Morgunblaðið - 13.01.2005, Side 36
36 FIMMTUDAGUR 13. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
Það er skrítið að
hugsa til þess að eiga
ekki eftir að hitta þig oftar elsku
Lauga og grunaði mig ekki að það
væri í síðasta sinn sem ég kveddi
þig, þann þriðja í jólum, síðastliðinn,
þú varst eins og ætíð skemmtileg og
jákvæð, sýndir mér jólagjafirnar og
hvað Eiríkur hefði verið duglegur að
skreyta húsið. Allt frá því að ég kom
fyrst til Reykjavíkur þá hef ég notið
þess að fá að vera eins og heima hjá
mér á heimili ykkar Eiríks frænda
míns á Borgarholtsbrautinni og fyr-
ir það get ég víst seint þakkað.
Minningarnar eru óteljandi, við
Oddný heitin dóttir ykkar að búa
okkur til að fara út á lífið, og þú að
leggja okkur lífsreglurnar og ekki
veitti nú af, eins þegar mörg af okk-
ur frændsystkinunum sem komu
bæði frá Breiðdalsvík og Höfn hitt-
umst á Borgarholtsbrautinni þá var
nú oft glatt á hjalla, mikið hlegið og
grínast og það sem mér finnst
merkilegt þegar ég lít til baka er
hvað þið Eiríkur hafið verið ótrúlega
þolinmóð að hafa allt þetta unga
frændfólk ykkar ásamt ykkar eigin
börnum í kringum ykkur á öllum
mögulegum tímum, við höfum nú
stundum hlegið á síðari árum yfir
því hvað nágrannarnir hafi eiginlega
hugsað um allt þetta lið sem gekk
þarna út og inn. Það gerði það hins
vegar að verkum að við frændsystk-
inin höfum haldið sambandi hvert
við annað síðan. Þau voru líka ófá
skiptin sem þú hjálpaðir til við pöss-
un þegar voru veikindi eða eitthvað
annað kom upp á og var það alltaf
viss tilhlökkun að fara til Laugu í
pössun því þar var spilað, leikið og
drukkið kakó með kökum og nammi.
Ég hef oft hugsað um hvað það væri
góður eiginleiki að vera svona já-
kvæð og ánægð með lífið eins og þú
varst, sama á hverju gekk, þú sást
GUÐLAUG
KRISTJÁNSDÓTTIR
✝ Guðlaug Krist-jánsdóttir fædd-
ist á Núpi á Beru-
fjarðarströnd 30.
júní 1917. Hún lést á
Landspítala – há-
skólasjúkrahúsi í
Fossvogi að morgni
30. desember síðast-
liðins og fór útför
hennar fram frá
Kópavogskirkju 7.
janúar.
alltaf björtu hliðarnar
og oftast nær þær
skoplegu líka. Það eru
líka skemmtilegar
minningar sem tengj-
ast því hvað þú hafðir
gaman af fallegum föt-
um, þar höfðum við
sameiginlegt áhugamál
og nokkrum sinnum
fórum við saman að
kíkja í búðir og komum
nú ekki alltaf tómhent-
ar heim. Þó svo að það
hafi verið allnokkur
aldursmunur á okkur
þá fann ég aldrei fyrir honum, þvert
á móti fannst mér alltaf eins og ég
væri að tala við vinkonu á svipuðum
aldri þegar við ræddum saman. Ég
er viss um að það verður tekið vel á
móti þér alveg eins og þú tókst vel á
móti öllum sem komu til þín.
Elsku Eiríkur, Kristján, Gunnar,
Eiríkur Steinarsson og fjölskyldur,
ég samhryggist ykkur innilega.
Stefanía Helgadóttir.
Þá er hún Guðlaug blessunin fallin
frá. Þegar ég hugsa til baka þá eig-
um við ekkert nema góðar minning-
ar upp um Laugu. Við bjuggum við
hliðina á Laugu og Eiríki á Borg-
arholtsbrautinni og er ekki hægt að
hugsa sér yndislegri nágranna. Við
systkinin vorum húsgangar hjá þeim
og vorum alltaf velkomin hvenær
sem okkur datt í hug að líta við.
Lékum okkur við barnabörnin
þeirra, spiluðum við Grétu gömlu
eða bara kíktum í flatkökur og gott-
erí til Laugu. Þau voru nokkurs kon-
ar afi og amma okkar krakkanna.
