Morgunblaðið - 13.01.2005, Page 45

Morgunblaðið - 13.01.2005, Page 45
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. JANÚAR 2005 45 DAGBÓK www.gimli.is - ww.mbl.is/gimli Árni Stefánsson viðskiptafræðingur og lögg. fasteignasali FASTEIGNASALAN GIMLI GRENSÁSVEGI 13, SÍMI 570 4800 - FAX 570 4810 Traust þjónusta í 20 ár Til mín hefur leitað fjársterkur kaupandi sem óskar eftir 100 fm 4ra herb. íbúð fyrir allt að 18,5 millj. Æskilegt er að eignin sé í góðu ástandi. Kaupandi getur veitt afhendingartíma til 1. júní sé þess óskað. Áhugasamir vinsamlega hafi samband og ég mun fúslega veita nánari upplýsingar. Hákon Svavarsson, lögg. fasteignasali, sími 898 9396. ÍBÚÐ Í HÓLMGARÐI/HÆÐARGARÐI ÓSKAST Laugardagana 15. og 22. janúar stendur Ís-lenski dansflokkurinn (ÍD) fyrir sérstakrifjölskyldusýningu, þar sem sýnd verðaþrjú verk sem öll henta breiðum aldurs- hópi. Sýningin er samsett með það í huga að hún henti börnum og unglingum og sé ánægjuleg og skemmtileg fjölskylduskemmtun. „Við bjóðum öllum börnum 12 ára og yngi frítt inn og 13–15 ára unglingar fá miðana á hálfvirði,“ segir Katrín Hall, listrænn stjórnandi ÍD. „Þetta finnst okkur afar þarft og skemmtilegt verkefni og er liður í þeirri veigamiklu starfsemi dansflokksins sem lýt- ur að menntun, fræðslu og menningarlegu uppeldi barna og unglinga.“ Verkin sem sýnd verða eru „Bolti“ eftir Katrínu við tónlist Jóels Pálssonar, „Æfing í Paradís,“ eftir Stijn Celis, við tónlist Chopin og „The Match“, eftir Lonneku van Leth við tón- list hljómsveitarinnar Ske. „Þetta eru allt verk sem hafa verið sett upp áður við mikla ánægju áhorfenda,“ segir Katrín. „Þau eru létt og skemmtileg og vel til þess fallin að skemmta og mennta. Börnin eru okkar framtíðaráhorfendur og menningarlegt uppeldi þeirra skiptir verulegu máli. Þetta er framlag Íslenska dansflokksins til þess þarfa verkefnis.“ Hvað er fleira á döfinni hjá ÍD? „Meðal annarra verkefna dansflokksins á næst- unni má nefna verk Ernu Ómarsdóttur og Emil Hvratin, „We are all Marlene Dietrich FOR“. Þetta verk verður frumsýnt á Nýja sviði Borgarleikhúss- ins 4. febrúar næstkomandi. Þetta verkefni er part- ur af stóru evrópsku samstarfi sem Íslenski dans- flokkurinn er aðili að, Transe danse 2000, sem er samstarf átta landa og nýtur fjárstuðnings ESB. Marlene Dietrich er afar spennandi samstarfs- verkefni milli Íslands og Slóveníu en er jafnframt á afar alþjóðlegu plani þar sem þátttakendur, dans- arar og tónlistarfólk koma frá mörgum ólíkum lönd- um. Hinn 19. febrúar nk. sýnir ÍD verkið í Avignon í Frakklandi, í Slóveníu í lok febrúar og í Linz í Aust- urríki 3. mars. Þá má nefna verkið „Open source“ eftir Helenu Jónsdóttur, en frumsýning á því er áætluð í febrúar eða mars. Þetta er verk sem Helena vann til fyrstu verðlaun fyrir í dansleikhússamkeppni LR og ÍD ár- ið 2002. Helena þróar nú það verk sitt og setur upp fyrir ÍD en verkið hefur hún einnig sýnt í Írlandi og í Belgíu. ÍD mun svo sýna verkið í skotlandi hinn 7. maí næstkomandi.