Morgunblaðið - 13.01.2005, Qupperneq 34

Morgunblaðið - 13.01.2005, Qupperneq 34
34 FIMMTUDAGUR 13. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR Sagt er að þeir deyi ungir sem guð elskar. Ef svo er gleymdi hinn al- máttugi því, að til er fjölskylda sem elskaði litla stelpu ennþá heitar en hann. Hana Írisi Birtu. Hún var ljós- geisli okkar og allra sem kynntust henni. Við fæðingu hennar kom í ljós að ekki var allt með felldu og fylgdu í kjölfarið mánuðir rannsókna og ferða til sérfræðilækna í útlöndum. En Íris kom hvað eftir annað á óvart og þegar allir héldu að hún væri loks- ins að gefast upp kom hún tvíefld til baka. Svo rann gleðidagurinn mikli upp, 20. desember 2002. Við fengum hana heim! Við tóku tvö ár gleði- stunda sem við fjölskyldan nýttum til hins ýtrasta til að njóta með henni. Minningar um góðar stundir eru það sem heldur fjölskyldunni gang- andi en í dag er brestur í okkur. Síð- astliðinn föstudag gafst litli líkami þinn bara upp. Þjáningum þínum er lokið. Eftir sitjum við fjölskyldan og syrgjum litlu prinsessuna okkar, söknum fal- legu augnanna þinna, bross og hjals sem hlýjaði manni um hjartarætur. Eina huggun okkar er sú að þú sofn- aðir svefninum langa uppi í rúmi heima hjá mömmu og pabba. Íris, söknuður okkar og missir er mikill en við huggum okkur líka við ÍRIS BIRTA EYJÓLFSDÓTTIR ✝ Íris Birta Eyj-ólfsdóttir fædd- ist í Keflavík 7. októ- ber 2002. Hún lést að morgni 7. janúar síð- astliðins. Foreldrar hennar eru Eyjólfur Hafsteinsson, f. 6. júlí 1963 og Anna Soffía Þórhallsdótt- ir, f. 22. nóvember 1964. Systkini Írisar eru Aron Freyr, f. 11. janúar 1989, Ey- þór, f. 5. febrúar 1992, Agnes, f. 11. maí 1998, d. 11. maí 1998 og Sigrún Elísa, f. 27. júlí 1999. Útför Írisar Birtu fer fram frá Keflavíkurkirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. það að tekið verður vel á móti þér. Agnes syst- ir, Sigrún amma, Hjör- dís langamma og fleiri munu fylgja þér inn um hlið guðsríkis. Vertu bless, elsku hjartans engillinn okkar. Vaktu yfir okkur og styrktu í þessari miklu sorg okk- ar. Sofðu rótt, elsku hjartans Íris Birta. Við elskum þig núna og að eilífu. Kveðja – Pabbi, mamma, Ar- on Freyr, Eyþór og Sigrún Elísa. Elsku Íris Birta. Það er mjög erfitt að þurfa að kveðja þig vitandi það að við fáum aldrei að sjá þig aftur. Þú sem gafst okkur svo mikið með nærveru þinni og þínu fallega brosi. Elsku Íris Birta, við söknum þín mikið en minn- ingin um litlu stelpuna með fallegu brúnu augun mun lifa í hjörtum okk- ar að eilífu. Guð geymi þig, litli engillinn okk- ar. Vertu sæl, vor litla, hvíta lilja, lögð í jörð með himnaföður vilja, leyst frá lífi nauða, ljúf og björt í dauða lést þú eftir litla rúmið auða. Vertu sæl, vor litla ljúfan blíða, lof sé Guði, búin ertu’ að stríða. Upp til sælu sala saklaust barn án dvala. Lærðu ung við engla Guðs að tala. (Matthías Jochumsson.) Elsku Anna, Eyjólfur, systkini og aðrir aðstandendur, við biðjum Guð að styrkja ykkur í þessari miklu sorg. Kennarar og börn leikskólans Garðasels. Elsku hjartans ljúfan mín. Ég á eftir að sakna þín sárt, þú varst svo fallegt og yndislegt barn og áttir hug og hjörtu okkar allra. Þú áttir mitt frá fyrsta degi þegar ég sá þig með fallegu brúnu augun þín. Íris Birta mín ég hafði aldrei trúað að sú stund kæmi svo skjótt að ég væri að faðma þig í síðasta sinn, og að okkar biði ekki annar yndislegur