Morgunblaðið - 01.04.2005, Síða 9

Morgunblaðið - 01.04.2005, Síða 9
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. APRÍL 2005 9 FRÉTTIR Opið virka daga frá kl. 10-18 laugardaga frá kl. 10-16 • Engjateigi 5 • Sími 581 2141 Ný sportleg lína í rauðu, hvítu og bláu Sokkabuxur bolir sundbolir Ný sending af silkisjölum töskum og skarti Laugavegi 80 sími 561 1330 li li i f il i j l i Síðumúla 3 Skálastærðir B-FF undirföt fyrir konur Hverafold 1-3 • Foldatorgi Grafarvogi • Sími 577 4949 Opnunartími mán.-fös. kl. 11-18 & lau. kl. 11-14 l l i i í i Kápa kr. 9.900 Kringlunni - sími 568 1822 20% afsláttur af öllum bolum á Kringlukasti Svörtu teinóttu buxurnar frá PAS eru komnar Eddufelli 2 Bæjarlind 6 s. 557 1730 s. 554 7030 Opið mán.—fös. frá kl. 10—18 lau. kl. 10—16 AFNOTADEILD Ríkisútvarpsins sendi nú eftir páska út tæplega fimm þúsund bréf vegna vanskila á afnota- gjöldum, samtals upp á rúmlega 113 milljónir króna. Aðspurður segir Bjarni Pétur Magnússon, deildar- stjóri afnotadeildar, að allur gangur sé á því um hvaða upphæðir er að ræða, en tekur fram að hann megi ekki tjá sig um einstakar skuldir og geti því ekki nefnt á hvaða bili skuld- irnar eru hjá þeim sem mest skulda. Sé fjölda skuldara deilt upp í heild- arskuldina má gera ráð fyrir að að meðaltali skuldi hver rúm 23 þúsund krónur. Þar að auki eru, að sögn Bjarna, í kringum 200 milljónir nú þegar í lögfræðiinnheimtu, þannig að samtals eru rúmar 300 milljónir króna í vanskilum í dag. Að sögn Bjarna er deildinni sam- kvæmt lögum heimilt að gera sjón- varpstæki þeirra sem skulda upptæk. „Hins vegar eru sjónvarpstæki í dag orðin það lítils virði að þau mæta oft hvorki kostnaði né kröfunni,“ segir Bjarni og bendir á að farið sé með kröfur sem séu í lögfræðiinnheimtu eins og aðrar kröfur, sem þýðir að hægt er að gera fjarnám í einhverju öðru verðmæti skuldanda, s.s. bifreið viðkomandi. Einstaklingsins að sanna tækjaleysi sitt Spurður hvort mikið sé um ágrein- ingsmál vegna tækjaeignar svarar Bjarni því neitandi. Segir hann fá dæmi þess að fólk geri athugasemdir við skráningu tækja þegar farið hefur verið eftir söluskýrslum, þó auðvitað geti alltaf orðið einhver mistök í þeim skýrslum sem séu þá eðlilega leiðrétt. „Hins vegar koma upp tilfelli í tækja- leit hjá okkur þar sem viðkomandi hefur ekki sannað tækisleysi fyrir tækjaleitarfólki okkar. Ef við teljum fullvíst að tæki sé að finna á heimilinu þá skráum við það. Hafi viðkomandi samband við okkur þá tökum við at- hugasemdina til greina en sendum viðkomandi bréf þar sem við bendum honum á að það verði aftur komið til hans í tækjaleit og hann beðinn vin- samlegast um að taka vel á móti okk- ar fólki og sanna fyrir því að ekkert tæki sé á heimilinu. Gangi það eftir að viðkomandi leyfi okkar tækjaleitar- fólki að ganga úr skugga um að ekk- ert tæki sé þá er það gott og gilt,“ segir Bjarni og tekur fram að verði viðkomandi ekki við beiðninni þá sé það samkvæmt áliti umboðsmanns Alþingis dómstóla að meta og þá er það ekki afnotadeildarinnar að sanna tækjaeignina heldur verði viðkom- andi að sanna að hann eigi ekki tæki. Sé skuld ekki haldið við fyrnist hún á þeim tíma sem lög gera ráð fyrir, en að sögn Bjarna er afnotagjaldaskuld- um haldið við þó vitanlega þurfi alltaf að afskrifa einhvern hluta þeirra. Eins og nýframlagt frumvarp menntamálaráðherra