“ Að sögn Katrínar eru fleiri verkefni fram undan, m.a. dansleikhússamkeppni 9. júní, þar sem 8–10 verk verða valin til áframhaldandi þróunar og úr- vinnslu. Þá hefur ÍD sett á laggirnar danssmiðju þar sem ungum danshöfundum og dönsurum gefst kost- ur á að þróa verk sín og hugmyndir í náinni sam- vinnu hvert við annað. Í lok maí mun svo dansflokk- urinn í samstarfi við Listahátíð taka á móti þremur erlendum dansflokkum sem allir sýna verk sín á há- tíðinni, bæði á sviði Borgarleikhússins og á Nasa. Dans | Íslenski dansflokkurinn heldur sérstaka fjölskyldusýningu með þremur verkum Verk sem skemmta og mennta  Katrín Hall er fædd í Reykjavík árið 1964. Hún lauk stúdentsprófi frá MR árið 1984. Þá nam hún ballett í ball- ettskóla Eddu Scheving og síðar í Listdansskóla Þjóðleikhússins. Katrín starfaði sem dansari hjá Íslenska dansflokknum frá 1981– 1988 og fékk síðan samning sem sólódansari hjá Tanzforum, dansflokki Óperuhússins í Köln. Árið 1996 tók hún við listrænni stjórn Íslenska dansflokks- ins. Katrín er í sambúð með Guðjóni Pedersen, leikhússtjóra LR, og eiga þau tvö börn. Flugeldar um áramót ÉG er einn þeirra sem hafa af- skaplega gaman af flugeldum á gamlárskvöld þó svo ég verði seint talinn einn þeirra duglegustu við að skjóta þeim upp. Þessi skemmtilegi siður fer senn að teljast sér- íslenskur hvað varðar almenna þátttöku og gífurlegt magn flug- elda sem skotið er á loft. Það kitlar þjóðernislega hégóma- girnd mína þegar fjallað er um gamlárskvöld á Íslandi í erlendum fjölmiðlum og einnig að hótel og gistihús skuli vera að fyllast yfir áramót fyrst og fremst vegna þessa siðs okkar. Það er þó eitt sem vantar upp á til að sjónarspilið á himninum sé eins og best verður á kosið. Það er sú staðreynd að það vantar sárlega allra stærstu flug- eldana, eins og t.d. tívolíbomb- urnar. Það vantar punktinn yfir i-ið. Ég bæði skil og styð þá ákvörð- un sem tekin var fyrir nokkrum ár- um að banna allra stærstu flugeld- ana. Fórnarkostnaðurinn var einfaldlega of mikill, slysin of mörg og stór. Hins vegar hefur mér dott- ið í hug að það væri til lausn á þessu. Þeir aðilar sem hafa kunn- áttu og réttindi til að meðhöndla allra stærstu flugeldana eru um leið oftast söluaðilar á flugeldum, t.d. björgunarsveitir landsins. Ef þessir aðilar tækju að sér að skjóta upp frá sölustöðum sínum tívolí- bombum og öðrum risabombum í svo sem 15–20 mínútur rétt fyrir, um, og eftir áramótin væri fyllt uppí eyðuna sem blasir við. Þetta gæti verið þeirra leið til að segja „takk fyrir stuðninginn og við- skiptin“. Ég er viss um að allir myndu hafa gaman af og njóta (ekki síst þeir sem sæju um fram- kvæmdina). Sjónarspilið á himn- inum væri fullkomnað. Áhugamaður um flugelda. Snyrtibudda týndist BRÚN snyrtibudda með bláum og gulum doppum, full af snyrtivörum, týndist sl. föstudag á Laugaveg- inum. Skilvís finnandi hafi samband í síma 694-6022 eða á netfangið: diljaa@kaospilot.dk. Gullarmband týndist HEFUR einhver heiðarlegur fund- ið gullarmbandið mitt. Mig grunar að ég hefi helst týnt því 19. desem- ber við eða í Hallgrímskirkju en þess vegna gæti ég hafa týnt því annars staðar. Skilvís finnandi hafi samband í síma 557 2726. Fund- arlaun. Silfurhálsmen týndist SILFURHÁLSMEN frá Jens með stórum hvítum steini týndist í byrj- un desember. Skilvís finnandi hafi samband í síma 551 1165. Velvakandi Svarað í síma 5691100 kl. 