Morgunblaðið - 01.04.2005, Page 42
42 FÖSTUDAGUR 1. APRÍL 2005 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Eyvindur Jónas-son fæddist í
Stardal í Kjalarnes-
hreppi 30. desember
1930. Hann lést á
LSH í Fossvogi föstu-
daginn 25. mars síð-
astliðinn. Foreldrar
hans voru Jónas
Magnússon bóndi og
vegaverkstjóri í Star-
dal, f. í Úthlíð í Bisk-
upstungum 24. júlí
1890, d. 20. ágúst
1970, og Kristrún Ey-
vindsdóttir húsfreyja
í Stardal, f. í Úthlíð í
Biskupstungum 11. apríl 1895, d.
20. mars 1974. Systkini Eyvindar
eru: Egill, f. 14. september 1926,
Magnús, f. 11. mars 1928, og hálf-
systir Ágústa, f. 8. mars 1915, d.
25. maí 1972.
Eyvindur kvæntist hinn 9. nóv-
ember 1979 Auði Valdísi Guð-
mundsdóttur, f. 19. júní 1943. For-
eldrar hennar voru Guðmundur
Einarsson myndlistarmaður frá
Miðdal, f. 5. ágúst 1895, d. 23. maí
1963, og Lydía Pálsdóttir leir-
kerasmiður í Reykjavík, f. 7. jan-
úar 1911 í Þýskalandi, d. 6. janúar
2000. Eyvindur og Auður eignuð-
ust eina dóttur, Katrínu Björk,
maki Guðjón Axel Guðjónsson.
Dætur þeirra eru Sandra Dögg og
Thelma Rún. Upp-
eldisdætur Eyvindar
eru: 1) Lydía Guð-
rún, sambýlismaður
Sigvaldi Árnason.
Börn hennar Úlfur
Örn og Ragnheiður
Dís. 2) Bryndís
Theresía, maki Sæ-
mundur Guðmunds-
son. Börn þeirra eru
Sólrún, Guðmundur
Snær og Hlynur. 3)
Kristrún Ýr, maki
Loftur Þorsteinsson.
Barn þeirra er Kar-
en Lilja.
Eyvindur er fæddur og uppal-
inn í Stardal í Kjalarneshreppi.
Að loknu fullnaðarprófi frá
barnaskólanum að Klébergi í
Kjalarneshreppi fór hann í
íþróttaskólann í Haukadal í Bisk-
upstungum en lauk síðar prófi frá
Búnaðarskólanum á Hvanneyri
árið 1952. Eyvindur vann við
sveitastörf í heimahögum til árs-
ins 1953 en hóf störf hjá Vegagerð
ríkisins árið 1954 og gegndi starfi
rekstrarstjóra í Reykjanesum-
dæmi til ársins 2000. Eyvindur
var félagi í Karlakór Reykjavíkur
frá 1967 til æviloka.
Útför Eyvindar verður gerð frá
Háteigskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 15.
Elsku pabbi minn. Ég þakka þér
fyrir allar góðu stundirnar sem við
áttum saman. Það var erfitt að þurfa
að kveðja þig því ég hefði gjarnan
viljað eiga meiri tíma með þér og að
stelpurnar mínar hefðu fengið að
upplifa þig eins og ég gerði sem
barn. Ég sakna þín sárt og finnst
hálftómlegt án þín, en við fáum
þessu ekki stjórnað. Minningin um
þig mun alltaf lifa í hjarta okkar.
Hvíldu nú rótt.
Þín dóttir
Katrín.
Kallið er komið,
komin er nú stundin,
vinaskilnaðar viðkvæm stund.
Vinirnir kveðja
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn síðsta blund.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem.)
Guð blessi þig og varðveiti, elsku
pabbi.
Bryndís, Sæmundur,
Kristrún og Loftur.
Einhver fyrsta og indælasta
minning æskunnar var sú að kominn
væri nýr bróðir í heiminn – hann
varð brátt augasteinn allra, ekki ein-
ungis systkina og foreldra, heldur
heimilisfólksins alls sem mátti vart
af honum líta og ýttist á um að mega
hafa hann hjá sér við störf væri það
hægt.
Seinna tóku við samvistir og störf
æsku- og þroskaáranna og lágu ým-
ist samleiðis eða sundurleiðis eins og
oft vill verða, stundum misserum
jafnvel árum saman, en þrátt fyrir
við værum að mörgu leyti eins ólíkir
að gerð og skapferli sem dagur og
nótt, varð aldrei hálft sundurþykk-
isorð okkar í millum og ótal gleði-
stundir áttu þessir strákar saman
við útivist, á ferðalögum og betri og
skemmtilegri veiðifélaga var erfitt
að hugsa sér.
Það er fornt spakmæli að ber sé
hver að baki nema bróður eigi og
engi hefur reynt sannleiksgildi
þeirra orða fremur en sá, á ögur-
stundum rysjóttra ævistunda, sem
átti drenglyndi og bróðurhug Eyva
að bakhjarli þegar mest við lá. Þessi
bræðraviðskipti skulu ekki borin hér
frekar á torg heldur fylgja hinstu
þakklætisorðum hérna megin grafar
og samúðarkveðju til hans nánustu
sem svo mikils nú hafa misst.
Egill J. Stardal.
Á lífsleiðinni hittir maður fyrir
góðmenni; gegnheila persónuleika
sem af stafar hæverska, orðheldni,
góðvild og trúmennska við verkefni.
Slíkir mannkostir eru ferskir í ver-
öld sem einkennist oft um of af bit-
urri samkeppni og ósvífni. Ekki fer
endilega mikið fyrir slíkum góð-
mennum en þeir setja mark sitt á
umhverfið. Sem betur fer.
Eyvindur Jónasson frá Stardal
var maður í þessum flokki. Hann var
einn af mörgum 20. aldar mönnum
sem ólust upp í sveit en gerðust
borgarbúar. Þeir bera með sér göm-
ul gildi sem mörg hver eru þekki-
legri og einlægari en sumt af því at-
læti við fólk sem fjölmenni og
atgangur borgarsamfélagsins veld-
ur. Reyndar var Eyvindur hreint
ekki gamaldags en hann sleit hvorki
tengslin við fortíð sína í sveitinni né
náttúruna sem hann hafði lært að
þekkja. Þekking hans og gott bóka-
safn með fróðleik og skáldskap bar
þess merki. Veiðiskapurinn með
stöng og byssu bar hvoru tveggja
frekara vitni. Ferðir um landið voru
falin ástríða sem bentu til hins sama.
Honum leið vel í sumarbústað hjá
niðandi Hvítá og honum lét vel að
nostra við gróður eða hús. Lágvax-
inn, lágmæltur, hægur í fasi og
bjartur yfirlitum féll hann vel að
myndinni af góðum manni með
gegnheil, mannleg gildi. Skemmti-
legur á góðri stund.
Eyvindur Jónasson var sonur
vegaverkstjóra og tengdist Vega-
gerðinni fyrir lífstíð, glöggur á leið-
ir, veður og hagsmuni náttúrunnar
ekki síður en fólksins. Hann varð
einn af svæðastjórnendum stofnun-
arinnar og ég hef á tilfinningunni að
hann hafi gegnt trúnaðarstöfum sín-
um í áratugi á þeim vettvangi, allt til
aldursbundinna starfsloka, af sömu
hæversku, alúð og trúmennsku og
einkenndi flest sem ég sjálfur reyndi
af hans hálfu sem mágur. Ástvinum
sínum reyndist hann vel.
Eyvindur var prýðilegur söng-
maður. Mjúka en býsna mikla ten-
órröddina nýtti hann með Karlakór
Reykjavíkur í fjöldamörg ár. Mig
grunar að hann hafi fengið útrás
fyrir tilfinningar í söngnum og þar
glitti stundum í kviku eða gleði sem
oftar en ekki var dulin. Eyvindur
ferðaðist mörgum sinnum með kórn-
um til útlanda og auðheyrt var að
hann langaði enn oftar út í heim,
jafnfróðleiksfús og forvitinn sem
hann var. En því miður entist hon-
um ekki heilsa og aldur til þess.
Við bræður og fjölskyldur okkar
kveðjum hann nú hinstu kveðju, við
úr Miðdalsfjölskyldunni hinum meg-
in Grímannsfellsins eins og segja
mætti í sveitinni, og sendum öllum
sem syrgja Eyvind Jónasson sam-
úðarkveðjur.
Ari Trausti Guðmundsson.
Látinn er hann Eyvindur frá
Stardal, mágur, svili, frændi og vin-
ur. Hans er sárt saknað. Leiðir okk-
ar lágu saman frá fyrstu kynnum á
Laugarteigi, þar sem allt lífið blasti
við og í Glæsibæ þar sem lífið lék í
lyndi þangað til erfiður sjúkdómur
tók völdin. Góðvild og hlýhugur ein-
kenndi Eyvind í samskiptum við
aðra. Traust og vandvirkni fylgdu
verkum hans, hvort sem var heima-
fyrir eða í starfi. Gestrisni var Ey-
vindi í blóð borin og hann höfðingi
heim að sækja. Eyvindur er því
kvaddur með sorg í hjarta og með
þakklæti fyrir frábær kynni, vin-
skap og skemmtilega samveru á lífs-
ins göngu sem nú er komin að leið-
arlokum:
Að lokum eftir langan þungan dag,
er leið þín öll. Þú sezt á stein við veginn,
og horfir skyggnum augum yfir sviðið
eitt andartak.
