Morgunblaðið - 01.04.2005, Síða 30
30 FÖSTUDAGUR 1. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ
DAGLEGT LÍF
Ólafur Kjartan segir uppá-halds veitingastaðinn Lightof Nepal vera staðsettan í
Hammersmith í London og þar er
framreiddur nepalskur og ind-
verskur matur. „Þarna hefur ekki
verið bruðlað í yfirbyggingu eða
hégóma og eiginlega er staðurinn
dásamlega hallærislegur, en þeim
mun meira er lagt í það sem öllu
máli skiptir, matinn sjálfan. Ég hef
aldrei orðið fyrir vonbrigðum með
matinn í þau tuttugu og fjögur ár
sem ég hef borðað reglulega hjá
vinum mínum á Light of Nepal, og
það segir allt sem segja þarf.“
Vínilplötur örlagavaldur
Ólafur Kjartan kom fyrst inn á
þennan stað þegar hann var 12
ára, þá í fylgd föður síns, Didda
fiðlu. „Þetta er allt LP-plötum að
þakka, því að á þessum árum, í
kringum 1980, þurfti pabbi að fara
til London nokkrum sinnum á ári
til að láta skera vínilplötur sem
hann sá um upptökur á. Hann átti
góða vini í upptökubransanum úti í
London og þeirra á meðal var
Geoff Calver sem fullyrti við pabba
að hann hefði farið á alla indverska
matsölustaði í London og að eng-
inn þeirra tæki Light of Nepal
fram og hann bætti því við að
þetta væri sennilega besti ind-
verski matsölustaður í öllum heim-
inum. Og til að sanna mál sitt fór
hann með pabba þangað og eftir
þessa fyrstu máltíð var ekki aftur
snúið. Pabbi gerðist einn af fasta-
gestum og fjölskyldan hefur haldið
tryggð við staðinn allar götur síð-
an.“
„Son of Mister Dídí“
Light of Nepal er fjölskyldurek-
ið fyrirtæki og þar matreiða nep-
alskir bræður enn í dag sem það
gerðu árið 1977 þegar staðurinn
var opnaður. „Allir í fjölskyldunni
eru orðnir miklir vinir okkar og
taka okkur ævinlega fagnandi og
krefjast þess að við komum inn í
eldhús til að knúsa alla og kyssa
þegar við komum til þeirra. Og ég
er alltaf kallaður „son of mister
Dídí“ því þeir eiga erfitt með að
segja Diddi. Við höfum haldið upp
á margan stórviðburðinn þarna,
bæði afmæli og annað og alltaf
fengið ótrúlegar móttökur. Við tók-
um líka stundum með okkur heim
til Íslands fullar fötur af „take
away“-réttum frá þeim og það var
gaman í tollinum hér heima þegar
verðirnir opnuðu föturnar til að
kanna innihaldið,“ segir Ólafur
Kjartan og bætir við að á þessum
árum hafi ekki verið hægt að fá
indversk krydd á Íslandi, hvað þá
indverskan mat.
Þarf ekki að vera logandi víti
Ólafur Kjartan segir að hjá
Bretum sé það að borða indversk-
an mat þó nokkuð tengt djamminu.
„Af því að barirnir eru lokaðir
klukkan ellefu en indversku veit-
ingastaðirnir hafa opið fram á nótt.
Því hefur það verið siður hjá Eng-
lendingum í áratugi að fara mjög
seint á kvöldin út og fá sér
„curry“, af því að fólk fær ekki af-
greiddan bjór á þessum stöðum
nema það kaupi sér mat. Og þá
þykir frekar svalt að borða sem
sterkastan mat og viðmiðið er að
hann á bæði að brenna þegar hann
fer inn í þig og hann á líka að
brenna þegar hann kveður þig. Því
hefur indverskur matur á sér það
orð að vera óbærilega sterkur. Eft-
ir að hafa kynnst indverskri og
nepalskri matargerð á Light of
Nepal, þá komst ég að því að slík-
ur matur þarf ekki endilega að
vera svo sterkur að hann kalli
fram svita og vanlíðan. Vissulega
er hægt að fá mjög sterkan mat
þarna en þeim tekst alltaf að láta
bragðið njóta sín, sterkjan ríkir
aldrei ein. Maturinn hjá þeim er
ótrúlega blæbrigðaríkur og við höf-
um farið þarna að borða með börn-
in okkar alveg frá því þau voru
pínulítil og þau fá alltaf eitthvað
við sitt hæfi. Þannig að þetta er
líka mjög fjölskylduvænn staður og
auk þess í ódýrari kantinum og op-
inn alla daga vikunnar.“
Lostafullur laukur
Ólafi Kjartani finnst notalegt að
