Morgunblaðið - 20.02.2005, Page 19

Morgunblaðið - 20.02.2005, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20. FEBRÚAR 2005 19 Titill þessa greinarkornsá sér upphaf tæpahálfa öld aftur í tím-ann. Ennþá heyristsama fullyrðing en í allt öðru samhengi. Hér var ekki átt við frammistöðu á prófum held- ur kvenlegt atgervi að mati ung- lingsstúlkna í þeim heimshluta sem nú kallast 105 Reykjavík. Þetta var löngu áður en lýtaað- gerðir komust á dagskrá og hag- stæðir viðskiptahættir gerðu ung- lingum kleift að eiga föt til skiptanna. Þetta var líka áður en þessi aldursflokkur komst í tísku og varð markhópur framleiðenda, kaupmanna og þeirra sem hafa at- vinnu af að lagfæra líkamlegar mis- fellur. Ég man varla eftir rót- tækari fegr- unaraðgerðum en uppbleyttum hörfræjum til að búa til svo- kallaða bjútíl- okka í hárið og nokkuð stöðugri totu á vörum svo að maður líktist átrúnaðargoðinu Birgittu Bardot. Að sjálfsögðu blundaði með smá- meyjum draumurinn um und- ursamlegt útlit og riddarann á hvíta hestinum, er hlaut að kjósa þá sem fegurst var. Reyndist hann ekki tagltækur gat maður kannski átt von um álitlegan meðreið- arsvein eða í versta falli óbreyttan kúsk. Lengra náði metnaðurinn sjaldnast, enda fátt í boði, og varla unnt að kalla yfir sig ömurlegri ör- lög en að pipra. Hugtökin sjálfsmynd, persónu- töfrar og útgeislun voru ekki til í orðaforða okkar en þegar rætt var um undurfríða jafnöldru heyrðust stundum svona miskunnarlausir dómar: „Hún fellur við viðkynn- ingu. Það er bara ekkert við hana!“ Sjálfsagt hefur öfund átt drjúgan þátt í dómhörku okkar sem töldum eigin vígstöðu heldur bága á þess- um vettvangi. Líklega höfum við þó skynjað skort á einhverju mik- ilvægu í fari þeirra fegurðardísa sem voru svo uppteknar af eigin út- liti að annað var látið lönd og leið. Þótt sjóndeildarhringur ungra stúlkna sé nú allmiklu víðari en í Norðurmýrinni forðum og draumar þeirra geti falið í sér fjöl- breyttari markmið en að klófesta prinsa kemur yfirlýsingin gamla mér oft í hug. Sú taumlausa útlits- dýrkun, sem alið er á nú á tímum, veldur því að oft ber fyrir augu heilar hjarðir af þokkadísum sem allar virðast steyptar í sama mótið. Þær tileinka sér sömu tísku- straumana, temja sér svipað við- mót og hreyfa sig í stöðluðum takti eins og þær lúti stjórn sama lið- þjálfa á vígvelli. Maður fær á til- finninguna að áhugasvið þeirra nái varla út fyrir æskileg lenda- og mittismál og þær nærist á afar ein- hæfri fæðu til líkama og sálar. Svo rammt kveður að þessu að erlendir gestir fullyrða purkunarlaust að ís- lenskar stúlkur séu nálega allar eins, svo að vitnað sé í ummæli sem féllu í skemmtilegri sjónvarps- mynd fyrir skömmu. Þá fer ekki hjá því að ýmsar spurningar vakni um persónuleika, sjálfsmynd og útgeislun; ýmsa þá eiginleika sem okkur skorti orð yfir á æskuárunum en skynjuðum þó að gætu komið í veg fyrir alvarlegt fall í skóla lífsins. Hún fellur! HUGSAÐ UPPHÁTT Eftir Guðrúnu Egilson guðrun@verslo.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.