Og þú munt minnast þess,
að eitt sinn, eitt sinn endur fyrir löngu
lagðir þú upp frá þessum sama stað.
(Steinn Steinarr.)
Auði, Katrínu, Bryndísi, Krist-
rúnu, Lydíu og fjölskyldum sendum
við okkar hugheilustu samúðar-
kveðjur á þessum erfiðu stundum og
biðjum fyrir styrk þeim til handa.
Egill, Vigdís, Magnús og Arnar.
Á föstudaginn langa kvaddi þessa
jarðvist ástkær föðurbróðir minn
Eyvindur Jónasson frá Stardal, um-
dæmis- eða vegaverkstjóri, eða Eyvi
eins hann var gjarnan kallaður inn-
an fjölskyldunnar. Þótt missirinn sé
vissulega mikill og söknuðurinn sár,
þá er þetta að vissu leyti léttir líka.
Léttir að vita að nú sé hann loksins
laus úr viðjum illrar vanheilsu sem
hrjáð hefur þennan fyrrum hrausta
mann síðustu árin. Því þótt við
óneitanlega hefðum helst viljað fá að
hafa hann hjá okkur miklu lengur,
þá hafði hann lifað góðu lífi og sann-
arlega skilað hlutverki ævi sinnar
með sóma.
Hann Eyvi frændi var mér alveg
sérstaklega kær frá blautu barns-
beini og ég tengdist honum sterkum
böndum, sem aldrei rofnuðu þrátt
fyrir að ég hafi búið í annarri heims-
álfu á þrettánda ár.
Það var alltaf fastur liður að
heimsækja Eyva og eiga góðar
stundir með honum í hvert sinn sem
ég kom heim til Íslands, slík tengsl
geta engar fjarlægðir rofið. Þessi
sérstöku tengsl okkar á milli hafa ef
til vill myndast á sínum tíma vegna
þess hvað hann var einstakur mað-
ur, og fyrstu ár ævi minnar var ég
ekki bara yngst af okkur systkinum
en um leið yngsta barnabarnið í föð-
urfjölskyldunni. Eyvindur var þá
enn einhleypur og hélt heimili með
ömmu minni og afa, eftir að Magnús
bróðir hans tók við búskapnum í
Stardal.
Að sjálfsögðu komum við oft í
heimsókn til ömmu, afa og Eyva á
Laugarteignum og ef þannig stóð á
var ég líka gjarnan í pössun þar.
Eyvi var alveg einstaklega barn-
góður og sinnti bræðrabörnum sín-
um svo að það var ekki mikill vandi
fyrir lítið stelpuskott að vefja honum
um fingur sér og eins og þeim er
kannski títt, þá nýtti ég mér það
óspart. Herbergið/skrifstofan hans
Eyva var alltaf jafn spennandi heim-
ur og ég beið ævinlega spennt eftir
því að hann kæmi heim úr vinnunni,
svo við gætum til dæmis farið að
„reikna“ saman eða að bralla eitt-
hvað annað skemmtilegt. Eyvi átti
nefnilega nokkra stórmerkilega
gripi að mér fannst, til dæmis raf-
magnsreiknivél og ritvél og í stað
þess að banna manni að snerta hlut-
ina þá leyfði hann smákrakkanum
„afnot“ af þeim og kenndi hann mér
á þau og leyfði mér að leika mér svo-
lítið með þau undir sínu eftirliti.
Þetta fannst mér ekki lítið traust og
hafði mikið álit á frænda mínum fyr-
ir vikið. Hann lánaði mér stundum
líka lítið vasaútvarp sem hann átti
og fannst mér stórmerkilegt að
hann skyldi treysta mér fyrir slíkum
dýrgrip. Slík tæki voru ekki algeng í
þá daga og ég spígsporaði stolt með
ömmu minni út í búð með útvarpið í
vasanum og hlustaði með áfergju á
fréttir ef ekki vildi betur til. Ég gat
ekki brugðist traustinu hans Eyva
fyrir mitt litla líf og gætti þessa dýr-
grips eins og sjáaldurs auga míns.
