Morgunblaðið - 13.01.2005, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 13.01.2005, Qupperneq 32
32 FIMMTUDAGUR 13. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Óli JóhannesRagnarsson frá Skálum á Langanesi fæddist á Þórshöfn á Langanesi 12. sept- ember 1930. Hann lést á gjörgæsludeild Landspítalans í Foss- vogi að morgni 6. janúar síðastliðins. Foreldrar hans eru Ragnar Marinó Jóns- son, látinn og Þór- unn Guðmundsdótt- ir, býr á dvalar- heimili aldraðra í Garði. Systkini Óla Jóhannes eru Guðbjörn, Olga, Georg Hreinn og Guðmundur Kristján, látinn. Óli Jóhannes kvæntist Hjördísi Önnu Sölvadóttir frá Núpi í Ax- arfirði árið 1953 en þau slitu samvistum árið 1974. Þau eiga níu börn, þau eru: Reynir Örn, maki Jóhanna Stígsdóttir, þau eiga þau tvo syni. Þórunn Ragna, maki Ernst Berndsen, þau eiga tvö börn en fyrir átti Þórunn þrjú börn. Anna Guðlaug, maki Gústaf A. Ólafsson, þau eiga fjögur börn. Hörður Hólm, kvæntur Hafdísi Y. Ólason, þau eiga þrjú börn, Hörður átti fyrir fjögur börn. Laufey, gift Sigurjóni Gunnars- syni, þau eiga þrjár dætur. Hólmfríður, gift Randver Á. Elís- syni, þau eiga þrjú börn. Helgi Sigfús, maki Guðrún Val- geirsdóttir, þau eiga tvö börn, Helgi átti fyrir þrjú börn. Sölvi Steinn, maki Margrét Pálsdóttir, þau eiga þrjú börn, fyrir átti Margrét tvö börn. Linda Björk, gift Bryan H Baker, þau eiga fjögur börn. Barnabörnin eru 38 og barnabarnabörnin eru 20. Óli Jóhannes byrjaði barnung- ur á sjónum og þau störf sem tengdust sjónum stundaði hann allan sinn starfsferil fyrir utan nokkur ár í Hagkaup í Skeifunni en hann hætti að vinna 66 ára vegna veikinda. Óli Jóhannes verður jarðsung- inn frá Bústaðakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13. Ekki er langt síðan að þú keyptir nýja bílinn þinn og þú varst svo stolt- ur þegar þú komst í búðina til mín með Ensa, til að sýna mér, þú kall- aðir Tóta mín, komdu og sjáðu, finnst þér bíllinn minn ekki flottur, ég fór með þér útfyrir til að skoða og sagði jú, pabbi minn, hann er gull- fallegur. En þú áttir bara svo stuttan tíma til að njóta bílsins. Það rifjast upp fyrir mér hvað þú varst ánægður á aðfangadagskvöld, þá komum við 14 manns til þín á sjúkrahúsið, ég færði þér tertur á diski og heitt kakó á brúsa, það fannst þér yndislegt og þakkaðir fyr- ir með þínu þétta faðmlagi og kossi á kinn. Þórunn. Síðasta ferðin mín pabbi minn til þín var 4.–9. des en alltaf áttum við samastað hjá þér, stundum ég ein og stundum við Sigurjón og stelpurnar með. Við áttum góðar stundir saman þessa 5 daga í desember og töluðum langt fram á nætur, þessi samtöl eru mér dýrmæt og ógleymanleg, elsku pabbi minn. Þú varst svo ánægður með jóla- grenilengjuna sem við hjálpuðumst að við að skreyta, við létum hana í stofuopið hjá þér eina nóttina, þú settist í stólinn á móti hurðaropinu og sagðir þetta tek ég ekki niður fyrr en í endaðan febrúar, þú ljómaðir þegar að þú horfðir á jólaljósin með skreyttu greninu eins og þú værir að sjá jólaljós í fyrsta skipti, en það þurfti svo lítið til að gleðja þitt hjarta, en það máttu vita, elsku pabbi, að það sem ég gerði fyrir þig, kom frá hjartanu. Takk fyrir allt og allt, elsku pabbi. Laufey. Þú ert farinn, elsku pabbi minn, þú kemur víst ekki aftur til mín í Fell, þú hafðir svo gaman af sauð- burðinum síðastliðið vor, manstu eft- ir litlu dindlu þú varst búinn að gæla svo mikið við hana, þú lást með hana í garðanum og klóraðir henni á bak við eyrun en þá fór dindillinn á fullt, þú hafðir svo gaman af því, þér fannst mikið til þess koma að fá að vera með okkur í fjárhúsunum, það rifjast líka upp hvað þú varst búinn að nostra við bæklaða lambhrútinn, hann keisara, þú straukst bækluðu fæturna hans og sagðir litla greyið, finnur þú mikið til. Þú ætlaðir þér að koma um