hafa þennan fasta punkt í London
til að heimsækja, þegar hann á leið
um borgina. „Light of Nepal skip-
ar mjög sérstakan sess hjá fjöl-
skyldu minni vegna þeirra per-
sónulegu tengsla sem myndast
hafa. Þegar við erum þarna með
pabba þá er hann kóngurinn, það
fer ekkert á milli mála, enda segja
eigendurnir að tveir uppáhalds
fastakúnnar þeirra séu Vanessa
Redgrave og Mister Dídí from Ice-
land,“ segir Ólafur og rifjar upp
ógleymanlegan atburð frá Light of
Nepal. „Við vorum einhverju sinni
að borða þarna og kóngurinn pabbi
sá auðvitað um að panta fyrir okk-
ur. Hann byrjaði á að panta for-
rétti og síðan „main courses“ eða
aðalrétti, en svo datt honum
skyndilega í hug að panta djúp-
steiktan lauk á milli rétta eða
„between courses“, og honum varð
einhver fótaskortur á tungunni því
hann sagði: „Could I have an
Onion Bahji for intercourse,“ sem
útleggst á íslensku: Væri í lagi að
ég hefði samfarir við djúpsteiktan
lauk. Pabbi áttaði sig ekki strax á
hvað hann hefði sagt og aumingja
þjónninn varð grænn í framan af
vandræðagangi yfir þessu og
reyndi allt hvað hann gat til að
halda andlitinu en við hnigum nán-
ast í gólfið af hlátri.“
Að lokum hvetur Ólafur Kjartan
alla sem fara að borða á Light of
Nepal til að skila kveðju frá Mister
Dídí from Iceland, því það er ávís-
un á einstaklega góða þjónustu og
dásamlega góðan mat.
Besti matur í heimi
hjá ljósinu í Nepal
FERÐALÖG
Ólafur Kjartan Sigurð-
arson stórsöngvari er
mikill matmaður og í
hans huga er einn mat-
sölustaður öðrum fremri
í veröld víðri. Kristín
Heiða Kristinsdóttir
heimsótti lystuga bari-
tóninn og fékk að heyra
sögur af lostafullum
lauk og ýmsu öðru frá
nepalska veitingastaðn-
um Light of Nepal.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Matgæðingurinn Ólafur Kjartan hampar hér matseðli frá Light of Nepal.
Morgunblaðið/Ómar
Ólafi Kjartani finnst notalegt að heimsækja veitingahúsið Light of Nepal
þegar hann á leið um London.
Light og Nepal
268 King Street
Hammersmith
London W6 0SP
www.lightofnepal.co.uk
khk@mbl.is
Í ATHUGUN sem Samkeppnisstofnun gerði nú fyrir
páska hjá 166 tannlæknum á höfuðborgarsvæðinu
sýndi það sig að 39,1% þeirra voru með útdrátt úr
gjaldskrá á biðstofu sinni.
Í september á liðnu ári tóku gildi reglur Samkeppn-
isstofnunar um verðupplýsingar á þjónustu tann-
lækna. Reglunum er meðal annars ætlað að bæta upp-
lýsingar til neytenda og auðvelda verðsamanburð.
Samkvæmt samkeppnislögum ber tannlæknum að
hafa uppi gjaldskrá, bæði inni á tannlæknastofu sem
sýni verð á öllum aðgerðarliðum sem framkvæmdir
eru hjá tannlækni sem og útdrátt úr gjaldskránni á
biðstofu þar sem greint er frá verði á helstu gjald-
liðum. Í reglunum er einnig ákvæði um að tann-
læknar geri skriflega áætlun um heildarkostnað ef
ætla má að tannmeðferð kosti yfir 100 þúsund krónur.
Þá þurfa tannlæknar að afhenda neytanda sundur-
liðaðan reikning í samræmi við gjaldskrá þannig að
neytandinn geti á auðveldan hátt séð hvaða meðferð
hefur verið framkvæmd.
Samkvæmt fyrri könnunum Samkeppnisstofnunar,
þ.e. áður en fyrrgreindar reglur tóku gildi, heyrði
birting gjaldskrár á biðstofu tannlæknis til undan-
tekningar. Samkvæmt upplýsingum frá Kristínu Fær-
seth deildarstjóra hjá Samkeppnisstofnun vantar þó
enn töluvert upp á að tannlæknar fylgi þeim lögum
sem í gildi eru því einungis tæplega 40% þeirra fara
eftir þeim reglum sem settar hafa verið. Samkeppn-
isstofnun telur þessa niðurstöðu óviðunandi gagnvart
neytendum og hvetur því tannlækna til að framfylgja
settum reglum svo komist verði hjá því að beita við-
urlögum.
Aðeins 40%
tannlækna með
gjaldskrá á biðstofu
NEYTENDUR
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson