Morgunblaðið - 13.01.2005, Side 38

Morgunblaðið - 13.01.2005, Side 38
38 FIMMTUDAGUR 13. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR Stundin er komin. Oft sagði amma við mig orðin „ef ég lifi“ þegar eitthvað var rætt varðandi framtíðina. Það skipti engu hvort talað var um eitthvað eft- ir 5 ár eða daginn eftir. En alltaf lifði hún, enda varð hún 96 ára. Það var bara á ættarmótinu í Færeyjum sem hún talaði um framtíðina þannig að hún ætlaði örugglega að vera með. Það var sumarið 2002 og ég hafði messað í Öyndarfjarðarkirkju þar sem hún var skírð. Ég reyndi fyrir mér á færeysku eftir að hafa verið þar í 2 daga. Ég sagði henni á eftir að ég hefði frekar viljað að hlustendur héldu að ég væri að tala færeysku, en væru ekki svona ánægðir með hvað þeir skildu íslensku vel! Amma sagði þá að ég mundi þá bara gera betur þegar hún yrði 100 ára og þá í Fugla- fjarðarkirkju. Nú þarf ég að fara að læra færeyskuna. Ég varð þeirrar ánægju aðnjót- andi að fá að eiga heima hjá ömmu oftar en einu sinni. Eftirminnilegast- ur var fyrsti veturinn í háskóla þegar ég bjó einn hjá henni. Alltaf var eft- irmatur og ekki grenntist ég þann veturinn. Færeyski maturinn var ANNA MARÍA FRIÐBERGSSON ✝ Anna María Frið-bergsson, fædd Andreasen, var í heiminn borin í Oyndarfirði í Fær- eyjum hinn 12. febr- úar 1908. Hún and- aðist á Landakots- spítala aðfaranótt 19. desember síðast- liðins og var útför hennar gerð frá Dómkirkjunni 4. jan- úar. ljúffengur. Alltaf var ný tegund af eftirmat, ekki síst var ávaxta- grauturinn góður. Eftir þann vetur fékk ég að hjálpa til við uppvaskið í veislum. Það var ekki síður gott að eiga ömmu að þegar maður komst á fullorðinsárin. Hún hafði frá svo mörgu að segja, æskunni í Fær- eyjum, komunni til Ís- lands og að vera ung á þeim árum. Það var gaman og gott að ræða við hana um allt veraldlegt sem og andlegt. Mikill er missir ættarinnar að ömmu nýtur ekki lengur við. Sam- einingartáknið var og er hún. En sá sem hefur misst mikið hefur átt mik- ið. Við kveðjum þig, elsku amma, rík af minningum og þeirri fyrirmynd sem þú varst okkur. Við erum full saknaðar, en um leið full þakklætis. Guð blessi þig, elsku amma. Óskar Ingi og fjölskylda. Hún amma í Laugarnesinu er dá- in. Þrátt fyrir háan aldur er það skrýtið að hún sé farin. Hún var fast- ur punktur í tilverunni, alltaf til stað- ar og alltaf tilbúin í spjall. Amma var færeysk og hafði það mikil áhrif á okkur. Ég man nú þegar ég var á ung- lingsárunum þá óskaði ég að amma væri frekar frönsk heldur en fær- eysk. Fannst það einhvern veginn mun meira spennandi að vera af frönskum ættum. Í dag er ég svo stolt af færeyskum ættum mínum og finnst það mjög merkilegur arfur. Þegar færeyingar komu í heimsókn með spik og skerpikjöt var ávallt mikil stemning og systurnar hópuð- ust heim til ömmu og borðuðu fær- eyskan mat með bestu lyst. Ég varð nú ekki sérlegur aðdáendi skerpi- kjöts fyrr en á fullorðinsárum en í dag finnst mér það herramannsmat- ur sem og frikadellurnar hennar ömmu sem eru heimsins bestu fiski- bollur. Sumarið 2002 var haldið ættarmót í Færeyjum. Amma sem þá var 94 ára kom með og var áberandi hve ánægð hún var að hitta systkini sín og afkomendur þeirra. Þessi ferð mun lifa sem góð minning um ömmu og tengsl hennar til Færeyja. Þegar ég hugsa til æskuáranna þá man ég eftir þegar ég fór með ömmu á færeyingadans í gamla færeyinga- heimilinu. Þarna voru mín fyrstu kynni af færeysku dönsunum og ég man hve gaman mér þótti, bæði að dansa með og líka bara að horfa á alla færeyingana dansa og skemmta sér á sinn sérstaka máta. Ég sakna ömmu en veit að nú líður henni vel. Löngu lífi er lokið og eitt- hvað annað er tekið