um Ríkisút- varpið er, verði það að lögum, þá er gert ráð fyrir því að Ríkisútvarpið sf. muni halda kröfum vegna van- greiddra afnotagjalda til streitu í a.m.k. þrjú ár. „Og ugglaust munu lögfræðingar halda þeim til streitu lengur þó svo að deildin sjálf verði lögð niður,“ segir Bjarni og bendir á að allt sé þetta þó háð því hvernig lög- in muni á endanum líta út. Rúmar 300 milljónir í van- skilum vegna afnotagjalda Eftir Silju Björk Huldudóttur silja@mbl.is ÍSLENDINGAR og aðrar EFTA- þjóðir verða virkir þátttakendur í nýrri Evrópustofnun um net- og upplýsingaöryggi sem er að taka til starfa að því er fram kemur í frétt frá Póst- og fjarskiptastofn- un. Enskt heiti stofnunarinnar er European Network and Inform- ation Security Agency, ENISA. Hlutverk stofnunarinnar er að tryggja öryggi í netþjónustu og gagnaflutningum á Evrópska efna- hagssvæðinu, samræma lög og reglur og veita stjórnvöldum, stofnunum og fyrirtækjum sér- fræðiráðgjöf. Ríkisstjórn Íslands samþykkti að tillögu samgöngu- ráðherra aðild að ENISA í mars í fyrra og í byrjun þessa árs tókust samningar um að EFTA-ríkin fengju fulltrúa í stjórn stofnunar- innar. Í frétt Póst- og fjarskipta- stofnunar kemur fram að brýnt sé að EFTA-ríkin taki þátt í þessu samstarfi. Sé það ekki síst knýj- andi nauðsyn fyrir Íslendinga sem samkvæmt alþjóðlegum könnunum standi flestum þjóðum framar í að nýta sér tölvu- og upplýsinga- tækni. Megináherslan verður á þessu ári lögð á að skipuleggja starfið til frambúðar og verða 44 starfsmenn ráðnir, flestir í þessum mánuði. Stefnt er að því að starfsemin verði komin í fullan gang síðla árs. Íslendingar aðilar að nýrri Evrópustofnun Fréttir í tölvupósti FLUGSTÖÐ Leifs Eiríkssonar kemur vel út í nýrri könnun á bestu flugvöllum heims, sem Al- þjóðasamband flugfélaga (IATA) og Alþjóðasamtök flugvalla (ACI) gerðu meðal 65 þúsund flugvall- arfarþega á 40 alþjóðaflugvöllum. Samkvæmt könnuninni er Leifs- stöð í þriðja sæti yfir bestu flug- velli heims með undir 5 milljónir farþega á ári. Halifax-flugvöllur er í fyrsta sæti í sama stærðarflokki og alþjóðaflugvöllurinn á Möltu í öðru sæti. Bestu flugvellir heims, óháð stærð, eru allir í Asíu, bestur þykir að mati farþega flugvöll- urinn í Hong Kong, þá Seoul og Singapore er í þriðja sæti. Besti flugvöllur Ameríkuálfa er í Halifax, bestur í Evrópu er Kastrupflugvöllur í Kaupmanna- höfn, þá flugvöllurinn í Helsinki (Vantaa-flugvöllur) og í Aþenu. Í Asíu er Hong Kong flugvöllur bestur, sem fyrr segir, og í Afríku og Mið-Austurlöndum er flugvöll- urinn í Dubai í fyrsta sæti, þá Höfðaborg og loks í Durban. Leifsstöð verði í hópi þeirra fremstu Ef litið er til stærðar flugvalla er Helsinki í fyrsta sæti flugvalla með 5–15 milljónir gesta á ári, Seoul í fyrsta sæti flugvalla með 15–25 milljónir gesta og Hong Kong bestur í flokki stærstu flug- vallanna, með yfir 25 milljónir gesta á ári. Hrönn Ingólfsdóttir, for- stöðumaður markaðssviðs Leifs- stöðvar, segir könnunina benda til að Leifsstöð sé á réttri leið og að framtíðarsýn forsvarsmanna flug- stöðvarinnar sé að hún verði í hópi þeirra fremstu í heimi. Þess má geta að verðlaun eru veitt þeim flugstöðvum sem þykja skara fram úr í könnuninni. Leifsstöð í 3. sæti yfir bestu flugvelli í sínum flokki Morgunblaðið/Billi

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.