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is Morgunblaðið/Jim Smart 70 ÁRA afmæli. Í dag, 13. janúar,er sjötug Sigrún Stella Ingv- arsdóttir, Miðleiti 2, Reykjavík. Af því tilefni taka hún og eiginmaður hennar, Guðmundur M. Jónsson, á móti vinum og vandamönnum í félagsheimili Sel- tjarnarness, laugardaginn 15. janúar, frá kl. 17 til 20. Árnaðheilla dagbók@mbl.is Félagsstarf Aflagrandi 40 | Myndlist kl. 13, vídeóstund kl. 13.15 í matsalnum, jóga kl. 9 boccía kl. 10 ath. opið fyrir frjálsa spilamennsku alla daga. Bólstaðarhlíð 43 | Hárgreiðsla, almenn handavinna, böðun, leikfimi, myndlist, bók- band, söngur, fótaaðgerð, spiluð félagsvist á morgun. Dalbraut 18 – 20 | Kl. 9–11 kaffi og blöðin, kl. 9–14 baðþjónusta, kl. 9–16.45 hár- greiðslustofan opin, kl.10–14 sam- verustund, kl.11.15–12.15 matur, kl.14.30– 15.30 kaffi. Félag eldri borgara í Kópavogi | Opið hús fyrir félaga FEBK og gesti þeirra í fé- lagsmiðstöðinni Gullsmára laugardaginn 15. janúar kl. 16. Ath. breyttan tíma. Dag- skrá: ITC Fífan kynnir starfsemi sína, kaffi- veitingar, sýndar myndir frá Kárahnjúka- og Austfjarðaferð FEBK 2004. Óttar Kjartansson o.fl sýna og segja frá ferðinni. Félag eldri borgara, Reykjavík | Brids kl. 13. Félagsvist kl. 20. Félagsmiðstöðin Gullsmára 13 | Gull- smárabrids. Bridsdeild FEBK Gullsmára spilar tvímenning mánu- og fimmtudaga. Skráning kl. 12.45 á hádegi. Aðgangseyrir kr. 200. Félagsstarf aldraðra, Garðabæ | Kynning- ardagur félagsstarfsins verður haldinn í safnaðarheimili Vídalínskirkju kl. 14. Lokað í Garðabergi. Félagsstarf Gerðubergs | Kl. 10.30 helgi- stund í samstarfi við safnaðarstarf Fella- og Hólakirkju, kl. 12.30 myndlist og fjöl- breytt föndurgerð, frá hádegi spilasalur opinn. Allar upplýsingar á staðnum s. 575 7720 og www.gerduberg.is. Félagstarfið Langahlíð 3 | Bingó í dag kl. 15. Furugerði 1 | Dansleikurinn fellur niður um óákveðinn tíma. Hraunbær 105 | Kl. 9 almenn handavinna– bútasaumur, perlusaumur–kortagerð, hjúkrunarfræðingur á staðnum, kl. 10 boccia, kl. 11 leikfimi, kl. 12 hádegismatur, kl. 14 félagsvist, kl. 15 kaffi. Hraunsel | Bingó kl. 13.30. Hvassaleiti 56–58 | Opin vinnustofa, bútasaumur kl. 9–13 hannyrðir kl. 13–16, fé- lagsvist kl. 13.30. Böðun virka daga fyrir hádegi. Fótaaðgerðir, hársnyrting. Hæðargarður 31 | Félagsstarfið er öllum opið. Listasmiðja og Betri stofa opin alla daga frá 9–16. Fast starf eins og venjulega. Uppl. s. 568-3132, handverk í Betri stofu framsögn og framkoma á mánudögum kl. 9–6. Hugmyndabankafundur laugardag kl. 14. Korpúlfar Grafarvogi | Vatnsleikfimi í Grafarvogslaug kl. 9.30 á morgun, föstu- dag. Norðurbrún 1, | Kl. 9 smíði, kl. 9–16.30 nýtt leirnámskeið, kl. 9–16.30 opin vinnustofa kl. 10 ganga, kl. 13–16.45 leir. Sjálfsbjörg | Skák í kvöld kl. 19.30. Vesturgata 7 | Kl. 9–16 hárgreiðsla og fótaaðgerðir, kl. 9.15–14 aðstoð v/böðun, kl. 9.15–15.30 hannyrðir, kl. 9–10 boccia, kl. 10.15–11.45 enska, kl. 10.15–11.45 spænska, kl. 11.45–12.45 hádegisverður, kl. 13–14 leik- fimi, kl. 13–16 glerbræðsla, kóræfing, kl. 14.30–15.45 kaffiveitingar. Vitatorg, félagsmiðstöð | Smiðja kl. 8.45, bókband, handmennt og hárgreiðsla kl. 9, morgunstund og fótsnyrting kl. 9.30, boccia kl. 10, glerskurður og frjáls spil kl. 13, spiluð félagsvist kl. 20, allir velkomnir. Kirkjustarf Akureyrarkirkja | Kyrrðar- og fyrirbæna- stund kl. 12. Léttur hádegisverður á eftir. Árbæjarkirkja. | Opið hús fyrir eldri borg- ara kl. 13.