við. Minning hennar mun lifa áfram með okkur sem eftir eru, sögurnar af henni og afa og lífi hennar í Færeyjum áður en hún kynntist afa, mun ég segja börnum mínum. Ég vil kveðja hana ömmu mína með ljóði úr bókinni Ljóðspor. Jörðin leggst í langan vetrardvala. Lífið sefur rótt um myrkra stund. En seinna kemur sumarrós á bala og sólin kyssir lautir, hæðir, sund. Þannig lífið einlægt áfram heldur Og ávallt sigrar myrkur dauðaþraut. Í sálu manns er óslökkvandi eldur og er í leit að nýrri þroskabraut. (Elín Eiríksdóttir.) Anna Björg Ingadóttir. Nú er Guðmundur allur. Slík frétt kemur fólki á okkar aldri ekki á óvart en er sorgleg engu að síður. Hann var loks orðinn ábyrgðarlaus eft- irlaunamaður með ótal áhugamál og átti margt eftir ógert. Guðmund- ur hafði eignast jörð í Hvalfirði og ræktaði þar skóg. Ég treysti því að hann hafi verið sá smekkmaður að hafa ekki sett niður Alaskaösp. Ég hef rökstuddan grun um að hann hafi ekki unað sér í nánd við stór- iðju og því selt jörðina og ætlað sér dvöl með konu sinni í Stykkishólmi. Okkar kynni hófust í 3ja bekk í menntaskóla, máladeild, þar sem Guðmundur lenti með örfáum öðr- um strákum sem sumir urðu þjóð- kunnir menn. En það leika ekki all- ir eftir að verða heimsfrægir vísindamenn á sviði raunvísinda komandi aðeins úr máladeild. Þannig háttaði til að Guðmundur sat við hlið vinar okkar, ofurmanns- ins Grétars Dalhoffs. Grétar var ekki allra, hafði mjög sterkar skoð- anir á mönnum og málefnum sem hann tjáði svo ákaflega sterkt að brjóst hans þandist og hneig eins og físibelgur og fatnaður næstum rifnaði utan af honum sem Agli Skallagrímssyni forðum. Við þenn- an mann batt Guðmundur vináttu- bönd sem héldust allt þar til Grétar lést blindur og fársjúkur. Þetta trygglyndi segir meira um manninn Guðmund en mörg orð. Í skólanum sat Guðmundur í ná- lægð tveggja fegurstu stúlkna á Ís- landi og leið vel. Guðmundur var grannur vexti með sérlega langan háls. Höfuð hans sneri jafnoft aftur og fram þegar hann horfði á okkur hinar bekkjarsysturnar með sælu- bros á vör. Hann gerði þó aldrei hosur sínar grænar fyrir neinni okkar. Við ræddum stundum um þetta í okkar hóp, kvenfólkið, og komumst að raun um að Guðmund- GUÐMUNDUR SIGVALDASON ✝ Guðmundur Ern-ir Sigvaldason fæddist í Reykjavík 24. júlí 1932. Hann lést á Landspítala – háskólasjúkrahúsi í Fossvogi 15. desem- ber síðastliðinn og var útför hans gerð frá Dómkirkjunni 21. desember. ur væri góður strákur en e.t.v. nokkuð sein- þroska. Eftir stúd- entspróf lágu leiðir okkar til allra átta. Guðmundur sneri heim eftir allmörg ár doktor í jarðvísindum. Einmitt þann dag sem hann sté aftur fæti sín- um á íslenska grund var eldgos í gangi. Blaðamenn spurðu hvernig honum litist á að koma heim, frægan manninn, til að starfa hér. Guðmundur svar- aði að bragði að hann hlyti að vera bjartsýnn með svo hlýlegar mót- tökur. Bæði áttum við Guðmundur sam- eiginlega vinkonu, sígarettuna, og reyktum oft saman í góðu tómi. Á miðjum aldri hittumst við svo óvænt á heilsuræktarstöð. Við eins og punktar á skökkum stað, skellt- um upp úr, meira var ekki sagt, læddumst varlega milli tækja og skoðuðum laumulega. Ekki hitt- umst við oftar á slíkum stað. Við Gylfi ferðuðumst mikið um landið, byggðir sem óbyggðir, hitt- um þá Guðmund oft. Hann var þá venjulega með hóp ungra manna af ýmsum þjóðernum og litarhætti. Hann að vinna, við að skemmta okkur. Samfundirnir voru aldrei hávaðasamir en þó kímilegir. Guðmundur var glettinn og gam- ansamur og nutum við bekkjar- systkinin þess ríkulega á samkom- um. Enn strjáluðust fundir nema hvað alltaf hittum við hann á tón- leikum Kammermúsikklúbbsins sem Guðmundur stundaði ásamt