Morgunblaðið - 20.02.2005, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 20.02.2005, Qupperneq 24
24 SUNNUDAGUR 20. FEBRÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ Ungur maður situr á lyft-ingabekk og horfir tor-tryggnislega á mig. Spyrmeð augunum hvað égsé að gera þarna, á hvað ég sé eiginlega að horfa. Ég átta mig ekki alveg strax. En svo fatta ég það. Ég er stödd inni í fangelsi og er allt í einu að fá að fylgjast með hvað föng- unum á deildinni fer á milli. Í raun er ég stödd á æfingu á Smíðaverkstæði Þjóðleikhússins, þar sem verið er að æfa Grjótharða, nýj- asta leikverk og leikstjórnarverkefni Hávars Sigurjónssonar, sem segir frá lífi nokkurra fanga í íslensku fangelsi. Ólíkra manna sem sitja inni fyrir ólík- ar sakir, en eiga samt eitt grundvall- aratriði sameiginlegt. Þeir eru þarna inni, allir. Líf í fangelsi var ekki það sem höf- undurinn lagði upp með þegar hann hóf að skrifa Grjótharða fyrir um það bil einu og hálfu ári, kemst ég að þeg- ar við setjumst niður að rennslinu loknu. Karakterarnir og aðstæðurnar kölluðu einfaldlega á þessa umgjörð, sem síðan þróaðist út í að vera saga fimm fanga, Guðjóns, Péturs, Kjart- ans, Jóa og Jónasar, og þeirra at- burða sem eiga sér stað á vissum tíma í fangelsinu. Hávar segir margt áhugavert við þessa sérstöku um- gjörð, sem fangelsi er. „Við þannig aðstæður er hópur af einstaklingum þvingaður til að vera saman. Það er enginn þarna af því að Jói eða Palli eru þarna líka; þetta er ekki útilega eða sumarbústaður. Þannig verður strax til togstreita – þeir vilja ekki vera þarna og vilja helst ekki um- gangast hver annan. Samt þurfa þeir að gera það. Það er líka spennandi að þrátt fyrir allt sem gerist, þurfa þeir að halda áfram að vera þarna. Þeir geta ekki farið ef þeir lenda í útistöð- um, ef einn er laminn getur hann ekki bara farið heim til sín. Hann er þarna og þeir þurfa að borða morgunmat saman daginn eftir, sama hvað hefur gerst kvöldið áður.“ Hugleiðing um ofbeldi Einmitt þetta er dregið sterklega fram í leiksýningunni, því víst er að margt gengur á og kraumar innra með föngunum. Þeir eiga hver sína sögu, sem í flestum tilfellum einkenn- ist af ofbeldi, sögu sem heldur á viss- an hátt áfram þótt inn í fangelsið sé komið. Hávar segir að í vissum skiln- ingi megi líta á leikritið sem hugleið- ingu um ofbeldi. „Mennirnir sem þarna koma fram hafa nánast allir beitt einhvern ofbeldi, og sitja inni fyrir það. Þeir eru líka sjálfir beittir ofbeldi – það er ofbeldi að svipta mann frelsinu eins og ríkið gerir í þessu tilfelli. Og þeir beita hver annan ofbeldi innan veggja fangelsisins, bæði líkamlegu og andlegu. En í fangahópnum eru líka menn sem ekki hafa beitt ofbeldi, sitja inni fyrir ann- ars konar glæpi á borð við skattsvik, eða telja sig ekki hafa beitt ofbeldi. Þessi réttlætingarþörf finnst mér líka áhugaverð; fangarnir eru allir sann- færðir um að þeir séu í einhverjum skilningi hafðir fyrir rangri sök. Í huga hvers og eins eru þeir betri en hinir.“ Persónurnar fimm eru allar afar ólíkar og sitja inni fyrir ólík brot, enda telur Hávar að í fangelsum sé að finna mjög ólíkt fólk. „Það var eitt af því sem ég vildi gjarnan draga fram, að þar eru annars vegar þeir sem kall- aðir eru síbrotamenn, sem eiga sér kannski ósköp lítið líf fyrir utan fang- elsið og undirheimana. Hins vegar er þar fólk sem hefur gegnt einhverri stöðu í samfélaginu og notið virðing- ar, átt félagslegt bakland á borð við fjölskyldu. Það hlýtur að vera mjög undarlegt fyrir slíka menn að vera settir andspænis síbrotamönnum sem þekkja ekki þennan bakgrunn og fyr- irlíta hann jafnvel, og þurfa síðan að lúffa fyrir þeim. Vegna þess að inni í fangelsinu gilda allt önnur lögmál.