haust- ið til að sjá féð koma af fjalli, en þú treystir þér ekki en við vorum svo dugleg að hringja í hvort annað að þú fylgdist með öllu í sveitinni. Þú varst alltaf fyrstur manna til að bjóða fram aðstoð þína og því vil ég þakka þér, elsku pabbi minn, fyrir að vera þú sjálfur. Hólmfríður. Margar áttum við ánægjulegar stundirnar, elsku pabbi minn, bæði til sjós og lands, ég gleymi ekki fyrstu sjóferðinni minni en hún var með þér og Venna bróður þínum á Þórshöfn, en þá var ég 9 eða 10 ára. Mörg jólin var ég hjá þér og áttum við góðar stundir en við byrjuðum ávallt á því að fara milli 5 og 6 á að- fangadagskvöld að leiði ömmu þinn- ar Margrétar en þú hugsaðir alltaf svo vel um svefnstað hennar, þú keyptir alltaf skreytta jólagrein og kveiktir svo á friðarljósi fyrir hana, eins og þú og faðir þinn voruð vanir að gera áður en hann lést, svo fórum við heim að borða, við röbbuðum mikið saman öll jólin sem ég var hjá þér, þú varst að segja mér sögur frá skálum á Langanesi og svo veru þinni að Lambastöðum. Ég hafði alltaf gaman af því að hlusta á þig segja frá, maður var aldrei fullmettur af frásögnum þín- um. Þú varst svo stoltur af því að vera frá skálum á Langanesi. Hvíldu í friði, elsku pabbi minn. Hörður og fjölskylda. Þótt ég hafi farið frá þér sem ung- lingur höfðum við alltaf gott sam- band. Eftir að ég giftist bað ég þig oft að heimsækja mig og þú sagðir alltaf já, elskan mín, því myndi ég hafa gaman af. Eftir nokkurra ára nöldur var ég farin að segja nei pabbi minn þú munt aldrei stíga fæti af íslenskri jörð og þá sagðir þú aldrei að segja aldrei, elskan mín. Svo loksins komstu til okkar og þú fórst með mér og Bryan út að borða á 20 ára brúðkaupsafmælinu okkar og við áttum yndislegt kvöld saman, það mun ég alltaf geyma í hjarta mínu, mikið ósköp var ég ánægð og montin að fá þig til mín, það var mjög gaman að hafa þig hjá okkur. Alltaf var það jafnyndislegt að koma með alla fjölskylduna til þín, þú varst svo glaður og hreykinn að það lýsti upp allt í kringum þig, ekki var plássið mikið hjá þér bara 1 her- bergi og stofa en þú sagðir alltaf þröngt mega sáttir sitja. Okkur leið alltaf vel hjá þér, elsku pabbi minn, svo kom að heimför og það var alltaf jafnerfitt fyrir okkur bæði að segja bless. En við vorum varla komin uppí flugvélina þegar krakkarnir fóru að spyrja hvenær förum við aftur til afa. Þú gerðir allt fyrir okkur sem hægt var og verum við ávallt þakklát fyrir það og því gleymum við aldrei, elsku pabbi minn. Linda. Okkur börnin þín langar að skrifa nokkrar línur til þín elsku pabbi. Þú ert farinn frá okkur, en við vor- um ekki tilbúin að leyfa þér að fara. Þú varst búinn að vera mikið, mik- ið veikur, út og inn af spítala allt síð- asta ár. Síðast fórst þú á spítalann í desember 2004 en þú komst ekki heim aftur, elskan. Það er margt sem hefur rifjast upp hjá okkur síðustu daga. Þú varst ákveðinn í að yfirbuga veikindin þín, og koma heim um jólin en þú varst bara svo mikið veikur, elsku pabbi. Þú varst alltaf svo mikið jólabarn í þér og við vitum að þú verður það alltaf en bara á öðrum stað, gráni minn, en þetta viðurnefni gaf Helgi bróðir þér og þú hafðir gaman af, oft þegar að við vorum að glettast í þér, þá kölluðum við til þín komdu gráni minn og þá fórst þú að hlæja eða brosa en þú áttir svo fallegt bros, elsku pabbi, það fór allan hringinn. Það er ekki að ástæðulausu að þú fékkst þetta viðnefni því hárið þitt var svo fallega silfurgrátt. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti, þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Guð geymi þig, elsku pabbi. Þórunn, Laufey, Hólmfríður, Hörður Hólm og Linda. Frá er fallinn Óli Jóhannes sem var mér góður félagi og vinur, stund- ir sem þessar eru erfiðar þegar mað- ur sér á eftir góðum vin sem Óli var þau 19 ár sem ég þekkti hann. Þá var hann alltaf hress og kátur og var virkilega gaman að vera í návist hans, eins sá maður hve innilega hann var þakklátur ef maður gerði eitthvað lítilræði fyrir hann, hann virkilega ljómaði. Það gaf manni mikið að finna fyrir þéttu og traustu handartakinu og vita fyrir víst að hann meinti hverja hreyfingu hand- arinnar þegar hann var að þakka fyr- ir sig, sumir aðrir hefðu kannski gleymt að segja svo mikið sem takk, en ekki hann Óli. Í gegnum árin höf- um við Óli farið oft saman út á kaffi- hús, en ég var alltaf virkilega stoltur að fara með honum í þær ferðir hann var alltaf svo kurteis og góður við þjónustufólkið og alla þá sem við hittum í þeim ferðum. Mikið spjöll- uðum við saman og mikið var hlegið, ekki leið sú ferð að hann talaði ekki um það hvað þú, elsku Tóta, værir góð hann. Ég kveð góðan mann með virðingu og votta þér elsku Tóta, öll- um þínum systkinum og allri okkar fjölskyldu mína dýpstu samúð. Guð geymi þig. Þinn vinur Ernst (Ensi). Elsku afi. Það er erfitt að trúa því að þú sért farinn frá okkur. Ennþá erfiðara er að sætta sig við þá sáru staðreynd að við eigum hvorki eftir að sjá þig né tala við þig aftur. Þú varst hrókur alls fagnaðar, það var sama hvort við vorum ein með þér eða í stórum hóp, alltaf gastu komið upp fjörugum og skemmtilegum umræðum og þó sér- staklega þegar talað var um pólitík. Þegar maður kom svo í heimsókn til þín og spurði jæja, afi minn, hvernig ertu í dag, ertu ekki bara hress, og alltaf var sama svarið, já auðvitað, hvað heldurðu, maður. Alltaf varstu nú jafnhress og kátur sama hvað gekk á hjá þér, eins og þegar þú fékkst fréttirnar að þú værir kominn með krabbamein lést þú ekkert á þig fá og hélst áfram þinni kátínu eins og þér var einum lagið. Það er manni svo ofarlega í minn- ingunni að þegar við vorum nú öll saman komin og þú sast við endann á borðinu heima í eldhúsinu hjá mömmu og horfðir yfir þennan stóra hóp, þá sáum við alltaf hvað þér leið vel innan um fjölskyldu þína. Hólm- bert Hjörvar, María Kristín, Ernst Guðni, Guðný Erla,Victoría Sif og Litli kútur sakna langafa síns sárt en hugga sig við það að englarnir ætli nú að passa elsku besta langafa. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti, þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Elsku besti afi og langafi, við elsk- um þig af öllu hjarta og og minning þín mun ætíð lifa með okkur. Hólmgeir, Ása, Helga, Hólmar og börn Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti, þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Elsku afi, takk fyrir allar skemmtilegu stundirnar sem við átt- um saman og alla aðstoðina. Guð geymi þig, elsku afi minn. Óli Hjörvar. Elsku afi minn. Við vorum farin að ná svo vel sam- an, ég kom til þín í hverri viku til að þrífa, en alltaf þegar ég kom byrjaði ég á því að setjast niður og spjalla, svo dreif ég mig í þrifin og þá var haldið í Mjóddina á uppáhaldsbak- aríið þitt og eins og alltaf fékkstu þér kaffi og kleinu, ég má ekki sjá orðið kleinu þá hugsa ég beint til þín, svo sátum við og spjölluðum um allt og alla, svo þegar að því lauk þakkaðir þú alltaf kærlega fyrir og ég sagði það var nú lítið, þá kom frá þér, nei þetta var sko ekki lítið, en fyrir mér afi var þetta það minnsta sem ég gat gert, að eiga stund með þér er sko mikils virði. Nú þegar ég sit hérna og skrifa til þín get ég varla með orðum líst hversu mikið ég sakna þín og okkar stunda saman, þessar stundir voru mér svo mikils virði, þú varst alltaf kátur og fékkst mig til að hlæja eða brosa. Svo gastu setið og sagt mér enda- laust frá litlu börnunum þínum, Fífli og Blóma, hvað þeir voru að gera af sér, þú sagðir mér frá því þegar Fífill beið eftir þér hjá hurðinni þegar að þú komst heim og þú sagðir hvað