Halldóru konu sinni og ungri, prúðri dóttur, Guðnýju. Við töluð- umst lítt við en veifuðum alltaf hvort til annars og sérhvert sinn hlýnaði mér um hjartarætur. Ein- hverju sinni á þeim árum tjáði Guð- mundur mér að hann hefði keypt sér gítar. Ég heyri fyrir mér þá þýðu hljóma sem borist hafa af þeim strengjum. Ég kveð ekki Guðmund með sorg í huga heldur með þakklæti fyrir að hafa átt hann að bekkjarfélaga og vin gegnum lífið. Þökk fyrir sam- fylgdina, Guðmundur. Konu hans og öllum nákomnum votta ég sam- úð okkar hjóna. Steinunn Theodórsdóttir. Frá sumarbúðum KFUM & K Kaldárseli Kær KFUM-félagi hefur nú verið kallaður heim. Steinar var einn hinna stað- föstu og tryggu félagsmanna sem lét sér annt um félagið sitt. Við minn- umst þess þegar hann var sveitastjóri í unglingadeild KFUM við Langa- gerði í Reykjavík um 1960. Mörgum árum síðar kom hann á fót barnastarfi KFUM og K í Garðabæ. Frá fyrstu tíð var hann alltaf jafn áhugasamur um barna- og unglingastarf félag- anna. Steinar studdi dyggilega við fé- lagsstarf KFUM og K með sjálfboða- starfi sínu, félagsstarfi og fjárhagslega. Steinar átti sína persónulegu trú sem var aldrei án verka. Guð blessaði líf hans og Steinar lét þá blessun kom- ast áfram til annarra. Þrátt fyrir fötl- STEINAR S. WAAGE ✝ Steinar S. Waagefæddist í Reykja- vík 9. október 1932. Hann lést á Land- spítalanum í Foss- vogi 17. desember síðastliðinn og var jarðsunginn frá Hall- grímskirkju 27. des- ember. un sína var stutt í brosið hans og ekki virtist neitt halda aftur af honum hvort heldur var til dag- legrar vinnu eða til sjálfboðastarfs í KFUM. Þegar litið er um öxl spyr maður gjarnan, hvað var það sem gerði Steinar að þeim manni sem hann var? Hann mun hafa sagt að hefði hann ekki fengið lömunarveikina á sínum tíma væri óvíst að hann hefði mætt og tekið við frelsara sínum sem varð gleðin og krafturinn í lífi hans. Steinar var vinnu- og kappsamur. Hann kunni að forgangsraða og þess vegna naut barna og unglingastarf KFUM og K á Íslandi þessa góða fé- lagsmanns og vinar. Stjórn sumarbúða KFUM og K í Kaldárseli vill þakka Guði fyrir góðar minningar um Steinar S. Waage. Tryggur félagsbróðir hefur nú mætt frelsara sínum og tekið við kórónu lífsins. Eiginkonu hans, Clöru G. Waage, og börnum þeirra sendum við innileg- ar samúðar- og þakkarkveðjur. Bless- uð sé minning Steinars S. Waage. Ásgeir M. Jónsson. Kveðja frá skáta- hreyfingunni Þórarinn Björnsson er farinn heim í góðri elli. Hann gerðist skáti í Skátafélaginu Örnum í Reykjavík og var ungur kallaður til forystu í félaginu. Hann settist í stjórn félagsins árið 1930 og var í fararstjórn skáta sem sóttu al- heimsmót skáta Jamboree í Ung- verjalandi árið 1933. Um svipað leyti átti hann sæti í stjórn Banda- lags íslenskra skáta. Þórarinn átti drjúgan þátt í stofnun Hjálparsveit- ar skáta í Reykjavík, og tók oft þátt í björgunarstörfum m.a. er tókst að bjarga áhöfn Geysis á Vatnajökli. Þórarinn var um hríð félagsfor- ingi í Skátafélagi Reykjavíkur og síðar kjörinn heiðursfélagi félags- ins. Þórarinn lagði með störfum sín- um stóran skerf til vaxtar skáta- hreyfingarinnar á Íslandi. Kjörorð eldri skáta, orðin skáti, ávallt skáti, lýsa ævilangri afstöðu hans til skátahreyfingarinnar. Áhugi Þórarins á skátastarfi var í fyrstu tengdur útilífi og ferðalögum. Síðar voru hugsjónir skátahreyf- ingarinnar um betri heim þar sem æska allra landa getur náð saman til aukins skilnings á mismunandi aðstæðum þjóða og vináttubönd í anda skátalaganna honum dýrmæt. Þó að formlegum skátastörfum lyki hélt Þórarinn áfram ásamt félögum sínum úr Örnum að ferðast um Ís- land og var oft farið um ókunna stigu en þeir ferðafélagar voru án