dagur saman. Ég er svo þakklát yfir því að hafa kynnst þér og fengið þennan yndislega tíma með þér. Ég mun ávallt minnast þín í hjarta mínu. Guð geymi þig og verndi Íris Birta mín. Sefur þú og sefur sælan mín, lokuð eru litlu litlu augun þín. Brosir þú í blundi blítt og rótt. Úti bæði og inni allt er kyrrt og rótt. Dreymir þig og dreymir dýrð og frið; Hika ég og horfi hvílu þína við. Góður Guð á hæðum gæti þín, annist þig um eilífð eina vonin mín. (Höf. ók.) Ég votta foreldrum þínum, systk- inum og aðstandendum mína dýpstu samúð. Rósa. Láttu nú ljósið þitt loga við rúmið mitt. Hafðu þar sess og sæti, signaði Jesú mæti. (Höf. ók.) Þitt jarðneska ljós logaði stutt og oft var logi þess veikur. Nú hefur það slokknað að eilífu. Hjá okkur sem fengum þau forréttindi að kynnast þér sitja eftir fagrar og ljúfar minn- ingar sem ekki gleymast. Þau kynni hafa haft þroskandi áhrif á okkur öll og kennt okkur svo margt. Við trúum því að Drottinn og allir englarnir hafi tekið á móti þér og hið eilífa ljós Guðs logi nú skært við rúmið þitt. Við sendum foreldrum Írisar Birtu, systkinum og öðrum þeim sem elskuðu hana okkar innilegustu sam- úðarkveðjur. Starfsfólk Þroskahjálpar á Suðurnesjum. ✝ Vildís Jónsdóttirfæddist á Helga- stöðum í Eyjafirði 28. nóvember 1925. Hún lést 6. janúar síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Jón Sigfússon, f. 1986, d. 1967 og Ragnheiður Páls- dóttir, f. 1987, d. 1970. Systkini Vil- dísar voru Sigfús, f. 1917, d. 1988, giftur Þórunni Ólafsdóttur, f. 1927, og Guðrún Sigríður, f. 1922, d. 1993, gift Jóni Aðalsteini Davíðs- syni, f. 1914, d. 1969. Hinn 6.8. 1949 giftist Vildís Stein- berg Ingólfssyni, f. 1928, d. 1977. Dóttir þeirra er Ingibjörg Kristín, f. 1960, gift Rúnari Birgissyni, f. 1949. Dóttir þeirra er Vildís Kristín, f. 1999. Vildís starfaði sem verkakona á saumastofu Heklu og síðar í Kristjáns bakaríi. Útför Vildísar fer fram frá Akureyr- arkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Það er oft sagt að verksmiðju- vinna sé leiðinleg. Að vinna alltaf sömu handtökin aftur og aftur. En þetta er ekki rétt. Þegar sama verkið er stöðugt endurtekið fer höndin að vinna sjálfstætt og hægt er að nota heilabúið til betri hluta. Að minnsta kosti gerðum við það á Heklu í gamla daga og það kom ekkert niður á af- köstum okkar. Við vorum þrír stelpugopar um tvítugt og Dísa sem var nærri tíu árum eldri, virðuleg frú meira að segja. Við spjölluðum sam- an allan daginn og hvað við gátum bullað. Svo reyndum við að klambra saman vísum og þegar einhver okkar á merkisafmæli þarf einhver að búa til vísu til að setja inn í kortið. Þessi ljóð kæmu seint út á bók, þó að þau væru einhversstaðar til. En það var ekki nóg að vera saman allan daginn, við vorum saman á kvöldin líka. Köll- uðum það saumaklúbb en í raun voru það frekar átveislur. Að minnsta kosti hafði húsbóndinn á einu heim- ilinu það á orði að þetta væru átveisl- ur en ekki saumaklúbbar. Og vissu- lega var tekið hraustlega til matar. Kappkostað var að hafa margar góð- ar tertur og það var skylda að fara minnst eina umferð um borðið helst tvær og bæta enn við. Það var met- ingur um hver borðaði mest. En það var gert meira en að borða og sauma, það var mikið ærslast. Einu sinni var tekinn leigubíll í sauma- klúbb því að mætt var á síðum nátt- kjólum, sem reynt var að troða undir kápuna. Í annað sinn var