Morgunblaðið - 13.01.2005, Síða 37
ur en kviðfyllin, að henni þó ólast-
aðri.
Mér duldist ekki frekar en öðrum
þeim sem kynntust Laugu Krist-
jáns, hve mikil mannkostamann-
eskja hún var. Þar fór saman glað-
værð, áhugi og góð skaphöfn, auk
margra annarra kosta. Á árum mín-
um í Kennaraskólanum og síðar
kynntist ég mörgum af ættmennum
Laugu, og það má einu gilda hvar ég
ber niður í huga mínum um þetta
ágæta fólk, það bar allt sömu skap-
gerðarkosti í fari sínu: glaðværð og
jákvæðni. Þetta bjó líklega í genum
ættarinnar, eins og menn segja nú
til dags.
Líklega hefur það verið á miðju
ári 1951 sem Lauga og Eiríkur
fluttu á Hverfisgötu 47. Það haust
leigði ég mér herbergi á Grettis-
götu. Og veturinn þar á eftir bjugg-
um við unga parið, Sigríður og ég, á
Hverfisgötu 92. Það mætti því halda
að ég hafi verið svo hagsýnn að ég
hafi valið mér húsnæði með tilliti til
að stutt væri að fara á „Hótel Hverf-
isgötu 47“. Hafi svo verið, þá var
þetta ekki svo galið uppátæki. Hjón-
in Lauga og Eiríkur virtust aldrei
verða þreytt á heimsóknum og
gestagangi. Einasta endurgjaldið
fyrir allt þetta ónæði, frá minni
hálfu, var líklega það að fyrir kom að
við Sigga gerðumst stöku sinnum
barnfóstrur þarna ef hjónin brugðu
sér af bæ í afmæli eða eitthvað ann-
að. Ekki var það alltaf að hjónin
kæmu ein heim úr slíku gilli. Þau
drógu að sér ættmenni og kunningja
eins og segull dregur að sér járn.
Enginn kunnugur þarf að spyrja
hvers vegna. Okkur Siggu var sér-
lega minnisstætt eitt slíkt kvöld, eða
öllu heldur ein nótt, eftir hæfilega
langa pössun á börnunum. „Glaum-
fólkið“ gerði boð á undan sér með
þunglamalegu þrammi karlmanna
upp stigann á eftir húsmóðurinni
léttstígri sem fyrr. Hún tók þarna
strax við stjórn á „skútunni“ og
tókst með lagni að koma í veg fyrir
að börnin vöknuðu eða fólkið á neðri
hæðinni. Gesturinn var Eiríkur
bróðir hennar. Greinilegt var að þeir
nafnarnir höfðu verið vel haldnir í
mat og drykk, þegar hér var komið
sögu. Samt taldi húsmóðirin ástæðu
til að bæta um með kaffi og kökum.
Ekki er ástæða til að teygja lopann
mikið lengra um þetta, hér í þessari
fátæklegu minningargrein. En til
viðbótar vil ég þó segja að komandi
mínútur eða kannski klukkustundir
urðu ógleymanlegar. Mikið var rætt
um menn og málefni, frá liðinni tíð
við Berufjörð, en þaðan voru allir
viðstaddir kunnugir.
Einhvern tíma, fljótlega á næstu
árum, byggðu þau hjónin myndar-
legt hús á Borgarholtsbraut 34 í
Kópavogi, þar sem þau bjuggu æ
síðan. Nú höfðu þau stækkað „hót-
elið“. Þarna nutu þess margir að
rýmra var fyrir næturgesti og borð-
stofuborðið líklega stærra. Stöku
sinnum litum við hjónin þarna inn á
seinni árum. Og tilfinningin segir
mér, að oftar en ekki hafi þá verið
þar gestir fyrir, eða komið til við-
bótar, að kaffiborðinu. Fróðlegt
væri að fletta gestabók hjónanna ef
gestakomur væru samviskusamlega
færðar þar til bókar. Auk þess að
finna mitt nafn þar margsinnis
mynd ég einnig finna, margsinnis,
nöfn systra minna o.fl. ættmenna.
Þegar við nú samferðafólk Laugu
Kristjáns, kveðjum hana í hinsta
sinn, situr eftir tómleiki og söknuður
sem erfitt verður að losna við. Mál-
tækið segir að tíminn lækni öll sár.
