Morgunblaðið - 20.02.2005, Blaðsíða 40
40 SUNNUDAGUR 20. FEBRÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Haraldur Magn-ússon fæddist á
Syðra-Álandi í Sval-
barðshreppi 14.
mars 1939. Hann
lést á sjúkrahúsinu á
Húsavík hinn 23.
janúar síðastliðinn.
Foreldrar hans voru
hjónin Signý Guð-
björnsdóttir, f. í
Þingeyjarsýslu 23.
október 1917, d. 21.
janúar 1997, og
Magnús Jónsson, f. á
Læknisstöðum á
Langanesi 23. des-
ember 1894, d. 1. nóvember
1989. Haraldur átti sjö systkini.
Þau eru: Birgir, f. 25. febrúar
1949, lést á Seyðisfirði 14. des-
ember 1966; Helga, f. 14. mars
1939; Ólöf, f. 15. janúar 1942,
gift Reyni Guðmannssyni og eiga
þau saman þrjú börn; Guðbjörn,
f. 12. febrúar 1946, í sambúð með
Guðrúnu Lilju Norð-
dahl og eiga þau
saman eitt barn en
fyrir á Guðbjörn
tvö; Jón, f. 20. jan-
úar 1952, kvæntur
Steinunni Gísladótt-
ur og eiga þau sam-
an þrjú börn, fyrir á
Jón tvo börn; Magn-
ús Sigurnýjas, f. 26.
maí 1956, í sambúð
með Sigurlínu Sig-
urjónsdóttur og
eiga þau saman
fjögur börn; Matth-
ías, f. 11. nóvember
1957, kvæntur Þórunni Ragnars-
dóttur og eiga þau saman þrjú
börn.
Haraldur bjó og starfaði alla
sína ævi á Þórshöfn og vann
hann þar meðal annars við beit-
ingar og róður.
Útför Haraldar var gerð frá
Þórshafnarkirkju 29. janúar.
Ég man eftir Halla síðan ég var
lítil í heimsókn hjá ömmu, alltaf í
minni minningu er Ebbi með hon-
um. Þegar ég fór til hans niður á
höfn og fékk að sitja hjá honum í
beituskúrnum, var Ebbi þar og
hélt honum félagsskap. Ég man
hvað ég var stolt af því að eiga
frænda sem átti svona ekta ,,lassý-
hund“ og vildi fá að vera sem mest
með hann. Mér fannst líka svo
merkilegt að hann skyldi aldrei
þurfa að vera í ól heldur hlýddi
hann öllu því sem Halli sagði við
hann. Ég fór líka reglulega heim
til Halla, í gamla húsið hennar
ömmu, til að færa honum afgang-
inn af matnum, sem við vorum
með, handa Ebba. Ég man einnig
hvað ég varð leið þegar amma
sagði mér að Ebbi væri orðinn
slappur og væri farinn að sjá illa.
Ég hafði miklar áhyggjur af að
það væri kannski vegna þess að ég
hafði stolist til að gefa honum syk-
urmola þegar enginn sá til en
amma sagði að hann væri bara
orðinn gamall. Mér fannst þetta
mjög leitt því ég var alveg viss um
það að Halli yrði mjög einmana ef
Ebbi dæi.
Ég var mikið niðri á höfn að
veiða þegar ég var hjá ömmu og
þá fór ég stundum til Halla til að
fá lánaða stöng eða nýjan öngul
því að það var ósjaldan sem minn
varð eftir í höfninni.
Halli kom af og til í heimsókn til
ömmu þegar ég var þar og við sát-
um við borðið inni í eldhúsi og
fengum okkur kökur og kleinur og
hann sagði mér fréttir af róðrinum
og Ebba og ég fékk leyfi til að fara
í fjöruna hjá honum til að tína
bobba og skeljar og geyma það
bak við húsið.
Halli var góður maður og ég
sakna hans þó að ég hafi ekki ver-
ið í miklu sambandi við hann síð-
ustu ár. Það var ósjaldan, Halli
minn, sem ég leiddi hugann að því
að heimsækja þig á Þórshöfn og
fara að huga að leiðinu hjá ömmu
og afa en því miður þá er það svo
oft að maður dregur hlutina of
lengi. En ég get þó alltaf huggað
mig við það að nú ertu kominn á
betri stað með Ebba þér við hlið
og ég veit að amma á eftir að gæta
þín vel og þið hvort annars. Vertu
blessaður, Halli minn.
Signý.
Guð, gef mér æðruleysi til að
sætta mig við það sem ég fæ
ekki breytt, kjark til að
breyta því sem ég get breytt
og vit til að greina þar á milli.
(Æðruleysisbænin.)
Ég sendi þér kæra kveðju,
nú komin er lífsins nótt.
Þig umvefji blessun og bænir,
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því
þú laus ert úr veikinda viðjum,
þín veröld er björt á ný.
(Þórunn Sig.)
Elsku frændi minn. Þakka þér
fyrir öll gömlu góðu árin þegar ég
var fyrir norðan hjá ömmu.
Guð geymi þig.
Þín bróðurdóttir
Valdís Guðbjörnsdóttir.