ekkert nema rúgbrauð á borðum þegar hús- freyjan bauð til borðs. Þá var steik- arhnífur húsfreyjunnar brotinn þeg- ar reynt var að skera brauðið. Eitt barnið kallaði þetta „skemmtilega saumaklúbbinn“. Þó að sauma- klúbbarnir séu enn við lýði eru þeir ekki lengur vikulega á dagskrá og stundum gerum við eitthvað annað saman. Í sumar fórum við á hand- verkssýninguna saman og áttum þar góðan dag. En nú er Dísa horfin sjónum okk- ar en mun lifa áfram í minningum okkar. Við viljum þakka fyrir næst- um hálfrar aldar kynni og margar gleðistundir. Ingu Stínu og fjölskyldu hennar sendum við innilegar samúðarkveðj- ur. Kristín Hjálmarsdóttir, Guðrún Jóhannsdóttir og Guðrún Sigurðardóttir. VILDÍS JÓNSDÓTTIR Um daginn frétti ég af hendingu um lát Jónasar Guðjónsson- ar. Mér þótti mjög miður að hafa ekki fengið tækifæri til að vera við- staddur jarðarför hans. Árin 1969–76 leigði ég íbúðina í kjallaranum á Hofteigi 40 þar sem hann bjó ásamt fjölskyldu sinni allri. Sjálfur hafði hann byggt hús- ið í samvinnufélagi með öðrum kennurum Laugarnesskóla. Við Halldóra vorum ung og þetta var fyrsta árið sem ég bjó á Íslandi. Við vorum félítil en í raun tel ég að þeim Ingibjörgu hafi fundist það betra að hafa slíka leigjendur. Næstu árin gerðist það nokkuð árvisst að ég fór til Jón- asar og krafðist þess að hann hækkaði húsaleiguna. Þetta kost- aði þóf og yfirleitt endaði það með að hann samþykkti minni hækkun en ég bauð! Það skipti hann meiru, sagði hann, að hafa gott fólk í kringum sig enda efast ég um að bróðir hans, sem gerði við bíla í bílskúrnum á Hofteigi, hafi nokk- urn tíma borgað fyrir aðstöðuna. JÓNAS GUÐJÓNSSON ✝ Jónas Guðjóns-son fæddist á Syðri-Reykjum í Miðfirði 4. nóvember 1916. Hann lést á Hrafnistu í Reykja- vík 4. desember síð- astliðinn og fór útför hans fram frá Laug- arneskirkju 17. des- ember. Jónas var kennari af guðs náð og ein- stakt ljúfmenni. Hann sá mikið um sér- kennsludeildir við Laugarnesskóla og það var unun að hlusta á hversu vænt honum þótti um nem- endur sína sem marg- ir hverjir áttu erfitt bæði í námi og fé- lagslega. Hins vegar var hann hamfari til allra verka í húsinu. Það gerðist ósjaldan á sumrin að ekki vannst tími til að slá gras fyrr en seint að kvöldi. Þá var hlaupið um garðinn með handsláttuvélinni á ofsahraða í síðustu dagsbirtunni. Jónas ólst upp í sárri fátækt í afskekktri sveit í Húnavatnssýslu. Hann sagði mér að þegar hann byrjaði í kennaraskólanum hafði skólaganga hans samanlagt verið innan við þrjú ár. Fyrstu hjóna- bandsár þeirra Ingibjargar voru kjörin líka kröpp. Þess vegna var Jónas með fyrstu karlmönnum á Íslandi sem tóku sér barnsburð- arleyfi. Skattalöggjöfin var nefni- lega þannig á þeim árum að 50% tekna eiginkonu voru skattfrjáls og þau hjónin voru bæði kennarar á sömu launum, en annað þeirra varð að vera heima til að annast Ragnar og Björn. Ég sendi þeim, fjölskyldum þeirra og Ingibjörgu, sem nú býr í gömlu íbúðinni minni, samúðarkveðjur mínar. Pétur Rasmussen. Mig langar með nokkrum orðum að minnast mágs míns Palla, eins og við köll- uðum hann, en hann lést 31. des. sl. Það kemur margt upp í hugann þegar maður lítur til baka og þá sér- staklega þegar við byrjuðum að byggja hér í Álfheimunum, Palli, Ása, Haddi og ég. Það voru frekar erfiðir tímar og ekki gat maður þá gengið inn í banka og fengið pen- inga eins og í dag. Palli og Ása áttu heima á Bollagötunni og við í Kópa- voginum. Ekki var bílum fyrir að fara og áttu þeir bræður báðir hjól og hjóluðu á milli. Einu sinni man ég þegar Haddi kom heim eftir erf- iðan dag og langan, en þeir voru alltaf með nesti með sér og þá sagði Haddi: „Það var ansi kalt þegar við vorum að fá okkur að borða og þá brakaði mikið í brauð- inu hjá Palla þegar hann beit í það, það var nefnilega frosið.