En stundum er sá tími langur. Það
er huggun harmi gegn að minningin
um þessa sómakonu er áreiðanlega
öllum hrein og fölskvalaus. Ef ég
tryði því að framliðnir yrðu að engl-
um, sé ég hana fyrir mér í því hlut-
verki lítið breytta frá fyrra tilveru-
stigi. Allt fas hennar og gjörðir
ljóma í hugum okkar í hvert sinn, er
við hugsum til hennar og ánægju-
legra samverustunda frá liðnum ár-
um.
Enda þótt þessi fátæklegu orð séu
að mestu mínar persónulegu minn-
ingar eru þau jafnframt skrifuð í
nafni systra minna.
Við sendum Eiríki og allri hans
fjölskyldu okkar dýpstu samúðar-
kveðjur.
Heimir Þór Gíslason.
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. JANÚAR 2005 37
MINNINGAR
Vorið 1952 freistuðu
nýir grasvellir á
íþróttasvæði KR við
Kaplaskjólsveg fjög-
urra drengja úr sam-
vinnubústöðunum við Ásvallagötu.
Þeir komu þangað til að leika sér í
einu horninu með knött, er annar
þjálfari 4. flokks félagsins gekk til
þeirra og spurði hvort þeir vildu ekki
taka þátt með jafnöldrum sínum í
æfingunni, sem var að hefjast. Þeir
þáðu það og þar með hófst hálfrar
aldar samleið þeirra með félaginu og
órofa vinátta við jafnaldrana og aðra
félagsmenn. Einn þessarra fjögurra
drengja var Ólafur Stefánsson, sem í
dag er kvaddur hinztu kveðju.
Ólafur komst fljótlega í A-lið 4.
flokks og á fyrsta ári hans í 3. fl. var
hann valinn til þátttöku í fyrstu
knattspyrnuför hérlends yngri
flokks til meginlandsins, er KR sendi
3. fl. sinn til Bagsværd, í úthverfi
Kaupmannahafnar. Sú ferð var að
nokkru leyti farin til þess að kanna
hvar yngri flokkar okkar stæðu sam-
anborið við jafnaldrana í Danmörku
og reyndist flokkurinn standast
prófið með ágætum.
Sumarið 1956 tefldi KR fram í 3.
flokki A-liði sem skipað var nær ein-
göngu drengjum á þriðja aldursári
og var Ólafur fastamaður í liðinu
sem tengiliður. Hann lék þar með
mörgum frábærum knattspyrnu-
drengjum, sem síðar áttu eftir að
skara fram úr í félagsliði og landsliði,
og átti stóran hlut að óvenjulegum
árangri liðsins. Það bar sigur úr být-
um í hverjum einasta leik allt sumrið
og markatalan, 56–4, sýndi að tengi-
liðirnir Ólafur og Gunnar Felixson
mötuðu framherjana vel. Í sumarlok
var uppskeran í samræmi við það,
Reykjavíkur- og Íslandsmeistarar,
svo og sigurvegarar í Haustmóti
KRR. Einstök samheldni og fé-
lagshollusta hefur einkennt þennan
hóp alla tíð og lýsir það sér bezt í því,
að hálft liðið hefur um lengri eða
skemmri tíma gegnt trúnaðarstörf-
um innan KR. Nú að leiðarlokum er
Ólafi þökkuð samleið og vinátta í
hálfa öld. Soffíu og fjölskyldu vottum
við samúð og hluttekningu.
Sigurgeir Guðmannsson
og Atli Helgason.
Mér fannst ég alltaf hafa þekkt
Ólaf þegar við hittumst fyrst fyrir
nokkrum árum uppi í risi á gamla
Gjaldheimtuhúsinu, þá nýbyrjaðir að
vinna hjá tollstjóranum í Reykjavík.
Þetta var auðvitað misskilningur;
hann var bara svona tilgerðalaus og
gerði sér engan mannamun. Slíka
menn getur verið ótrúlega gott að
hitta fyrir, ég tala nú ekki um þegar
maður er nýr á vinnustað.
Síðar gaf hann sér tíma frá lög-
fræðistörfum til þess að vera mér
innan handar við ýmislega útgáfu
fyrir embættið, til dæmis skrifaði
hann mikið í Tollpóstinn sem er blað
fyrir þá sem vinna tollgæslu- og inn-
heimtustörf, og var ötull við að fá
aðra til að skrifa líka.