Þannig má segja að hann kenndi
mér ungri verðuga lexíu. Það sem
hann entist líka oft í að „slást“ við
mig var alveg með ólíkindum og að
sjálfsögðu hafði ég ævinlega yfir-
höndina á endanum.
Hann sem sagt dekraði mig upp
úr skónum og hafði sérstakt lag á að
gefa gjafir sem heilluðu barnshjart-
að. Ég man til dæmis þegar hann
sýndi mér svokallað Dymo-merki-
miðatæki, sem hann hafði fengið sér
og mér þótti afar merkilegt og
spennandi. Ég ætlaði aldrei að fá
nóg af því að prenta út heilu rúll-
urnar og var sífellt að suða í honum
um afnot af þessum merkisgrip. Og
viti menn, – hann gaf mér mitt eigið
dymo um næstu jól þótt vart væri
hægt að kalla þetta leikfang. Hverj-
um hefði dottið í hug að gefa smá-
stelpu slíkt tæki nema Eyva? En
hann þekkti frænku sína, ég var al-
sæl, hélt mikið uppá apparatið og
merkti alla mögulega og ómögulega
hluti í bak og fyrir næstu árin.
Klingjandi jólabjöllu – spiladós fékk
ég líka sem varð stundum að fela
þegar aðrir fjölskyldumenn voru
orðnir leiðir og hana á ég enn og
þegar hún er nú látin klingja veit ég
að jólin eru örugglega komin enn
einu sinni. Gjafirnar frá Eyva höfðu
þannig sitt sérstaka gildi einfaldlega
af því að þær komu frá honum, enda
var hann einstakt ljúfmenni.
Ég man ekki að til að hafa nokk-
urn tíma heyrt Eyva hækka röddina
eða æsa sig, en þó fjarri færi að
hann væri skaplaus og hefði mjög
ákveðnar skoðanir, þá var hann allt-
af jafn rólegur og yfirvegaður á
hverju sem gekk.
Það eru ótal dýrmætar minning-
arnar sem rifjast upp á kveðjustund
sem tengjast honum og alltof langt
mál að telja upp hér. Margar tengj-
ast þær einmitt jólunum því í gegn-
um alla mína æsku var Eyvi með
okkur á jólunum.
Ég verð að viðurkenna að ég var
svona rétt mátulega hrifin í fyrstu,
ein jólin þegar ég var unglingur og
frétti að Eyvi yrði ekki með okkur á
aðfangadagskvöld. Þegar ég innti
pabba eftir því hvernig stæði á því,
þá brosti hann í kampinn og sagði að
hann hefði annað að fara. Ég þóttist
þá vita hvað klukkan sló en það var
ekki laust við smáafbrýðisemi hjá
mér. Þótt mér fyndist þetta spenn-
andi og væri ánægð fyrir hans hönd
þá fannst mér nú óþarfi að stela
honum frá mér á aðfangadagskvöld!
Hann Eyvi var nefnilega búinn að
kynnast henni Auði sinni og sem von
var héldu þau jólin saman.
En ég var heldur ekki lengi að
fyrirgefa henni eftir að ég kynntist
henni. Því ekki sá ég aðeins hvað
þau voru ánægð saman, heldur eign-
uðumst við þrjár nýjar frænkur á
einu bretti, þær Lydíu Guðrúnu,
Bryndísi Theresíu og nöfnu mína,
Kristrúnu Ýri.
Þegar þau tóku saman og giftu sig
gekk Eyvindur þessum þremur
dætrum Auðar í föðurstað og eins og
vænta mátti af honum reyndist hann
þeim einstakur faðir. Áður en langt
um leið bættist sú fjórða við, sól-
argeislinn hans pabba síns, hún
Katrín Björk. Þá var ég orðin full-
orðin og komið að mér að snúa
dæminu við og fá að dekra svolítið
við hana, enda var það mér bæði
ljúft og skylt.
Þau Auður keyptu sér fljótlega
hús í Árbænum, Glæsibæ 3, og má
með sanni segja að þar hafi þau búið
sér og dætrunum glæsilegt og gott
heimili. Eins byggðu þau sér af
miklum myndarskap sumarhús á
fornri ættarleifð austur á Skeiðum
að Árhrauni og átti fjölskyldan þar
margar góðar stundir í gegnum ár-
in.