Lauga var líka dugleg að kíkja yfir
til okkar, skutla í okkur volgum flat-
kökum þegar hún var að koma heim
úr vinnunni í Ömmubakstri eða setj-
ast í kaffi með mömmu. Með árun-
um minnkaði sambandið aðeins, en
alltaf vorum við velkomin í heim-
sókn og þrátt fyrir að veikindi hafi
aðeins litað síðustu æviár Laugu þá
tók hún alltaf vel á móti okkur. Hug-
ur okkar er hjá Eiríki og fjölskyld-
unni en við þökkum fyrir að hafa
fengið tækifæri til að kynnast þess-
ari yndislegu konu.
Fjölskyldan Borgarholts-
braut 38.
Það eru rúmlega 30 ár frá því ég
kynntist Guðlaugu Kristjánsdóttur
eða Laugu eins og hún var alltaf
kölluð. Því er þannig háttað að
Bergþóra eldri systir mín giftist
Kristjáni elsta barni Laugu og Ei-
ríks á Borgarholtsbraut 34 í Kópa-
vogi. Það var ekki bara þannig að
Bergþóra eignaðist þarna tengda-
fjölskyldu, heldur eignaðist ég þá
bestu vinkonu sem ég hef átt og fjöl-
skylda hennar öll hefur sýnt mér og
mínum einstaka hlýju alla tíð. Þau
rúmlega 40 ár sem voru á milli okk-
ar vinkvennanna skiptu aldrei neinu
máli. Það var ekki neitt kynslóðabil
hjá okkur.
Lauga var alltaf boðin og búin að
hjálpa og veita aðstoð með gistingu
og ýmsa hagkvæma hluti sem við
landsbyggðarfólkið þurftum á að
halda þegar komið var til höfuðborg-
arinnar. Það skipti ekki máli hvort
einhvern vantaði gistingu í lengri
eða skemmri tíma eða einhvern
vantaði húsnæði eða meðmæli vegna
skólavistar, svo eitthvað sé nefnt.
Hún var alltaf tilbúin að veita hjálp.
Mér finnst það lýsa Laugu best þeg-
ar hún tók Grétu systur sína, aldr-
aða með „demens“ inn á heimilið.
Lauga umgekkst Grétu af einstakri
hlýju og eins og færustu sérfræð-
ingar í málefnum aldraðra. Gréta
fékk þarna öruggt umhverfi út frá
sínum sjúkdómi og hæfileg verkefni
til að sinna dags daglega og var
þetta eins og best verður á kosið fyr-
ir aldraða konu í hennar stöðu.
Gréta tók á móti gestum og lagaði
kaffi og það var ekki lítið hlutverk á
Borgarholtsbraut 34, þar sem var
stöðugur gestagangur. Þarna kom
vel fram hjá Laugu sú mikla virðing
sem hún bar fyrir fólki og þeim sem
urðu veikir og gátu ekki séð um sig
sjálfir.
Allt frá því ég kynntist Laugu
fyrst var hún mjög upptekin af að
hugsa vel um eigin heilsu og þar átt-
um við sameiginlegt áhugamál. Við
fórum því margar ferðirnar í Sund-
laug Kópavogs og Lauga var mjög
stolt af þeim breytingum sem hafa
orðið á sundlauginni á síðustu árum.
Annað áhugamál sem við höfðum
sameiginlegt var myndlist og hvers
konar hannyrðavinna. Lauga var
mjög stolt þegar við áttum saman
dagstund í byrjun desember og fór-
um á jólabasar Sunnuhlíðar og hún
gat sýnt mér allt það sem hún og
aðrir aldraðir í Kópavogi höfðu gert.
Lauga var alltaf svo jákvæð. Þess
vegna var það mér mikil ánægja
þegar hún og Eiríkur, Kristján og
Bergþóra komu í heimsókn og voru
við fermingu sonar míns í Århus í
Danmörku vorið 2003.