Ólafur var bæði drengur góður og
félagslyndur. Hann átti stærstan
þátt í því að við nokkrir samstarfs-
menn stofnuðum svonefnt Jólahlað-
borðsmannafélag. Það félag hélt sinn
aðalfund einu sinni á ári eftir að við
félagarnir höfðum glatt okkur við
góðar veitingar. Á þessum fundum
var stundum ályktað um hin furðu-
legustu mál og voru þær ályktanir,
sem einhverra hluta vegna fengust
aldrei birtar, flestar runnar undan
rifjum Ólafs. Hann hafði til að bera
næmt skopskyn og það fylgdi honum
reisn, gleði og einhvers konar sprikl-
ÓLAFUR
STEFÁNSSON
✝ Ólafur Stefáns-son lögfræðingur
fæddist í Reykjavík
6. mars 1940. Hann
lést á líknardeild
Landspítalans í
Kópavogi 30. desem-
ber síðastliðinn og
var jarðsunginn frá
Dómkirkjunni 7. jan-
úar.
andi kátína sem hitaði
okkur innanbrjósts.
Við söknum hans mik-
ið.
Björn Gíslason.
Við ótímabært fráfall
vinar okkar, Ólafs Stef-
ánssonar, lögfræðings,
rifjast upp minningar
liðinna tíma í Fisk-
veiðasjóði Íslands.
Ólafur var aðallögfræð-
ingur sjóðsins í um
þrjátíu ár, eða allt þar
til sjóðurinn var sam-
einaður Iðnlánasjóði og Iðnþróunar-
sjóði í Fjárfestingarbanka atvinnu-
lífsins (FBA) þann 1. janúar 1998.
Með Ólafi er genginn einhver vand-
aðasti maður, sem ég hef kynnst á
starfsævinni. Nákvæmnin og natnin
við frágang lánsskjala var honum
keppikefli og kom það sér vel, er á
reyndi, við aðfarargerðir og uppboð
þeirra trygginga, sem fyrir lánunum
voru.
Þau voru oft mörg og erfið
lögfræðiálitaefnin, sem glíma þurfti
við, við margslungnar veðsetningar
þessara tíma og alltaf fann Ólafur
tryggustu leiðina að settu marki
sjóðsins. Ég held að ekki sé á neinn
hallað þó að því sé haldið fram að vel-
gengni Fiskveiðasjóðs hafi grund-
vallast á störfum hans, slík voru
vinnubrögð Ólafs.
Nú þegar komið er að kveðju-
stundinni verður manni hugsað til
þeirra skemmtilegu stunda, sem við
áttum saman, utan venjulegs vinnu-
tíma, en þar var Ólafur ávallt hrókur
alls fagnaðar, alltaf jafn jákvæður og
hnyttinn með sína fáguðu kímnigáfu.
Þegar störfum hans hjá Fisk-
veiðasjóði lauk, bauðst honum starf
hjá FBA, sem hann afþakkaði, þar
sem stolt hans var meira en svo, að
hann sætti sig við að vera settur und-
ir stjórn sér miklu yngri og óreynd-
ari lögfræðinga.
Ólafur réðst til Tollstjóraembætt-
isins, er störfum hans lauk hjá Fisk-
veiðasjóði, og veit ég að hann hefur
af sömu natni og nákvæmni unnið
störf sín hjá því embætti. Þar vann
hann til loka starfsgetu sinnar, sem
varð endaslepp, þar sem hann veikt-
ist snögglega síðla á haustmánuðum
síðasta árs. Baráttan við þau erfiðu
veikindi tók ekki langan tíma og má
segja að þó læknavísindunum hafi
fleygt fram í mörgu þá virðist ým-
islegt vefjast fyrir er lýtur að því
meinvarpi, sem krabbamein nefnist.
Það er í fyllsta máta ergilegt og
ósanngjarnt að hugsa til þess þegar
komið er að leiðarlokum og farið var
að hilla undir starfslok og það að
njóta ávaxta erfiðisins, eftirlaunanna
sem safnað hefur verið til alla tíð til
efri áranna, þá skuli manni vera
kippt úr umferð. Þannig var því ein-
mitt farið með Ólaf vin minn Stef-
ánsson. Hann hefði orðið 65 ára þann
6. mars n.k. og var ákveðinn í að
hefja þá töku eftirlauna og fara að
sinna sínum nánustu áhugamálum af
meiri kostgæfni og natni en hann
hafði haft tíma til fram til þessa.
Þau Ólafur og Soffía höfðu eignast
sumarbústað í Skorradal, þar sem
þau dvöldu er tími gafst til, og veit ég
að Ólafi var margt til lista lagt þegar
kom að því að dytta að bústaðnum og
nágrenni hans, með sömu nákvæmn-
inni og natninni og við lögfræðistörf-
in, þau handtök verða því miður ekki
fleiri.
