Morgunblaðið - 20.02.2005, Síða 44

Morgunblaðið - 20.02.2005, Síða 44
44 SUNNUDAGUR 20. FEBRÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ AUÐLESIÐ EFNI FYRRUM forsætis-ráðherra Líbanons var ráðinn af dögum á mánudag. Hann hét Rafik Hariri. Bíla-sprengja sprakk með þeim afleiðingum að Hariri og um 9 aðrir létu lífið og um 100 særðust. Sprengjan var mjög öflug. Bílarnir voru allir skot-heldir en urðu brennandi flök eftir sprenginguna. Óttast borgara-stríð Morðið hefur vakið ótta um borgara-stríð í landinu. Hariri var forsætis-ráðherra í mörg ár. Hann var jafn-framt meðal 100 ríkustu manna heims. Í október í fyrra gekk hann til liðs við stjórnar-andstöðuna því hann var ósáttur við að Sýrlendingar væru að skipta sér af málefnum Líbanons. Sýrland er með 14.000 manna herlið í Líbanon. Tengsl við Sádi-Arabíu Mörg hundruð þúsund manns voru við útför Hariris. Hópur sem kallast „Sigur og heilagt stríð á Stóra-Sýrlandi“ hefur lýst verkinu á hendur sér. Hópurinn segir að Hariri hafi verið myrtur vegna náinna tengsla hans við stjórn-völd í Sádi-Arabíu. Stjórn-völd í Sýrlandi fordæmdu verknaðinn. Margir efast um að þessi hópur hafi verið að verki. Sumir telja líklegra að einhver öflug leyni-þjónusta hafi staðið fyrir tilræðinu. Reuters Mikil sorg ríkir í Líbanon vegna morðsins á Hariri. Mikil ólga í Líbanon Bæta hag foreldra Ríkis-stjórnin hefur ákveðið að bæta hag for- eldra lang-veikra barna. Þeir geta nú fengið 90 þúsund kr. úr ríkis-sjóði í allt að 3 mánuði. For- eldrar mjög veikra eða fatlaðra barna geta feng- ið greiðslur í allt að 9 mánuði. Sér-laun í Ísaks-skóla Ísaks-skóli hefur samið um laun við kennarana sína. Þeir fá nú 240–250 þúsund krónur í lág- marks-laun. Kennararnir geta svo gert einka- samning við skóla- stjórann. Skóla-gjöld í Ís- aks-skóla munu líklega hækka í kjöl-farið. For- maður Kennarasam- bands Íslands segir að samkomu-lagið brjóti lög. Elds-voði í Teheran í Íran Að minnsta kosti 60 manns létu lífið í elds- voða í Íran. Eldur kom upp í mosku í höfuð- borginni, Teheran. Talið er að kviknað hafi í út frá ol- íu-hitara en eldurinn komst í klæðningu í loft- inu í bæna-sal kvenna. Nýir forstjórar Ragnhildur Geirsdóttir er nýr forstjóri Flugleiða. Jón Karl Ólafsson verður forstjóri Icelandair. Flug- leiðir er móður-félag Ice- landair og 12 annarra fé- laga. Sigurður Helgason var forstjóri beggja fyrir- tækja en hann er að hætta. Ofbeldi á skjánum skaðlegt Ofbeldi í sjón-varpi, á mynd-bandi og í tövlu- leikjum getur skaðað ung börn. Þetta er niður-staða mikillar rannsóknar í Bret- landi. Ofbeldið eykur hættur á ofbeldis-fullri hegðun, veldur tilfinn- inga-ólgu og eykur líkur á hegðunar-vandamálum. Bannað að reykja á barnum? Siv Friðleifsdóttir hefur lagt fram frumvarp um reykinga-bann á veitinga- stöðum og skemmti- stöðum. Siv óskaði eftir stuðn- ingi þing-manna úr öllum flokkum. Þingmenn úr Samfylkingunni og Vinstri- hreyfingunni – grænu framboði flytja frumvarpið með henni. Sjálfstæðis- flokkurinn og Frjálslyndi flokkurinn vildu ekki vera með. Stutt KYOTO-sátt-málinn hefur tekið gildi. Hann felur í sér aðgerðir til að minnka mengun og útblástur. Það er nauðsyn-legt til þess að draga úr gróður-húsa-áhrifum. 141 ríki standa að sátt-málanum. Banda-ríkin neita hins vegar að taka þátt. Samt eru þau með mestu mengunina. George W. Bush, forseti, sagði að sátt-málinn yrði of dýr fyrir efna-hags-lífið. Banda-ríkin og Ástralía eru einu iðn-ríkin sem ekki eiga aðild að sátt-málanum. Margir hafa bent á að gróður-- húsa-áhrifin séu stærsta vanda-mál þessarar aldar. Hitinn hækki hratt á jörðinni. 141 ríki bak við Kyoto-sátt- málann ROLAND Valur Eradze hefur verið dæmdur í 18 daga keppnis-bann. Roland er mark-maður íslenska lands-liðsins. Hann spilar með ÍBV og í leik þeirra við ÍR varð hann ösku-reiður. Hann sparkaði boltanum í burtu og veittist að dómaranum. Hann var rekinn út af en aga-nefnd handknattleiks-sambandsins ákvað að dæma hann í 18 daga keppnis-bann. Sumum þykir dómurinn of vægur. Roland í 18 daga bann Morgunblaðið/Golli Ætli Roland nái stjórn á sjálf- um sér á næstu 18 dögum? ÞRIÐJUNGUR þing-manna í Írak verður konur samkvæmt úrslitum kosning-anna. Hlutfall þeirra er 31% en það er örlítið hærra en hlutfall kvenna á Alþingi Íslendinga. Í kosning-unum í Írak var það krafa að fjórði hver fram-bjóðandi á framboðs-listum yrði kona. Sjítar sigruðu Sjíta-múslimar unnu kosningarnar. Þeir hafa í áratugi lotið stjórn súnní-múslima. Kjörsókn var tæplega 60% en hún var mjög slök í héruðum súnníta. Þetta er í fyrsta sinn í 1.000 ár sem sjítar verða ráðandi afl í araba-ríki. Þá vantar engu að síður mikið upp á að ná tveimur þriðju hlutum þing-sæta en það er nauðsyn-legt til að geta komið stórum ákvörðunum í gegn. Kúrdar eru í lykil-stöðu á þinginu. Þeir hafa krafist þess að forseti eða forsætis-ráðherra verði úr þeirra röðum. Margir óttast að klofningur írösku þjóðarinnar magnist vegna úrslitanna. Konur þriðjungur þingmanna Reuters Konur skipa þriðjung þing-sæta í Írak. VALDÍS Óskarsdóttir hlaut BAFTA-verðlaun fyrir klippingu á myndinni Eternal Sunshine of the Spotless Mind. Verðlaunin eru veitt í Bretlandi. Þetta eru ein virtustu verðlaun sem Íslendingur hefur fengið á sviði kvikmynda-framleiðslu. Valdís átti alls ekki von á verð-laununum og var ekki einu sinni tilbúin með þakkar-ræðu. Hún segir að hún hafi verið viss um að bresk mynd ynni verð-launin. Valdís er þessa dagana að semja um næsta verkefni. Hún segir að hand-ritið sé gott og að hún hafi aðeins áhuga á að vinna með góð handrit. Valdís hlaut BAFTA-verðlaun Valdís gerir það gott í kvikmynda-bransanum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.