Lauga naut ferðarinnar eins og
hver annar unglingur, hafði gaman
af öllu og sérstaklega að fá að litast
um í stórverslunum. En hún lét
samt ekki hjá líða að fara að heim-
sækja gamla vinkonu sína Svövu
Blöndal á elliheimili í Gillileje. Það
var stórkostleg upplifun að vera með
Laugu í þessari heimsókn og sjá
gleðina í augum Svövu þegar Lauga
talaði. Svava Blöndal lést stuttu síð-
ar. Í síðasta skipti sem ég hitti
Laugu spurði hún mig út í ferm-
inguna hjá Páli, næstyngsta syni
mínum. Lauga var harðákveðin í að
vera við ferminguna í Landakirkju í
Vestmannaeyjum hinn 16. apríl nk.
Það veit enginn hvenær kallið kem-
ur og aldrei erum við undirbúin. Ég
vil með þessum orðum votta Eiríki
Þorgrímssyni og allri hans fjöl-
skyldu mínar dýpstu samúðarkveðj-
ur við fráfall þessarar góðu konu.
Guðný Anna Annasdóttir
og fjölskylda.
Flestar fjölskyldur eiga uppá-
halds frænkur, Lauga var okkar
uppáhalds frænka. Þó var hún svo
sem ekki frænka okkar í þessari
venjulegu merkingu, heldur gift Ei-
ríki móðurbróður mínum. En Lauga
var límið í okkar fjölskyldu, þangað
komu allir, skyldir sem óskyldir, og
öllum var tekið sem sjaldséðum
höfðingjum. Á Borgarholtsbraut-
inni, sem oft hefur verið eins og um-
ferðarmiðstöð stórfjölskyldunnar,
fengum við fréttir hvert af öðru og
þangað komu allir, nutu þess að setj-
ast niður í erli dagsins og láta sér
líða vel.
Þau Eiríkur voru bæði samtaka
um að skapa þetta notalega and-
rúmsloft og Laugu fannst við allt
frábært fólk. Það var sannarlega
ekki verið að velta því upp sem mið-
ur fór heldur spjallað um það sem
gott var og vel var gert.
Lauga var glæsileg kona sem
hafði alla tíð gaman af því að halda
sér vel til og á sínum yngri árum
hafa þau Eiríkur sannarlega verið
glæsilegt par. Hún var einnig mjög
félagslynd sem líka skýrir þann
mikla gestagang sem ávallt var hjá
þeim og ef einhver dagur leið svo að
einhver liti ekki inn, var hún vís til
að hringja í ættingjana og segja
þeim endilega að líta inn, hún hefði
bara ekki séð nokkurn mann allan
daginn. Hún var líka mikill höfðingi í
sér og þegar krakkarnir mínir voru
yngri höfðu þau mestar áhyggjur af
því að Lauga yrði gjaldþrota því hún
vildi alltaf vera að gefa þeim eitt-
hvað. Það var líka gaman að gleðja
Laugu og það þurfti ekki mikið til,
en henni fannst það allt óveðskuldað
af sinni hálfu og aðal gallinn var að
hún vildi endurgjalda það margfalt.
Lauga var alltaf kát og hress og
sannarlega ekki fyrir að barma sér
að óþörfu þó spítalavistir nú seinni
árin hafi verið ófáar, enda búin að
vera heilsutæp í mörg ár. Fjölskyld-
an trúði því að hún lifði á lífsgleð-
inni. Það var þó ekki svo að hún
þekkti ekki mótlæti og sorg því hún
missti einkadóttur sína í blóma lífs-
ins sem auðvitað hefur verið óbæri-
leg sorg fyrir þau Eirík, en þau
studdu hvort annað og tókst að
vinna sig út úr því.
Lauga var farin að stunda dagvist
fyrir aldraða í Kópavogi, en sá mest
eftir að hafa ekki byrjað fyrr, því
það fannst henni algjört himnaríki
eins og hún sagði. Fólkið og við-
mótið var svo gott og allt svo
skemmtilegt.
Sé himnaríki líka til á öðrum til-
verusviðum er alveg öruggt að þar
er hún núna og nýtur tilverunnar
sem fyrr. Hún vissi að kallið gæti
komið hvenær sem er og var sátt við
allt og alla. Við þökkum þér sam-
fylgdina Lauga mín og munum
minnst þín með gleði í hjarta.
Vilborg Ámundadóttir
og fjölskylda.