Við leiðarlok vil ég fyrir hönd okk-
ar fyrrverandi samstarfsmanna í
Fiskveiðasjóði Íslands þakka þér,
kæri vinur, fyrir að hafa verið til, og
eytt starfsævinni að mestu með okk-
ur. Minningarnar lifa í huga okkar
um ókomna tíð.
Elsku Soffía, börn og barnabörn,
við eigum ekki orð til að hugga ykkur
í þeirri miklu sorg, sem nú hefur bar-
ið að dyrum, en minningin um Ólaf
mun hjálpa okkur öllum að sigrast á
sorginni að lokum.
Fyrir hönd fyrrverandi samstarfs-
manna í Fiskveiðasjóði Íslands,
Hinrik Greipsson.
Látinn er elskulegur vinur okkar
Ólafur Stefánsson lögfræðingur eftir
stutta en erfiða legu í baráttu við
þann vágest sem alltof marga leggur
að velli fyrir aldur fram.
Óla og konunni hans Soffíu kynnt-
umst við hjónin í sumarfríi í Portú-
gal. Þar tókust með okkur kynni er
leiddu til einlægrar vináttu sem aldr-
ei bar skugga á. Við komumst fljótt
að því að við hugsuðum líkt og áttum
sömu drauma. Það sem mest var tal-
að um fyrir utan ferðalög var að
eignast sumarbústað. Við komumst
samt að þeirri niðurstöðu að senni-
lega væri ekki neitt vit í því þar sem
við áttum öll kost á að fá bústaði í
gegn um stéttarfélög okkar. En viti
menn, ekki löngu eftir að við komum
heim frá Portúgal hringdi Óli og til-
kynnti okkur að búið væri að fjár-
festa í einm slíkum í Skorradal. Þar
höfum við átt margar og góðar
stundir og varð til þess að við keypt-
um okkur líka bústað í Skorradaln-
um. Er það ekki síst Óla að þakka
hversu auðveldlega það gekk fyrir
sig en hann sá um lagalegu hlið
kaupanna. Við hittumst oft í Skorra-
dalnum, ferðuðumst út frá honum og
fylgdumst með hverju öðru við við-
gerðir, gróðursetningar og öðru er
tilheyrir slíkum búskap. Það verður
tómlegt að koma í Fitjarnar og sjá
ekki Óla standa á veröndinni send-
andi okkur einhverjar athugasemdir
á leið okkar upp að bústaðnum.
Við fórum nokkrum sinnum með
Óla og Soffíu til útlanda, auk styttri
ferða hér innanlands, nú síðast í
helgarferð til Akureyrar í ágúst.
Einn var sá siður er við héldum en
það var að fara í eina dagsferð á
hverju ári. Var það Óli sem átti
uppástunguna að þessum sið. Skipu-
lagði hann þær ferðir og keyrði. Ein
sú eftirminnilegsta var ferð um
Borgarfjörð og á þær slóðir þar sem
hann og Soffía kynntust fyrst og
bundust tryggðarböndum ung að ár-
um.
Óli var dulur maður og bar ekki
tilfinningar sínar á torg. En traust-
ari vin er varla hægt að hugsa sér.
Þeir náðu vel saman hann og Jói og
eftir að SMS tæknin hélt innreið sína
leið varla sá dagur að þeir sendu ekki
hvor öðrum skilaboð og oftast mörg
á dag. Margt skondið fór á milli
þeirra enda var Óli með afbrigðum
kíminn, svolítið stríðinn og uppá-
tækjasamur. Oft lét hann út úr sér
einhverjar setningar sem voru djúpt
hugsaðar en meiningin lá ekki í aug-
um uppi strax og hlógum við oft
löngu eftir að þær voru sagðar.
Fyrir 3 árum greindist Óli með
sortuæxli og þá brá okkur öllum.
Héldum samt í vonina að það væri
ekki svo alvarlegt og að hann myndi
ná fullum bata. Sú varð því miður
ekki raunin og 1. október sl. veiktist
hann alvarlega, ágerðust veikindin
hratt og varð okkur snemma ljóst
hvert stefndi. Óli tók örlögum sínum
af æðruleysi og kvartaði aldrei.
Hann stóð ekki einn í þessari bar-
áttu. Soffía vék varla frá honum og
börnin þeirra, Bragi, Helga og Sig-
urjón hafa stutt báða foreldra sína
þennan erfiða tíma.
