að kalla svart/hvíta mynd lélega af því hún er svo litlaus.‘ Ísleifur Þórhallsson Höfundur er eigandi og fram- kvæmdastjóri Event ehf. BRÉF TIL BLAÐSINS Morgunblaðið, Kringlunni 1, 103 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is MIKLAR framfarir hafa orðið á Ís- landi í geðlækningum síðan utan- ríkisráðherra D. lýsti því yfir í við- tali við Stöð 2 fyrir helgina að til þess að komast á geðdeild þyrfti maður að svara vitlausum spurn- ingum vitlaust. Ómögulegt er að vita hvernig ráðherrann hefur kom- ist að þessari gagnmerku niður- stöðu, sem við fyrstu athugun virk- ar hvorki vísindaleg né alúðleg. Helst dettur mér í hug að hann hafi ofmetnast svo af því hrósi sem hann hefur fengið fyrir að gera grín að sjálfum sér í áramóta- skaupinu, að hann geti nú ekki hætt – að gera grín að sjálfum sér. ELÍSABET KRISTÍN JÖKULSDÓTTIR, rithöfundur. Lokasvar? Frá Elísabetu Kristínu Jökulsdóttur HVER er ástæðan fyrir því að ég hef lagt fram minn skerf til að kosta auglýsingu í New York Tim- es? Auglýsingu þar sem áréttað er að mikill meirihluti Íslendinga, 84% samkvæmt síðustu skoð- anakönnunum, er mótfallinn því að nafn Íslands sé að finna á lista hinna „fúsu og staðföstu“ innrás- arþjóða í Írak og þar með mót- fallnir einkaákvörðun forsætis- og utanríkisráðherra um að setja Ís- land á listann og með því gera ís- lensku þjóðina að þátttakanda í stríðinu í Írak? Fyrst og fremst er ástæðan sú að orðstír okkar er í hættu en af- staða Íslendinga hefur vakið mikla athygli víða um heim. Danskur vinur okkar hjóna, sem fylgist með atburðum á Íslandi, spurði okkur í jólabréfi sínu hvort við værum nú ásamt Dönum þátttak- endur í stríðinu í Írak. Hann spurði hvort við hefðum fallið frá fyrri stefnu og ákvörðunum um að bera ekki vopn eða standa að stríðsrekstri. Þessi ákvörðun hefur vakið mikla athygli erlendis enda hefur forsætisráðherrann fyrrverandi ekki legið á skoðunum sínum og telur enn að rétt hafi verið að styðja árásarríkin þrátt fyrir að ekki hafi fundist gjöreyðing- arvopn, en meint tilvist þeirra var helsta ástæðan fyrir innrásinni í Írak. Það er því fyllsta ástæða fyrir því að árétta erlendis að meiri- hluti Íslendinga styður ekki þessa stefnubreytingu. Við viljum ekki standa í stríðs- rekstri og munum ekki halda her. Við verðum að gæta orðstírs sem er okkur dýrmætur erlendis. Þeir sem vilja árétta andúð sína á yfirgangi forsætis- og fv. for- sætisráðherra geta sýnt hug sinn í verki með því að styrkja birtingu auglýsingarinnar í New York Tim- es. Hægt er að hringja í 90-20000 og þá eru skuldfærðar 1.000 krón- ur á símareikning viðkomandi eða leggja inn á söfnunarreikning í SPRON 1150-26-833, kennitala Þjóðarhreyfingarinnar er 640604- 2390. Auglýsingin verður birt fljótlega þannig að gott væri að hafa hrað- an á. EYJÓLFUR EYSTEINSSON, verslunarstjóri, Reykjanesbæ. Orðstír deyr aldregi hveim er sér góðan getur Frá Eyjólfi Eysteinssyni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.