“ Leikararnir í sýningunni voru vald- ir af leikstjóranum sjálfum, ásamt leikhússtjóranum sem valdi verkið til sýninga á sínum tíma, Stefáni Bald- urssyni. „Ég er mjög ánægður með leikhópinn og þetta hefur verið mjög skemmtileg vinna, þó að það sé auð- vitað klisja að segja það. En þetta hef- ur verið það,“ segir Hávar og hlær við. „Þetta er leikaraleikrit. Það er ekkert gaman að horfa á svona leikrit sem er ekki vel leikið.“ Sýning skipuð karlmönnum Það vekur athygli að eingöngu karlmenn koma að sýningunni. Fyrir utan höfundinn og leikstjórann eru einungis karlhlutverk í sýningunni, og öll önnur störf; ljósahönnuðurinn, tónskáldið, dramatúrginn, leik- myndahönnuðurinn og tæknimenn – allt eru þetta karlmenn. Hávar segir þetta með ráðum gert til að draga fram ákveðna stemmningu, bæði á æfingaferlinu og í sýningunni sjálfri. „Það verður öðruvísi dýnamík og því ákvað ég strax í upphafi að notast ein- öngu við karlmenn í sýningunni, þar sem um væri að ræða karlaheim. Fyr- irfram vissi ég auðvitað ekkert hvort það yrði til góðs eða ills að hafa það þannig – kannski hefðu menn getað orðið svo miklir hanar að þeir væru alltaf að reyna að vera mestir og best- ir. En það hefur alls ekki verið þann- ig, hefur bara verið ótrúlega ljúft og þægilegt.“ Hann viðurkennir fúslega að ef til vill hafi brandarar flogið sem hefðu ella ekki flogið, eða í það minnsta öðruvísi orðaðir. „Kannski var það bara ágætt – menn gátu þá kastað sér meira út í þetta án þess að vera hræddir við að vera óheflaðir eða mógða einhvern,“ segir Hávar og vís- ar þar meðal annars til texta leikrits- ins sem á köflum er mjög afgerandi – svo notað sé kvenlegt orð. „En ég held að þetta sé nákvæmlega það sama og þegar konur segja að það sé gaman að vera bara innan um konur. Stundum er rætt um að konur eigi undir högg að sækja í leikhúsinu, en þó er það tilfellið að þessi sýning þyk- ir mjög sérstök að þessu leyti. Og við höfum allir fundið fyrir þessari stemmningu, held ég.“ Þrátt fyrir þennan karlablæ sem augljóslega svífur yfir vötnum í sýn- ingunni en sýningin ekki ætluð karl- mönnum eingöngu, þvert á móti raun- ar. „Ég held að það geti verið forvitnilegt fyrir konur að sjá inn í þennan heim karlmanna. Auk þess koma konur í raun heilmikið við sögu í leikritinu, í umræðum karlanna. Kon- ur skipta þá miklu máli, bæði í já- kvæðum og neikvæðum skilningi,“ segir Hávar og bætir við að í einhverj- um tilfellum geti einmitt það verið mjög sláandi eða óþægilegt, að heyra þau sjónarmið sem þar eru uppi. „Þarna er til dæmis einn nauðgari og það er ekki hægt að gera ráð fyrir að hann sé neitt femínískur í hugsun. En þau sjónarmið sem eru uppi í leikrit- inu hefur maður heyrt í kring um sig og því finnst mér allt í lagi að setja þau í þetta samhengi.