Sárt er til þess að hugsa að hann
sem var að fara á eftirlaun í mars
skyldi ekki geta notið þess sem hann
ætlaði sér. Var hann farinn að plan-
leggja ferð fyrir sig og Soffíu þegar
þar að kæmi. Ræddum oft um hvað
við ætluðum að gera saman þegar
við yrðum gömul og grá. Eyða
löngum stundum í bústöðunum okk-
ar og fara reglulega til útlanda og
ganga um gullnar strendur, njóta
lífsins og sækja endurnæringu í sól-
ina.
Elsku Soffía og fjölskylda. Við
vottum ykkur innilega samúð. Við
hjónin erum svo óendanlega þakklát
að hafa fengið að kynnast Óla og
vera honum samferða þessi ár. Við
munum orna okkur við kærar minn-
ingar um hann og allar samveru-
stundir okkar.
Hvíl í friði, kæri vinur.
Bergþóra Þorsteinsdóttir,
Jóhann Runólfsson.
„Ég er glaður maður,“ sagði eig-
inmaður minn, Björn, þegar hann
bauð Ósk, eiginkonu Þóris sonar
okkar, velkomna í fjölskylduna. Ólaf-
ur Stefánsson mágur minn átti einn-
ig þessa gleði sem þeir erfðu frá
móður sinni, Helgu. „Hér er kominn
Björn Ólafs, óðalsbóndi í Mýrarhús-
um,“ kallaði faðir Helgu í dyragætt-
inni þegar hann kom í heimsókn til
hennar að Ásvallagötu 54 þar sem
fjölskyldan bjó og var þá glatt á
hjalla.
Gleðin er gjöf.
Ég og fjölskylda mín þökkum
Ólafi fyrir margar gleðistundir og þó
nú sé sorg í ranni hjá fjölskyldunni
þá mun glaðna til og góðar minning-
ar verða ríkjandi.
Guðríður Tómasdóttir.
Ólafur Stefánsson kom til okkar
hjá tollstjóranum í Reykjavík síðla
árs 1998 og leið ekki á löngu uns í
ljós kom hvílíkur hvalreki á fjörur
embættisins hann reyndist. Ólafur
starfaði innan þjónustudeildar toll-
stjóra og sinnti þar meðal annars
Norðurlandainnheimtu og gerð
verklagsreglna auk þess að halda ut-
an um gögn viðvíkjandi útgáfu vín-
veitingaleyfa. Það var sama hvert
vandamálið var, þyrfti að leita til
Ólafs kom enginn að tómum kofun-
um, alltaf gekk hann til verks af
sama krafti og einurð og ætíð reynd-
ist hann hafa ráð undir rifi hverju.
Ólafur var óhemjumikill grúskari
og fróður með afbrigðum og mætti
vel hafa um hann þá lýsingu Snorra-
Eddu á Kvasi, að enginn spurði hann
þess er hann vissi ekki. Hann var
helsti hvatamaður að stofnun og út-
gáfu fréttabréfs tollstjóraembættis-
ins, Tollpóstsins, sem nú hefur kom-
ið út um nokkurra ára skeið og borið
stofnanda sínum gott vitni. Sam-
starfsfólk Ólafs býr lengi að þeirri
þægilegu nærveru er það naut í ná-
vist hans en Ólafur kunni þá mætu
list að vera í senn hæverskur en þó
svo ákveðinn að honum varð ekki
haggað.
Við kveðjum með söknuði góðan
dreng og samstarfsmann er illvígt
mein lagði að velli langt um aldur
fram.
Samstarfsfólk Ólafs hjá toll-
stjóranum í Reykjavík.
Við þökkum innilega þeim fjölmörgu sem hafa
sýnt okkur samúð og hlýhug vegna fráfalls ást-
kærs eiginmanns míns, föður okkar, tengda-
föður og afa,
ÓLAFS STEFÁNSSONAR
lögfræðings,
Engihjalla 1,
Kópavogi,
sem lést á líknardeild Landspítalans í Kópa-
vogi fimmtudaginn 30. desember sl.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki líknardeildar Landspítalans í
Kópavogi og krabbameinsdeildar Landspítalans við Hringbraut.
Soffía M. Sigurjónsdóttir,
Bragi Ólafsson, Sigrún Pálsdóttir,
Helga Ólafsdóttir, Helgi Björn Kristinsson,
Sigurjón Ólafsson, Arna Kristjánsdóttir
og barnabörn.