Látin er eftir alllöng veikindi
hjartkær vinkona mín, Guðlaug
Kristjánsdóttir. Kynni okkar Laugu
hófust árið 1944 er hún kom austur á
Breiðdalsvík ásamt Guðnýju systur
sinni og þær gistu hjá móður minni í
Hamri. Síðar það ár hagaði svo til að
ég var að vinna í Reykjavík, en átti
frí yfir jólin. Guðný og Lauga máttu
ekki til þess hugsa að ég yrði ein yfir
jóladagana og komu þær því og
sóttu mig, og kröfðust þess að ég
væri um jólin hjá þeim, ásamt fleira
fólki á Þórsgötunni. Hlógum við
Lauga oft að því síðar á ævinni, að
eina svefnplássið sem fannst fyrir
mig var uppi í hjónarúmi hjá Guð-
nýju og Vilhjálmi eiginmanni henn-
ar, og ekki var tekið annað í mál en
að ég þægi það um hátíðarnar. Slík
var gestrisnin.
Mikill samgangur var alla tíð á
milli okkar Laugu og ekki minnkaði
hann eftir að hún giftist eftirlifandi
eiginmanni sínum, heiðursmannin-
um Eiríki Þorgrímssyni frá Selnesi í
Breiðdal. Heimili þeirra Laugu og
Eiríks stóð mér og mínum alltaf opið
og ekki var það til sem hún ekki vildi
fyrir mig gera. Enginn greiði var of
stór, hún þekkti ekki orðið fyrirhöfn
og alltaf var allt svo innilega sjálf-
sagt. Lauga reyndist mér því sem
hin besta systir, ef ekki hreinlega
móðir, þegar á þurfti að halda.
Börn mín minnast einnig heimilis
þeirra Laugu og Eiríks á Borgar-
holtsbrautinni með mikilli hlýju. Þau
segja það reyndar oftast hafa verið
eins konar umferðarmiðstöð; einatt
virtist einhver vera annaðhvort að
koma eða fara, hvort sem um var að
ræða sveitunga úr Breiðdalnum í
kaupstaðarferð eða kunningja barna
þeirra hjóna. Alltaf var hjartarúm
og húspláss fyrir alla hjá þeim
Laugu, og borð svignuðu undan
heimalöguðum kræsingum húsmóð-
urinnar. Áberandi var líka hlýjan og
ástríkið á milli þeirra hjóna alla tíð.
Lauga talaði síðast við mig fyrir
nokkrum dögum og rifjuðum við þá
upp gamla tíma. Við leiðarlok vil ég
þakka af heilu hjarta allar góðu
stundirnar, elskusemina og vinátt-
una við mig og fjölskyldu mína í
gegnum árin.
Stefanía Magnúsdóttir
frá Breiðdalsvík.
Í dag kveðjum við Guðlaugu
Kristjánsdóttur sem fæddist á Núpi
á Berufjarðarströnd. Kynni okkar
hófust fyrir um 30 árum þegar
Bergþóra systir mín giftist Kristjáni
Eiríkssyni, eldri syni Laugu, eins og
hún var ætíð kölluð. Hún bjó ásamt
eiginmanni sínum Eiríki Þorgríms-
syni á Borgarholtsbraut 34 í Kópa-
vogi ásamt börnum sínum þremur,
Kristjáni, Oddnýju og Gunnari Má, í
húsi sem þau byggðu fyrir um 50 ár-
um. Þessi kynni urðu löng og dýr-
mæt og færðu mér margar ljúfar og
eftirminnilegar stundir. Lauga var
afar merkileg og skemmtileg kona,
sem ávallt sá það jákvæða og fallega
í samferðafólki sínu. Hún bjó yfir
mikilvægum dyggðum sem skipta
okkur miklu máli í hinu daglega lífi.
Það viðhorf færði henni vinsældir og
gestagangur var mikill á heimili
þeirra hjóna. Hún var falleg, glaðleg
og frískleg kona sem hafði góða
nærveru, nærveru sem veitti okkur
gleði til að fást við viðfangsefni líð-
andi stundar. Hún var félagslynd og
hafði gaman af fólki enda oft fjör-
legar og skemmtilegar umræður við
eldhúsborðið á Borgarholtsbraut-
inni. Hún var einstaklega gestrisin
manneskja sem elskaði að gera fólki
greiða og naut ég góðs af því. Ég
verð ævinlega þakklát Laugu fyrir
það sem hún gerði fyrir mig. Hún
tók að sér að passa dóttur mína í
nokkra daga þannig að ég náði að
klára námið mitt á tilsettum tíma.