“ En allt gekk þetta einhvern veginn og inn fluttum við í maí-júní 1960, svo að við erum búin að búa hér saman í húsinu í 45 ár og börnin okkar ólust upp saman sem einn stór systk- inahópur og eru þau miklir vinir. Á gamlárskvöld hittumst við alltaf á tröppunum og oft var skotið upp rakettum og eftir miðnætti hitt- umst við til skiptis, þetta árið á fyrstu hæð og næsta ár á annarri hæð, þetta gekk alltaf svona öll þessi ár þegar börnin voru minni og eins eftir að þau stækkuðu. Það mátti aldrei nefna að fara eitthvað í burtu á gamlárskvöld. Það er skrítið að hugsa til þess að þeir bræður skuli báðir vera PÁLL LÚÐVÍKSSON ✝ Páll Lúðvíkssonfæddist í Reykja- vík 11. mars 1926. Hann lést á Land- spítalanum í Foss- vogi 31. desember síðastliðinn og fór útför hans fram frá Langholtskirkju 7. janúar. horfnir en svona er líf- ið, við endum öll eins einhvern tímann. Palli var hægur og ljúfur og sagði oft ekki mikið, en hann hafði góða nærveru og var þægi- legur í umgengni. Það er gott að hann skuli vera búinn að fá hvíld- ina, þetta er búið að vera erfiður tími. Ása mín, Þorgeir, Hildur Alexía, Páll Reynir og öll fjöl- skyldan, ég votta ykk- ur samúð mína, megi Guð styrkja ykkur og Guð geymi þig Palli minn. Valborg Eiríksdóttir. Í minningunni um fjölskylduhús- ið í Álfheimum 25 sem þau byggðu saman amma Alexía, Palli og Ása og foreldrar okkar Haddi og Stella þá er það samheldnin sem stendur upp úr, hvað hún var mikil og góð. Börnin í húsinu voru eins og einn stór systkinahópur. Á efri hæðinni voru börn Palla og Ásu þau Þor- geir, Hildur og Páll Reynir og við á neðri hæðinni Lúðvík, Eiríkur, Elsa og Haraldur. Stundum var spilað og leikið uppi og stundum niðri, oft var leikið úti fram á kvöld. Á jólum og áramótum var mikill glaumur og gleði en þá voru haldnar miklar veislur í hús- inu. Þá höfðu Palli og pabbi mikinn skilning á því þótt gerð væru ein- hver prakkarastrik og var það fljótt að gleymast. Einhverju sinni fór Palli utan á vegum vinnunnar og þegar hann kom heim þá var ekki gert upp á milli stelpnanna í húsinu og hann gaf þeim báðum dúkku. Elsku Ása og fjölskylda, megi Guð styðja ykkur og styrkja á erf- iðum tíma en minning um góðan mann mun alltaf vera með okkur. Blessuð sé minning hans. Lúðvík, Eiríkur, Elsa og Haraldur. Formáli Minningargreinum fylgir formáli, sem nánustu aðstandendur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, fæddist, hvar og hvenær hann lést, um foreldra hans, systkini, maka og börn og loks hvaðan útförin fer fram og klukkan hvað athöfnin hefst. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í minning- argreinunum. Undirskrift Minningargreinahöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Myndir Ef mynd hefur birst í tilkynningu er hún sjálfkrafa notuð með minning- argrein nema beðið sé um annað. Ef nota á nýja mynd er ráðlegt að senda hana á myndamóttöku: pix@mbl.is og láta umsjónarmenn minningargreina vita. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.