–16. Spil, föndur, ferðalög, spjall og fræðsla. Starf með 7–9 ára börnum í Selásskóla kl. 15–16. Starf með 10–12 ára börnum í Selásskóla kl. 16–17. Allir eru vel- komnir. Áskirkja | Opið hús milli kl. 14 og 17 í dag, samsöngur undir stjórn organista, kaffi og meðlæti. Allir velkomnir. TTT-starfið sam- vera kl. 17, Ten-Sing-starfið, æfingar leik- og sönghópa milli 17 og 20. Digraneskirkja | Foreldramorgnar kl 10 til 12. Umsjón Anna Arnardóttir. Leikfimi ÍAK kl. 11.15. Bænastund kl 12.10. ( sjá nánar www.digraneskirkja.is). Fella- og Hólakirkja | Foreldramorgnar eru í Fella- og Hólakirkju alla fimmtudaga kl. 10–12. Allir foreldrar, afar eða ömmur sem eru heima með barn eða börn (ekki bara ungbörn) velkomin. Garðasókn | Kyrrðar- og fyrirbænastund er hvert fimmtudagskvöld í Vídalínskirkju kl. 22. Gott er að ljúka deginum og und- irbúa nóttina í kyrrð kirkjunnar og bera þar fram áhyggjur sínar og gleði. Tekið er við bænarefnum af prestum og djákna. Boðið upp á kaffi í lok stundarinnar. Grafarvogskirkja | Foreldramorgnar kl. 10– 12. Fræðandi og skemmtilegar sam- verustundir, ýmiss konar fyrirlestrar. Alltaf heitt á könnunni, djús og brauð fyrir börn- in. Kirkjukrakkar í Húsaskóla kl. 17.30– 18.30 fyrir 7–9 ára. Kirkjukrakkar í Graf- arvogskirkju kl. 17.30–18.30 fyrir 7–9 ára. Hallgrímskirkja | Kyrrðarstundir kl. 12 á hádegi alla fimmtudaga. Orgelleikur, íhug- un, bæn. Léttur málsverður í safn- aðarheimili eftir stundina. Hvítasunnukirkjan Fíladelfía | Eldur unga fólksins er á fimmtudaginn 13. janúar kl. 21. Lofgjörð, vitnisburðir og kröftug bæn. Allir velkomnir. Brauðsbrotning sun. 16. jan. kl. 11. Ræðum. Vörður Leví Traustason. Al- menn samkoma sun. 16. jan. kl. 16.30. Ræðumaður Jón Þór Eyjólfsson. Gosp- elkór Fíladelfíu leiðir lofgjörð. Aldursskipt barnakirkja á meðan samkomu stendur (ný börn velkomin). Kökubasar eftir samkomu. Allir velkomnir. KFUM og KFUK | Ad KFUM á fimmtudag- inn 13. janúar kl. 20. „Fangelsismál á Ís- landi“. Valtýr Sigurðsson, fangelsis- málastjóri, sér um efnið. Upphafsbæn: Þorvaldur Sigurðsson, hugleiðing: Dr. Hjalti Hugason. Allir karlar velkomnir. Langholtskirkja | Kl. 10–12 er ungbarna- og foreldrastund í samstarfi við Heilsu- vernd Reykjavíkur. Fræðsla er annan hvern fimmtudag. Spjall, kaffisopi og söngstund. Umsjón hefur Rut Guðríður Magnúsdóttir móðir og kennari. Laugarneskirkja | Kyrrðarstund í hádegi kl. 12. Léttur málsverður eftir. Kl. 17.30 KMS Starf með 14–20 ára unglingum í umsjá frábærra listamanna og í samstarfi Laugarneskirkju, Miðborgarstarfs KFUM & K og fleiri aðila. Æfingar fara fram í Ás- kirkju og Félagshúsi KFUM & K við Holta- veg. Staðurogstund http://www.mbl.is/sos Morgunblaðið/Ómar Hafnarfjarðarkirkja Staður og stund á mbl.is. Nánari upplýsingar um viðburði dagsins er að finna á Staður og stund undir Fólkið á mbl.is Meira á mbl.is MÁLÞING verður haldið um raunveru- leikagjörning Birgis Arnar Thoroddsen, Íbúðina, í beinni útsendingu á netinu í Listasafni Íslands í kvöld kl. 20. Sent verður beint út frá íbúðinni sjálfri, en þátttakendur í málþinginu eru Þóroddur Bjarnason myndlistarmaður, Hjálmar Sveinsson heimspekingur og Þóra Þór- isdóttir, myndlistarmaður og sýning- arstjóri auk listamannsins. Málþingið er hugsað til að efla fag- lega umræðu um verkið, en raunveru- leikagjörningurinn er hluti af sýningu Listasafns Íslands, Ný íslensk mynd- list. Verkið fer þó langt út fyrir veggi safnsins og gerist í raun í dægurmenn- ingunni, fjölmiðlunum og í þjóðarvitund- inni. Hægt er að fylgjast með fram- gangi verksins til 16. janúar en þá lýkur sýningunni. Málþingið hefst kl. 20 og stendur til 22. Hægt er að fylgjast með því í beinni útsendingu á heimasíðu Lista- safns Íslands, www.listasafn.is. Málþing um Íbúðina

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.