Það má með sanni segja að þennan
eiginleika hafi Kristján mágur minn
og afkomendur hennar hlotið í
vöggugjöf svo eftir er tekið. Hún var
kona sem tók mótbárum í lífinu af
æðruleysi og hélt áfram ótrauð. Líf-
ið tók sinn skammt frá þeim hjón-
um. Þau misstu einkadótturina Odd-
nýju Eiríksdóttur úr hvítblæði
aðeins 26 ára gamla, frá ungum syni
Eiríki Steinarssyni og eiginmanni
Steinari Viggóssyni sem síðar lést af
slysförum árið 2001. Hún bar sorgir
sínar ekki á torg, enda ekki um
áfallahjálp að ræða á þeim tíma.
Hún studdi litla Eirík og Steinar eft-
ir fremsta megni, enda stolt af þeim
feðgum. Það var þungt högg fyrir
Laugu og Eirík eiginmann hennar
að sjá Kristján son þeirra fá heila-
blæðingu fyrr á þessu ári. Það er
hverju foreldi þungbært að takast á
við veikindi barna sinni og lifa með
því. Hún reyndi eftir fremsta megni
að styðja og styrkja Kristján, Berg-
þóru og fjölskyldu þeirra til að tak-
ast á við afleiðingar þess. Í dag
kveðjum við góða og kjarkmikla
konu sem mun halda áfram að lifa í
minningu okkar um ókomna tíð.
Elsku Lauga, ég þakka þér fyrir
ánægjulegar stundir á heimili okkar
beggja. Það var gaman að hitta þig í
Þorláksmessuskötunni hjá Kristjáni
og Bergþóru núna fyrir jólin, þar
kvaddir þú okkur hress og glöð að
vanda. Í lokin vil ég votta Eiríki Þor-
grímssyni, Kristjáni, Bergþóru,
Gunnari Má, Guðlaugu Benediks-
dóttur, barnabörnum og barna-
barnabörnum mína dýpstu samúð.
Dagný Annasdóttir.
Látin er heiðurskonan Guðlaug
Kristjánsdóttir.
Laugu Kristjáns, eins og hún var
oftast nefnd, kynntist ég ekkert að
ráði fyrr en ég gerðist nemandi í
Kennaraskólanum haustið 1950. Þá
bjuggu þau hjónin, hún og Eiríkur
frændi minn, í risíbúð á Bergþóru-
götu. Með hverri nýrri heimsókn
þarna í risíbúðina, uppgötvaði ég
alltaf betur og betur, hvað svona
tímatöf gaf mikið í aðra hönd. Það
var ekki aðeins það að sísoltinn
strákurinn gæti gengið út frá því
vísu að fá þarna kviðfylli af súkku-
laði og sætabrauði eða einhverju
kannski enn staðbetra, heldur naut
hann einnig skemmtilegra sam-
skipta við þessi ágætu hjón, sem eft-
ir á að hyggja, entust margfalt leng-
Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu
okkur samúð og hlýhug við andlát og útför
ástkærrar móður okkar, tengdamóður, ömmu
og langömmu,
HULDU VALDIMARSDÓTTUR,
Húsavík.
Sérstakar þakkir til starfsfólks á öldrunardeild
Heilbrigðisstofnunar Þingeyinga fyrir frábæra
umönnun.
Valdimar Ingólfsson, Erla Sigurjónsdóttir,
Jón Ingólfsson, Lára Benediktsdóttir,
Dagný Ingólfsdóttir, Tryggvi E. Geirsson,
Guðrún Svavarsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Útför frænku okkar,
SIGRÍÐAR BERGSTEINSDÓTTUR,
áður til heimilis á
Hringbraut 28,
Reykjavík,
fer fram frá Dómkirkjunni föstudaginn 14. janúar
kl. 13:00.
Blóm vinsamlegast afþökkuð, en þeim, sem
vilja minnast hennar, er bent á Styrktarfélag
krabbameinssjúkra barna.
Fyrir hönd fjölskyldunnar og annarra aðstandenda,
Steinunn Georgsdóttir og fjölskylda,
Edda R. Níels og fjölskylda.