ætlarðu að færa afa eitthvað svo þeg- ar að þú varst sestur kom hann fljúg- andi með fjöður og gaf þér, og ég var nú næstum búin að henda henni, þér þótti þetta svo sérstakt af honum að gera þetta, ég sé það á þeim að þeir sakna hans afa, en ég skal passa þá vel, afi minn. Litli unginn þinn hún Bríet Fríða á sko eftir að sakna langafa síns, allt- af þegar að hún kom í heimsókn var hann afi sko búinn að kaupa handa henni varasalva og svo sat hún í fanginu þínu með bros á vör og mak- aði sig alla út, þá var nú stutt í fal- lega brosið þitt til hennar. Elsku afi, þessar stundir sem við áttum saman hefðu átt að vera mikið fleiri en ég er svo þakklát fyrir þess- ar stundir sem ég fékk að njóta með þér, þær eru sem gimsteinar, maður varðveitir þær í hjarta sínu og huga að eilífu. Ég gæti endalaust skrifað hvað ég sakna þín og hversu ynd- islegur maður þú varst en ég gæti aldrei líst þeim nógu mikið en þú ert yndislegur maður og góður afi, þú varst mér og minni fjölskyldur góður og ég mun aldrei gleyma þér, elsku afi minn, ég elska þig svo mikið, elsku afi. Guð geymi þig, þín Norma Dís. Elsku afi. Nú ert þú búinn að fá hvíldina eftir að hafa verið mikið veikur og eftir situr minning um þig, stundirnar okkar saman og öll samtölin sem við áttum í gegnum símann. Nú sit ég og rifja upp allt sem við gerðum í haust, þegar ég kom til þín og dvaldist hjá þér í tvær vikur. Ferðirnar sem við fórum í Hveragerði, Bláa lónið og til Keflavíkur að heimsækja Dísu ömmu. Margt annað gerðum við skemmtilegt í þessari heimsókn. Við skoðuðum kirkjur, fórum í Perluna, skoðuðum búðir, keyptum okkur páfagauka og fórum á kaffihús og í bakari. Á kvöldin pöntuðum við okk- ur pizzur og spiluðum svo vist og Olsen Olsen langt fram eftir. Hjá þér lærði ég líka að elda þínar sérstöku kjötbollur. Við spjölluðum um heima og geima eins og við vorum vön að gera í gegnum síman. Alltaf var hægt að tala við þig um allt mögulegt og þess mun ég ávallt sakna. Elsku afi, ég kveð þig nú með söknuði en minninguna um þig mun ég geyma á sérstökum stað í hjarta mínu. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Guð geymi þig, afi minn. Bryndís Rós. Elsku afi. Það rifjast upp fyrir mér þegar ég gaf þér fyrstu jólagjöfina, ég var bú- in að hamast lengi í skólanum við að smíða handa þér kaffipokastand, ég man hvað þú varst ánægður þegar þú opnaðir pakkann og ég var svo stolt af sjálfri mér. Þú heilsaðir mér alltaf með brosi og koss á kinn og sagðir alltaf hæ hæ, elskan. Nú mun ég aldrei heyra þessi orð frá þér aft- ur en þau óma stöðugt í höfði mínu. Þú varst alltaf svo hress og kátur þegar ég hitti þig eða talaði við þig í símann. Alltaf spurðir þú hvernig skólinn væri og hvort ég væri búin að fara á hestbak. Það sem ég þakka þér mest fyrir var það hvað þú hvattir mig mikið til dáða, þér fannst gaman þegar ég sagði þér einkunnir mínar og sagði þér frammistöðu mína í skólanum. Einnig hvattir þú mig mikið til að stunda hestamennskuna af fullum krafti. Og sagði ég þér alltaf mikið frá hestunum og þú hlustaðir með ánægju á. Ég mun sakna þess hversu mikið þú hvattir mig og hvað þú hafðir gaman af því að gleðja mig. Elsku afi, ég get ekki líst ánægju minni þegar þú gafst mér bílinn, þú verður alltaf einhvers staðar nálægt mér í ökuferðum mínum og heldur yfir mér þinni sterku verndarhendi. Ég veit að ég þarf aldrei neitt að óttast. Því þú verður alltaf hjá mér ÓLI JÓHANNES RAGNARSSON Morgunblaðið birtir minningar- greinar alla útgáfudagana. Skil Minningargreinar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is (smellt á reitinn Morgun- blaðið í fliparöndinni – þá birtist valkosturinn „Senda inn minning- ar/afmæli“ ásamt frekari upplýs- ingum). Minningar- greinar

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.