efa brautryðjendur hálendis- og öræfaferða. Þórarinn var í forystu ÞÓRARINN BJÖRNSSON ✝ Þórarinn Björns-son fæddist á Djúpavogi 19. nóv- ember 1909. Hann lést á Elliheimilinu Grund að morgni jóladags og var jarð- sunginn frá Háteigs- kirkju 30. desember. skáta sem reistu skíða- skála við Skarðsmýr- arfjall á Hellisheiði ár- ið 1942 og nefndu Þrymheim. Um hálfri öld síðar taldi hann ekki eftir sér að veita liðsinni við endurbygg- ingu skálans og var þá enn slyngasti skíða- maðurinn í endurbygg- ingarhópnum. Þó að ferill Þórarins í forystu skátahreyf- ingarinnar sé að mestu tengdur fjórða og fimmta áratug 20. ald- ar, lét hann sig ekki muna um að taka að sér stórverkefni fyrir skát- ana þegar hann komst á eftirlauna- aldur. Annaðist hann fyrir hönd Reykjavíkurskáta endurbætur á Væringjaskálanum í Árbæjarsafni sem bera vandvirkni og stórhug hans vitni. Fyrir störf sín hlaut hann margvíslega viðurkenningu skátahreyfingarinnar. Þórarinn var hlýr maður og vin- samlegur og er á reyndi mesta hjálparhella. Hann var félagsmaður sem mun- aði um alls staðar þar sem hann lét til sín taka. Ávallt með hógværð og kurteisi. Áhugi hans á menningu þjóðarinnar var mikill og var hann víðlesinn, þekkti vel til sögu lands og þjóðar, bókmennta, ásamt áhuga á skógrækt, og ræktun æsku lands- ins. Þórarinn var stoð og stytta undirritaðs er hann gegndi embætti skátahöfðingja og eru hollráð hans minnisstæð og verða seint fullþökk- uð. Ástvinum hans flyt ég einlægar samúðarkveðjur mínar og skáta- hreyfingarinnar og bið þeim guðs blessunar. Ólafur Ásgeirsson. Hann sveif yfir snævi þakta Hellisheiði á gönguskíðum. Léttur sem fis, áreynslulaus og glæsilegur. Þórarinn Björnsson, maðurinn á skíðunum, lést á jóladag í hárri elli. Er ég horfði á hann úr brekkunni við Þrym var hann á níræðisaldri. Sem ung þekkti ég nafn hans úr skátastarfi, en hann var líka þre- menningur við Hlíf móður mína. Systurnar Hólmfríður og Guðlaug Margrét Jónsdætur frá Brekku í Fljótsdal voru ömmur þeirra. Þá nægði mér að lesa gömul Skátablöð, átti ekki von á að hitta hann. Svo varð þó vegna ótrúlegrar eljusemi Þórarins. Góðum verkum gafst hann ei upp á og í einu slíku mætt- umst við sem vinir. Hann beitti sér við að koma Væringjaskálanum í Árbæjarsafni í það horf að komandi kynslóðir gætu notið. Á lokastigi kom ég til liðs við hann. Væringja- skálinn mun vera fyrsti skáli reistur hér á landi til útivistar, árið 1920. Í Árbæjarsafni var hann opnaður í ágúst 1991. Snemma kallaði Hellisheiðin á skáta. Þórarinn og félagar riðu á vaðið, reistu Þrymheim við Skarðs- mýrarfjall árið 1942. Fimm skáta- skálar bættust við og mörg þúsund unglingar kynntust undraheimum Hengils. Það er til marks um reglu- semi Þórarins að þegar Landnemar hófu endurbætur á Þrymheimi, hálfrar aldar gömlum, lagði Þórar- inn fram reikninga og gögn frá byggingu skálans og fræddi um margt. Stuttu fyrir 1940 varð til hópur eldri skáta sem vildi ferðast um há- lendi Íslands. Páskaferðir á skíðum og gisting í tjöldum, hestaferðir um sumur ásamt göngu, m.a. á Hvanna- dalshnjúk, lifa bæði í skrifum Guð- mundar Ófeigssonar, eins skátafé- laga Þórarins, og í útbúnaði þeirra sem gefinn var Árbæjarsafni. Hvort tveggja sýnir fyrirhyggju, þekkingu og sterka vitund um íslenska nátt- úru. Verkum slíkra frumherja á að halda á lofti. Horfinn er vinur. Líf hans var auðugt og frjótt, vegna þess að hann var gjöfull. Enn sé ég hann svífa létt og glæsilega yfir snævi þakta Hellisheiði. Ég gladdist við að starfa með Þórarni frænda mínum Björnssyni. Hvíli hann sæll og kvaddur með þökk. Reykjavík, 30. desember 2004, Anna Kristjánsdóttir.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.