HARALDUR
MAGNÚSSON
Sími 551 3485 • Fax 551 3645
Áratuga reynsla í umsjón útfara
Önnumst alla þætti
Davíð Osvaldsson
útfararstjóri
Sími 896 8284
Eyþór Eðvarðsson
útfararstjóri
Sími 892 5057
Vaktsími allan sólarhringinn
Símar 581 3300 - 896 8242
Allan sólarhringinn - Áratuga reynsla
Suðurhlíð 35 — Fossvogi — www.utforin.is
ÚTFARARSTOFA
HAFNARFJARÐAR
Flatahrauni 5A, sími 565 5892
Kistur - Krossar
Prestur - Kirkja
Kistulagning
Blóm - Fáni
Val á sálmum
Tónlistarfólk
Sálmaskrá
Tilk. í fjölmiðla
Erfisdrykkja
Gestabók
Legstaður
Flutningur kistu á
milli landa og
landshluta
Landsbyggðar-
þjónusta
ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS
Komum heim til aðstandenda ef óskað er
Sverrir
Einarsson
Sverrir
Olsen
Bryndís
Valbjarnardóttir
Oddur
Bragason
Guðmundur
Þór Gíslason
Helluhrauni 10, 220 Hfj.
Sími 565 2566
www.englasteinar.is
Fallegir legsteinar
á góðu verði
Englasteinar
Fósturmóðir mín, tengdamóðir og amma,
SIGRÍÐUR JÓNSDÓTTIR TRAMPE
frá Litla Dal,
sem lést á dvalarheimilinu Hlíð á Akureyri
laugardaginn 12. febrúar, verður jarðsungin frá
Akureyrarkirkju fimmtudaginn 24. ferbrúar
kl. 13.30.
Franz Árnason, Katrín Friðriksdóttir,
Sigríður Rut Franzdóttir, Leifur Reynisson,
Davíð Brynjar Franzson, Alexandra C. Suppes.
Minningarathöfn um elskulega eiginkonu
mína, móður okkar, tengdamóður, systur og
ömmu,
SIGURBJÖRGU BJARNADÓTTUR,
Bakkabakka 4a,
Neskaupstað,
sem lést fimmtudaginn 10. febrúar síðast-
liðinn, fer fram í Fella- og Hólakirkju þriðju-
daginn 22. febrúar kl. 16.00.
Jarðsett verður frá Norðfjarðarkirkju laugardaginn 26. febrúar kl. 14.00.
Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir. Þeim, sem vilja minnast henn-
ar, er bent á Fjórðungssjúkrahúsið í Neskaupstað.
Hjörtur Árnason,
Bjarni Jóhannsson, Ingigerður Sæmundsdóttir,
Gyða María Hjartardóttir, Jóhann G. Kristinsson,
Lára Hjartardóttir, Sigurður Indriðason,
Birna Bjarnadóttir, Guðmundur Bjarnason
og barnabörn.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma,
langamma og langalangamma,
INGIBJÖRG RAGNHEIÐUR
JÓHANNSDÓTTIR,
sem lést á Hrafnistu í Reykjavík föstudaginn
11. febrúar, verður jarðsungin frá Fossvogs-
kapellu þriðjudaginn 22. febrúar kl. 13.00.
Fyrir hönd fjölskyldunnar,
Hermann Þórðarson,
Sirrý Hulda Jóhannsdóttir,
Sigríður Borg Harðardóttir,
Ragnar Harðarson.
Ástkær faðir okkar, bróðir og ástvinur,
BOGI BRYNJAR JÓNSSON,
Ljósheimum 20,
Reykjavík,
lést á heimili sínu sunnudaginn 23. janúar.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins
látna.
Jón Brynjar Bogason,
Elísabet Bogadóttir
Gréta Jónsdóttir,
Guðbjörg Jónsdóttir,
Sólveig Berndsen.
Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý-
hug við andlát og útför elskulegrar móður
minnar, tengdamóður, ömmu, langömmu og
langalangömmu,
SVEINBJARGAR PÁLÍNU VIGFÚSDÓTTUR
frá Flögu í Skaftártungu,
Sóltúni 2,
Reykjavík.
Sérstakar þakkir til starfsfólks og íbúa í Sóltúni 2 fyrir frábæra umönnun
og velvild.
Einnig þökkum við ættingjum og vinum alla þeirra tryggð og vináttu.
Guð blessi ykkur öll.
Sigrún Þuríður Runólfsdóttir, Leifur Kristinn Guðmundsson,
Runólfur Birgir Leifsson,
langömmubörn og langalangömmubarn.
Hjartans þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur
samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærrar
móður okkar, tengdamóður, ömmu og
langömmu,
JÓNU JÚLÍU VALSTEINSDÓTTUR.
Sérstakar þakkir til starfsfólks á 4. hæð á Sól-
vangi fyrir hlýhug og frábæra umönnun.
Henning Þorvaldsson, J. Steinunn Alfreðsdóttir,
Birna Friðrika Þorvaldsdóttir, Jón Ragnar Jónsson,
Valdís Ólöf Þorvaldsdóttir, Steinar Harðarson,
Sigurbjartur Á. Þorvaldsson, Sveinsína Björg Jónsdóttir,
Guðmundur Páll Þorvaldsson, Helga Aðalbjörg Þórðardóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Kársnesbraut 98 • Kópavogi
564 4566 • www.solsteinar.is
10-40% afsláttur
af legsteinum
gegn staðgreiðslu út febrúar