“ Samúð er hreyfanlegt fyrirbæri Það er ekki auðvelt að horfast í augu við þá menn sem Hávar kynnir fyrir okkur í leikritinu – glæpamenn og gjörðir þeirra eru hlutir sem fæstir vilja vita af. Engu að síður vaknar samúð hjá áhorfandanum með hverj- um þeirra og einum á einhverjum tímapunkti í verkinu. „Ég setti mér það fyrir að allir karakterarnir ættu að fá sína stund þar sem þeir ættu samúð áhorfandans. Það var með ráð- um gert, til þess að segja við áhorf- endur að það er ekki hægt að taka ákvörðun um manneskju í eitt skipti fyrir öll. Ég býð áhorfandanum að sitja í einn og hálfan tíma og fylgjast með verkinu, og að þeim tíma loknum ætti hann að hafa fengið samúð með glæpamönnum af ýmsu tagi. Þó er ekki þar með sagt að hann gangi með þessa samúð út,“ segir Hávar. „Það segir manni líka að samúð er hreyf- anlegt fyrirbæri og kannski ekki rétta orðið, enda er ég hvorki málsvari þess að fremja ofbeldisglæpi né að biðja fólk um að skilja hvers vegna þeir eru framdir. Það sem ég er að draga fram er hvað maður sem hefur framið morð er að hugsa, allar hinar stundirnar sem hann er ekki að fremja morð. Hvað er hann að hugsa? Um hvað er hann að tala?“ Raunsæjasta leikritið til þessa Hávar á að baki þó nokkur leik- verk, en sennilega eru best þekktu verk hans Pabbastrákur sem var sett upp í Þjóðleikhúsinu á síðasta vetri og Englabörn sem var frumsýnt í Hafn- arfjarðarleikhúsinu árið 2001. Hið síðarnefnda hefur gert víðreist, verið þýtt á önnur tungumál og sett upp í leikhúsum víða um lönd, nú síðast í Mammutteatret í Kaupmannahöfn þar sem það hlaut afar góða dóma. Hilmar Jónsson, sem leikstýrði báðum þessum verkum Hávars þegar þau voru sett upp í fyrsta sinn, sagði þau eiga ýmislegt sameiginlegt; með- al annars það að í þeim báðum væri tími og rúm fljótandi. Í Grjóthörðum er atburðarásin hins vegar línuleg og umgjörðin raunsæisleg. „Ég hugsa að í einhverjum skilningi sé þetta verk einna raunsæjast af þeim sem ég hef skrifað. Og ég hef aldrei áður skrifað verk sem er svona einfalt í byggingu,“ segir Hávar. „Til dæmis gerast allir atburðir í tímaröð, og þannig hef ég aldrei skrifað áður. Yfirleitt hef ég sagt söguna með endurliti, samtímis eða sitt á hvað. Jafnvel hafa persónur úr nútíð og fortíð rætt saman á svið- inu.“ En þrátt fyrir þessa „einföldun“ í Grjóthörðum voru skrifin langt frá því að vera einföld að sögn Hávars og áskorun að skrifa leikrit af því tagi sem hefur verið nefnt „the well made play“, með plotti og þremur þáttum. „Það var snúnara en ég hélt, því fólk þarf að fá áhuga á þessum persónum og sögu þeirra. Í þessari sýningu er ekki hægt að ná áhorfandanum með einhverju sjónrænu spili, eins og stundum er hægt. Hún býður ekki upp á það,“ segir Hávar og bætir við að sú tilhugsun hafi á stundum hrætt hann og leitt til þess að hann hugsaði Ekkert gaman að skrifa um fólk sem líður vel Morgunblaðið/ÞÖK „Ég hugsa að í einhverjum skilningi sé þetta verk einna raunsæjast af þeim sem ég hef skrifað. Og ég hef aldrei áður skrifað verk sem er svona einfalt í byggingu,“ segir Hávar SIgurjónsson um nýjasta leikverk sitt, Grjótharðir. Nýjasta leikverk Hávars Sigurjónssonar, Grjótharðir, verður frumsýnt á Smíða- verkstæði Þjóðleikhússins í vikunni. Inga María Leifsdóttir ræddi við hann um nýja verkið, ofbeldi, karlmenn og snertifleti við samfélagið. eftir Hávar Sigurjónsson Leikendur: Atli Rafn Sigurðarson, Gísli Pétur Hin- riksson, Hjalti Rögnvaldsson, Jóhann Sigurðarson, Pálmi Gestsson og Valdimar Örn Flygenring. Tónlist: Hróðmar Ingi Sigurbjörnsson. Lýsing: Ásmundur Karlsson. Leikmynd og búningar: Axel Hallkell. Leikstjórn: Hávar Sigurjónsson. Grjótharðir

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.