Morgunblaðið - 01.04.2005, Page 26
26 FÖSTUDAGUR 1. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ
MINNSTAÐUR
AKUREYRI
HÓPUR 200 menntaskólakrakka
víðs vegar að af landinu mun í sumar
vinna ýmis störf í þágu umhverfisins
og ferðamála um land allt á vegum
Landsvirkjunar. Þegar hefur nokk-
ur fjöldi félagasamtaka og sveitarfé-
laga óskað eftir samstarfi um verk-
efni af þessu tagi sem unnið verður
að í sumar.
Aðaláherslan hjá þessum vinnu-
hópum verður á nágrenni aflstöðva
Landsvirkjunar, t.d. við Blöndu,
Kröflu og víðar, segir Ragnheiður
Ólafsdóttir, umhverfisstjóri Lands-
virkjunar. Fyrirkomulagið í ár verð-
ur svipað og það hefur verið und-
anfarin ár, og eins og alltaf er
reiknað með mikilli ásókn ungs fólks
í störfin.
Við hverja af aflstöðvunum verður
10–30 manna vinnuhópur sem hefur
það verkefni að fegra umhverfið í
nánd við virkjunina, en fer einnig út
fyrir svæðið til þess að hreinsa rusl,
gróðursetja tré, hreinsa girðingar
og leggja göngustíga. Einnig verður
u.þ.b. 40 manna hópur í Reykjavík
sem sér um slík verkefni á höfuð-
borgarsvæðinu. Hóparnir sjá einnig
um að þrífa virkjunarhúsin að utan
jafnt sem innan.
„Þetta eru störf sem væru annars
ekki unnin, nema af t.d. frjálsum fé-
lagasamtökum. Það eru engin sveit-
arfélög sem ber skylda til að leggja í
kostnað vegna þessara verkefna
þannig að við erum ekki að keppa við
atvinnustarfsemi,“ segir Ragnheið-
ur.
Landsvirkjun hefur staðið fyrir
svona vinnuhópum í fjölda ára, en
undanfarin fjögur ár hefur samstarf
við ýmis félagasamtök, stofnanir og
sveitarfélög verið fært í formlegan
búning, og geta áhugasamir sótt um
að fá slíka vinnuhópa til einstakra
verkefna. Ragnheiður segir að vel
hafi gengið að fá áhugasama aðila til
samstarfs, en umsóknarfrestur fyrir
komandi sumar sé um það bil að
renna út. Vinnuhóparnir hefja störf í
byrjun júní og er unnið þar til skól-
arnir byrja aftur um haustið, þó að
krakkarnir taki allir eitthvert sum-
arfrí á þessum tíma.
Hefð fyrir samvinnu
við sveitarfélögin
Spurð um tilkomu þess að Lands-
virkjun sinnir þessum störfum fyrir
aðra en sjálfa sig segir Ragnheiður
það eiga sér langa sögu. „Lands-
virkjun hefur alltaf lagt mikinn
metnað í að hafa hreint og fínt í
kringum sig. Það hefur orðið hefð á
þessum vinnusvæðum okkar að það
hefur verið viss samvinna við sveit-
arfélögin. Svo þróaðist þetta í ár-
anna rás, og komst ef til vill í of fast-
ar skorður þar sem sumir fengu
alltaf aðstoð en aðrir aldrei. Þá datt
okkur þetta í hug, að það væri best
að auglýsa eftir samstarfsaðilum og
gefa öllum kost á að sækja um. Nú
fer öll samvinna af þessu tagi í gegn-
um það kerfi, þá sitja allir við sama
borð og fleiri hafa tækifæri til að
taka þátt.“
Kostnaður Landsvirkjunar við að
halda úti þessum vinnuhópum er í
kringum 100 milljónir króna á
hverju sumri, að sögn Ragnheiðar.
Af því má reikna með að 30 milljónir
fari í annað en viðhald og fegrun á
eignum Landsvirkjunar eða í ná-
grenni við þær. Ragnheiður segir að
bæði séu önnur verkefni sem hóp-
arnir sinna þörf verk, en einnig sé
það tilbreyting fyrir krakkana að
gera eitthvað fjarri sínum venjulegu
starfstöðum.
Vel gengur að fá sveitarfélög og félagasamtök til samstarfs um störf í þágu umhverfis- og ferðamála
Ungt fólk sækir mjög í að komast í störfin
Umhverfisstörf Hópar ungmenna verða að störfum víða um landið í sumar við að fegra umhverfið.