Það var alltaf gaman að koma til
Eyva og Auðar og að sjálfsögðu fékk
ég áfram að halda jólin með honum,
þótt á annan hátt væri. Eyvindur
átti nefnilega afmæli 30. desember
og fjölskyldan var því yfirleitt boðin
til þeirra þá. Svo varð venja hjá okk-
ur pabba að koma gjarnan við hjá
þeim á Þorláksmessu með jólapakka
í gegnum árin og þá var oft margt
skrafað. Eina skemmtilega minn-
ingu á ég frá einni slíkri heimsókn
þegar Eyvi bað okkur pabba að af-
saka sig augnablik, hann ætlaði
nefnilega að koma Katrínu, sem þá
hefur verið þriggja eða fjögurra ára,
í svefn. Við sátum í góðu yfirlæti hjá
Auði yfir kaffi og jólagóðgæti á með-
an í góða stund. Tíminn leið og það
var komið að því að kveðja en ekkert
bólaði á Eyva. Svo ég bankaði laus-
lega á svefnherbergishurðina til að
kveðja frænda minn. Þar lá hann á
hjónarúminu steinsofandi, en Katrín
sat uppi glaðvakandi og vinkaði mér
alsæl og tilkynnti mér spennt að jól-
in væru að koma á morgun. Frænka
mín hafði snúið dæminu við og svæft
hann pabba sinn. Það var alveg ynd-
islegt að sjá þau saman enda hafa
þau alltaf verið mjög náin og frændi
ljómaði alltaf þegar hann talaði um
hana Katrínu sína og stelpurnar all-
ar yfirleitt. Þótt fársjúkur væri síð-
ustu jól á sjúkrahúsi sýndi hann mér
stoltur myndaalbúm af þeim öllum
og sagði mér frá þeim og barna-
barnahópnum og andlit hans skein
af birtu liðinna hamingjudaga.
Veikindi og fráfall Eyvindar er
mikið áfall og missir fyrir okkur öll
sem þekktum hann vel og vorum
honum náin. En mestur er að sjálf-
sögðu missir Auðar, dætranna og
ekki síst barnabarnanna sem sjá á
eftir einstökum eiginmanni, föður og
afa. Það er ekkert lítið skarð sem
hann skilur eftir, skarð sem aldrei
verður hægt að fylla. En minningin
um einstakan mann lifir og jafn-
framt getum við öll verið þakklát
fyrir að hafa átt hann að og það er
vissulega huggun harmi gegn að vita
að nú sé hann laus frá sínum veik-
indum og þeim hömlum sem þau
lögðu á hann. Við erum öll ríkari fyr-
ir það að hafa þekkt þennan öðlings-
mann og fátækari fyrir að hafa
misst svo mikið.
Elsku Auður, Lydía, Bryndís,
Kristrún og Katrín og fjölskyldur.
Ég sendi ykkur um langan veg – yfir
hálfan heiminn – mínar innilegustu
samúðarkveðjur.
Hvíl í friði, elsku frændi. Þig
geymi ég með mér alla tíð.
Kristrún Þórdís
Egilsdóttir Stardal.
Okkur langar til að minnast með
nokkrum orðum föðurbróður okkar,
Eyvindar Jónassonar frá Stardal.
Eftir að faðir okkar, Magnús, tók við
búi í Stardal bjó Eyvindur ásamt
foreldrum sínum við Laugateig í
Reykjavík. Þar eyddum við bræð-
urnir ófáum stundum enda var alltaf
náið samband milli heimilanna. Ey-
vindur bjó lengi einn eftir að for-
eldrar hans létust eða þar til hann
kynntist Auði, eftirlifandi konu
sinni. Það fjölgaði í heimili á Lauga-
teignum þegar Auður flutti þangað
með þremur dætrum sínum. Ey-
vindur gekk þeim Lýdíu, Bryndísi
og Kristrúnu í föðurstað og skömmu
síðar eignuðust þau Auði Katrínu.
Það má segja að líf Eyvindar hafi
breyst æði mikið á stuttum tíma en
hann tók því með sama jafnaðargeð-
inu og var hans einkenni alla tíð.
Eyvindur og Auður héldu alla tíð
fallegt og myndarlegt heimili sem
gott var að koma á, hvort sem það
var á Laugateig eða í Glæsibæ
þangað sem þau fluttu síðar. Einnig
byggðu þau sér sumarbústað í Ár-
hrauni á Skeiðum þar sem fjölskyld-
an eyddi miklum tíma. Eyvindur
hélt líka alltaf tryggð við sitt æsku-
heimili í Stardal og var þar tíður
gestur. Hann var alltaf ákaflega
góður við okkur bræðurna og það
var ávallt þægilegt að vera í návist
hans.
Annar okkar bræðra kynnist Ey-
EYVINDUR
JÓNASSON