Eftir Brján Jónasson
brjann@mbl.is
ÞAÐ þykir greinilega eftirsóknarvert að komast í
sumarvinnuhópana hjá Landsvirkjun, því sömu
krakkarnir koma yfirleitt sumar eftir sumar þar til
þeir eru komnir á tvítugsaldurinn, en krakkar eldri
en 20 ára fá ekki starf í hópunum, segir Ólafur Árni
Traustason, sumarvinnuverkstjóri hjá Landsvirkjun.
Ólafur hefur verið verkstjóri yfir hópnum sem
staðsettur er í Reykjavík frá 1998, og hefur að jafn-
aði um 50 krakka undir sinni stjórn. „Þetta er um-
hverfishópur, við erum í því að taka til í umhverfinu,
og bæta það.“ Hann segir almennt góðan róm gerðan
af störfum hópsins, en hann hefur t.d. gróðursett fyr-
ir skógræktarfélög á höfuðborgarsvæðinu, lagt og
lagað göngustíga, hreinsað rusl úr girðingum o.fl.
„Krakkarnir virðast mjög ánægðir með að vinna
við þetta, þau koma yfirleitt öll aftur ár eftir ár og
verða sáralítil afföll. Það er heldur að það sé erfitt að
losna við þau, þau fá að vera hér árið sem þau verða
tvítug en ekki eftir það,“ segir Ólafur.
Hópar undir stjórn Ólafs hafa unnið fyrir ýmis
sveitarfélög og félagasamtök víða um land, þó að þeir
hafi verið með höfuðstöðvar í Reykjavík. Skógrækt-
arfélög á höfuðborgarsvæðinu hafa notið krafta
þeirra, og lagðir hafa verið ófáir kílómetrar af
göngustígum, t.d. í Esjuhlíðum og á Hrútey í Blöndu.
Lítill hópur elstu krakkanna hefur einmitt verið í sér-
stökum ferðahóp, sem hefur farið út um allt land til
að vinna verkefni.
Krakkarnir koma ár eftir ár
Sorpurðun | Á fundi bæjarráðs í gær var
tekin fyrir að nýju ályktun fulltrúa aðild-
arsveitarfélaga og stjórnar Sorpeyðingar
Eyjafjarðar bs., sem samþykkt var á fundi
hinn 9. mars sl. en málið var áður á dagskrá
bæjarráðs 17. mars sl. Bæjarráð samþykkti
að Sorpeyðing Eyjafjarðar bs. fái til afnota
hluta jarðarinnar Skjaldarvíkur í Hörg-
árbyggð fyrir urðunarstað úrgangs og jarð-
gerðarstöð. Samþykkt þessi felur í sér að
Sorpeyðing Eyjafjarðar bs. getur þegar
hafist handa við forrannsóknir, öflun tilskil-
inna leyfa og nauðsynlegra skipulagsbreyt-
inga vegna fyrirhugaðra framkvæmda.
Bæjarstjóra var falin gerð nauðsynlegra
samninga af hálfu Akureyrarbæjar vegna
samþykktarinnar.
Borgarspjall | Dr. Rögnvaldur Hann-
esson flytur erindi sem nefnist: „Loftslags-
breytingar og áhrif þeirra á fiskistofna í
NA-Atlantshafi“ í Borgarspjalli auðlinda-
deildar Háskólans á Akureyri í dag, föstu-
daginn 1. apríl, kl. 12.
Spjallið fer fram á 2. hæð (við kaffiteríu) í
rannsóknarhúsinu Borgum.
Velferðarkerfið | Er velferðarkerfið í
hættu? Hvað er til ráða? Um það verður
fjallað á fundi sem haldinn verður í dag,
föstudaginn 1. apríl, frá kl. 18 til 20 í Deigl-
unni. Rannveig Guðmundsdóttir, forseti
Norðurlandaráðs, mun opna fundinn. Fyr-
irlesarar eru Ingibjörg Sólrún Gísladóttir:
Velferðin – klisja eða veruleiki? og Sigrún
Björk Jakobsdóttir: Velferð á Akureyri.
Norræna ráðherranefndin og Norð-
urlandaráð, í samvinnu við Norrænu upp-
lýsingaskrifstofuna á Akureyri, efna til
fundarins.
LANDIÐ
Víkingahátíð | Á fundi bæjarráðs var tekið
fyrir erindi frá Þórhalli Arnórssyni, Pétri Þ.
Gunnarssyni og Valmundi P. Árnasyni, þar
sem þeir óska eftir að Akureyrarbær styrki
framkvæmd alþjóðlegrar víkingahátíðar sem
haldin verður á Akureyri dagana 24.–26. júní
nk. um eina milljón króna. Bæjarráð sam-
þykkti styrk að upphæð 400.000 kr. af styrk-
veitingum bæjarráðs.
Þetta er svolítið skrýtin til-finning, ég trúi þessueiginlega ekki sjálfur,“segir Sævar Hall-
grímsson kjötiðnaðarmaður á síð-
asta vinnudegi sínum hjá Norð-
lenska sem var í gær, en hann
hefur starfað í greininni í hálfa öld.
„Strákarnir voru að gantast með
það að líklega myndi ég bara mæta
í vinnuna í dag, svona af gömlum
vana.“
Sævar fæddist á Siglufirði og
ólst þar upp, en hleypti heimdrag-
anum 17 ára gamall, vorið 1955
þegar hann flutti til Akureyrar þar
sem hann hafði komist á samning
hjá Kjötiðnaðarstöð KEA en hún
var þá í Kaupvangsstræti, Gilinu
svonefnda. Sævar hafði kynnst
kjötiðnaði heima á Sigló, starfað
við það um tíma og var ákveðinn í
að læra eitthvað, „smíðar kannski,
en þetta var niðurstaðan,“ segir
hann og sér alls ekki eftir að hafa
valið kjötiðnina.
Fyrsta sumarið var hann mest í
að verka rjúpur, miklar birgðir
voru til af þeim ágæta fugli hjá
KEA á þessum tíma og eins nefndi
Sævar að meðal fyrstu verka hans
í náminu hafi verið að vinna saltað
lambakjöt sem félagið hafði keypt í
miklu magni frá Noregi.
Sævar hefur víða komið við á
sínum ferli, lærði hjá KEA og tók
svo við kjötborði í Nýju kjötbúð-
inni sem þá var og hét og sá um
af því að ferðast,“ segir hann, en að
auki mun hann leggja Bautamönn-
um lið af og til við ýmis tilfallandi
verkefni, þannig að starfsdeginum
virðist langt í frá lokið. „Maður er í
þokkalegu formi,“ bætir hann við
enda spilar hann badminton við fé-
laga sína tvisvar í viku í íþrótta-
húsinu í Laugagötu líkt og hann
hefur gert síðastliðin 40 ár.
af skornum skammti, kjötfars var
sívinsælt, bjúgu og pylsur. Svína-
kjöt sást ekki nema rétt fyrir jólin
og kjúklingar ekki komnir til sög-
unnar.
„Ég hefði ekki viljað skipta,
þetta var starfsvettvangur sem
hentaði mér ágætlega,“ segir Sæv-
ar sem nú horfir fram á að geta
lagst í ferðalög, „alltaf haft gaman
það í nokkur ár en eftir það lá leið-
in heim í bílskúr. „Ég kom mér
upp aðstöðu heima, var mikið í því
að úrbeina og salta hrossakjöt,
maður var að kaupa þetta allt upp í
100 hross úr Skagafirði á ári. Þetta
var vinsælt kjöt í þá daga,“ segir
Sævar en hann rak jafnframt
verslun í tengslum við starfsemi
sína. Hann stofnaði svo verslunina
Kjörbúð Sævars og Bjarna ásamt
félaga sínum, Bjarna Bjarnasyni,
Bjarna Mogga sem kallaður var.
Eftir það tók hann að sér að
byggja upp öfluga kjötvinnslu á
Svalbarðseyri, hjá Kaupfélaginu
þar, en m.a. var þá sett upp heil-
mikil verksmiðja sem framleiddi
franskar kartöflur, sú fyrsta sinn-
ar tegundar í landinu. „Þetta varð
gífurleg framleiðsla á tímabili,“
segir Sævar, sem enn venti kvæði
sínu í kross og keypti hlut í Baut-
anum og hóf störf hjá Bauta-
búrinu. Nú hin síðari ár hefur
hann svo starfað hjá Norðlenska.
„Ég hef séð um allt krydd á grill-
kjöt og pökkun,“ segir hann er
samstarfsmaður hann nefndi í
framhjáhlaupi að kryddblöndur
hefðu verið nefndar í höfuðið á
honum.
Sævar segir miklar breytingar
hafa orðið í kjötiðnaði á þeirri
hálfu öld sem hann hefði starfað
við greinina.
Fjölbreytnin ráði nú ríkjum og
af sem áður var að hangikjöt,
rúllupylsa og lifrarkæfa væri eina
áleggið í boði eða svo gott sem.
Unnar kjötvörur voru líka frekar
Sævar Hallgrímsson hættir í kjötinu eftir hálfa öld í iðninni
Starfið hentaði mér ágætlega
og ég hefði ekki viljað skipta um
Morgunblaðið/Kristján
Síðasti starfsdagurinn Sævar Hallgrímsson við vinnu sína hjá Norð-
lenska síðasta starfsdaginn. Þarna er Sævar með kjöt merkt Bauta-
búrinu en það nafn hefur fylgt honum lengi.
Eftir Margréti Þóru Þórsdóttur
maggath@mbl.is